Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985 Viðræður tamila og sinhalesa hafnar Nýju Delhí, 9. júlí. AP. FULLTRÚAR sex aöskilnaðarhópa á Sri Lanka-stjórnar landsins og ind- verskir embKttismenn hafa ákveðið að halda fundum áfram til að freista þess að binda enda á blóðuga bardaga á Sri Lanka. Fundirnir hófust í Thimpu, höfuöborg Bhutan-ríkis í gær og var um tíma tvísýnt um hvort þeim yrði haldið áfram, þar sem mikill ágreiningur er með aðilum og deilur hófust jafnskjótt og fundarsetningu var lokið. Gengu þá ásakanir á báða bóga. Samt segir í tilkynningu um komið þessum viðræðum af stað. fundinn að eftir nokkurt þóf hafi fulltrúarnir ákveðið að reyna bet- ur og hefði fundurinn verið vin- samlegur í heild þótt menn flyttu mál sitt af mikilli einurð. Það eru Indverjar sem hafa Það þykir góðs viti að menn skuli fást til að tala saman, að þvi er AP segir, því að undanfarna mán- uði hefur ekki fengizt svar frá að- skilnaðarhópum tamíla þegar stjórnin í Colombo hefur leitað eftir því hvort þeir væru tilbúnir að koma til fundar. Frumkvæði Rajivs Gandhi, forsætisráðherra, þykir því hafa borið góðan árang- ur. Fulltrúar sinhalesa á fundin- um eru undir forystu Jayaward- ene, forseta Sri Lanka. Frá Sri Lanka berast hins vegar þær fréttir að tamílar í borginni Jaffna og þar í grennd hafi efnt til mikilla mótmæla og krafist þess að fundum væri slitið, enda svik við málstað tamíla. Tímaritiö Newsweek: Reagan ráðgerði loftárás á skæruliða E1 Salvador New York. AP. TÍMARITIÐ Newsweek heldur því fram að Ronald Reagan, forseti Bandarfkjanna, hafi látið semja áætlun um loftárás á skæruliða í El Salvador í hefndarskyni fyrir morð á fjórum bandarískum hermönnum þar. Tímaritið segir jafnframt, að Reagan hafi verið fenginn til að hætU við fyrirætlanir sínar. í síðasta tölublaði Newsweek segir að varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hafi skipulagt loftárásir á her skæruliða sem segist bera ábyrgð á dauða her- mannanna, sem myrtir voru 19. júní sl. á kaffihúsi í San Salv- ador. Á fundi með herráðinu á þriðjudag í síðustu viku, hafi Reagan svo verið fenginn til að hætta við fyrirætlanir sínar, segir tímaritið. Ekki voru gefnar upp heimild- ir fyrir greininni í Newsweek, en þar sagði ennfremur að yfir- menn í hernum hefðu bent á að óbreyttir borgarar, konur og börn, myndu láta lífið í árásinni auk skæruliðanna. Einnig myndi forseti landsins, Jose Napoleon Duarte, bíða álitshnekki ef Bandaríkjamenn hefðu bein af- skipti af málefnum E1 Salvador og gæfu þannig í skyn að stjórn- arherinn og lögregla réðu ekki við ástandið í landinu. ísrael: 80 þúsund í verkfalli Tel Ari», 9. júlí. AP. UM 80 þúsund manns lögðu niður vinnu í Israel í dag til aö mótmæla efnahagsaögerðum ríkisstjórnarinn- ar. Nýtt sam- komulag um kjarnorkumál Wa.shington, ft. júlí. AP. RÍKISSTJÓRNIR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafa orðið sammála um að nota beinu símalínuna milli Hvíta hússins í Washington og Kremlar í Moskvu til samráðs ef önnur hvor fær um það fregnir að þriðji aðili, ríkis- stjórn eða hermdarverkamenn, hyggist beita kjarnorkuvopnum. Samkomulag þetta náðist á fundi fulltrúa ríkjanna í Genf 14. júní sl., en þá voru aðeins birtar varfærnis- legar fréttir af því opinberlega. Nú eru um 8 þúsund starfsmenn ísraelska símafélagsins, sem er í eigu ríkisins, í ótímabundnu verk- falli. Starfsmennirnir komu í veg fyrir útsendingar ísraelska út- varpsins í dag með því að slökkva á senditækjum þess. Er aðeins fréttum útvarpað. Auk þess eru um 9 þúsund starfsmenn rafmagnsveitna ísra- elska ríkisins í verkfalli, en það hefur þó enn sem komið er ekki komið niður á þjónustu. Samkvæmt fréttum ísraelska útvarpsins hefur ríkisstjórnin krafist þess að starfsmenn fyrir- tækjanna snúi tafarlaust aftur til vinnu. 60 þúsund embættismenn lögðu niður vinnu þrjá tíma í dag til að mótmæla áformum stjórnarinnar um að segja 400 þúsund verka- mönnum í þjónustu hins opinbera upp störfum. Er þetta liður í efna- hagsaðgerðum stjórnarinnar, en þær kveða á um mikinn niður- skurð ríkisútgjalda. Margir hagfræðingar og tals- menn verkalýðsfélaga telja að efnahagsaðgerðirnar feli í sér um 25—30% kjaraskerðingu. Hins vegar heldur stjórnin því fram að lífskjörin versni um 12%. Endurbœtur á Frelsisstyttunni Á næsta ári verða 100 ár liðin síðan Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum Frelsisstyttuna. Hún stendur undan strönd Manhattan-eyju í New York, tignarleg með glæsilegan kyndil í hægri hendi. Um þessar mundir er unnið að endurbótum á styttunni, sem talið er að kosta muni um 2 milljarði króna. Vinnupallar hylja styttuna, en þeir eiga að vera horfnir og verkinu á að verða lokið 4. júlí 1986. Observer stefnt fyr- ir mútur London. AP. HIÐ virta breska sunnudagsblað, The Observer, hefur verið stefnt fyrir að hafa mútað embættismanni úr varn- armálaráðuneytinu til aö fá upplýs- ingar um fjársóun í ráðuneytinu. Á embættismaðurinn að hafa fengið um 85 þúsund krónur fyrir upplýsingarnar. Ritstjóri The Observer kvað í yfirlýsingu, sem birtist í blaðinu sl. sunnudag, ásak- anirnar ekki á rökum reistar. Embættismaðurinn, Raymond Williams, sem er fyrrum vopnasér- fræðingur, var fundinn sekur um að hafa þegið mútur frá The Observer í janúar sl, og dæmdur í sex mánaða fangelsi. Hann hefur neitað sakar- giftum, og gerir sér nú vonir um að fá vinnu á dagblaði sem ráðgjafi í varnarmálum. Mál Kjell Olesen: Heilaspuni hjá Olesen segir Schliiter — hroki og rugl segir Jörgensen DÖNSK blöð skrifa í dag mikið um þá fullyrðingu Kjell Olesen, fyrrver- andi utanríkis- og varnarmálaráðherra Danmerkur, að hann hafi verið settur á svartan lista dönsku leyniþjónustunnar vegna ferðar Olesens til Moskvu og sagt hefur verið frá. Anker Jörgensen, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við Olesen og sakað Poul Schliiter forsætisráðherra um hroka og baktjaldamakk. „Poul Schliiter og Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra hafa sagt berum orðum, að það sé heilaspuni hjá Olesen að hann hafi verið skráður á nefndan lista vegna Moskvuferðalagsins," sagði Jörgensen. „Upphróp- anir af því tagi sem þeir hafa í frammi eru til þess fallnar að rugla fólk í ríminu og vekja tortryggni um Olesen,“ sagði Jörgensen einnig. Hann bætti við að Schliiter hefði viðurkennt að friðarganga, sem danska verka- lýðssambandið gekkst fyrir þann 24. október 1984, hefði verið skráð á skjöl leyniþjónustunnar undir „undirróðursstarfsemi“. Það sýndi að Kjell Olesen hefði átuð sig á staðreyndum og því væri það með öllu óboðlegt, að Schliiter létist vera móðgaður og vísaði öllu á bug. „Hann ætti að hugsa um hversu viðkvæm málefni er verið að taia um,“ sagði formaður Jafnaðarmannaflokksins. Anker Jörgensen sagði að mál Olesens — þ.e. ferðin til Moskvu — hefði verið skráð í yfirlits- plögg dönsku varnarmálaskrif- stofunnar. Umræður um Moskvuferðina á því stigi sem þær hefðu verið væru til þess eins að tortryggni kæmi upp milli fulltrúa sem færu í ferðir til aö afla upplýsinga og gagna. Jörgensen benti á að vorið 1982 hefði verið hætt að skrá sér- staklega nöfn stjórnmálamanna og kaupsýslumanna sem færu til austantjaldslanda, vegna þess að menn hefðu verið komnir út á hálan ís. Nú virtist sem stjórn Schlúters hefði ákveðið að taka Kjell Olesen, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra. þessa skráningu upp á ný og gæti ekki hlotizt af henni annað en misskilningur og vantrú. Á blaðamannafundi sem Ole- sen hélt í gær vegna þessa sagði hann að ferðin hans og tveggja annarra þingmanna danska Jafnaðarmannaflokksins hefði verið færð í bækur leyniþjónust- unnar undir „leyndarmál" og að sínum dómi bæri mat leyniþjón- ustumanna á þessari för vott um dómgreindarleysi, þar sem ekk- ert leynilegt hefði verið við þessa margumræddu ferð. Olesen sagði að hann hefði styrkzt enn í þeirri trú, að það væri rétt að fram kæmi, hvernig litið hefði verið á ferð hans, eftir að hann hefði fengið að lesa merkt trún- aðarskjöl. Hann gagnrýndi harð- lega hvernig danska leyniþjón- ustan stæði að ýmsum athugun- um og hún virtist sjá draug i hverju horni. Olesen sagðist hafa sent bréf til Schluters for- sætisráðherra þar sem hann sagði það hafa valdið sér veru- legum áhyggjum, að friðarganga sú sem fyrr var vikið að teldist hafa verið á einhvern hátt grunsamleg og einnig væri sú ákvörðun að skrá Moskvuferð hans vítaverð og hann ítrekaði þá spurningu, hvort verið væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.