Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985 Þetta er mjög al- varlegt vandamál — segir Benedikt Gunnarsson forstööu- maöur ferskfisksmatsins um gæðamálin í mokveiöi togaranna á Vestfjaröamiöum 1000 laxar í Kollafirði í KJÖLFAR rigningarinnar í fyrra- dag og fyrrinótt íór hafbeitarlax- inn loks aó ganga upp í Kollafjarð- arstöóina í gærmorgun. Komu þá 15—20 laxar í kistuna innan við þjóðveginn. Laxinn er enn í stórum torfum í ósnum og rennunni inn að stöð- inni og synda þeir þar fram og aftur með miklum bægslagangi. Taldi Sigurður Þórðarson stöðv- arstjóri í Kollafirði að um há- degið í gær hafi verið um 1.000 laxar við stöðina, og vonaðist hann til að þeir gengju inn i stöðina á flóðinu í nótt. Á stærri myndinn: er Sigurður með einn laxinn úr kistunni, u.þ.b. 12 punda hæng, en á þeirri minni er lax að stökkva í sjónum- M 0$** v* Ekki grundvöllur fyrir vinnslu kola — segir Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri á Bakkafirði „VIÐ reynum að fylgjast með þessu og metum aflann sem kemur á land. En við stjórnum hinsvegar ekki veið- unum og er það því ekki á okkar Þingvallavegur: Að ári verða þrír kflómetrar ómalbikaðir FRAMKVÆMDIR eru hafnar við lagningu slitlags á 3ja kílómetra kafla á Þingvallavegi, sem lokið verður við í sumar, en þessi kafli var undirbyggður fyrir varanlegt slitlag á síðastliðnu ári. Þá verður einnig undirbyggður sex kflómetra kafli á Þingvallavegi í ár, sem áætlaö er að leggja varanlegu slitlagi næsta sumar. Eru þá aðeins þrír kflómetrar á veginum til Þingvalla frá Reykja- vík, sem ekki hafa verið lagðir var- anlegu slitlagi. Þessar upplýsingar fengust hjá Rögnvaldi Jónssyni, deildarverk- fræðingi hjá Vegagerð ríkisins. Sagði hann að slitlag yrði lagt á 3ja kílómetra kafla, frá Kárastöðum að Móakotsá í ár. Þá yrði kaflinn frá Móakotsá að Stórulandstjöm, sem er nálægt þar sem Kjósarskarðs- vegurinn kemur inn á Þingvallaveg- inn, undirbyggður í ár, en þar er um sex kílómetra kafla að ræða og væri stefnt að að leggja slitlag á þann kafla á næsta ári. Auk þessa verða byggðar tvær brýr í ár á Þingvalla- veginum, önnur yfir Móakotsá og hin yfir Torfadalslæk. Þá verður einnig að lengja Grafningsveginn um kílómetra, vegna þess aö nýji Þingvailavegurinn liggur sem því nemur norðar en sá gamli á þeim kafla. valdi að hafa áhrif á hvernig að þeim er staðið,“ sagði Benedikt Gunn- arsson, forstöðumaður ferskfisk- dcildar Ríkismats sjávarafurða, í gær í tilefni fregna af skemmdum á flski í mokveiði togaranna á Vestfjarðamiðum og víðar. Benedikt sagði að þessi árstími væri alltaf afleitur. Fiskurinn væri orðinn feitur og útbelgdur af átu og væri því fjarskalega við- kvæmur. Hann færi því gjarnan illa þegar svona mikið veiddist, ekki síst ef menn freistuðust til að hafa veiðiferðina lengri en góðu hófi gegndi vegna góðrar veiði, og veiddu svo kannski meira en með góðu móti væri hægt að koma fyrir um borð. Væri síðasti fiskur- inn þá settur ofan á kassana í lest- inni eða á millidekkið, óþveginn og illa eða alls ekki isaður. Á þessum árstíma þyldi hann ekki svona geymslu og væri dæmi um að slík- ur þorskur færi beint í gúanó. Sagði Benedikt þessi vandamál nú þekkt fyrir norðan og hér fyrir sunnan til dæmis í Vestmannaeyj- um, Þorlákshöfn og Reykjavík. Ekki vildi hann þó tiltaka nein ákveðin dæmi. Benedikt sagði að við þetta bættust vandamál í vinnslunni. Frystihúsin væru vanmönnuð á sumrin, þar væru mest unglingar sem kynnu lítið til verka og vant- aði því mikið upp á full afköst. Þegar allt þetta kæmi saman væri hér um að ræða mjög alvarlegt vandamál. Hann kvaðst hissa á því að þau fyrirtæki þar sem veiðar og vinnsla væru rekin saman skipu- legðu ekki hráefnisöflunina betur, létu skipin koma jafnar inn og með styttra millibili til að fá sem bestan afla og þannig að þeir réðu við að vinna hann. „Við höfum stefnt að því að vinna kola og lagt í töluverðan kostnað þess vegna, a.m.k. upp á nokkur hundruð þúsund. Sem betur fer er ekki ennþá um hærri upphæð að ræða en þetta, þegar við fréttum af þessu kolaverði," sagði Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri Út- vers hf. á Bakkaflrði, er hann var inntur álits á því verði á kola, sem Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið. „Kolaverðið, sem Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað um daginn, kemur mér þannig fyrir sjónir, að þar sé um hrein afglöp að ræða hjá þeim sem sátu í ráðinu fyrir hönd fiskkaupenda, því vinnsla á kola getur aldrei staðið undir sér með þessu verði til útgerðarinnar, nema þá þeir fulltrúar sem bera ábyrgð á þessari ákvörðun lumi á einhverju afurðasöluverði, sem þeir hafa ekki sagt neinum frá,“ sagði Kristinn. „Hækkunin á kolanum er 54% á millí ára á meðan almennt fisk- verð hækkar um 24%. Framlegð í kola á síðasta ári var alveg í lág- marki. Þó við höfum ekki verið í kolavinnslu þá, er mér fullkunn- ugt um það. Þessi verðákvörðun kom því mjög á óvart," sagði Kristinn ennfremur. Hann sagði að meiningin hefði verið að byrja að vinna kolann í ágúst, en eins og málið horfði eftir þessa verðákvörðun gengi það dæmi ekki upp. Maður finnst látinn í Bláa lóninu NORSKUR maður á áttræðisaldri fannst látinn I Bláa lóninu svonefnda í Svartsengi um ellefu- leytið í gærmorgun. Það voru menn sem áttu þarna leið sem fundu manninn, en eng- inn var nálægur þegar atburður- inn átti sér stað og verður því ekki ljóst um dánarorsök fyrr en krufning hefur farið fram. í heimsókn á Morgunblaðinu Morgunblaðið/MG Þrjátíu hressir krakkar úr Árseli komu í heimsókn á ritstjórn Morgunblaðsins í gær ásamt forsjármönnum sínum. Krakkarnir skoðuðu hinar ýmsu deildir blaðsins til að fræðast um hvernig blaðið væri unnið. Þau eru á aldrinum sex til tólf ára. Svifdrekaslys í Hafrafelli: „Svifflug hættuminna en skíðaíþróttir“ segir Birgir Óskarsson, sem fyrir óhappinu varð Ályktun Stúdentaráðs ótvíræð traustsyfirlýsing við okkur — segir Finnur Ingólfsson, formaður stjómar Félagsstofnunar stúdenta „Ég lít á ályktun Stúdentaráðs sem skýra traustsyfirlýsingu við þá stefnu sem stjórn Félagsstofnunar stúdenta hefur tekið í málinu og hún styrkti stjórnina í þeirri trú að hún sé að gera rétt,“ sagði Finnur Ingólfsson, formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins i gær. Stjórn Félagsstofnunar ákvað á fundi sínum í gær að halda óbreyttri stefnu í máli því sem upp er komið vegna deilna um það hvað íbúum Hjónagarðanna beri að greiða í leigu. Finnur sagði að íbúarnir yrðu krafnir um leigu að upphæð kr. 4.400 fyrir maímánuð og kr. 5. 280 mánaðarlega fyrir júní, júlí og ág- úst. Verði íbúarnir ekki við þessu og greiði leiguna fyrir kl 17.00 þriðjudaginn 16. júlí nk., mun stjórn Félagsstofnunar óska eftir því að borgarfógetinn í Reykjavík felli dóm þess efnis að íbúarnir verði bornir út. Stúdentaráð samþykkti á fundi í fyrradag, með 15 atkvæðum gegn 7, ályktun þar sem þessar deilur eru harmaðar, en jafnframt er lýst stuðningi við þá stefnu stjórnar Félagsstofnunar að miða leiguverð- ið á Hjónagörðum við hallalausan rekstur og þeir íbúar Hjónagarða sem í vanskilum eru eru hvattir til þess að greiða skuldir sínar. En þær skuldir nema nú, að sögn Finns Ingólfssonar, 282.000 krón- um. Svifdrekaslys varð í Hafrafelli um klukkan átta sl. laugardagskvöld. Voru þar saman komnir nokkrir félagar úr Svifdrekafélagi Reykjavíkur til að stunda íþrótt sína. Einum þeirra, Birgi Óskarssyni, tókst ekki að beygja tii vinstri, þegar á þurfti að halda, með þeim afleiðingum að hann skall utan í fjallið. „Þetta er í rauninni alveg sára- ómerkilegt," sagði Birgir Oskars- son, er hann var inntur eftir orsökum óhappsins og líðan sinni. „Einhverra hluta vegna festist ég f hægri beygju, og var á hraðri leið inn í fjallið, þegar ég man síðast eftir mér. Meðvitund missti ég samstundis, en rankaði við mér að hálftíma liðnum. Þá hafði frænka mín, sem stödd var við fjallsræturnar, þotið í loftköstum inn að Reykjalundi, og komið til baka með lækni. Eg var nú það hress, að ég gat sjálfur farið upp i sjúkrabílinn. Þeir á slysavarð- stofu Borgarspítalans úrskuröuðu að eitt rif væri brotið og svo er ég töluvert marinn. En það er ekkert til að gera veður út af,“ bætti hann við. „Ég er alveg stálsleg- inn.“ Aðspurður kvaðst Birgir engan tíma hafa haft til að verða hrædd- ur, svo skjótt hefði þetta gerst. „Ég er búinn að eiga þennan dreka í ein 4 ár, en hef lítið sem ekkert notað hann til þessa. Nú á ég eftir að athuga þær skemmdir sem orðið hafa á honum og reyna síðan að koma honum í flughæft ástand aftur. Ég er ekki aldeilis á því að gefast upp við svo búið, enda slysahætta í svifdrekaflugi minni en t.d. á skíðum," sagði Birgir óskarsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.