Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985 17 Fjallaskóli á Fimmvörðuhálsi „SKÓLANUM ER ætlað að kenna fjallamennsku og skíðagöngu og verður starfrsktur í júlímánuði. Reyndar er fyrsta námskeiðinu þegar lokið og gekk það mjög vel,“ sagði Hermann Valsson annar af kennurum Nýja fjalla- og skíðaskólans á Fimmvörðuhálsi sem nýlega bóf göngu sína í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins. Hér er um að ræða helgarnám- skeið sem haldin verða í júlimán- uði á Fimmvörðuhálsi og að sögn forráðamanna er ætlunin að koma til móts við þann sívaxandi fjölda fólks sem stundar fjallaferðir og skíðagöngur. „Okkar megintil- gangur er að leiðbeina fólki sem vill ferðast allan ársins hring á gönguskiðum, utan hinna hefð- bundnu göngubrauta eða á jöklum landsins . Einnig ætlum við að kenna hvernig á að ferðast á ör- uggan hátt og bregðast við þeim vanda sem upp kemur á slíkum ferðum." Að sögn Hermanns er nám- skeiðinu skipt i tvo hluta. „Annars vegar kennir Halldór Matthíasson skiðagöngugarpur ýmsa tækni i skiðagöngu og annað er viðkemur göngunni, meðferð skiðanna, hvernig á að bera á þau og annað í þeim dúr. Hins vegar sé ég um fjallamennskuna. Þar kenni ég hvernig á að velja leiðir á jökla, hvernig eigi að varast sprungur og þegar að þeim kemur hvernig eigi að komast klakklaust yfir þær. Einnig kenni ég jöklaförum hvernig eigi að bjarga sér í vond- um veðrum, grafa sig í fönn og krækja framhjá snjóflóðasvæðum og fleira þess háttar." Hvert námskeið stendur í þrjá daga og er lagt af stað úr Reykja- vik á föstudagskvöldum og haldið austur að Skógum þar sem gist er á Eddu-hótelinu báðar næturnar. Kennslunni er þannig háttað aö á laugardag og sunnudag er ekið strax eftir morgunverð upp i skála Flugbjörgunarsveitarinnar að Skógum á Fimmvörðuhálsi, þar sem eins konar miðstöð námskeið- isins er. Þar verður snæddur há- degisverður og hægt að fá heitan drykk. Kennt er fram eftir degi og komið aftur til Skóga um kvöld- matarleytið. Þar er gestum gefinn kostur á kvöldverði en þeir sem hafa meö sér nesti geta naslað það i ró og næði. Ef þannig liggur á fólki verður haldin stutt kvöld- vaka en á sunnudagskvöldinu er haldið til Reykjavíkur eftir snæð- ing og komið i bæinn síðla kvölds, - MorgunblaAið/Emilía Kennarar vid nýja fjallaskólann eru Herraann Valsson og Halldór Matthías- son. en til Skóga eru um 160 km á bundnu slitlagi." Hermann sagði að jafnframt kennslunni yrðu farnar lengri og styttri skíðaferðir um Fimm- vörðuháls. „Ef veður og aðstæður leyfa verður farið á Eyjafjallajök- ul, sem er í 1660 metra hæð og er kennslunni fléttað inn i ferðirnar eins og efni og ástæða þykir til. Þegar vel viðrar er einstætt útsýni frá jöklinum til allra átta og m.a. má þaðan sjá til Vestmannaeyja, Tindfjalla, Þórsmerkur og austur til Öræfa. Námskeiðin eru fyrir ungt fólk á öllum aldri en þó ekki yngra en 10 ára gamalt. Þátttakendur skulu hafa með sér skiði, skó, stafi, vatns- og vindheld hlífðarföt og annan almennan ferðafatnað, sól- gleraugu og sólkrem. Einnig er léttur bakpoki nauðsynlegur og þeir sem eiga isaxir og brodda ættu að grípa þá með sér. Við búumst þó ekki við að allir geti útvegað sér slik tæki og þvi er hægt að fá sérhæfðari fjallabúnað hjá skólanum. Við ráðleggjum fólki líka eindregið að slysa- og ferðatryggja sig, því skólinn tekur ekki ábyrgð á slysum eða farangri gesta.“ Hermann var bjartsýnn á að námskeiðunum yrði vel tekið. „I fyrsta lagi er Fimmvörðuháls kjörinn staður fyrir námskeið sem þessi. Þar eru engar sprungur sem gætu reynst skeinuhættar og hann býður upp á fjölmarga möguleika bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir í skíðagöngu og fjallamennsku. 1 annan stað stunda fjölmargir þessar íþróttir og ef einhverjir þeirra hugsa sér að vera í snjónum fram á sumar eða stunda lengri ferðalög að vetr- arlagi verða þeir að kunna nokkur undirstöðuatriði i fjallamennsku til að ferðirnar heppnist sem best.“ Þegar veóur leyfir er farið upp i Hámund, hæsta tind Eyjafjallajökuls, og var þessi mynd tekin í blíðunni um síðustu belgi þegar fyrsta námskeiðið var haldið. Verk Leifs Breið- fjörð vígt í Edinborg SUNNUDAGINN 30. júní sl. var vígður við hátíðlega athöfn steindur gluggi, sem Leifur Breiðfjörð hefur gert fyrir SL Giles’-dómkirkjuna f Edinborg. Glugginn er til minningar um skoska þ. kirkjunni af alþjóðlega Burns-félaginu. Glugginn, sem er á vesturhlið kirkjunnar, er þrískiptur. Neðst eru fimm samstæðir hlutar, sem tákna grænan heim grósku og fag- urrar náttúru. Þá taka við í miðj- unni fimm hlutar, sem leiða hug- ann að mannlegu samfélagi og bróðuranda. Efsti hlutinn og sá langstærsti er tákn kærleiks og ástar í anda margra ljóða Roberts Burns, en þykir þó einkum minna á ljóðlínuna frægu „My love is like a red, red rose“. Þessi táknræna tjáning Leifs Breiðfjörð á lífi og verkum skoska þjóðskáldsins hef- ur hlotið góða dóma, m.a. dagblaðsins „The Scotch-man“. ið Robert Burns og var gefinn í kirkjuathöfninni í St. Giles’ predikaði kirkjupresturinn, Sr. Gilleasbuig MacMillan, en vígslu gluggans framkvæmdi forseti skoska kirkjuþingsins, sem er leið- togi skosku kirkjunnar, Dr. David Smith. Húsfyllir var og þurfti fólk frá að hverfa. Þar voru m.a. frammámenn í Burns-félögum í Skotlandi og fremstu leikarar og söngvarar Skota. Við athöfnina voru einnig viðstaddir sendiherr- arnir Richard Thomas og Einar Benediktsson svo og ræðismaður íslands í Edinborg, frú Snjólaug Thomson. (FrétUlilkynning.) Sesselja Guðmundsdóttir, eigandi hársnyrtistofunnar Fexa í Mosfells- sveit, í stofunni. Hársnyrtistofan Fexa opnar í Mosfellssveit Nýlega var Hársnyrtistofan FEXA opnuð að Urðarholti 4 í Mosfells- sveiL Eigandi stofunnar er Sesselja Guðmundsdóttir. Fexa er opin mánudaga kl. 13—17 og þriðjudaga til föstudaga kl. 9—17. (Fréttatilkynning) Sérfræðingar MÁLMINQAR h.f. Kunna þrjú ráð í viðarvörn utanhúss KJORVARI er olíubundln gegnsæ vlðarvörn af hefðbund- inni gerð, sem gengur inn í vlðlnn og mettar hann. KJORVARI hefur shamma endingu þar sem mihlð mæðlr á. hann ver viðlnn fyrlr vatni, en hlndrar ehhl niðurbrot vlðar af völdum sólarljóss KJÖRVARI hleyplr vel í gegnum slg raha, flagnar því ehhl 0g er auðveldur í viðhaldi. TREAKRYL er vatnsþynnanleg 100% ahrýlbundlnmálnlng, sem harðnar ehhl né gulnar TRÉAKRÝL Inniheldur ehhl fúavarnarefnl TRÉAKRÝL smýgur illa og hrefst því olíugrunns, QRUniT- KJÖRVARA, á beran við fyrir yfirmálun TRÉAKRÝL hleyplr mjög vel í gegnum slg raha, heldur mýht slnnl og fylglr því hreyflngum vlðar/ns. TRÉAKRÝL hylur vel og ver því vlðinn gegn mðurbrotl af völdum sólarljóss. ÞEKJU-KJORVARI er þehjandl vatnsþynnanleg vlðarvörn sem Innlheldur bæði olíu og ahrýl og samelnar því hostl KJÖRVARA og TRÉAKRÝL5. ÞEKJU-KJÖRVARI hylur flötlnn án þess að fylla hann, þannlg að vlðaræðar verða eftlr sem áður sýnilegar. ÞEKJU-KJÖRVARI smýgur vel og hrefst því ehhi sérlegs grunns. ÞEKJU-KJÖRVARI hylur vel og ver vlðlnn fyrlr vatnl og nlðurbrotl sólarljóss. ÞEKJU- KJÖRVARI heldur^mýht slnnl og hleypir auðveldlega í gegnum málninghf Fæst i byggingavöruverslunum um land allt méhvng I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.