Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ1986 27 Bandalag kennarafélaga: vkjAUCs- Stofnun Tjarnarskóla brýtur í bága við skólamálastefnu kennarasamtakanna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi álvktun frá stjórn Bandalags kennarafélaga, varöandi stofnun Tjarnarskóla í Reykjavík: „Stjórn BK vill ítreka það sem viða hefur komið fram að með stofnun Tjarnarskóla eru engar nýjungar á döfinni hvað varðar skólastarf, aðrar en þær að for- eldrum er ætlað að greiða auka- lega fyrir þá þjónustu sem skylt er að veita hverju barni samkvæmt grunnskólalögum. Þá þjónustu hafa almennir skólar átt erfitt með að rækja til fulls vegna fjár- sveltis. með stofnun Tjarnarskóla hafa yfirvöld menntamála í raun viðurkennt að til þess að reka skóla þarf mun meira fjármagn en skólakerfinu er ætlað. Kennarasamtökin hafa um langt skeið hvað eftir annað lagt áherslu á að farsælt skólastarf grundvallast á því að skólum sé þúin viðunandi starfsaðstaða og kjör kennara bætt til muna. Tjarnarskóli er kallaður „einka- skóli" en verður í raun kostaður af ríki og borg með við- bótarskattheimtu á foreldra. Stjórn BK varar eindregið við þeirri stefnu sem þarna er tekin upp og þeirri hugsun sem á bak við liggur, að rétt sé að skatt- leggja nemendur og foreldra sér- staklega til að greiða hluta af eðli- legum skólakostnaði. Sú stefna er andstæð þeirri grundvallarreglu sem jslendingar hafa um langt skeið aðhyllst, að allir eigi að hafa jafnan aðgang að menntun án til- lits til efnahags eða búsetu. Sú regla er grundvallaratriði í skólamálastefnu kennarasam- takanna og hún mótar núverandi grunnskólalög. Fráhvarf frá henni er þess vegna andstætt öllum anda þeirra laga.“ (Fréuatiikyniiiiig) Ráðstefna NUF haldin á íslandi NORRÆNIR kennarar í sjúkraþjálfun (Nordiske undervisende fysioterapeuter) halda ir hvert riöstefnu, þar sem fjallaö er um kennslu í sjúkraþjilfun og skipst á upplýsingum um skólamil. í tengslum við riöstefnuna er svo haldinn aöalfund- Dagana 30. júni til 4. júli var ráðstefna þessi haldin hér á landi í fyrsta sinn. Öllum sjúkraþjálfurum, sem þegar tengjast kennslu í sjúkra- þjálfun eða hafa hug á að gera það í framtíðinni, var heimil þátttaka. Efni ráðstefnunnar var eftirfar- andi: 1. Verkleg kennsla í sjúkraþjálfun. Ella Kolbrún Kristinsdóttir dós- ent flutti inngangsfyrirlestur en síðan fóru fram hópumræður. 2. Notkun tölvu við kennslu í sjúkra- þjálfun. Fyrirlestur flutti Ben Barkman, háskólakennari frá Amsterdam. 3. Aðalfundur og upplýsingaskipti. Ráðstefnuna sóttu um 80 manns, þar af 22 frá íslandi. Stjörnubíó sýnir Síðasta drekann Stjörnubíó hefur tekið til sýningar kvikmyndina „Síðasti drekinn“, eöa „The Last Dragon", eins og myndin heitir á frummálinu. 1 fréttatilkynningu frá kvik- myndahúsinu segir að myndin fjalli um dreng nokkurn, sem dreymi um að öðlast fullkomnun í íþrótt sinni — karate. Ekki gengur það þó átakalaust þar sem óvinir hans reyna stöðugt að koma hon- um fyrir kattarnef. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Taimak, Vanity, Julius J. Carry, Chris Murney, Faith Prince, Leo O’Brien, Mike Starr, Glen Eaton og Jim Moody. Leik- stjóri er Michael Schultz. Um tónlistarflutning í Síðasta drekan- um sjá m.a. DeBarge, Rockwell, Stevie Wonder, Smokie Robinson, The Temptations, Alfie og Faith Prince. Skora á borgaryfirvöld að bæta kjör starfsfólks dagvistarheimila TRÚNAÐARMENN 11. deildar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar héldu fyrir skömmu fund með starfsfólki dagvistarheimila borgarinnar. í fréttatilkynningu deildarinnar segir að i fundinum hafi verið samþykkt iskorun til borgaryfírvalda og viðkomandi stéttarfélaga, að leggja ríka iherslu á að bæta launakjör alls starfsfólks dagvistarheimila, faglærðra sem og ófaglærðra. Sem leið til lausnar er f tilkynn- greidda, starfsfólk öðlist forgang að ingunni bent á úrræði eins og fleiri undirbúningstíma fóstra, fjölgun starfsmannafunda, að stöður yfir- fóstra fáist á öll dagvistarheimili, að forstöðumenn fái alla yfirvinnu dagvistarheimilum fyrir börn sín og greiði lægra dagvistargjald, auk þess sem hugað verði að lagfæringum á vinnutima starfsfólks. (f'r frétutilkrnningu) Reykjanes: Blað sjálf- stæðismanna á Suðurnesjum Vojjum, 8. júlí. í sl. viku kom út 1. tölublað af blaðinu „Reykjanes" sem gefíð er út af sjálfstæðismönnum á Suðurnesj- um. Fyrst um sinn kemur blaðið út hálfsmánaðarlega á miðvikudögum, en ef vel gengur eru hugmyndir um vikulega útgáfu. Blaðiö kemur út á miövikudögum, er prentað í 4000 eintökum og dreift ókeypis í versiun- um. f grein eftir ritstjóra blaðsins Fylgt úr hlaði segir m.a.: „Reynt verður að byggja þetta blað upp sem almennt fréttablað og mál- efnalegan miðil fyrir Suðurnes", og síðar segir: „Efni blaðsins verð- ur sótt í alla þéttbýliskjarna á Suðurnesjum og eru vel þegnar greinar, frásagnir og fréttir, því alltaf er töluvert að gerast hér á Suðurnesjum." Að lokum segir rit- stjórinn: „Góðir Suðurnesjamenn. Við munum reyna að gera þetta blað eins vel úr garði og kostur er og vonum að þið hafið bæði gagn og gaman af.“ Efni 1. tölublaðs er fjölbreytt, en blaðið er 12 blaðsíður að stærð. Meðal efnis eru fréttir og viðtöl, fjölskyldusíða með smásögu og vísnaþætti, greinar um ýmis mál- efni ö.fl. Ristjóri blaðsins er Hákon Að- alsteinsson og Halldór Leví ann- ast framkvæmdastjórn. E.G. Á AD ENDURNÝJA ÞANN GAMLA -FÁ SÉR EITTHVAD MEIRA SPENNANDI? Það þarf ekki að verða mjðg erfitt D hefjir þú söfnun nú, B safnir ö Plúslönareikning með Ábót, B og fáir svo Plúslán. Um þetta getur þú samið við okkur. Hittu Ráðgjafann í Útvegsbankanum D og segðu honum hvað til stendur. 0 Þið finnið það út sameiginlega hve mikið þú getur sparað mánaðarlega, 0 í hve langan tíma og □ í hversu hátt lán þú stefnir að sþarn- aðartíma loknum. Þú getur því strax farið að hlakka til. Hefurðu skoðað nýju módelin? PLÚSLÁN MED ABOT ÚTVEGSBANKINN i EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.