Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985 34 Minning: Margrét Gunn- arsdóttir í Von Fædd 28. desember 1891 Díin 30. júní 1985 Við eigum að flytja á annað svið eftir kenningunni. Smáðum, þjáðum, legg þú lið, lífs í baráttunni. Svona orti Margrét Gunnars- dóttir á góðum degi en hún lést sunnudaginn 30. júní sl. eftir sjö ára sjúkdómslegu. Alltaf var Margrét í góðu skapi þrátt fyrir veikindi, sem bundu hana við rúmið. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þessa at- orkusömu konu að geta ekki leng- ur beitt sér sem skyldi. En hugur- inn var frjáls og gleðin yfir lífinu takmarkalaus. Ahuginn fyrir fjöl- skyldunni og barnabörnunum var einlægur og hún vildi hag fjöl- skyldunnar sem mestan. Hugurinn var líka alltaf bund- inn við Gunnarshólma og þar fylgdist hún vel með öllu, sem þar gerðist. Hún vildi vita allt um hestana, folöldin og skepnurnar og gleðin. leyndi sér ekki í andliti hennar er hún lifði upp atvikin í frásögnunum. Hugurinn var skýr og skarpur fram á síðasta dag. Margrét Gunnarsdóttir var fædd 28. desember 1891 á Þorbrands- stöðum í Langadal í Húnavatns- sýslu. Faðir hennar var Gunnar Jónsson frá Glaumbæ i Skagafirði og móðir hennar Guðríður Ein- arsdóttir frá Bólu í Skagafirði. Systkini Margrétar voru Jón Gunnarsson verkfræðingur, lát- inn, Þrúður Gunnarsdóttir hár- greiðslukona, látin, Guðbjörg Jón- asson í Winnipeg og Fríða Sellers er býr í Kanada. Þegar Margrét var eins árs fluttu foreldrar hennar að Ysta- Gili í Langadal, Húnavatnssýslu. Margrét lauk prófi frá Kvenna- skólanum á Blönduósi en fluttist til Reykjavíkur 27 ára að aldri og rak saumastofu þar með frænku sinni, Gunnfríði Jónsdóttur. Þann 12. maí 1921 giftist hún Gunnari Sigurðssyni kaupmanni í Von, Laugavegi 55, Reykjavík, þar sem þau ráku kjötbúð, þar til Gunnar lést 2. febrúar 1956. Árið 1928 ákváðu þau hjónin að reisa sér sumarbústað rétt fyrir utan borgarmörkin en sumarbú- staðurinn varð að glæsilegu búi, Gunnarshólma, með 38 kýr í fjósi, 2.000 hænsni, 200 svín, auk þess endur, minkar og refir og 120 kindur. Allt þetta var gert af miklum stórhug og var búið byggt á einu ári og án þess að taka eina krónu að láni. Þau Gunnar og Margrét eignuð- ust fimm dætur, en þær eru: Gyða Gunnarsdóttir, Guðríður, gift Daníel Helgasyni flugumferðar- stjóra, Sigríður, gift Jóhanni M. Jónassyni stórkaupmanni, Auður, gift Haraldi Árnasyni deildar- stjóra, Edda, gift Konráði Ádolphssyni skólastjóra. Gunnarshólmi reyndist því mik- ill griðastaður fyrir fjölskylduna og stjórnuðu hjónin búrekstrinum af mikilli hagsýni. Gott var þau hjónin heim að sækja og heimilið varð þekkt fyrir góðar móttökur og rausnarskap. Fáir gleyma töðugjöldunum að Gunnarshólma, ekkert var sparað í mat eða drykk og hljóðfæraleik- arar léku fyrir dansi. Margrét var ákaflega hlý og elskuleg kona og var alltaf boðin og búin að leggja lið ef á þurfti að halda. Guðríður Einarsdóttir, móðir Margrétar, dvaldi á heimili þeirra hjóna i 30 ár, þar til hún andaðist 97 ára, árið 1971. Mar- grét hafði unun af ferðalögum og fór nokkrum sinnum til Banda- ríkjanna til að heimsækja systur sínar og dætur. Áttræð byrjaði Margrét að læra að móta í leir með gamla fólkinu í Norðurbrún er Reykjavíkurborg rekur. Hún stundaði þetta í 6 ár og náði slíkri leikni að aðdáunarverð var og mörg listaverk hennar prýða nú heimili dætranna. Hún var bókelsk og hafði gaman af því að kasta fram stökum og sendi oft kveðjur í því formi. Eitt sinn var hún að horfa á mynd eftir Ferró og þótti hún heldur klúr. Þá orti hún: Séð hef ég Ferrós klæmska klór kynjamyndir laga. Saman emja í einum kór, ástir, list og saga. Eitt sinn var Margrét að lesa í Paradísarheimt eftir Laxnes, þá varð henni að orði: Ekkert heilagt honum er á himni og jörðu, því er ver. Þó má lofa þetta kver, Það ei illa í skápnum fer. Margrét var trúuð kona og trúði á framhaldslíf. Hún vissi hvert stefndi í sinni sjúkdómslegu en aldrei brást glettnin og kjarkur- inn og áhuginn á lífinu sjálfu. í dag verður til moldar borin einn af höfðingjum islenskrar bændamenningar er mun lifa áfram í kvæðinu Gunnarshólma eftir Kristján Jónsson frá Djúpa- læk, þar sem hann yrkir um hjón- in sem breyttu móum og melum í iðgræna jörð: Höfuðbýlis hús í hvirfing hrauns við jaðar vegleg standa. Snilldar þrifleg úti og inni, hvar iðni sést til beggja handa. Gunnarshólma grundir víðar, gesta augum broshýrt fagna. Þar fuglar, dýr og fjöldi gripa, forvitni og undrun magna. Konráð Adolphsson Þann 30. júní lést hér í borg, frú Margrét Gunnarsdóttir, kennd við Von við Laugaveginn. Fæddur 12. maí 1903 Dáinn 2. júlí 1985 Siggi Bjarna, eins og við kölluð- um hann, verður lagður til hinstu hvíldar í dag. Hann kvaddi þenn- an heim á sólríkustu dögum árs- ins, þegar fuglarnir syngja sem glaðast og jörðin skartar sínu feg- ursta. Dauðinn virðist vera þversögn við lífið sjálft þegar það hefir ver- ið leitt til valda í náttúrunni, samt er hann nálægur þá sem endra nær, stundum sem lausn og líkn eöa sem fæðing til nýs lífs í enn sælli heimi. Sigurður var búinn að vera hjartasjúklingur í mörg ár og hef- ir því dauðinn verið eina lausnin fyrír hann. Við Siggi vorum samstarfsmenn í mörg ár, enda var ég mörgum stundum á heimili þeirra hjóna Sigga og Jónu Þorbergsdóttur konu hans. Þar var gott að koma og njóta glaðværðar og gestrisni þeirra hjóna og saknaði ég þeirra mikið er þau af heilsufarsástæð- um fluttust búferlum til Kópavogskaupstaðar. Sigurður lærði ungur húsasmíð- ar og stundaði það starf svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu og raunar lengur. Hann reisti þeim hjónum ein- býlishús að Seljalandsvegi 2 hér á ísafirði og var þá vinnudagurinn oft langur. Efnin voru ekki mikil ogþá voru ekki komin þau byggingalán sem nú tiðkast og varð því að vinna fyrst fyrir efninu og svo að fram- kvæma bygginguna. Þarna bjó hann þeim hjónum og sonum þeira fallegt og þægilegt heimili. Sigurður var náttúrulaginn smiður og vandvirkur en Jóna kona hans hannyrðakona, ræktun- ar manneskja og blómaunnandi. Iiögðust þau á eitt við að fegra og prýða umhverfi sitt. Nú eru þau horfin héðan úr jarðvist sinni og er söknuður í sinni. Þau eru horfin til æðri tilveru og bið ég minningu þeirra guðs blessunar og þakka samveruna. Ykkur sonum þeirra Haukur og Jón Karl og fjölskyldum ykkar sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Daníel Kristjánsson Löngu og annasömu æviskeiði er nú lokið. Hin mikilhæfa og dugmikla kona hafði á sinni löngu ævi fyrir löngu skilað sínu hlut- verki, í starfi húsmóður, er stjórn- aði fjölmennu heimili sínu við Laugaveginn, auk þeirra starfa er stórbýlið á Gunnarshólma krafð- ist. Gunnar kaupmaður í Von, eigin- maður Margrétar, lést fyrir all- löngu. Við fráfall bónda hennar kom mest í ljós það er einkenndi svo mjög skaphöfn Margrétar, þessi sterki persónuleiki, er gerir sumum mögulegt að standast áföllin án þess að láta bugast. Þar sem við bræður leigðum hús- næði fyrir starfsemi okkar hjá þessum ágætu hjónum um ára- Hann Siggi er dáinn. Mig setti hljóðan er mér barst sú fregn. Andlát trygglynds og góðs vinar kemur ætíð sem reiðarslag, jafn- vel þó sá hinn sami hafi átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Minningarnar streyma fram í hugann. Þær eigum við hjónin æði margar um heimilisvininn og starfsfélagann Sigurð Hjálmar Bjarnason, eins og hann Siggi okkar hét fullu nafni. Ungur braust hann í því að læra húsa- smiði, og starfaði hann að iðn sinni svo lengi kraftar leyfðu, þó heilsan væri oft léleg. Á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman. Fyrst er við unnum báðir við við- tuga skeið fýsir mig með þessum línum að þakka fyrir samskiptin, fyrir hlýjuna og traustið er hún sýndi okkur alla tíð. Margrét var ekki allra viðhlæj- andi, var að ég hygg gædd gáfu mannþekkjarans, henni veittist oft auðvelt að greina hismið frá kjarnanum. En þeir er stóðust það próf áttu vísa góðvild og vináttu hinnar trygglyndu konu. Hér er ekkert ofsagt, ekkert oflof. Eftir 40 ára samskipti og kynni af frú Margréti tel ég mig fyllilega dóm- bæran í þessu efni. Það er mikil tíska nú til dags að vanmeta starf svonefndrar heima- vinnandi húsmóður, mér sýnist að umræða um þau mál beri á stund- um vott um öfgar, hvort tveggja frá talsmönnum, með eða á móti. En ástæðan fyrir þessu innskoti í minningargrein er sú að eitt sinn sýndi Margrét mér haglega unna leirmuni, muni sem báru ríkulega vott um hagleik og listgáfu. Þann- ig var strit húsmæðra hér áður fyrr, að lítill tími gafst til þess að sinna ýmsum áhugamálum. Loks á efri árum gafst tómstund. Ég kveð Margréti, ég þakka fyrir öll þessi mörgu ár. Ég tek mér það bessaleyfi að flytja þakk- arkveðjur frá móður minni nýlega látinni, hún mat þau hjónin mik- ils. Kveðjur eru hér fluttar frá systkinum mínum. Dætrum, eiginmönnum og bðrn- um þeirra votta ég samúð mína. Blessuð veri minning ykkar góðu móður. Oddur H. Þorleifsson gerðir skipa í skipasmíðastöð Bárðar Tómassonar og síðar í nánu samstarfi við rekstur og vinnu á sameiginlegu verkstæði okkar beggja. Aldrei bar skugga á það samstarf sem stóð þó í ára- tugi. Alltaf var Siggi sama ljúf- mennið og úrræðagóði félaginn, glaðvær og hlýr. Hann var ætíð sami góði vinurinn. Gott var að koma á heimili þeirra Sigga og Jónu, enda bæði samhent um að hlúa að og gleðja alla sem að garði bar. Þau áttu sérlega fallegt heimili, bæði hér vestra og síðar í Kópavogi. Hús- freyjan mikil handavinnukona og hann sífellt að laga og bæta í kring um þau. Samhent í að fegra heimili sitt. Þegar heilsa beggja var orðin það léleg að þau urðu að miklu leyti að vera undir höndum sér- fræðinga, brugðu þau á það ráð að flytja suður. Mikið söknuðum við þeirra, enda fækkaði nú fundum. Leiðir lágu ekki jafn oft saman og áður fyrr, en hag okkar hjóna og fjölskyldu okkar bar Siggi ætíð fyrir brjósti, og marga hlýja kveðjuna fengum við frá honum, og þeim hjonum báðum. Nú eru þau bæði horfin yfir móðuna miklu. Hugurinn fyllist þökk fyrir að hafa notið kynna við þau. Við teljum okkur ríkari að. Ég og fjölskylda mín þökkum samveruna, og biðjum þeim bless- unar í eilífðinni. Þessi fátæklegu orð eru kveðja og þökk fyrir samstarfið með Sigga. Ég trúi því að við hittumst síðar á æðra sviði. Til þess er gott að hugsa. Ykkur, Haukur og Jón Karl, svo og fjölskyldum ykkar sendum við hjónin samúðarkveðjur, og biðjum ykkur blessunar. Kristinn Minning: Laufey Halldórsdótt- ir hjúkrunarfræðingur Fædd 24. október 1907 Dáin 30. júní 1985 Við fyrstu kynni mín af Lauf- eyju Halldórsdóttur, sem síðar átti eftir að teljast til vinafólks míns, í þess orðs fyllstu merkingu, voru þau að ég sem sjúklingur fyrir 45 árum síðan og hún sem hjúkrunarkona á Landakotsspít- ala, átti að gefa mér sprautu fyrir smá aðgerð, hvað mér þótti þá þrautin þyngri og var hún á því augnabliki ekki í sérstöku uppá- haldi hjá mér. Allt fór það þó á annan veg er ég kynntist Laufeyju og manni hennar, Ingólfi Th. Guðmunds- syni, síðar á lífsleiðinni. Þá sá ég betur og betur hverjum kostum hún var búin, í þau ótöldu skipti er ég sat með þeim hjónum á þeirra heimili eða mínu. Gestkvæmt var tíðum á þeirra heimili og allur viðurgerningur af þeirri gestrisni, sem góð húsmóðir býr yfir. Á þessu sumri höfðu þau hjónin áætlað að fara til Skodsborg í Danmörku sér til hressingar er skyndilega breyttist veður í lofti og hún mátti hvergi fara, hún sem nú er komin til æðri heima, til sonar þeirra hjóna, Brynjólfs, sem eftir langvarandi veikindi andað- ist 17. nóvember 1984. Þegar nú leiðir skilja, þakka ég henni það traust og þá vinsemd sem hún ávallt sýndi mér, en hún leyndi sjaldan því er hún bar í brjósti. Laufey gerðist félagi í Oddfell- ow-reglunni árið 1953 og var því búin að starfa yfir 30 ár í reglunni og sýndi henni fullan áhuga uns yfir lauk. Vini mínum Ingólfi votta ég nú mína innilegustu hluttekningu við fráfall Laufeyjar og Brynjólfs sonar þeirra og bið honum bless- unar í hans þungu þrautum. Sv.Bj. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Sigurður H. Bjarna- son húsasmíðameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.