Morgunblaðið - 05.12.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
7
Bók um Jónas
frá Hriflu
SAMBAND íslcnskra samvinnufé-
laga hefur gefíð út bók í tilefni af
aldarafmæli Jónasar Jónssonar frá
Hriflu. Gylfí Gröndal hefur annast
útgáfuna og skrásett hluta efnisins.
Höfundur og viðmælendur eru
26 talsins: Valur Arnþórsson,
Erlendur Einarsson, Indriði G.
Þorsteinsson, Árni Bjarnason,
Finnur Kristjánsson, Þórir Bald-
vinsson, Þórarinn Þórarinsson,
Jónas Pálsson, Eggert Þór Bern-
harðsson, Guðmundur Sveinsson,
Sigurvin Einarsson, Jón Sigurðs-
son skólastjóri, Baldvin Þ. Krist-
jánsson, Haraldur Ólafsson,
Halldór E. Sigurðsson, Helgi
Skúli Kjartansson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Andrés Kristjáns-
son, Haraldur Matthíasson, Aðal-
geir Kristjánsson, Þór White-
head, Leifur Sveinsson, Albert
Guðmundsson, Halldór Krist-
jánsson frá Kirkjubóli, Auður
Jónasdóttir og Gerður Steinþórs-
dóttir.
1 fréttatilkynningu frá Sam-
bandinu segir m.a.: „Hér er um
safnarit að ræða sem hefur að
A ALDARAFMÆLI
^lönasaar
** M ^Hrífíu
Olltl ÓHONIIA
Jónasar, en hins vegar persónu-
legar minningar manna sem
þekktu hann vel og störfuðu með
honum. Margt af efni bókarinnar
hefur ótvírætt heimildargildi og
verður kærkomið, þegar fram líða
stundir og farið verður að rann-
saka feril Jónasar með vísindaleg-
um aðferðum."
Ásta Norðmann list-
dansari látin
Gunnar Dal
Ljóðabók eftir
Gunnar Dal
VÍKURÚTGÁFAN hefur gefið út
Ijóðabók eftir Gunnar Dal. Bókin
heitir Undir skilningstrénu og eru í
henni 34 Ijóð.
Þetta er 36. bók Gunnars Dal
en ein þeirra, Spámaðurinn (þýdd
ljóð), hefur komið út í sex útgáfum.
Undir skilningstrénu er 51 blað-
síða, setningu og offsetprentun
vann Prentsmiðja Árna Valdi-
marssonar hf., Bókbandsstofan
Örkin hf. batt bókina en kápu-
teikning er eftir Kristján Jóhanns-
son.
Látin er í Reykjavík Ásta Norð-
mann, 81 árs að aldri. Ásta var fyrsta
íslenska konan sem lærði listdans og
stofnsetti fyrsta íslenzka ballettskól-
ann á íslandi árið 1929.
Ásta Norðmann fæddist á Akur-
eyri 1904, dóttir hjónanna Jórunnar
Einarsdóttur frá Hraunum í Fljót-
um og Jóns Steindórs Norðmanns
frá Barði í Fljótum, sem lengst af
var kaupmaður á Akureyri. Árið
1921 hélt Ásta utan til náms í list-
dansi, sem hún stundaði í Leipzig
og ári síðar eða haustið 1922 hóf hún
að kenna dans í Bárunni við vestur-
horn Tjarnarinnar. Kenndi hún þar
bæði barna- og samkvæmisdansa.
Þá stóð hún fyrir danssýningum í
Iðnó.
Ásta Norðmann fór aftur utan
1929 og við heimkomuna stofnsetti
hún ballettskóla en jafnframt vann
hún mikið við leikhús, hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í Iðnó er leiksýningar
kröfðust dansatriða. Síðasta verk-
efnið sem hún vann fyrir leikhús var
við opnun Þjóðleikhússins árið 1950,
þegar Nýársnóttin eftir Indriða
Einarsson var sýnd. Þar samdi hún
dansa, vikivaka og álfadansa.
Ásta Norðmann var kjörinn fyrsti
formaður Félags íslenskra listdans-
Ásta Norómann
ara 1947 og var formaður félagsins
fram til ársins 1952. Hún var kjörin
fyrsti heiðursfélagi félagsins árið
1958.
Eiginmaður Ástu Norðmann var
Egill Árnason stórkaupmaður, sem
lést árið 1973. Þau eignuðust þrjú
börn.
geyma erindi, greinar, ræður og
viðtöl við samferðamenn. Efnið
er aðallega tvenns konar: Annars
vegar fræðileg umfjöllun um ein-
staka þætti í stjórnmálastarfi
Sól og sumar-
veðurá Spáni
Fjölmargir
íslend-
ingar dvelja þar
um þessar mundir
„HÉR ER sól og sumarveður
hvern dag og í gær fór hitinn í 26
stig þegar heitast var,“ segir í
skeyti sem Morgunblaðið fékk frá
Þórhildi Þorsteinsdóttur í Torre-
molinos á Spáni, þar sem margir
íslendingar dvelja nú á vegum
Ferðaskrifstofunnar Útsýnar.
í skeytinu segir að straumur-
inn muni enn aukast eftir ára-
mótin, því þá fyllist margir gisti-
staðir af Bandaríkjamönnum og
Kanadamönnum, sem leiti til
Torremolinos í hlýjuna þar og
lága verðið.
Gististaðurinn Benal Beach
hefur verið sérstaklega vinsæll,
segir Þórhildur, en Útsýn hefur
einkaumboð fyrir þann stað á
íslandi. Slegist er um íbúðirnar
og nýlega hefur fyrirtæki á Norð-
urlöndum fest sér 150 íbúðir
næstu 5 árin.
„íslendingum sem hér eru
staddir líður vel og senda bestu
kveðjur," segir í lok skeytisins.
Bókmenntaþættir
eftir Matthías Johannessen
Var Sturla Þórðarson höfundur Njálu?
Matthías Johannessen leiðir hér rök að því.
Fjölmargar aðrar nýstárlegar og snjallar
hugmyndir koma hér í fyrsta skipti fyrir
sjónir lesenda. Þær eiga án efa eftir að ýta
við mörgum og leiða til fjörugra umræðna
og heilsusamlegra deilna.
Bókmenntaþættir eru víötækt úrval úr
bókmcnntaskrifum höfundar. Auk kaflans
um íslenskar fornbókmenntir fjallar
Matthías um skáldverk 10 kunnra höfunda.
Ultima Thule
eftir Helfried Weyer og
Matthías Johannessen
Gullfalleg íslandsbók í máli og myndum.
Tveir listamenn snúa bökum saman: Þýski
Ijósmyndarinn Weyer og Matthías Johann-
essen, skáld.
Litmyndir Weyers og ljóð Matthíasar á
íslensku og í þýskri túlkun Jóns Laxdals með
formála eftir Rolf Hádrich mynda eftirminni-
lega heild, þar sem sérkennum íslands er
lýst á listrænan hátt.
Iwhinnttwn
BÓKMENN'VA
ÞÆTTIR
BOK
AUÐVITAÐ
ALMENNA BÓKAFÚLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SlMI 25544