Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
Tilraunir Bandaríkjamanna á framleiðslu gerviblóðs:
Merkilegt framfaraspor
— segir Ólafur Jensson, yfírlæknir Blóðbankans
„Það er mjög merkilegt framfara-
spor að það skuli hafa tekist að
framleiða gerviblóðkorn, sem flytja
súrefni um líkamann. Þessar til-
raunir Bandaríkjamanna gefa góðar
vonir,“ sagði Ólafur Jensson, for-
stöðumaður Blóðbankans, inntur
álits á nýlegum tilraunum banda-
rískra vísindamanna að gefa rottum
tilbúin rauð blóðkorn til að flytja
súrefni um líkamann. Frá þessu var
skýrt á forsíðu Morgunblaðsins sl.
sunnudag.
ólafur sagði að Japanir hefðu
um nokkurt skeið framleitt og sett
á markað sérstök efni sem flytja
súrefni um blóðið. „Þeir hafa eink-
um notað til þess flúor og kolefni,
sem bæði bindast súrefni auðveld-
lega,“ sagði ólafur. „Sá galli er
hins vegar á þessari aðferð að
líkaminn á erfitt með að losa sig
við aukaefnin aftur, þau vilja safn-
ast saman og stífla ræstikerfi lík-
amans. Hins vegar er mér kunnugt
um að Frakkar eru að gera tilraun-
ir með gerviefni til að flytja súr-
efni um blóðið, sem líkaminn á
auðveldara með að losa sig við,“
sagði Ólafur.
Gerviblóðkornin gegna aðeins
því hlutverki rauðu blóðkornanna
að flytja súrefni til líffæra og
vefja. „Það er vafalaust langt í það
að hægt.verði að búa til fullkomið
gerviblóð, sem gegnir ekki aðeins
því hlutverki að bera súrefni. En
framfarir í líftækni og sameinda-
líffræði eru stórstígar og í fyrra
tókst bandarískum vísindamönn-
um að einangra genið sem fram-
leiðir storkuþátt 8, sem er veiki
hlekkurinn í storkukeðjunni hjá
sumum dreyrasjúklingum. Með því
að flytja genið inn í frumur hefur
tekist að framleiða storkuþáttinn,"
sagði Ólafur Jensson.
Til sölu
Unimog 416, 352 dísil, árgerö ’72, vönduö og
glæsileg bifreiö. Uppl. í síma 46140.
esið
reglulega af
ölmm
fjöldanum!
Aöalheiður Bjarnfreösdóttir ásamt Ólafi Ragnarssyni, útgefanda.
„Lífssaga baráttukonu:“
Bók um lífsferil Aðal-
heiðar Bjarnfreðsdóttur
LÍFSSAGA baráttukonu nefnist bók
um lífsferil Aöalheiöar Bjarnfrcös-
dóttur sem Vaka/Helgafell hefur
gefið út. Inga Huld Hákonardóttir
rithöfundur hefur skráö bókina eftir
frásögn Aðalheiöar og öörum heim-
ildum. I bókinni segir frá ferli
hennar og baráttu í einkalífi og á
opinberum vettvangi.
í frétt frá útgefanda segir að
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hafi
víða látið að sér kveða í íslensku
þjóðlífi á siðustu árum. Hún hafi
vakið mikla athygli með kynngi-
magnaðri ræðu á útifundinum á
Lækjartorgi á kvennafrídaginn
1975. Framganga hennar hafi orð-
ið til þess að hún varð kunn víða
í nágrannalöndunum en um leið
orðið eins konar samnefnari tug-
þúsunda íslenskra kvenna sem
vildu berjast fyrir jafnrétti og
réttlæti. Aðalheiður hefur starfað
ötullega innan verkalýðshreyfing-
arinnar og fjölda félagasamtaka,
valist í trúnaðarstörf og verið
formaður Sóknar í tæpan áratug.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
sagði á fundi sem haldinn var með
fréttamönnum í tilefni af útkomu
bókarinnar, að hún og Inga Huld
Hákonardóttir hefðu þekkst frá
árinu 1975. „í marsmánuði síðast-
liðnum kom Inga Huld til mín og
viðraði þá hugmynd að skrifa um
mig bók,“ sagði Aðalheiður. „Síðan
hefur verið ströng vertíð hjá okk-
ur, tíminn naumur og ég afar
upptekin. Auk þess að skrá bókina
eftir frásögn minni hefur Inga
Huldu stuðst mikið við greinar úr
blöðum og leitað til margra eftir
ráðum og gagnrýni. Málfarið í bók-
inni er mitt og ég ber vitanlega
ábyrgð á öllum skoðunum en Inga
Huld hefur valið efnið í bókina og
raðað því saman. Hlutur hennar í
þessari bók er því mjög stór,“ sagði
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
Bókin „Lífssaga baráttukonu"
er um 230 bls. að stærð og prýdd
um 80 myndum. Setning og prent-
un bókarinnar fór fram hjá Prent-
stofu Guðmundar Benediktssonar
en Bókfell hf. annaðist bókband.
Saga tll næsta
bæjar
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
NÚTÍMASAGA
|J| IÐNSKÓLAÚTGÁFAN
Nútímasaga fjallar um tímann frá
lokum síöari heimsstyrjaldar fram til
miös áttunda áratugar — tíma örlaga-
ríkra atburöa er móta nú og um óá-
kveöna framtíö gang heimsmála og
hversdagslíf jaröarbúa.
Atómsprengjan. Verðbólguvandinn.
Stalín. Kalda stríöið. Olíukreppan.
Lech Walesa. Efnahagsbandalagið.
Maó. Mengunarvandinn. Kúbudeilan.
Fólksfjölgunarvandinn.
Iðnskólaútgáfan,
sími 12670.
„Reymr Pétur og íslandsgangan“
— nýútkomin bók um göngugarpinn sem Eðvard Ingólfsson skráði
úr dagbók göngunnar og dagblöö-
um. f síöasta hlutanum er viðtal við
göngugarpinn sjálfan.
Fjöldi mynda prýðir bókina sem
teknar eru af hinum ýmsu blaða-
ljósmyndurum og hafa þeir allir
veitt leyfi fyrir birtingu mynda
sinna án endurgjalds. Auglýsinga-
stofan Mídas sá um umbrot bókar-
innar og Auglýsingastofa ólafs
Stephensen sá um hönnun bókar-
kápu. Prentsmiðjan Hólar hf.
prentaði og Skálholtsútgáfan gef-
ur bókina út.
Ákveðinn hluti af því sem inn
kemur vegna sögu bókarinnar
rennur til Sólheimasöfnunarinnar,
eða um 40 krónur af hverri bók.
Verð hennar út úr búð er 785 krón-
ur. Prentuð voru 3.000 eintök.
Halldór Júlíusson, forstöðumað-
ur Sólheima, sagði að búið væri
að steypa upp alla veggi íþrótta-
hússins nú og gert væri ráð fyrir
að það yrði fokhelt í janúar nk.
Vonast er til að hægt verði að vígja
íþróttahúsið á sumardaginn
fyrsta.
„Ó, Guð hjálpi mér. Hér kemur
samkoman á Lækjartorgi og þarna
kemur hann Ómar vinur minn,“
hélt Reynir Pétur áfram er hann
blaðaði í nýju bókinni sinni. „Sjá-
iði, þetta hlýtur að vekja um-
hugsun meðal þjóðarinnar," segir
Reynir Pétur og bendir á fyrirsögn
í bókinni sem segir: „Ég er engu
minni maður en aðrir þótt ég sé
fatlaður."
Reynir Pétur sagðist vera hæst
ánægður með bókina, „Ég þarf að
panta 25-30 eintök til að gefa öllum
ættingjum mínum í jólagjöf, en
mikið held ég að hún Hanný,
kærastan mín, verði ánægð með
allar myndirnar af sér í bókinni."
Reynir Pétur verður í verslun-
inni Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27,
nk. laugardag og áritar bókina
fyrir þá sem það vilja. Bókin verð-
ur þó fáanleg í öllum öðrum bóka-
verslunum.
„ÉG ER aö deyja úr forvitni," sagði
göngugarpurinn Reynir Pétur Ingv-
arsson er honum var afhent eintak
af nýútkominni bók, sem ber nafnið
„Reynir Pétur og íslandsgangan“, á
blaðamannafundi í gær. Eðvarð
Ingólfsson skráði bókina og skiptist
hún í þrjá meginkafla. Sagt er lítil-
lega frá Sólheimum í byrjun henn-
ar. Þá er Reyni Pétri fylgt eftir á
göngunni hringinn í kringum landiö
sl. sumar, sem byggist á úrdráttum
Morgunblaöið/Bjarni
Reynir Pétur Ingvarsson kampakátur meö nýju bókina sína „Reynir Pétur
og íslandsgangan“.