Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 BSRB — KI: „Erum skilin að borði og sænga ÍJrslit allsherjaratkvæöagreiðslu 2. og 3. maí 1985 um aöild KÍ aö BSRB Á kjörskrá 3244, atkvæði greiddu 2443 eða 75,31 %. Afstöðu tóku 2291 eða 70,62%. Gangi úr BSRB sögðu: Áfram í BSRB sögðu: Auðir seðlar: ógildir seðlar: 1572 719 151 1 2443 Af öllum greiddum atkvæöum 64,35% 29,43% 6,18% 0,04% 100% Af gildum atkvæöum (2291) 68,62% 31,38% 100% Af þeim sem > kjörskrá voru (3244) 48,46% 22,16% 4,65% 0,03% 75,3 % 70,62% - eftir Elínu G. Ólafs- dóttur í mínum augum og þeirra 1572 féiaga í Kennarasambandi ís- lands, sem greiddu atkvæði með úrsögn úr BSRB síðastliðið vor, eru endanleg sambúðarslit nánast formsatriði. Skilnaður er alltaf erfiður — þó oftast óumflýjanlegur og beinlínis nauðsynlegur þegar annar aðilinn unir sambúðinni alls ekki lengur — hefur þegar tekið ákvörðun um sambúðarslit. Gildir þá einu þótt ýmis rök megi e.t.v. færa fyrir áframhald- andi sambúð — þau falla í ófrjóan jarðveg, enda ástlaus sambúð óyndisleg og hættuleg sálarheill málsaðila. Tilgangslaust er því fyrir sjálf- skipaða hjónabandsmiðlara innan BSRB að hafa langt mál um sátta- umleitanir og óviðurkvæmilegt að tína til ávirðingar málsaðila þegar svona er komið. Verður það því ekki gert hér, enda tilgangslaust eins og fram hefur komið. Svona alvarleg ákvörðun er ekki tekin fyrirvaralaust i lífinu almennt. Það sama gildir einnig í úrsagnar- máli Kennarasambandsins. Það er hreinn barnaskapur að ætla ann- að. Enda kennarar upp til hópa ábyrg stétt. Málið á sér langan aðdraganda og fyrir því liggja margar ástæður — sumar ljósar aðrar leyndar. Erfitt er að gera fullnægjandi grein fyrir einstök- um málsatvikum í þessu efni eins og títt er reyndar í mörgum skiln- aðarmálum. Þau eru iðulega látin — eftir Þorbjöm Broddason í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir félaga minn í Fræðslu- ráði Reykjavíkur, Braga Jóseps- son, þar sem hann fjallar frá sínu sjónarmiði um ágreining, sem risið hefur í ráðinu um störf og valdsvið skólasafnanefndar, og víkur m.a. að afstöðu minni. Flest fer hann rétt með, svo sem hans var von og vísa, en þó er frásögnin öll mjög lituð af einkaskoðunum hans. Til dæmis að taka lætur Bragi í veðri vaka að mér sé sérstakt kappsmál að koma í veg fyrir að reykvísk skólabörn fái að njóta gjafmildi Sambands íslenskra samvinnufélaga. Átylla Braga fyrir þessari ásökun er sú að ég hef að marggefnu tilefni staðið að þvi, ásamt sjálfstæðismönnum í fræðsluráði (öðrum en Braga) og í fuilu samráði við fulltrúa kenn- arasamtakanna, að samþykkja bókun, sem þannig hljóðar: „Fræðsluráð ítrekar að óheimilt er að dreifa í grunnskólum borgar- innar auglýsingum eða kynningu á starfsemi og þjónustu frá félög- um eða fyrirtækjum." Þessi bókun var gerð til að létta af skólunum ágangi alls kyns ’hagsmunaaðila og eins og sjá má snertir hún engan einn þeirra öðrum fremur. Nóg um SÍS. Bragi hefur lesið nýlega út komna kynfræðslubók og líkað hún illa. Það er að sjálf- sögðu hans mál. Nú vill hins vegar svo til að Braga hefur verið trúað fyrir því að sitja í svokallaðri skólasafnanefnd, sem getur með liggja milli hluta til að hlífa hinum aðilanum við óþarfa sárindum. Reyndar tel ég langvarandi óyndi í sambúð fullgilda ástæðu til sambúðarslita eins og áður segir. Þarf því ekki fleiri orð um það. Ég sagði hér að framan að kenn- arar væru ábyrg stétt. í því felst engin mótsögn þótt einhverjum finnist það e.t.v. eins og nú er komið. Verður það rökstutt nánar. Kennarar hafa haft með sér samtök allar götur frá árinu 1889 að „Hið íslenska kennarafélag" var stofnað. „Hið íslenska kennarafé- lag“ var samtök allra kennara í landinu, þ.e. bæði barnakennara og kennara við Latínuskólann. Er þetta svipað fyrirkomulag og rætt hefur verið nú um nokkurt árabil af kennurum í grunn- og fram- haldsskólum aö koma á að nýju í öllu landinu. En það er önnur saga sem ekki má blanda um of inn í umræðuna um úrsögn KÍ úr BSRB. Hefur þó verið ruglað inn í þessa umræðu og að því er virðist vísvitandi af sumum til að glepja fólki sýn í meginmálinu. beinum og óbeinum hætti haft mikil áhrif á bókainnkaup allra grunnskólasafna borgarinnar. Þar hefur hann, ásamt öðrum nefndar- mönnum, beitt afstöðu sinni til að koma í veg fyrir dreifingu bókar- innar. Samkvæmt bréfi skóla- safnafulltrúa gerðist það með eft- irgreindum hætti: „Á mánudeginum, 4. nóvember, hafði formaður skólasafnanefndar samband við skólasafnafulltrúa símleiðis og óskaði eftir að um- rædd bók yrði tekin út af lista og að bókin yrði ekki afgreidd í skóla- söfnin. Skólasafnafulltrúi bað um skrifleg rök frá nefndinni vegna þessarar ákvörðunar en formaður taldi ekki ástæðu til þess að svo komnu máli.“ Með þessari ráðstöfun sinni tel ég að skólasafnanefnd hafi tekið sér sýnu meira vald en henni ber og meiri ábyrgð en hún fær risið undir. Hún ætlar sér hreinlega að hafa vit fyrir öllum grunnskóla- kennurum í borginni og öllum skólasafnvörðum. Ef einhver þeirra hefur hug á að hafa einhver not af bókinni verður hann eða hún að fara fram hjá skólasafnamið- stöð til þess, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að öll bókakaup til skól- anna skuli fara um hendur starfs- manna miðstöðvarinnar. Á fræðsluráðsfundi ! gær lagðist meirihlutinn (að þessu sinni sjálf- stæðismenn allir að Braga með- töldum) á sveif með skólasafna- nefndinni og bókaði á þá leið að fræðsluráð telji rétt að bókin verði ekki ætluð til útlána, en heimili hins vegar, án þess þó að mæla með því, að kennarar afli sér hennar sem handbókar. Þótt sú sem þetta ritar hafi ekki fylgst gjörla með stéttabaráttu kennara allar götur frá 1889, tel ég mig hafa nokkra yfirsýn yfir málið hin seinni ár. Hef enda varið öllum lausum stundum í rúman áratug til kjarabaráttu fyrir kennara og heildarsamtökin BSRB. Á þessum tíma hafa umræður um úrsögn hvað eftir annað komið upp. Það fyrsta sem mér er minnis- stætt í því efni var þegar lög um kjarasamninga opinberra starfs- manna nr. 29/1976 voru til um- fjöllunar. Þær breytingar urðu með þeim lögum að samið er um öll vinnutímaákvæði í aðalkjara- samningi — um þau atriði höfðu kennarar samið í sérkjarasamn- ingi áður. í umræðum sem um þetta spunnust innan KÍ (þáver- andi SIB) kom oftlega fram það álit ýmissa að það yrði aldrei hægt að semja við kennara svo viðun- andi væri á meðan þeir væru innan BSRB og BHM. Þar bæri margt til aðallega þó það að stéttin hefur enga beina viðmiðun við aðrar stéttir innan þessara bandalaga vegna sérstæðis starfsins sjálfs. Einnig ýmissa vinnutímaákvæða, Þessi bókun var samþykkt gegn hörðum mótmælum mínum og allra fulltrúa kennarasamtak- anna. Með þessari samþykkt sinni reyna sjálfstæðismenn í fræðslu- ráði að sitja yfir hlut skólamanna í borginni í slíkum mæli að naum- ast verður við unað. Þar að auki hafa þeir lagt út á braut ritskoðun- ar og hugsanalöggæslu, sem ég vil ráðleggja þeim að snúa aftur af áður en enn verra hlýst af. Ég vil leggja á það ríka áherslu að í öllum umræðum um þetta mál hef ég varast að taka efnislega afstöðu til bókarinnar Þú og ég. Eg lít svo á að ég hafi um dagana, bæði sem fræðsluráðsmaður og foreldri, trúað kennurum og öðrum skólamönnum í Reykjavík fyrir miklu vandasamari og mikilvæg- ari ákvörðunum varðandi þroska og velferð æskunnar en þeir standa frammi fyrir þar sem umrædd bók er annars vegar. Ég tek heils hugar undir með stjórn Félags skóla- stjóra í grunnskólum Reykjavíkur, en hún skrifar fræðsluráði að þessugefna tilefni: „Kaup umræddrar bókar í skóla- söfn hljóta að fara eftir mati manna i hverjum staö.“ Ef til vill er ástæða til að vekja athygli fræðsluráðsmeirihlutans á því að Borgarbókasafn Reykjavík- ur hefur nú fest kaup á 41 eintaki af bókinni Þú og ég. Þykir mér ólíklegt að það hafi verið gert með annað í huga en að lána bókina til aflestrar þeim, sem hafa vildu. Vilji meirihlutinn vera sjálfum sér samkvæmur ætti hann að gera stjórn borgarbókasafnsins orð um það hverjum skuli heimilt að fá sem eru til komin vegna laga og reglugerða sem sett hafa verið fyrir nemendur og skólastarf í landinu. Það var því þó nokkuð rætt á ýmsum vígstöðvum á þess- um tíma hvort eina leiðin fyrir kennara í kjarabaráttu væri ekki að vera utan bandalaga. Náði þetta þó aldrei lengra en á umræðustig. Það næsta sem ég minnist glögg- lega í þessu efni var mikil og almenn umræða meðal kennara í BSRB um stöðu sína í bandalaginu í kringum verkfallið 1977. í kjöl- farið var svo á 25. fulltrúaþingi KÍ (SGK) 1978 samþykkt að fela stjórn sambandsins að láta gera úttekt á stöðu kennara innan BSRB með sérstöku tilliti til: a) — fjárframlags sambandsins til BSRB. b) — stöðu SÍB gagnvart BSRB í orlofsheimilismálum. c) — framkvæmdar og stjórnar á vinnudeilum (verkföllum) síðustu missera. d) — kosta og/eða ókosta aðildar BSRB. Það sjá allir sem vilja að svona tillaga kemur ekki upp úr þurru — enda var svo ekki. Um þessar mundir voru kennar- ar í BSRB önnumkafnir við að sameinast innan BSRB og BHM, jafnframt kjarabaráttunni. Þann- ig urðu um og upp úr 1980 þau fjögur kenrtarafélög sem fyrir voru að tveimur, þ.e. KÍ í BSRB og HÍK í BHM. Að baki þessu liggja fyrst og fremst fagleg sjónarmið stétt- arinnar, sem hefur haft í lögum sínum frá fyrstu tíð sem megin- markmið „ ... að vinna að alhliða framförum í uppeldis- og skóla- Þorbjöm Broddason „Með þessari ráðstöf- un sinni tel ég að skóla- safnanefnd hafí tekið sér sýnu meira vald en henni ber og meiri ábyrgð en hún fær risið undir.“ þessa bók að láni og hverjum ekki. Ekki þarf mikla spádómsgáfu til að segja fyrir um undirtektirnar við slíkum orðsendingum þar á bæ. Sjá þá líklega flestir í hvert óefni væri komið fyrir sjálfskipuðum siðgæðisvörðum skólasafnanefnd- ar og sjálfstæðismanna í fræðslu- ráði. Höfundur er dósent við Háskóla fslands og fulltrúi í Fræósluráði Keykjavíkur. Elín G. Ólafsdóttir málum á íslandi". (Stafliður a) í markmiðsgrein laga KÍ). Þessu höfum við trúað að betur yrði náð með sameiginlegu átaki allra kennara. En fagleg vitund og vandað skólastarf er lífsakkeri kennarastéttarinnar og eina leiðin til bættra kjara kennara. Árið 1984 var Bandalag kenn- arafélaga stofnað. Þá var lang- þráðu takmarki náð í mínum aug- um. Bandalag kennarafélags hefur sem sitt aðalbaráttumál að sam- eina kennara í HÍK og KÍ í eitt félag. Tíminn leiðir í ljós hvernig það fer en samvinna þessara félaga í BK hefur verið mjög góð og ég leyfi mér að fullyrða að hún eigi eftir að batna, ef eitthvað er. Bæði er það að þar hefur valist til for- ystu afburðafólk, sem er ákveðið í að vinna öllum árum að samein- ingu og svo hitt að sameining eins og reyndar úrsögnin er þegar haf- in. Kennarar grunn- og framhalds- skóla starfa nú þegar í einu félagi víða á landinu. Þannig er það t.d. á Austfjörðum, Norðurlandi vestra og Vesturlandi. Á Norðurlandi eystra er og starfandi Bandalag kennara BKNE, sem starfað hefur nú í nokkur ár. Þessir kennarar eiga mjög erfitt með að skilja seina- gang þéttbýlisfólks í sameiningar- málum. En þróunin er hafin og verður ekki stöðvuð. Nóg um það, enda eins og ég sagði í byrjun: Þetta er okkar mál kennara sem við munum ieysa sjálf. Að lokum langar mig til að minna á að hagur stéttarinnar er nú sem fyrr í okkar eigin höndum. Kjarabaráttu á ekki að reka með lögmálum frumskóg- arins. Hins vegar verður að vega það og meta af og til hvernig stétt- arfélög eða bandalög þjóna félög- um sínum í baráttunni. Þau á ekki að reka eins og eitthvert óum- breytanlegt náttúrulögmál gagn- rýnilaust í nafni samstöðunnar. Síðasta þing bandalagsins stað- festi fyrir mér og mörgum öðrum hversu staðnað og gersamlega óumbreytanlegt ýmislegt er á þeim vígstöðvum. Mun ég ekki tíunda það nánar. Vona aðaeins að gott fólk í bandalaginu haldi áfram að vera félagar okkar — að við skilj- um með vinsemd. Kennarar, við höfum verið sporgöngufólk í stétt- arbaráttu um Iangan aldur. Kenn- arar, stígum þetta spor nú. Greið- um atkvæði með úrsögn úr BSRB. Stöndum með sjálfum okkur — en vinnum jafnframt við hlið alls launafólks að bættum kjörum, líf- vænlegum launum og fullum samnings- og verkfallsrétti. Höfundur er kennslufulltrúi í Reykjavík. Treystum kennurum J r / .r SoS^t*'9” éth 1 J Ll sænskur kvenfatnaður stærðir s-m-l-xl-xxl. Laugavegi 62 — 101 Reykjavík — Sími 23577 Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.