Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Hvers vegna er ísland láglaunaland? — eftir Gunnar G. Schram Nýlega var frá því skýrt í frétt- um að laun í fiskiðnaði hér á landi væru alltað því helmingi lægri en í Danmörku og einnig mun lægri en í Noregi. Þannig er því farið á fleiri sviðum atvinnulífsins. Það fer ekki milli mála að ísland er láglaunaland miðað við nágranna- þjóðirnar. Það er þess vegna eðlilegt að spurt sé hverjar séu orsakir þess að launin hér á landi eru svo lág sem raun ber vitni. í fljótu bragði mætti ætla að skýringarinnar væri að leita í lágum þjóðartekjum. Mun minna væri til skiptanna af þeim sökum en hjá nálægum þjóð- um. Því fer þó fjarri að þessi sé orsökin. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þjóðartekjur okkar fslendinga eru síst minni en ann- arra Evrópuríkja og raunar mun hærri en margra þeirra. Þjóðar- tekjur okkar voru á síðasta ári 10 þúsund dollarar á mann og hafa verið áþekkar síðustu árin. Ef við miðum við árið 1982 þá voru þjóð- artekjur á íslandi 10.761 dollarar. Það ár var sambærileg tala í Danmörku 10.998 dollarar, í Sví- þjóð 11.756, í Bretlandi 8.413 og í V-Þýskalandi 10.700 dollarar. Á því ári var meöaltal þjóðartekna þeirra Evrópuríkja sem eru aðilar að Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OECD) 9.522 dollarar. Fullnægjandi svör hafa ekki fengist Það er því greinilegt að skýring- arinnar á hinum löku launum og lífskjörum hér á landi er ekki að leita í því að íslenska þjóðarbúið afli minna en nágrannaþjóðirnar. í þeim samanburði stöndum við jafnfætis mörgum þeirra þjóða, sem greiða allt að helmingi hærri laun en hér tíðkast. Þessi staðreynd sýnir að brýnt er að fá úr því skorið hvar orsak- anna er að leita, úr því að þjóðar- tekjurnar eru ekki lægri hér á landi en annars staðar. Það er ekki aðeins hagsmunamál allra launþega í landinu, heldur ekki síður vinnuveitenda og stjórn- valda, en til þeirra eru í vaxandi mæli gerðar kröfur um tryggingu kaupmáttar þeirra launa sem um er samið. Þótt undarlegt megi virðast fer það þó fjarri að mönnum sé í dag ljóst hvert svarið við þessari spurningu er. Sumir halda því fram að orsökin sé sú að hagnaður atvinnufyrirtækjanna í landinu sé óeðlilega mikill og því komi of lítið í hlut launþega. Aðrir eru þeirrar skoðunar að ræturnar liggi í óskynsamlegum og óarðbærum fjárfestingum liðinna ára, bæði hjá ríki og einstaklingum. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að ekki er með rökum hægt að benda með óyggjandi vissu á neinn einn þátt, sem skýrir þann launamun, sem hér er um að ræða. Samanburðarkönnun á lífskjörum Af þessum sökum höfum við Pétur Sigurðsson flutt tillögu á Alþingi um könnun á launum að lífskjörum á íslandi og í nálægum löndum. Með tillögunni er ríkis- stjórninni falið að kanna í samráði við aðila vinnumarkaðarins um hvaða leyti laun og lífskjör eru lakari á íslandi en í nálægum löndum og hverjar eru orsakir þess. Niðurstaða þeirrar könnunar á að liggja fyrir í árslok 1986. Það er ljóst að í slíkri könnun, sem hér um ræðir, er ekki nægilegt að líta einungis á þjóðartekjur okkar íslendinga í samanburði við önnur lönd. Þróun þeirra síðustu árin skiptir að vísu miklu máli og þar kemur í ljós að hagvöxtur hefur verið miklu meiri í ná- grannalöndunum að undanförnu en hér á landi. í OECD-ríkjunum er hagvöxtur nú 3—4% en hér á landi hefur hann farið minnkandi á undanförnum árum, eins og sýnt er á töflu sem birt er með þessari grein. Tafla 1. Breytingar þjóðartekna og ráðstöfunartekna heimilanna á mann 1971—1984. Vfsitolur 1971—100 l>jóAarlekjur Kitottekjur 1971 100 beimilanna 100 1972 104 110 1973 112 119 1974 114 127 1975 108 112 1976 115 115 1977 128 129 1978 135 140 1979 135 142 1980 139 142 1981 141 151 1982 138 152 1983 130 135 1984 132 133 (Heimild: bjóöhagsstofnun.) Gunnar G. Schram „Það er því greinilegt að skýringarinnar á hin- um löku launum og lífs- kjörum hér á landi er ekki að leita í því að íslenska þjóðarbúið afli minna en nágranna- þjóðirnar. í þeim sam- anburði stöndum við jafnfætis mörgum þeirra þjóða, sem greiða allt að helmingi hærri laun en hér tíðkast.“ En á mörg fleiri atriði þarf að líta ef fá á marktæk svör við því hvers vegna við erum þeir eftir- bátar nágrannaþjóðanna í launa- kjörum, sem raun ber vitni. í samanburðinum þarf að hyggja að hluta launþega í þjóðar- tekjunum hér á landi, vægi ann- arra tekna en launa, að vinnutíma Kanaríeyjar Aðrar ferðir okkar: Kanarioyjar, Tenerife og Gran Kanari, Enska ströndin, Las Palmas, Puerto Rico. Ameríska ströndin — Puerto de la Cruz. Sannkölluó sólskinsparadis. Sjórinn, sólski- níó og skemmtanalífiö eins og fólk vill hafa þaó. islenskur fararstjóri. Fjölbreyttar skemmti- og skoóunarferöir. Valdir gisti- staöir á eftirsóttustu stöóunum. Jólaferó, 18. dea., 22. dagar, 8. jan., 4 vikur é 3ja vikna verói. Karnivalferóir 4. og 28. fabr., 22 dagar. Pátkaferó 19. mart, 15 J 18. des. — 19 dagar fóTatrð? Landid helga — Egyptaland—London Ævintýraferð sem aldrei gleymist. — Aöfangadags- kvöld í Betlehem — Heimsóttir sögustaöir Biblíunnar: Jerúsalem — Getsemane — Jeríkó — Dauöahafiö — Nasaret — Galíleuvatn. Ekiö um bedúínabyggðir Sínaí- eyöimerkur til Kaíró. Nílarsléttan, pýramídarnir miklu, sigling á Níl. Lundúnadagar á heimleiö. Vel skipulögd rólegheitaferð um fogur lönd og óglegman- lega sögustadi. Athugið verðið: Það er ótrúlegt. Feröin kostar ekki meira en sólarlandaferö. Fararstjóri Guðni Þórðarson sem farið hefur með á annan tug íslenskra hópa um þessar slóöir. Kynniö ykkur góða ferðaáætlun og einstakt verð. Pantið fljótt því þegar eru yfir 100 farþegar bókaðir og fáum sætum er óráðstafað. FIUCFERÐIR = SOLRRFLUG Vesturgötu 17, Rvík. Símar 10661, 22100 og 15331. og atvinnuöryggi, sem er meira hér á landi en víðast annars staðar, að beinum og óbeinum sköttum, að umfangi opinberrar þjónustu og þá ekki síst þeirrar þjónustu sem tryggingarkerfið veitir hér á landi í samanburði við önnur lönd. Önnur mikilvæg atriði, sem miklu máli geta skipt í þessu efni, er greiðslubyrði erlendra skulda, arðsemi fjárfestinga okkar á liðn- um árum og gengisþróunin. Lærum af reynslu fyrri ára Þeirri nefnd, sem fær það verk- efni að gera þessa könnun, er einn- ig ætlað að skýra niðurstöður sínar að því er varðar lífskjaraþróunina hér á landi í samanburði við önnur lönd. Hverjar eru orsakir þess að við stöndum þar ekki öðrum jafn- fætis? Hafa ytri aðstæður ráðið þar mestu um þróunina, svo sem aflabrögð og staða alþjóðaefna- hagsmála? Eða er skýringanna að leita í okkar eigin efnahagslífi, skipan þess og stjórn? Það liggur í augum uppi hve mikils virði það er að skýr og greinargóð svör fáist við þessum spurningum. Þau munu nýtast við gerð kjarasamninga á komandi árum og þá ekki síður við mótun stefnu stjórnvalda í efnahagsmál- um, svo sem við ákvörðun skatta og fjárfestingastefnu. Mikilvægt er að draga þann lærdóm af reynslunni, sem unnt er. Ef mistök hafa verið gerð á undanförnum árum ber að viðurkenna þau og einbeita kröftunum að því að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Það er trú okkar, sem að þessari tillögu stöndum, að svörin sem í slíkri könnun fást muni eiga þátt í að eyða þeirri tortryggni sem nú ríkir milli aðila vinnumarkaðar- ins. Jafnframt gætu þau reynst mikilvægur grundvöllur breyttrar efnahagsstefnu, þar sem markmið- ið er að lífskjörin verði í réttu hlutfalli við þær háu þjóðartekjur, sem við höfum búið við að undan- förnu. Höfundur er alþingistnaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Reykjaneskjör- dæmi. Þuríður Guðmundsdóttir Ljóðabók eftir I Þuríði Guð- mundsdóttur SKÁKPRENT hefur nýlega gefið út Ijóðabókina Það sagði mér haustið eftir Þuríði Guðmundsdóttur. í bókinni eru 44 ljóð. Setningu og prentun annaðist Skákprent en Bókfell hf. sá um bókband. Kápu- teikning er eftir Björgu Þorsteins- dóttur og Sigurður örn Brynjólfs- son hannaði bókarkápu. Bókin er 75 blaðsíður að stærð. Þuríður hefur áður sent frá sér bækurnar Aðeins eitt blóm (1969), Hlátur þinn skýjaður (1972), Á svölunum (1975), Og það var vor (1980).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.