Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
Danir kætast íDyrehaven
Góður skíða- og sleðasnjór hefur verið í nágrenni Kaupmannahafnar og var meðfylgjandi mynd tekin í
Dyrehaven þar sem danskir unglingar brunuðu niður snsevi þaktar brekkurnar á sleðum og skíðum.
Treystum örygg-
ið með mannleg-
um samskiptum
Fallston, Maryland, 4. desember. AP. ^
REAGAN Bandaríkjaforseti skoraði í dag á Sovétríkin að „ryðja úr vegi
þeim hindrunum, sem aðskiija þjóðir okkar“ og taka upp samvinnu við
Bandaríkin um að skiptast á heimsóknum námsmanna, íþróttamanna, vís-
indamanna og venjulegra borgara.
Þetta kom fram í ræðu, sem
forsetinn hélt í framhaldsskóla í
Fallston í Maryland. Þar lagði
hann enn áherzlu á þá hugmynd,
sem hann hafði haldið fram fyrir
fund hans og Gorbachevs, leiðtoga
Sovétríkjanna, um að slíkar heim-
sóknir yrðu til þess að treysta
öryggi heimsins í þágu uppvaxandi
kynslóðar.
„Við skulum ekki ala með okkur
neinar falsvonir um, að slíkar
heimsóknir fólks gætu orðið til
þess að leysa öll þau vandamál,
sem eru fyrir hendi á milli okkar.
Sovétríkin eru ekki lýðræðisríki.
En slíkar heimsóknir eru byrjunin
á því að reisa betri heim, sem
byggist á betri skilningi en áður,“
sagði forsetinn.
Reagan lýsti sovézka leiðtogan-
um sem „einbeittum manni, sem
samt er reiðubúinn til þess að
hlusta“.
Þorskveiðar við Græn-
land nær stöðvaðar 1986
Kaupmannahörn, 4. desember. Frá Nils Jörgen Bruun, GrcnlandsfrétUritara Morgunblaósins.
GRÆNLENDINGAR munu nær stöóva þorskveiöar á næsta ári, því þeir
hafa minnkað kvótann í 15.000 lestir, úr 25.000 lestum. Kvóti verður tekinn
af togurum ríkja Evrópubandalagsins og grænlenzkir togarar fá heldur ekki
að veiða þorsk á næsta ári, allur kvótinn hefur verið úthlutaður bátum
undir 80 lestum, sem allir veiða á grunnslóð. Grænlendingar hafa ekki
tekið ákvörðun um loðnukvóta við Austur-Grænland, beðið er úrslita samn-
inga íslendinga og Norðmanna. Engin loðnuveiði verður leyfð við Vestur-
Grænland á næsta ári.
Loks hefur lýsukvóti verið
ákveðinn 30.000 lestir til útlend-
inga á næsta ári, eða sá sami og
í ár, og 10.000 lestir til græn-
lenzkra skipa, sem fengu ekki að
veiða þessa fisktegund í ár.
Veður
víða um heim
Læg»t H»il
Akureyri +1 snjókoma
Amsterdam 5 12 skýjað
Aþena 9 20 heiöskírt
Barcelona 14 þokum.
Berlín 9 12 skýjaó
BrUaael 3 13 rigning
Chicago +15 +7 skýjað
Dublin 5 12 skýjað
Feneyjar 5 þoka
Frankfurt 12 skýjað
Genf 0 15 heiðskírt
Helsinki +3 snjókoma
Hong Kong 21 25 heiðskírt
Kaupmannah. 4 12 skýjað
Lissabon 12 21 skýjað
London 12 13 skýjað
Los Angeles 12 21 skýjað
Lúxemborg 9 skýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Miami 20 28 skýjað
Montreal +11 skýjað
Moskva +16 +11 snjókoma
New York +3 2 skýjað
Osló 0 0 skýjað
París 11 13 heiðskirt
Peking +4 3 snjókoma
Reykjavík 0 hálfskýjað
Ríó de Janeiro 19 26 rigning
Rómaborg 4 17 skýjað
Stokkhólmur 1 4 skýjað
Líbanon:
Þorskkvóti við austurströr dina
hefur verið ákveðinn 2.250 lestir á
næsta ári. í ár var kvóti græn-
lenzkra skipa á þessu veiðisvæði
600 tonn og kvóti togara EB-ríkja
11.500 tonn, en siðarnefndu skipin
fá engan kvóta þar á næsta ári.
Rækjukvóti næsta árs við vest-
urströndina verður 34.000 lestir,
eða einu þúsundi lesta minni en í
fyrra. Af kvótanum eru 32.000
lestir fráteknar fyrir grænlenzk
veiðiskip.
Karfakvótinn við Austur-Græn-
land á næsta ári var ákveðinn
75.000 lestir, eða 11.000 lestum
meiri en á þessu ári. Af kvótanum
mega útlend skip, þ. á m. skip frá
ríkjum EB, taka 58.000 tonn.
Grænlenzk skip fá að veiða 17.000
lestir , miðað við 6.000 lestir á
þessu ári.
Karfakvótinn við Vestur-Græn-
land verður 14.500 lestir, eða 3.000
lestum meiri en í ár. Ekki hefur
verið ákveðið hversu mikið græn-
lenzk skip fá af þessum kvóta, en
sjómannasamtökin óttast að hann
verði allur úthlutaður Japönum.
Grálúðukvótinn var aukinn við
Austur-Grænland úr 6.000 lestum
í 8.400 lestir. Við vesturströndina
verður kvótinn á næsta ári 20.000
lestir. Á þessu ári hafa Japanir
heimild til að veiða 20.000 lestir
af grálúðu við Grænland.
14 falla í hemaðar-
aðgerðum ísraela
Beirút, Líbanon, 4. desember. AP.
FJÓRTÁN létu lífið í umfangsmestu hernaðaraðgerð ísraela á
þessu ári til að koma í veg fyrir að palestínuskæruliðar nái að
koma sér upp stöðvum í Suður—Líbanon. Skriðdrekar og herþyrlur
voru í fylgd með ísraelska fótgönguliðinu sem fór 20 km inn fyrir
landamæri Líbanon á þriðjudag og stofnaði til átaka við skæruliða
í Beraadal.
Enginn samningur
um hernaðaraðstoð
- segir Mugabe að aflokinni ferð
sinni til Sovétríkjanna
Moslmi, 4. desember. AP. ,
ROBERT Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, sagði í dag að
aflokinni fyrstu heimsókn sinni til Sovétríkjanna, að hann hefði
rætt um hugsanlega hernaðaraðstoð frá Sovétmönnum, en eng-
inn samningur þar að lútandi hefði verið gerður.
Að sögn lögreglu féllu tveir ísra-
elskir hermenn, 8 skæruliðar úr
Frelsissamtökum alþýðunnar
(PLA), þrír skæruliðar úr her-
sveitum drúsa og einn hermaður
úr her Líbanon.
Herstjórnin í Tel Aviv tilkynnti
á þriðjudag að ísraelsher hefði
ráðið niðurlögum fimm skæruliða
og handtekið nokkra aðra í átökum
norður af Hasbaya. í tilkynning-
unni var ekki greint frá mannfalli
íherísraela.
Stjórn suður—líbanska hersins
(SLÁ) hefur gefið út aðvörun um
að herinn muni hefja aðgerðir
gegn herjum múhameðstrúar-
manna, haldi þeir áfram skotárás-
um á þorp kristinna manna við
Jezzine. „Við munum hiklaust
hefja hernaðaraðgerðir verði ekki
hægt að ná samkomulagi með frið-
samlegum hætti," sagði Antoni
Lahd hershöfðingi er rætt var við
hann í aðalstöðvum hersins í
Marjayoun á þriðjudag.
Á fundi með fréttamönnum,
sem sovézka utanríkisráðuneyt-
ið stóð fyrir, gætti Mugabe þess
að hrósa góðum samskiptum
lands síns og Sovétríkjanna, en
þau hafa oft verið stirð á undan-
förnum árum. Þykir ljóst, að
bæði Mugabe og Sovétstjórnin
reyni nú að gera sem minnst úr
þeim ágreiningsefnum, sem enn
kunna að vera til staðar.
1 gær átti Mugabe fund með
Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga
sovézka kommúnistaflokksins og
hélt áfram viðræðum sínum við
Nikolai A. Kyzhkov, forsætis-
ráðherra, en þær hófust á mánu-
dag. Að viðræðunum loknum var
undirritaður samningur um
samvinnu landanna á sviði efna-
hags- og tæknimála.
Er fréttamaður innti Mugabe
eftir skoðunum hans á þessum
samningi, sagði hann, að samn-
inginn bæri einungis að skoða
sem rammasamning um sam-
skipti landanna í framtíðinni.
Það væri þó einkum á sviði
námuvinnslu og landbúnaðar,
sem stjórn sín hefði áhuga á
tækniaðstoð Sovétmanna.
Á sínum tíma studdu Sovét-
menn Joshua Nkomo, keppinaut
Mugabes, í skæruliðabaráttu
þeirra gegn stjórn hvítra manna
í landi þeirra, sem þá hét Ródes-
ía.
Grænland:
Hvert rennur efna-
hagsaðstoð Dana?
Kaupmannahöfn, 4. denember. Frá Nils Jörgen Bruun. frélUrilara Morgunblaösinn.
SAMTÖK frumbyggja á norðurhveli, ICC, hafa farið þess á leit, að
rannsakað verði gaumgæfilega, hversu mikill hluti efnahagsaðstoðar
Dana við Grænlendinga, lendi með einum eða öðrum hætti í Dan-
mörku aftur.
Samkvæmt hagskýrslum fá
Grænlendingar tveggja millj-
arða danskra króna efnahagsað-
stoð frá danska ríkinu. Eru þær
greiddar að hluta til með reiðufé,
þ.e. um 900 milljónir d. kr., að
hluta til með byggingu íbúðar-
húsnæðis og rekstri sjúkrahúsa,
löggæslu, dómstóla o.fl.
Forseti ICC, Grænlendingur-
inn Hans Pavia Rosing, sagði í
gær á blaðamannafundi, sem
haldinn var í Kaupmannahöfn,
að samkvæmt rannsókn frá 1972
hefði komið í ljós, að 85% dönsku
efnahagsaðstoðarinnar hefðu
runnið aftur til Danmerkur, en
það gæti hafa breyst mikið síðan
þá.
Grænlensku launþegasamtök-
in, SIK, hafa lagt fram 100.000
d. kr. til þess að þetta verði
kannaö á nýjan leik.
Rosing segir einnig, að könnun
þessi geti orðið að liði í rannsókn-
um á efnahagstengslum frum-
byggjaþjóðflokka og „herraþjóð-
anna“.
Og þetta verkefni á að vinna án
þess að inn í það blandist nokkuð
af þeim nýlenduhugsunarhætti,
sem mótað hefur umræðurnar
um aðstoð Dana við Grænlend-
inga, segir Rosing.