Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Danir kætast íDyrehaven Góður skíða- og sleðasnjór hefur verið í nágrenni Kaupmannahafnar og var meðfylgjandi mynd tekin í Dyrehaven þar sem danskir unglingar brunuðu niður snsevi þaktar brekkurnar á sleðum og skíðum. Treystum örygg- ið með mannleg- um samskiptum Fallston, Maryland, 4. desember. AP. ^ REAGAN Bandaríkjaforseti skoraði í dag á Sovétríkin að „ryðja úr vegi þeim hindrunum, sem aðskiija þjóðir okkar“ og taka upp samvinnu við Bandaríkin um að skiptast á heimsóknum námsmanna, íþróttamanna, vís- indamanna og venjulegra borgara. Þetta kom fram í ræðu, sem forsetinn hélt í framhaldsskóla í Fallston í Maryland. Þar lagði hann enn áherzlu á þá hugmynd, sem hann hafði haldið fram fyrir fund hans og Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, um að slíkar heim- sóknir yrðu til þess að treysta öryggi heimsins í þágu uppvaxandi kynslóðar. „Við skulum ekki ala með okkur neinar falsvonir um, að slíkar heimsóknir fólks gætu orðið til þess að leysa öll þau vandamál, sem eru fyrir hendi á milli okkar. Sovétríkin eru ekki lýðræðisríki. En slíkar heimsóknir eru byrjunin á því að reisa betri heim, sem byggist á betri skilningi en áður,“ sagði forsetinn. Reagan lýsti sovézka leiðtogan- um sem „einbeittum manni, sem samt er reiðubúinn til þess að hlusta“. Þorskveiðar við Græn- land nær stöðvaðar 1986 Kaupmannahörn, 4. desember. Frá Nils Jörgen Bruun, GrcnlandsfrétUritara Morgunblaósins. GRÆNLENDINGAR munu nær stöóva þorskveiöar á næsta ári, því þeir hafa minnkað kvótann í 15.000 lestir, úr 25.000 lestum. Kvóti verður tekinn af togurum ríkja Evrópubandalagsins og grænlenzkir togarar fá heldur ekki að veiða þorsk á næsta ári, allur kvótinn hefur verið úthlutaður bátum undir 80 lestum, sem allir veiða á grunnslóð. Grænlendingar hafa ekki tekið ákvörðun um loðnukvóta við Austur-Grænland, beðið er úrslita samn- inga íslendinga og Norðmanna. Engin loðnuveiði verður leyfð við Vestur- Grænland á næsta ári. Loks hefur lýsukvóti verið ákveðinn 30.000 lestir til útlend- inga á næsta ári, eða sá sami og í ár, og 10.000 lestir til græn- lenzkra skipa, sem fengu ekki að veiða þessa fisktegund í ár. Veður víða um heim Læg»t H»il Akureyri +1 snjókoma Amsterdam 5 12 skýjað Aþena 9 20 heiöskírt Barcelona 14 þokum. Berlín 9 12 skýjaó BrUaael 3 13 rigning Chicago +15 +7 skýjað Dublin 5 12 skýjað Feneyjar 5 þoka Frankfurt 12 skýjað Genf 0 15 heiðskírt Helsinki +3 snjókoma Hong Kong 21 25 heiðskírt Kaupmannah. 4 12 skýjað Lissabon 12 21 skýjað London 12 13 skýjað Los Angeles 12 21 skýjað Lúxemborg 9 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Miami 20 28 skýjað Montreal +11 skýjað Moskva +16 +11 snjókoma New York +3 2 skýjað Osló 0 0 skýjað París 11 13 heiðskirt Peking +4 3 snjókoma Reykjavík 0 hálfskýjað Ríó de Janeiro 19 26 rigning Rómaborg 4 17 skýjað Stokkhólmur 1 4 skýjað Líbanon: Þorskkvóti við austurströr dina hefur verið ákveðinn 2.250 lestir á næsta ári. í ár var kvóti græn- lenzkra skipa á þessu veiðisvæði 600 tonn og kvóti togara EB-ríkja 11.500 tonn, en siðarnefndu skipin fá engan kvóta þar á næsta ári. Rækjukvóti næsta árs við vest- urströndina verður 34.000 lestir, eða einu þúsundi lesta minni en í fyrra. Af kvótanum eru 32.000 lestir fráteknar fyrir grænlenzk veiðiskip. Karfakvótinn við Austur-Græn- land á næsta ári var ákveðinn 75.000 lestir, eða 11.000 lestum meiri en á þessu ári. Af kvótanum mega útlend skip, þ. á m. skip frá ríkjum EB, taka 58.000 tonn. Grænlenzk skip fá að veiða 17.000 lestir , miðað við 6.000 lestir á þessu ári. Karfakvótinn við Vestur-Græn- land verður 14.500 lestir, eða 3.000 lestum meiri en í ár. Ekki hefur verið ákveðið hversu mikið græn- lenzk skip fá af þessum kvóta, en sjómannasamtökin óttast að hann verði allur úthlutaður Japönum. Grálúðukvótinn var aukinn við Austur-Grænland úr 6.000 lestum í 8.400 lestir. Við vesturströndina verður kvótinn á næsta ári 20.000 lestir. Á þessu ári hafa Japanir heimild til að veiða 20.000 lestir af grálúðu við Grænland. 14 falla í hemaðar- aðgerðum ísraela Beirút, Líbanon, 4. desember. AP. FJÓRTÁN létu lífið í umfangsmestu hernaðaraðgerð ísraela á þessu ári til að koma í veg fyrir að palestínuskæruliðar nái að koma sér upp stöðvum í Suður—Líbanon. Skriðdrekar og herþyrlur voru í fylgd með ísraelska fótgönguliðinu sem fór 20 km inn fyrir landamæri Líbanon á þriðjudag og stofnaði til átaka við skæruliða í Beraadal. Enginn samningur um hernaðaraðstoð - segir Mugabe að aflokinni ferð sinni til Sovétríkjanna Moslmi, 4. desember. AP. , ROBERT Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, sagði í dag að aflokinni fyrstu heimsókn sinni til Sovétríkjanna, að hann hefði rætt um hugsanlega hernaðaraðstoð frá Sovétmönnum, en eng- inn samningur þar að lútandi hefði verið gerður. Að sögn lögreglu féllu tveir ísra- elskir hermenn, 8 skæruliðar úr Frelsissamtökum alþýðunnar (PLA), þrír skæruliðar úr her- sveitum drúsa og einn hermaður úr her Líbanon. Herstjórnin í Tel Aviv tilkynnti á þriðjudag að ísraelsher hefði ráðið niðurlögum fimm skæruliða og handtekið nokkra aðra í átökum norður af Hasbaya. í tilkynning- unni var ekki greint frá mannfalli íherísraela. Stjórn suður—líbanska hersins (SLÁ) hefur gefið út aðvörun um að herinn muni hefja aðgerðir gegn herjum múhameðstrúar- manna, haldi þeir áfram skotárás- um á þorp kristinna manna við Jezzine. „Við munum hiklaust hefja hernaðaraðgerðir verði ekki hægt að ná samkomulagi með frið- samlegum hætti," sagði Antoni Lahd hershöfðingi er rætt var við hann í aðalstöðvum hersins í Marjayoun á þriðjudag. Á fundi með fréttamönnum, sem sovézka utanríkisráðuneyt- ið stóð fyrir, gætti Mugabe þess að hrósa góðum samskiptum lands síns og Sovétríkjanna, en þau hafa oft verið stirð á undan- förnum árum. Þykir ljóst, að bæði Mugabe og Sovétstjórnin reyni nú að gera sem minnst úr þeim ágreiningsefnum, sem enn kunna að vera til staðar. 1 gær átti Mugabe fund með Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins og hélt áfram viðræðum sínum við Nikolai A. Kyzhkov, forsætis- ráðherra, en þær hófust á mánu- dag. Að viðræðunum loknum var undirritaður samningur um samvinnu landanna á sviði efna- hags- og tæknimála. Er fréttamaður innti Mugabe eftir skoðunum hans á þessum samningi, sagði hann, að samn- inginn bæri einungis að skoða sem rammasamning um sam- skipti landanna í framtíðinni. Það væri þó einkum á sviði námuvinnslu og landbúnaðar, sem stjórn sín hefði áhuga á tækniaðstoð Sovétmanna. Á sínum tíma studdu Sovét- menn Joshua Nkomo, keppinaut Mugabes, í skæruliðabaráttu þeirra gegn stjórn hvítra manna í landi þeirra, sem þá hét Ródes- ía. Grænland: Hvert rennur efna- hagsaðstoð Dana? Kaupmannahöfn, 4. denember. Frá Nils Jörgen Bruun. frélUrilara Morgunblaösinn. SAMTÖK frumbyggja á norðurhveli, ICC, hafa farið þess á leit, að rannsakað verði gaumgæfilega, hversu mikill hluti efnahagsaðstoðar Dana við Grænlendinga, lendi með einum eða öðrum hætti í Dan- mörku aftur. Samkvæmt hagskýrslum fá Grænlendingar tveggja millj- arða danskra króna efnahagsað- stoð frá danska ríkinu. Eru þær greiddar að hluta til með reiðufé, þ.e. um 900 milljónir d. kr., að hluta til með byggingu íbúðar- húsnæðis og rekstri sjúkrahúsa, löggæslu, dómstóla o.fl. Forseti ICC, Grænlendingur- inn Hans Pavia Rosing, sagði í gær á blaðamannafundi, sem haldinn var í Kaupmannahöfn, að samkvæmt rannsókn frá 1972 hefði komið í ljós, að 85% dönsku efnahagsaðstoðarinnar hefðu runnið aftur til Danmerkur, en það gæti hafa breyst mikið síðan þá. Grænlensku launþegasamtök- in, SIK, hafa lagt fram 100.000 d. kr. til þess að þetta verði kannaö á nýjan leik. Rosing segir einnig, að könnun þessi geti orðið að liði í rannsókn- um á efnahagstengslum frum- byggjaþjóðflokka og „herraþjóð- anna“. Og þetta verkefni á að vinna án þess að inn í það blandist nokkuð af þeim nýlenduhugsunarhætti, sem mótað hefur umræðurnar um aðstoð Dana við Grænlend- inga, segir Rosing.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.