Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 43 Efri deild: Loforð og efndir stjórnmálamanna eða fylgja þeim sem fram kunna að koma. Eiður Guönason (A) kvaddi sér hljóðs við umræðuna og vakti athygli á viðtali við núverandi iðnaðarráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson í Verslunartíðindum 3. tbl. 1985. Þar er orðrétt haft eftir ráðherranum: „Það skal standa að þessi skattur á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði fellur niður eins og lofað hefur verið." Þingmaðurinn kvað þetta enn eitt dæmið um hvernig stjórnarherrarnir lofuðu og lofuðu kjósendum sínum einu og öðru, en sviku það jafnharðan aftur. Nefndi hann í framhaldi af því fleiri loforð, sem ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hefðu ekki staðið við. FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofnhúsnæði var afgreitt til þriöju umræóu í efri deild Alþingis í gær. Fyrir deildarfundinum lá nefnd- arálit fjárhags- og viðskiptanefnd- ar e.d. þar sem lagt er til að frv. verði samþykkt. Tekið er fram að einstakir nefndarmenn áskilji sér rétt til að flytja breytingartillögur Skiptar skoðanir um setu þingmanna í bankaráðum Ætti að breyta viðskiptabönkum ríkisins í almenningshlutafélög? FRUMVARP Guömundar Einarssonar (BJ) um breytingu á lögum um viö- skiptabanka kom til fyrstu umræöu í neöri deild Alþingis í gær. Frumvarpiö felur í sér að framvegis sitji alþingismenn ekki í bankaráðum ríkisbank- anna og viðskiptaráðherra skipi í bankaráöin. Þingmaðurinn fylgdi frumvarp- inu úr hlaði og áréttaði það sem fram kemur í greinargerð, að beint tilefni að því að það kæmi nú fram væri Hafskipsmálið svonefnda. Kvað hann það óviðunandi að alþingismenn, eða menn kosnir af Alþingi, væru aðilar að máli, þar sem mikilvæg atriði fengjust ekki rædd opinberlega, en alls kyns sögusagnir væru í gangi, þ. á m. um að verið væri að koma eignum undan. Jóhanna Siguróardóttir (A)sagði að ýmsir alvarlegir gallar væru á bankalöggjöfinni. Alþingi yrði að sinna aðhaldshlutverki sínu með hertri löggjöf og virkara eftirliti. Tiliögur stjórnarandstöðunnar þar að lútandi hefðu því miður verið felldar á síðasta þingi. Þingmaðurinn boðaði að innan- skamms mundi hún flytja frum- varp, sem bannaði viðskiptabönk- unum að lána nema ákveðið hlut- fall af eigin fé sínu. Hún kvað nauðsynlegt að efla sjálfstæði Bankaeftirlitsins. Þingmaðurinn sagðist styðja það, að þingmenn sætu ekki í bankaráðum viðskiptabankanna, en hún hefði efasemdir um að rétt væri að ráðherra skipaði í banka- ráðin þess í stað. Kvað hún ekki víst að slík tilfærsla breytti því sem flutningsmaður stefndi að. Páll Pétursson (F) sagðist vera mótfallinn frumvarpinu. Kvaðst hann treysta núverandi og fyrrver- andi viðskiptaráðherrum ágæt- lega, en alls ekkert betur en al- þingismönnum til að gæta nauð- synlegs pólitísks jafnvægis í bankaráðunum og skipa þau hæf- um mönnum. Hann sagði að nauð- synlegt væri, að alþingismenn sætu í bankaráði Seðlabankans, enda væri það pólitísk stofnun, og þótt hann væri ekki sérstakur talsmaður þess að þingmenn sætu í bankaráðum viðskiptabankanna vildi hann ekki útiloka þann mögu- leika. Þeir væru ekkert vanhæfari til þess starfa en aðrir borgarar og mótmælti hann „ósvífnum að- dróttunum" flutningsmanns í þá veru. Þingmaðurinn lýsti þeirri skoð- un, að taka bæri Bankaeftirlitið út úr Seðlabankanum og gera það að öflugri, sjálfstæðri stofnun. Loks sagði Páll Pétursson að Hafskipsmálið væri ekki flokks- mál Framsóknarflokksins, en þar hefðu verið gerð mistök sem læra mætti af. Þau bæri hins vegar ekki að skrifa á reikning núverandi bankaráðs og bankastjórnar Út- vegsbankans, því þetta mál hefði átt langan aðdraganda. Guðrún Helgadóttir (Abl.) kvaðst í meginatriðum hlynnt frumvarp- inu, en sagði að vel mætti vera að athuga þyrfti betur hvernig standa bæri að skipun í bankaráðin. Bankaleynd og seta alþingismanna í bankaráðum væri algerlega í andstöðu hvort við annað. Þingmaðurinn kvaðst hafa í smíðum f.h. Alþýðubandalagsins frumvarp um að Bankaeftirlitið yrði sjálfstæð stofnun, og boðaði að það yrði lagt fram innan skamms. Þá sagði þingmaðurinn að á sínum tíma hefði Alþingi verið fengið til að samþykkja erlent lán handa Útvegsbankanum, að upp- hæð fimm milljarðar króna. Þá hefði verið sagt, að lánið væri tekin vegna erfiðleika sem bankinn hefði lent í vegna rekstrarerfiðleika í sjávarútvegi. Nú væri íslensk al- þýða að borga af þessu láni, því peningarnir hefði farið í hítina. Logið hefði verið að Alþingi við afgreiðslu þessa máls. Gaf þing- maðurinn í skyn að lánið hefði verið tekið vegna fyrirgreiðslu til Hafskips. Jón Baldvin Hannibalsson (A) kvaðst samþykkur því að þing- menn sætu ekki í bankaráðum viðskiptabankanna. Aftur á móti leysti ákvæðið um að viðskiptaráð- herra skipaði í bankaráðin ekki þann vanda, sem flutningsmaður hefði vakið athygli á, og varðar pólitískar freistingar bankaráðs- manna sem eru í stjórnmálum eða Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Heimild til fóstur- eyðinga verði þrengd Ákvæði um „félagslegar ástæður“ faili brott FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu í gær fram í efri deild frumvarp til laga, sem felur í sér að þrengd er heimild til fóstureyðinga. Samkvæmt gildandi lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kyn- líf og barneignir og um fóstureyð- ingar og ófrjósemisaðgerðir er fóstureyðing heimiluð af þrenns konar ástæðum, þ.e. í fyrsta lagi af félagslegum ástæðum, í öðru lagi af læknisfræðilegum ástæð- um og í þriðja lagi ef konu hefur Verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleiðing af refsi- verðu atferli. Með frumvarpinu er lagt til að fella niður að félagslegar ástæður geti heimilað fóstureyðingu. í greinargerð segja flutnings- mennirnir, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Salome Þorkels- dóttir, Egill Jónsson og Árni Johnsen, að félagslegar ástæður eigi ekki að réttlæta fóstureyð- ingu. „í fyrsta lagi eru félagslegar ástæður ákaflega teygjanlegt hugtak. í öðru lagi á að bæta úr félagslegum ástæðum með öðrum hætti en að tortíma mannlegu lífi.“ Samhliða þessu frumvarpi flytja sömu þingmenn frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, sem felur í sér félagslegar ráðstafanir, sem er ætlað að bæta úr þeim félags- legu ástæðum sem nú geta sam- kvæmt lögum heimilað fóstureyð- ingu. Frumvarpið hefði m.a. í för með sér að mæðralaun hækkuðu og tekin yrði upp ný bótagreiðsla til einstæðra mæðra vegna þeirr- ar röskunar á stöðu og högum sem barnsburður veldur þeim. tengdir stjórnmálaflokkum. Hvers vegna ekki ganga lengra? spurði þingmaðurinn. Til hvers höfum við eiginlega ríkisbanka? Er þörf fyrir þá? Hann rakti ástæður þess að fyrsti íslenski bankinn var ríkisbanki og stklaði á þróun bankastofnunar á síðustu árum. Niðurstaða hans var sú, að leggja bæri ríkisbankana niður og gera þá að almenningshlutafélög- um. I dæmi Landsbanka íslands mætti t.d. útbúa skuldabréf á grundvelli eigin fjár bankans og senda öllum fjárráða íslendingum. Taldi hann að þar gæti verið um upphæð á bilinu 6—8 þús. kr. að. ræða á hverju bréfi. Menn gætu síðan selt þessi bréf, ef þeir kysu, á opnum verðbréfamarkaði á því verði sem þar yrði ákveðið. Eig- endur bankans gætu síðan myndað með sér félag og kosið bankaráð og bankastjórn í almennri kosn- ingu. Guðmundur Einarsson (BJ) tók undir með Jóni Baldvin um að breyta ríkisbönkunum í almenn- ingshlutafélög og vakti athygli á því að hann hefði lagt hið sama til í frumvarpi, sem flutt var á síðasta þingi, en náði ekki fram að ganga. Bankar eru nú mjög í sviðsljós- inu og á það ekki síst við um Út- vegsbankann, sem stendur illa vegna skulda Hafskips hf. Fleiri þingmenn tóku í sama streng og Eiður. Karl Steinar Guðnason (A) sagði, að svona vinnubrögð sköpuðu ímynd al- mennings af stjórnmálamönnum, „og ég vænti þess að þeir sem að þessu standa fái verðuga ráðningu í næstu kosningum". Fyrirspurn: Greiðslur til VSÍ HJÖRLEIFUR Guttormsson (Abl.) hefur lagt fram í sameinuðu þingi fyrirpurn til forsætisráð- herra um greiðslur til Vinnuveit- endasambands Islands. Þingmaðurinn spyr: 1. Hvaða ríkisfyrirtæki og önnur fyrirtæki með eignaraðild ríkisins hafa í tíð núverandi ríkisstjórnar gerst aðil- ar að Vinnuveitendasambandi ís- lands og greiða til þess félags- gjöld? 2. Um hversu háar greiðslur hefur verið að ræða ár hvert 1983—1985 frá hverju Jþessara fyrirtækja? 3. Hvað hefur fslenska álfélagið hf. (ísal) greitt til Vinnu- veitendasambandsins í félagsgjöld á þessu sama tímabili? „í ríkisbanka er áhættan engin“ AUGLÝSING frá Útvegsbank- anum, sem birtist á bls. 19 hér í blaðinu í gær undir fyrirsögn- inni „Láttu næstu átján mánuði skila þér drjúgum arði“, var gerð að umtalsefni í neðri deild Al- þingis í gær. Guðmundur Einarsson (BJ) vakti athygli á því í umræðum um frumvarp hans um viðskipta- banka, en í auglýsingu þessari segði að miðað við stuttan bindi- tíma sparifjár byði enginn banki betri ávöxtun en Útvegsbankinn nú — „og í ríkisbanka er áhætta engin" stæði síðan orðrétt. Þótti þingmanninum þetta fáheyrð ósvífni í Ijósi umræðna að undan- förnu um erfiðleika bankans og hugsanlegt gjaldþrot. Páll Pétursson (F) sagði, að auglýsingastjórar Útvegsbank- ans væru í meira lagi spaugsamir að slá á þessa strengi nú um stundir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.