Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 51 Nýjar bækur frá Fount Erlendar bækur Torfi Ólafsson Boxen The Imaginary World of the Young, eftir C.S. Lewis, Walter Hooper bjó undir útgáfu. C.S. Lewis er góðkunnur mörg- um lesendum áhugaverðra bóka hér á landi og fjórar af bókum hans hafa þegar verið þýddar á íslensku: Guð og menn, Rétt og rangt, Með kveðju frá kölska og Ljónið, nornin og skápurinn, sem er fyrsta bókin í röð ævintýrasagn- anna sem kenndar eru við Narnia. Boxen er safn æskuverka Lewis sem Walter Hooper, fyrrum einka- ritari hans, hefur safnað saman eftir getu, en margt af fyrstu rit- smíðum Lewis er fyrir löngu glat- að. C.S. Lewis fæddist á írlandi 1898 og 7 ára gamall fluttist hann með fjölskyldu sinni í stórt, gamalt hús í útjaðri Belfast. Þetta hús, með löngum göngum sínum, auðum herbergjum og háalofti, hús sem fullt var af bókum, örvaði ímynd- unarafl drengsins og á þessum árum, 7—8 ára gamall, fór hann að skrifa fyrstu sögur sínar og leikþætti, sem gerðust flestar í ævintýralandinu Boxen, en til þess töldust í sögunum Ævintýralandið og Indland, þar sem dýrin töluðu og hinir ótrúlegustu atburðir gerð- ust. Þessar sögur samdi Lewis að verulegu leyti fyrir Warren bróður sinn og ýmsar hugmyndir úr þeim notaði hann síðar í Namia-bækur sínar sem eru sjö að tölu. Vonandi verður framhald á þýðingu þeirra á íslensku svo og á fleiri af hinum frábæru bókum Lewis. Hann segir margt frá æsku sinni í bókinni Sur- prised by Joy, meðal annars tilurð bókarkaflanna um Boxen. Warren bróðir hans taldi að hið síðasta af þeim þáttum hefði verið skrifað fyrir 1913. Að sjálfsögðu eru þessi æsku- verk Lewis ekki eins áhugaverð lesning og síðari bækur hans en þau gefa lesandanum góða hug- mynd um, hversu frábærum gáfum drengurinn var gæddur og andlega þroskaður, jafnvel á barnsaldri. An Impossible God, eftir Frank Topping. Þeir sem kunnugir eru í kaþólsk- um kirkjum vita að á veggjum þeirra hanga 14 myndir úr píslar- sögu Krists. Fyrir þær myndir ganga menn, sérstaklega á föst- unni, og biðja bænir. Um leið reyna þeir að lifa sig inn í krossferil Krists. Ýmiskonar bænaflokkar hafa verið samdir til þessara nota og er þessi litla bók ein þeirra. í formálanum fjallar höfundurinn um „hinn ómögulega Guð“, Krist, sem fellur ekki inn í lifsmynstur samtíðarinnar, staðhæfir hið ótrú- lega og rís meira að segja upp frá dauðum, þvert ofan í allar venjur og reglur. Síðan fylgja „viðstöðurnar" 14, á þann óvenjulega hátt að einhver viðstaddra segir frá viðhorfi sínu til Krists og reynslu sinni af hon- um, svo sem þjónn æðsta prestsins, þjónustustúlka hjá Kaífasi, fræði- maður, Jóhannes, Símon frá Kýr- ene o.s.frv. Á eftir hverjum slíkum kafla fer hugleiðing. Þegar viðstöðum krossferilsins lýkur, tekur höfundur upprisuna fyrir á sama hátt og semur út frá henni sjö viðstöður. Þar taka til máls María Magdalena, Kleófas, Tómas, Pétur o.fl. og hugleiðing fer á eftir hverjum þætti eins og áður. Síðasta viðstaðan segir frá því þegar Heilagur Andi kemur yfir lærisveinana. Þetta er kilja, lítil bók sem auðvelt er að hafa með sér í rúmið og lesa í smákafla áður en svefninn tekur í taumana, og raunar hvenær sem er, og sumt af því sem í henni stendur verður manni minnisstætt ogefni til hugleiðingar. Prayers in Large Print, eftir Ritu Snowden. Rita er meþódisti og hefur skrif- að sextíu bækur eða fleiri um kristileg málefni. Hún er kunn útvarpsmanneskja og hefur flutt fyrirlestra víða um lönd. Meðal annars hefur hún skrifað mikið um bænalíf og samið margt bæna, jafnt fyrir börn og fullorðna. í þessari bók er að finna morg- un- og kvöldbænir fyrir 31 dag og fylgir stuttur ritningarkafli bæn- um hvers dags. Eftir þessar bænir kemur safn tilvitnana í rit þekktra manna sem ætlaðar eru til umhugsunar and- vaka fólki. Þá koma kaflar úr Sálmum Davíðs, ætlaðir sunnu- dögum mánaðarins og loks eru bænir fyrir „sérstaka daga“ og sérstakar aðstæður, svo sem úti í náttúrunni, í sjúkrahúsi, á af- mælisdaginn, svo og fyrir stór- hátíðisdaga kirkjunnar. Þetta er hentug bók til þess að finna sér efni til hugleiðingar enda hentar sumu fólki betur að fara með fyrirfram samdar bænir en móta þær í eigin hugskoti. En í svona bókum felst oft sá neisti sem orðið getur upphafið að árangurs- ríkri bæn. Höfundur er formaður Félags ka- þólskra leikmanna á íslandi. :..ogsíóan falleg föt frá Skólavörðustíg 42 Sími: 11506 ffepmijiir / 'S 2 v : h Æ, þetta er sárt! eftir Hans Petersen og Ilon Wiklund Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi. Spennandi saga og kennslubók í skyndihjálp, eefin út í samráði við Rauða krossinn á fslandi. Tvíburarnir Pétur og Petra eru hjá afa og ömmu í sumri og sól í sænska skerjagarðin- um og lenda í ýmsum ævintýrum - og óhöppum. En amma kann ráð við öllu . . . Spennandi og fróðleg bók fyrir börn, 4-10 ára. Kaspían konungsson eftir C.S. Lewis Kristín R. Thorlacius þýddi. Borgarastyrjöld geisar í töfralandinu Narníu milli valdaræningjans Mírasar og dverganna og dýranna. Pétur, Súsanna, Játvarður og Lúsia eru kölluð þangað, til þess að koma lagi á hlutina. Kaspían konungsson er ein hinna heims- frægu ævintýrabóka C.S. Lewis. Spennandi lestur ungum sem öldnum. Gabríella í Portúgal dálítil ferðasaga eftir Svein Einarsson með myndum eftir Baltasar Gabrfella er sex ára og fer með foreldrum sínum í ferðalag til Portúgal. Hún er lífleg stelpa og sér hlutina með sínum augum og hefur á þeim ákveðnar skoðanir. Skemmtileg bók um skemmtilega stelpu í skemmtilegu ferðalagi. Ferjuþulur Rím við bláa strönd eftir Valgarð Egilsson. Myndskreyting eftir Guðmund Thoroddsen Valgarð Egilsson vekur hér upp þuluna og segir frá ferð með Akraborginni frá Reykjavík til Akraness og því sem hann sér á leiðinni utan borðs og innan. Listilega gerðar og kátlegar þulurnar njóta sín vel með fögrum myndskreytingum ungs lista- manns, Guðmundar Thoroddsen. Þulan er óháð aldri lesandans og tíma. Ferjuþulur eru góð skemmtun, jafnt ungum sem öldnum. BOK ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 1«. SlMl 25544
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.