Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
Starf kirkjusafnaða
— eftir Ingibjörgu
Helgadóttur
Vegna umræðna um kirkjubygg-
ingar að undanförnu, bæði opin-
berlega og ekki síður manna á
milli langar mig að leggja þar orð
íbelg.
Margir virðast álíta of mikið
byggt af kirkjum, aðallega hér á
höfuðborgarsvæðinu. Er þá gjarn-
an lagt til að líknarstofnanir t.d.
Hjálparstofnun kirkjunnar fengju
til starfs síns þá fjármuni sem til
þeirra fara. Eftir opinberum heim-
ildum er staðreyndin sú að kirkju-
byggingar eru kostaðar meira en
90% með frjálsum framlögum
safnaðanna sjálfra, og alls ekki
sjálfgefið að það fé færi allt til
líknarmála þó hætt væri að byggja
kirkjur. Þ6 munu þeir sem til
kirkna gefa, ekki síður en aðrir,
leggja þeim málefnum lið er til
heilla horfa, svo sem ýmsum líkn-
armálum.
Hvað margir gæfu yfirleitt til
slíkra mála ef kristin trú hefði
ekki mótað hugarfar fólks um
margar aldir svo sem er enn í dag,
Guði sé lof.
Yrði kristni hér til frambúðar
ef ekki væru byggðar kirkjur?
Oft er vitnað í skoðanakönnun á
trúarlifi íslendinga og hún sögð
sanna litla kirkjusókn. Víst væri
æskilegt að fleiri kæmu reglulega
„Mjög oft eru kirkju-
legar athafnir eða önn-
ur starfsemi á tveimur
eða fleiri stöðum í hús-
inu samtímis og sýnir
glöggt nýtingu á húsa-
kynnum kirkjunnar.“
til kirkju sinnar og hlýddu á Guðs
orð og nærðu þannig trúarlíf sitt.
Hinu skyldi þó ekki gleymt að
kirkjusókn er ekki minni en svo,
samkvæmt opinberri könnun, að
nokkur hundruð þúsund vitjanir
munu vera í kirkjur landsins ár-
lega. (Haraldur Ólafsson lektor).
Mjög væri erfiðleikum bundið
hjá fólki í úthverfum Reykjavíkur
að sækja guðsþjónustur í kirkjur
eldri hverfa, ekki síst fyrir börnin
og gamla fólkið sem mest og best
sækja þær. Mikil og fjölbreytt
starfsemi fer einnig fram á vegum
safnaðanna í félagsheimilum
þeirra. Mikið af henni er fyrir
gamla fólkið sem erfiðast á og
jafnvel ómögulegt um langvegu að
sækja, en mest þarf á þeirri þjón-
ustu að halda sér til gagns og
skemmtunar.
Þar sem ég hef oft orðið vör við
litla vitneskju hjá fólki um þessi
mál, mun ég nú segja hvernig þeim
er háttað í Neskirkju, minni sókn-
arkirkju, sem ég þekki vel til, en
er aðeins þiggjandi þjónustunnar.
Að sjálfsögðu fara messur og aðrar
helgar athafnir fram í sjálfri
kirkiunni og kapellu, en aðrar
samkomur í safnaðarheimilinu í
kjallara kirkjunnar. Þar er stór
salur ásamt tveim minni, einnig
eldhús.
Tveir ágætir prestar boða þar
hreina kristna trú og eru guðs-
þjónustur vel sóttar. Algengt er
að 120—150 manns sæki venjuleg-
ar guðsþjónustur. Altarisganga er
einu sinni í mánuði með þátttöku
70—80 manns, og miklu neiri við
sérstök tækifæri. Hvern miðviku-
dag árið um kring eru bænamess-
ur, þar sem beðið er fyrir sjúkum.
Ákaflega margir þiggja þá þjón-
ustu. Eg hef sjálf sótt þangað
ómetanlegan styrk, blessun og
bænheyrslu, og svo er um fleiri.
Sérstakar barnaguðsþjónustur eru
hvern sunnudagsmorgun allan
veturinn. Biblíulestur, sem er
námskeið í biblíufræðum fyrir
fullorðna, er til skiptis hjá prest-
unum. Einnig hafa prófessorar frá
guðfræðideild Háskólans haldið
erindi og stjórnað umræðum um
trúmál. Æskulýðsstarf fyrir ungl-
inga er hvern mánudag vetrar-
langt, og vitanlega fermingarund-
irbúningur að auki. Prestarnir sjá
um mjög þróttmikið og öflugt starf
fyrir roskið fólk hvern laugardag
allan veturinn. Þar koma fram sem
sjálfboðaliðar margir af bestu og
þekktustu listamönnum þjóðar-
innar, svo og ungir og óþekktir,
ásamt ágætustu fræðimönnum,
ferðalöngum og fleirum.
Efnisskráin er svo ótrúlega fjöl-
breytt að henni verða ekki gerð
skil í stuttu máli. Þessar samkom-
ur eru afar vel sóttar og ánægju-
legar. Kvenfélag safnaðarins sér
þar um góðar og ódýrar veitingar,
og býður að auki upp á opið hús
fyrir gamla fólkið tvisvar í viku,
þriðjudaga og fimmtudaga, helst
ætlað þeim sem einir búa. Þar eru
til reiðu góðgjörðir ásamt ýmsu til
gagns og gamans t.d. föndur. Einn-
ig er hár- og fótsnyrting á mið-
vikudögum. Kvenfélagið starfar af
fórnfýsi og miklum dugnaði, og
aflar fjár með ýmsu móti.
AA-samtökin hafa fjóra fundi
vikulega í húsakynnum kirkjunn-
ar, einn á þriðjudögum og fimmtu-
dögum, tvo á föstudögum. A1 Anon,
sem er félagsskapur aðstandenda
alkóhólista, hefur einn fund í viku
á miðvikudögum.
{ kirkjunni er mikið um athafnir
utan helgra daga svo sem skírnir,
brúðkaup og útfarir. Vitanlega eru
þar fundir safnaðarins, kvenfélags
og bræðrafélags og stjórnarfundir
félaganna. Þá má ekki gleyma
organista og því sem honum fylgir,
kóræfingar og hljómleikahald,
einnig utanaðkomandi aðila.
Mjög oft eru kirkjulegar at-
hafnir eða önnur starfsemi á tveim
eða fleiri stöðum í húsinu samtím-
is og sýnir glöggt nýtingu á húsa-
kynnum kirkjunnar.
Höfundur er húsmóðir í Reykja-
rík.
Bjössi bolla og
jólasveinninn
skemmta
NÚ FER senn að líða að því að hóp-
ar og félagasamtök hugi að jólatrés-
flkemmtunum og öðrum samkomum
sem tilheyra jólunum.
Þá þarf náttúrulega jólasveina
og eitthvað annað til skemmtunar
og heyrst hefur að Bjössi bolla
hafi haft samband við formann
jólasveinafélagsins og beðið að fá
að skemmta með Hurðaskelli og
Stúf yfir jólahátíðirnar. Jólasvein-
arnir tóku vel í það og nú mun
Bjössi bolla, Hurðaskellir og Stúf-
ur skemmta á jólatrésskemmtun-
um um allt land með undirleik á
harmoniku.
Nú bjóðum við karíaflökin líka hraðfryst.
Hvert flak í plastumslagi, þá þarí ekki
að þíða þau öll í einu.
340 g í hverjum pakka.
Á pakkanum eru prentaðar leiðbein-
ingar um einíalda matreiðslu þessa
bragðgóða fisks. Þar má lesa um
ofnbökun, pönnusteikingu, djúpsteik-
ingu og bökun í örbylgjuoíni.
Þér er því í sjálfsvald sett hvenœr
fjölskyldan íœr að njóta karfasteikur
-óháð aflabrögðum, gœítum og búsetu.
’RANDI HF
i Wm
•,*,
ff