Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 55

Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 55 Um blæðingar Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Sanncr Lyhne: Vi blöder Útg. Modtryk 1985 Ekki minnist ég þess a6 hafa fyrr gluggað í bók, sem einvörð- ungu fjallar um blæðingar kvenna, enda hefur þessi kvenlegi þáttur verið ótrúlega mikið feimnismál kynslóðanna. Þó svo að blæðingar kvenna séu nánast eitt af náttúru- lögmálunum hafa þó ýmsar furðu- sagnir, bábiljur og hvaðveina myndast um þær. Næsta lygilegt, þegar haft er í huga, að frá upp- hafi vega hefur helmingur jarðar- búa „farið á túr“ einu sinni í mán- uði. Þrátt fyrir miklar hugarfars- breytingar og tal um að allar umræður um þá hluti sem áður voru nánast tabú, er alltaf einhver vandræðagangur í sambandi við blæðingar kvenna. Þess eru enn dæmi í okkar upplýsta þjóðfélagi að unglingsstúlkur hafi ekki hug- mynd um, hvað er að gerast, þegar fyrstu blæðingar gera vart við sig. Og fræðsla um eðli blæðinganna, sem væntanlega á að vera inni i lögboðinni kynlífsfræðslu í skól- um, er víða fjarska tilviljana- kennd. Auðvitað er það fráleitt, þar sem þetta tímabil í lífi kvenna stendur í áratugi og verður partijr af tilverunni eins og hvað annað sem endurtekur sig. Bók Sanne Lyhne fjallar ein- göngu um þetta líkamlega atriði og er skýr og skilmerkileg, bæði í máli og myndum. Hún ber auk þess fram ýmsa fróðleiksmola um viðhorf að fornu til kvenna á meðan þessi mánaðarlegi atburður stóð yfir. Myndirnar og myndasög- urnar eru mjög einfaldar og aug- sýnilega "feerir höfundurinn ekki ráð fyrir að unglingsstelpur nú séu öllu fróðari en formæður þeirra. Kannski er það ekki eins fjarri lagi og sumir kynnu að ætla. esið reglulega af ölmm fjöldanum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.