Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 59

Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 59 Breiða hlvkkjótta línan frá Jöklu norðan við Geirastaði og áfram sunnan við Hól austur Jökullæk og út Selfljót táknar hinn forna farveg vatnanna. Þó gat Jökla fallið utar og raunar víðar en sýnt er spölinn austur í Lagarfljót, en hér er fylgt farvegi Geirastaðakvíslar. Uppdráttur eftir Svein l»órarinsson verk- fræðing á Egilsstöðum. gamalt nafn, gæti verið kenndur við Einar langafa minn sem bjó á Hóli fyrir um 180 árum. Þarna við Jökullækinn hyggur Ásgrímur að býlið Bakki hafi staðið til forna, býlið sem Bakkavað er kennt við. Einmitt á þessum stað virðist hið mikla vatnsfall hafa runnið í tveim kvíslum, á milli þeirra er ofurlítill hávaði. Þarna virðist ekki hafa verið holbekkt, en svo mun víða hafa verið, enda þetta mikla vatns- fall verið óreitt þar sem það féll í einu lagi. Vaðs þessa er getið bæði í Fljótsdælu og Njálu, og þarna blífa ennþá örnefnin Bakkatættur og Bakkatóttavegur. Ekki hefur mér orðið auðið að krækja eða kanna allan þennan farveg, sem hefur lotið halla landsins á ýmsa vegu, en í Selfljót hefur þessi elfa fallið innan við Klúku sem næst því býli sem Engilækur hét og nú fyrir löngu komið í eyði. Fljótið hefur eftir samruna við Jökulsá verið feikna vatnsfall og eftir að það féll í Selfljót verið óreitt nema á áðurnefndum stað, Bakkavaði. VI. Liösbón Flosa FIosi er í þessari liðsbón látinn fara yfir fljótið á Bakkavaði. Þetta er kunnugum kátleg frásögn. Hváð varðar Flosa um fljótið, bráð- ókunnugan mann og fljótið á stál- ís? Ekki neitt. Sjálfgefið er að hann fari beinustu leið um hávetur öðruhvorumegin við það eða eftir því alla leið að Lagarfossi. Það þarf töluvert hugmyndaflug af ókunnugum manni að fara að krækja út að Steinboga og fyrir neðan það. Leynist hér ekki saga bak við söguna? Að hyggju Barða Guð- mundssonar er Flosi í þessari liðs- bón í gervi Þorvarðar Þórarinsson- ar. Þarna er um aðra liðsbón að ræða, hefndina eftir Odd Þórarins- son. Sé tilgáta Barða rétt gætum við kannski kynnst Þorvarði nán- ar, en sú kynning á honum virðist af rithöfundum Sturlungaaldar falin, nema falsritið, ævisaga Þorgils skarða í Sturlungu. Þetta á sammerkt við Snorra Sturluson sem ekki er kenndur við annað en fégræðgi og hugleysi. Þessir menn hafa líkt og fleiri stórmenni verið ausnir auri ásamt því að reyna að þegja þá í hel. Þorvarður gat ekki valið sér líkari persónugerving en Flosa. Báðir eru höfðingjar, karl- menni og hika ekki við neitt til að verja rétt sinn og sæmd á þeirra tínia mælikvarða, þó sáttfúsir með því að minnka sig ekki í neinu. í raun vildu þeir sættir þótt um sárt væri að binda, en þar kom annað til, sem ekki verður hér rakið. Báðir hverfa þeir í mistur sögunn- ar sáttir við alla sína mótstöðu- menn. VII. I þessari liðsbón Þorvarðar eftir Odd er ekki víst að hann hafi komið frá Bessastöðum. Þó gat slíkt verið hefði hann komið Smjörvatnsheiði. Þetta var að sumarlagi og þá getur hann hafa farið út með fljóti og yfir það hvar sem var á vöðum fyrir utan foss. Hafi hann aftur komið Hellisheiði ríður hann kvíslar Jöklu, hlemmi- skeið yfir Aurana og fyrir neðan Steinbogann (fljótið) og gleymir ekki hinni gömlu nafngift. Slíkt þarf þó ekki til. í sögum með skáld- legu ívafi má hnika mörgum hlut- um til. Jafnvel þótt hann hefði farið annars staðar yfir fljótið gátu þetta verið hugrenninga- tengsl, hafi hann oftar farið Hell- isheiði á yfirreiðum sínum, sem á ekkert skylt við ísareið Flosa. VerÖlauna- bók frá Hollandi KOMIN ER út hjá Iðunni bók eftir Theu Beckman, Krossferð á gallabuxum, en hún hlaut hol- lensku gullverðlaunin fyrir bestu unglingabók ársins 1976. Margrét Jónsdóttir þýddi. Efni bókarinnar er þannig kynnt í fréttatilkynningu: „Rúd- ólf frá Amsterdam er 14 ára gamall. Hann getur engum sagt leyndarmál sitt, að hann sé 20. aldar maður, sendur með tíma- vél til stuttrar dvalar á 13. öld. Trúir nokkur slíkri sögu um venjulegan 14 ára ungling sem helst af öllu vill vera með foreld- rum sínum og fjölskyldu? — En Rúdólf frá Amsterdam er foringi barnanna sem lögðu af stað í krossferðina til að frelsa Jerú- salem. Hann var hvorki útsend- ari hins illa né heilagur maður. Þar veit enginn hvaðan hann ber að og allir undrast þennan stóra, sterka pilt sem breytir umkomu- lausum barnahópi í vel skipu- lagðan her. Hann talar undar- legt mál, þekkir fjarlæg lönd og veit meira en aðrir. Loddararnir óska honum dauða en börnin dá Rúdólf og undir stjórn hans berjast þau við óvini og erfið- leika." Oddi hf. prentaði. Kápa er hönnuð á Auglýsingastofunni Octavo. Eg hef áður getið þess að eg sjái ekkert því til fyrirstöðu að Þor- varður Þórarinsson hafi skrifað Njálu. Hann hefur áreiðanlega gengið í skóla hjá Brandi Jónssyni föðurbróður sínum sem þá var talinn lærðasti maður á Islandi, og ekki er ótrúlegt að hann hafi lumað á heimildum sem Þorvarður gat hagnýtt sér. Allt, sem við vitum um Þorvarð með sannindum, bendir til gáfna, stórmennsku og glæsileiks. Sagan gat ekki nagað þetta af honum. Hver, sem les Sturlungu, sér að aðeins þrjú stórmenni komust lífs af úr orrahríð aldarinnar, en eng- inn með eins mikinn manndóm og Þorvarður. Hans mesta skyssa var dráp Þorgils skarða. Ekki vegna þess að þar væri um mannskaða að ræða, heldur hins, að með því vannst ekkert. Um sakleysi var ekki að ræða þar sem Þorgils sat yfir sæmd hans og hafði gert aðför að honum, þótt hún mistækist. Bætur Þorvarðar fyrir víg þetta benda til að hann hafi iðrast þess, enda ekkert þar til sparað. Hvergi er þess getið að hann hafi átt í illdeilum í sínu umdæmi, heldur aðeins þar sem hann þurfti að verja sæmd sína og réttindi þjóð- arinnar. Skaða-Árni, sem Helgi Pjeturss telur réttara að hafa, mátti þó að síðustu lúta í lægra haldi fyrir Þorvarði þótt hann hefði bæði páfa- og konungsvaldið að baki. Dr. Einar Ólafur Sveins- son skellir hurð í lás við þeirri hugdettu að Þorvarður hafi skrifað Njálu. Þetta er svo ólíkt honum, sem alltaf skrifar af hógværð og prúðmennsku um þá sem um þessa bók hafa skrifað þótt á milli hafi borið. Sjálfur hef eg alltaf virt og dáð hann. Samt getur hann ekki neitað hinni óvenjulegu staðfræði Njáluhöfundar á Austurlandi, sem eg tel næstum einsdæmi í fornsög- um okkar. í bók Einars Ólafs Sveinssonar, Um Njálu, stendur á bls. 230 um skrif Baaths er telur bókina ritaða af einum og sama manni: „Hér er ekkert ofmælt, þessi orð eru dag- sönn.“ Hann tekur undir þau orð Baaths um höfundinn sem „hafði að kalla síðustu línu í huga, þegar hann ritaði hina fyrstu." Hafi Þorvarður skrifað Njálu gæti þetta vel átt við hann. Á öllum sínum ferli frá æsku til efri ára mun hann hafa haft lítinn tíma til skrifta. Aftur á móti getur hann hafa haft þetta í huga mestan hluta ævinnar, skrifað punkta, spurt fróða menn, þaulhugsað efnið og raðað því. Við fáa menn ætti þetta betur en við Þorvarð, jafnþaulkunnugan á sögusvæðinu austan, sunnan og víða um land. Sjálfur hefur hann verið lögfróður og líka kynnst lögum í Noregi er hann var þar við samningu laga handa okkur. Slíkt má laga í hendi sér eftir ástæðum. Allt þetta er margsoðið saman, fléttað og snyrt. Inn í myndina kemur svo líkingin á Njálutíma og þeim sem hann lifði á. Söguna myndi hann hafa skrifað í aldurdómi sínum í Arnarbæli í Ölfusi. Að síðustu vildi ég taka fram, að rennsli vatnanna, Lagarfljóts og Jökulsár á Brú, þyrfti að rann- saka nánar, eins Steinbogann og Jökullækinn. Kunnugum mönnum fer nú að fækka þar um slóðir. Sjálfur hef eg engin tækifæri, bíl- laus með ellistyrkinn að heimdrag- anda og 84 ár að baki. Hötundur er rithöfundur. ÆDDI fvún þd son sinnfrum \i getinn, vafði fumn reifum og íagði ^ fumn í jötu, *>? -* af því að eigi ^ vor rúm fumda ** þeim í gistihúsV * . Ernjin saga er kœrari fún- um foistna fteimi etijóía- cjuðspjalíið. Þar á bams- trúin sínar ijúpu rcetur. Þó árin ííði (ifir texti guðspjaílanna áfram skýr í minnitujunni. Jóíasagan er faííecj bók sem í emfaíáleika sínum ocj vcmduðum búnincji heiííar íesendur á öCCum atdri. Teiknarinn Jan Pienkowski myndskreytir hér texta cjuðspjaííanna af mikiUi sniíM. JóCasagan - jóð jóCacjjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.