Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
Minning:
Halldór O. Olafsson
loftslglingafrœðingur
Fæddur 19. nóvember 1923
Dáinn 25. nóvember 1985
Afi minn og nafni er farinn í
annan heim. í mínum huga er tóm
í tilverunni, fyrir mig að rölta
heim til afa, að skóla loknum, með
áhyggjur af tilverunni, var eins
og að fara til annars heims. Heim
birtuogbjartsýni.
Afi var alltaf bjartsýnn, og sá
j ávallt góðu hliðarnar á öllum mál-
i um.
Því nær sem dró að endalokum
afa þyngdust spor mín að Reyni-
melnum, en aldrei fór svo að ég
gengi ekki betri og léttari í spori
þaðan aftur, tilbúinn að takast á
við lífið.
f mínum huga er og verður, sól
og birta um minningu afa míns.
Ég bið Guð að blessa afa. Með
þökk fyrir allt sem hann gaf.
Halldór Óskar Sigurðsson
í dag verður Halldór Ó. Ólafs-
son, fyrrverandi loftsiglingafræð-
ingur og loftskeytamaður hjá Loft-
leiðum, til grafar borinn frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
Halldór var fæddur að Brekku
í Fljótsdal, 19. nóvember 1923,
sonur Ólafs Lárussonar héraðs-
læknis og konu hans, Sylvíu Guð-
mundsdóttur. Foreldrar hans
fluttu til Vestmanneyja árið eftir
að Halldór fæddist og ólst hann
þar upp. Halldór tók gagnfræða-
próf frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1941 og verslunarpróf frá
Verslunarskóla fslands 1943.
Hjá Olíufélaginu starfaði Hall-
dór sem skrifstofumaður þar til
% hann settist í Loftskeytaskólann,
en frá honum lauk hann prófi 1948.
Þaðan lá leið Halldórs til radio-
flugþjónustunnar í Gufunesi, þar
sem hann starfaði í 6 ár.
1954 réðst Halldór til Loftleiða,
fyrst sem loftskeytamaður, en lauk
vorið 1955, ásamt 5 öðrum loft-
skeytamönnum félagsins, prófi
loftsiglingafræðings og starfaði
síðan sem slíkur og var eftirlits-
flugleiðsögumaður síðustu átta
árin þar til tölvur tóku við starfinu
í nóvember 1972.
Hann hélt þó áfram að vinna
hjá félaginu; en undi sér ekki sér-
lega vel við skrifborð, eftir nítján
ára farmennsku. Þegar eldgosið
varð í Vestmannaeyjum í janúar
1973 réðst hann til björgunar- og
uppbyggingastarfa á æskuslóðum.
Vorið 1974 réðst Halldór til
Cargolux sem loftsiglingafræðing-
ur og hleðslustjóri og flutti þá
heimili sitt til Lúxemborgar. Fyrir
Cargolux flaug hann víða um
heimsbyggðina, og allt til þess
tíma að hann var mjög tekinn að
kenna sjúkdóms þess, sem nú hef-
ur lagt hann að velli. Eftir að hann
kom heim frá Lúxemborg hefur
hann starfað hjá Landssímanum
þegar heilsan hefur leyft. Hér er
upptalið alldrjúgt ævistarf; en þó
tók Halldór sér fleira fyrir hendur.
í nokkur ár kenndi hann siglinga-
fræði við flugskólann Flugsýn.
1965 stofnaði hann ásamt nokkr-
um félögum sínum sjálfstæðan
skóla í flugsiglingafræðum fyrir
flugmenn og ráku þeir þann skóla
í árabil. Tískufataverslun ráku þau
hjónin í nokkur ár — og sauma-
stofu starfræktu þau í mörg ár.
Skák mun hafa verið sú eina
íþrótt, sem Halldór lagði rækt við.
Skák tefldi hann líka flestum bet-
ur. 1946 stóð hann að endurvakn-
ingu tímarits um skák og var einn
ritstjóra þess þar til Skáksamband
f slands tók við útgáfunni 1948.
Óhætt er að segja að í starfi
sínu öllu hafi Halldór lagt sig fram
til hins ýtrasta.
Halldór kvæntist ungur eftirlif-
andi konu sinni, Svanhvíti Sigurð-
ardóttur, og var orðinn fjölskyldu-
maður þegar saman lágu leiðir
hópsins, sem þessar línur ritar.
Hann var farsæll fjölskyldumaður
og þau Svanhvít samhent í því að
búa sér og börnum sínum fallegt
heimili hvarvetna þar sem þau
festu byggð. Með Halldóri er geng-
inn drengskaparmaður, glaðsinna,
skemmtilegur og góðum gáfum
gæddur. Víst er að hann hefur
einhver ráð með að staðarákvarða
sig á leiðinni heim, þótt sjónar-
horn stjarna sé sjáifsagt annað en
við lærðum hjá Lee forðum.
Við kveðjum traustan vin og
óskum honum góðrar ferðar. Fjöl-
skyldu Halldórs sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Fyrrverandi loftsigl-
ingafræðingar Loftleiða.
Gamall félagi og vinur er horf-
inn á braut. Hugann fyllir angur-
værð og tregi. Hugsanir og minn-
ingar streyma fram og svipleiftr-
um bregður í birtu endurminninga.
Enginn yeit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur og skyndilega blasir
við sú staðreynd, að við stöndum
í skuld sem aldrei verður greidd.
Æskuvinur minn Halldór Óskar
Ólafsson er látinn eftir langa og
stranga baráttu, sem hann háði
um árabil, án þess að bugast eða
kvarta. Örlögum sínum mætti
hann í fullkominni sálarró. Litlu
fyrir andlátið varð honum að orði
við þá er hjúkruðu honum síðustu
stundirnar: „Það þýðir ekki að
kvarta, maður uppsker svo sem
maður sáir.“
Halldór fæddist 19. nóvember
1923, yngsta barn þeirra sæmdar-
hjóna Sylvíu Guðmundsdóttur og
Ólafs Lárussonar héraðslæknis í
Vestmannaeyjum. Hann ólst upp
í stórum systkinahópi, sem var
sérstæður um margt, óvenju sam-
stæður og samheldinn meðan flest
voru í heimahúsum — óflogin úr
hreiðri.
í bernsku var ég heimagangur í
Arnardrangi, húsi þeirra hjóna,
Sylvíu og Ólafs, húsi sem stafaði
frá sér þokka og reisn, enda var
allt á sama veg innanhúss, fólk og
búnaður. Þaðan mætti margs
minnast, en efst eru mér í huga
þær stundir, er setið var við kvöld-
verðarborð. Þar ríkti sérstök há-
tíðarstemmning. Heimilisfaðirinn,
sem mér fannst annars dulur og
alvörugefinn, stjórnaði borðhaldi
léttur og leikandi í lund, stýrði
leiftrandi umræðum, hélt uppi
kátínu og fjöri og þó var festa og
reisn meiri en ég þekkti annars-
staðar frá. Þar var enginn órói eða
asi, né það sem nú er kallað stress.
Stundum var setið lengi og endað
með því, að yngsta dóttirin tók í
píanóið og svo var sungið. Segir
mér svo hugur, að önnum kafinn
héraðslæknirinn hafi þarna notið
sinna bestu stunda í faðmi fjöl-
skyldunnar. Áhrifa slíkra sam-
verustunda gætir eflaust lengi í
fari barnanna.
Við Halldór vorum bekkjarfé-
lagar öll barnaskólaárin. I skólan-
um var hann hinn duglegi og prúði
nemandi og hæverskur svo af bar,
en í leikjum útivið í frímínútunum
fundum við fyrir meiri festu, þreki
og harðfylgi en við áttum kannski
von á og í fótboltanum stóðust fáir
honum snúning.
Þessir eiginleikar prýddu Hall-
dór alla tíð og komu gjarnan best
fram, þegar mest á reyndi.
Bernskuárin í Eyjum voru un-
aðslegur tími. Við strákarnir átt-
um okkur sjálfir allan daginn í
leik og vafstri að Eyja-peyja sið.
Ýmsum myndum bregður fyrir
sjónu. Ljúfust er e.t.v. sú, er við
fjórir peyjar „lágum úti“ vestur í
Hrauni 1 þjóðhátíðartjaldi fjöl-
skyldunnar, höfðum okkur til full-
tingis hundana Mons litla og
Bonso. Þeir voru okkar hald og
traust og skyldu verja okkur hvers
kyns grandi. Þetta var okkar
fyrsta tjaldútilega, en margar
fylgdu á eftir.
Éftir fermingu skildu leiðir.
Halldór hélt norður til Akureyrar
í menntaskóla. Fáum árum síðar
lágu leiðir saman á ný, er við sett-
umst í 3. bekk Verzlunarskóla ís-
lands og gerðumst herbergisfélag-
ar. Þar giltu góðar húsreglur. Ein
var sú, að við lásum og leystum
saman heimaverkefnin strax að
loknum skóladegi. Oft var þó fyrst
skroppið niður í Félagsheimili VR
við Vonarstræti, drukkinn bolli af
súkkulaði ásamt með vöfflum og
rjóma. Gjarnan var þetta þá jafn-
framt líka kvöldverðurinn, því
skotsilfur til matarkaupa var lítið
í þá gömlu góðu daga. Oftast var
tekin skák, því Halldór unni þeirri
íþrótt, gerðist si'ðar góður skák-
maður og gaf út og ritstýrði ýms-
um skákblöðum. Spilamaður var
hann líka góður og margan slaginn
tókum við saman við bridge-borð-
ið.
Það var gaman að læra með
Halldóri. Hann var prýðisvel
greindur og afbragðs námsmaður,
þegar hann vildi það við hafa.
Hann tók námið skemmtilegum og
óvenjulegum tökum, setti allt upp
í kerfi, hvort sem voru ártöl í sögu
eða núþálegar sagnir í þýsku. Áf
þessu naut ég góðs og það kom sér
vel í prófunum.
Á skólaárunum á Akureyri
kynntist Halldór ungri og fríðri
Akureyrarmær Helenu Svanhvíti
Sigurðardóttur. Þar knýttu tán-
ingarnir þau tryggðarbönd, sem
aldrei brustu. Svanhvít er mikil
ágætiskona, sem reyndist manni
sínum alla tíð frábærlega vel, jafnt
í blíðu sem stríðu. Þeim varð fimm
barna auðið, sem öll eru mann-
kosta fólk.
Að námi loknu settu þau Svan-
hvít og Halldór niður sitt bú úti í
Eyjum. Þar stundaði hann sjálf-
stæð verzlunarstörf um nokkur
skeið en söðlaði síðan um og flutti
til Reykjavíkur, settist aftur á
skólabekk og lauk prófi frá Loft-
skeytaskóla íslands. Þar með var
framtíðin ráðin. Hann gerðist loft-
skeytamaður við Gufunesradíó,
starfaði þar í nokkur ár, en réðst
síðan til Loftleiða hf., sem loft-
skeytamaður og loftsiglingafræð-
ingur um margra ára skeið og
kennari, meðan slíkra starfa var
þörf, eða þar til framþróun á
tækniöld sá fyrir því að leysa slíka
menn af hólmi. Þá gerðist hann
starfsmaður Cargolux í Luxem-
burg og bjó þar með fjölskyldu
sinni í meira en 7 ár, eða þar til
hann varð að hætta störfum og
flytjast aftur heim vegna sjúk-
dóms þess er loks varð honum að
aldurtila.
Síðustu árin voru honum erfið,
en samt vildi hann enn verða að
liði. Sársjúkur fór hann aftur heim
til Eyja, sem afleysingamaður í
stuttan tíma, en sá tími teygðist í
ár. Fullyrða má að hann stóð leng-
ur en stætt var. Karlmennskan og
þorið var óbugað, en þrekið var
brostið.
Ekki var það ætlan mín að gera
ævi og starfi Halldórs tæmandi
skil. Aðeins er brugðið upp fáum
myndum, sem bregður fyrir hug-
skotssjónir þegar gamall vinur er
kvaddur hinstu kveðju.
Halldór Ó. ólafsson var vel af
guði gerður, fríður maður og prúð-
ur vel, þægilegur í öllu viðmóti,
bjartsýnn og glaðvær. Hann var
litríkur persónuleiki og ógleyman-
legur þeim, sem honum náðu að
kynnast. Hans verður lengi sakn-
að.
Ástvinum hans votta ég innilega
samúð. „ ,, ,.
G. Guðlaugsson
Ég hitti Halldór Ó. ólafsson í
fyrsta sinn hér í Reykjavík um vor
árið 1940. Hann var þá á heimleið
frá námi við Menntaskólann á
Akureyri. Þar höfðu Halldór og
eiginmaður minn, Bjarni Gíslason,
bundist vináttuböndum sem entust
meðan báðir lifðu.
Halldór var hrífandi ungur
maður, kíminn og alvörugefinn í
senn. Hann las mikið og leitaðist
við að brjóta hlutina til mergjar
og leysa gátur lífsins og tilverunn-
ar. Hann hafði þá þegar mótað sér
fasta skoðun á ýmsum þjóðfélags-
legum málefnum. Halldór var
flugmælskur og rökvís og fylgdi
skoðunum sínum vel eftir. Einnig
var hann ritfær í bezta lagi. En
umfram allt var hann drengur
góður.
Við urðum vinir við fyrstu kynni
og fljótlega bættist í hópinn glæsi-
leg stúlka frá Akureyri, Svanhvít
100 ára minning:
Karl Guðmunds-
son frá Valshamri
Fæddur 19. nóvember 1885
Dáinn 15. nóvember 1982
í tilefni af því að 19. nóvember
síðastliðinn voru 100 ár liðin frá
r fæðingu Karls Guðmundssonar
frá Valshamri langar okkur ætt-
ingja hans og ástvini, enn á ný til
; að minnast hans með nokkrum
!orðum.
Þegar Karl lést fyrir þrem árum
síðan, urðu ýmsir til að taka upp
penna og rita um hann minningar,
bæði af persónulegum kynnum og
eins ágrip af æfi hans og störfum.
Það er því ekki meiningin með
þessum línum að rifja upp lífs-
hlaup hans í smáatriðum, heldur
aðeins að stikla á stóru í þeim
hafsjó minninga sem þrátt fyrir
þessi þrjú ár eru okkur sem hann
þekktu og umgengust svo dýrmæt-
ar oghlýjar.
Það eru minningar um mann
sem eftirskildi okkur, afkomend-
um sínum lífshætti sem eftir-
breytni eru verðir. Heilindi hans
og stefnufestu var viðbrugðið.
Hann var sjálfum sér samkvæmur,
‘ > og allt hans lífsstarf var í fullu
samræmi við trú hans og skoðanir.
Hann unni sveitalífinu, frelsi fjall-
anna, og yfirleitt hverju því verki
sem í hans hlut féll að vinna,
vinnan var honum ekki þraut held-
ur gleði, kannske vegna þess að
sérhvert unnið verk færði hann
nær þeim ásetningi sínum að leysa
af vandvirkni og trúmennsku það
æfistarf sem hann hafði kosið sér.
Hann var bóndi, og allan sinn
búskapartíma, 40 ár, bjó hann á
sömu jörðinni, Valshamri í Geir-
dalshreppi.
Manna á meða lvar talað um
hann sem Karl frá Valshamri, og
sjálfur var hann á efri árum, þá
fluttur til Hafnarfjarðar, ánægður
með að í símaskránni hafði hann
„frá Valshamri" þar sem aðrir
hafa stöðuheitið.
Honum þótti vænt um jörðina
sína, sem hann hafði sjálfur byggt
upp, bætt og ræktað, bæinn sem
hann reisti með eigin höndum,
útihúsin sem einnig voru verk
handa hans og skepnurnar sem
voru hvorutveggja í senn, áhuga-
mál hans og atvinna.
Hann var áhugasamur um öll
þau mál sem bændur varða, og
tókst á hendur ýmis trúnaðarstörf
fyrir sveit sína og byggðarlag. í
mars 1978 sæmdi Kristján Eldjárn
þáverandi forseti íslands hann
riddarakrossi Hinnar íslensku
Fálkaorðu fyrir þessi störf.
Á langri æfi lifði Karl tímana
tvenna, hann fæddist á þeim árum
þegar örbirgð, skortur og sjúk-
dómar voru vágestir sem allstaðar
gátu skotið upp kollinum, sundrað
fjölskyldum og máð út heilu
byggðarlögin. Hann lifði þá tíma
að sjá þjóðfélagið breytast frá
þessari mynd yfir í nútímalegt
allsnægta samfélag. Þær mestu
breytingar sem þjóðin hefur geng-
ið í gegnum frá upphafi.
Hann kunni frá mörgu að segja
sem tilheyrði hinni liðnu tíð. Frá-
sagnargáfa hans var slík að unun
var á að hlýða. Hann lifði sig inní
hina löngu liðnu atburði, sem hann
sjálfur hafði í flestum tilfellum
verið þátttakandi í og hafði gaman
af að rifja þá upp, hvort heldur
um var að ræða ljúfar minningar
frá sólríkum sumardögum eða
mannraunum í sorta og byl á fjöll-
um uppi. Hann þekkti hvort-
tveggja og var þakklátur Guði
fyrir frelsun úr hverri raun og
fyrir heilbrigði og hreysti sem
entust nær alla hina löngu æfi.
Karl Guðmundsson var fæddur
í Arnkötludal í Strandasýslu 19.
nóvember 1885. Hann hét fullu
nafni Guðmundur Karl Guð-
mundsson en kallaði sig aldrei
annað en Karl. Hann var sonur
Guðmundar Sæmundssonar bónda
í Arnkötludal og seinni konu hans
Guðbjargar Magnúsdóttur. Þegar
Karl var á 14. árinu missti hann
móður sína og faðir hans hætti
búskap. Þá lá ekki annað fyrir
honum og hinum 10 systkinum
hans verða skipt upp og komið
fyrir hjá vandalausum. Karl fór
þá að Tindum í Geiradal til þeirra
ágætu hjóna Magnúsar Sigurðs-
sonar og Ingibjargar Einarsdóttir.
Þar dvaldi hann í tvö ár og hafði
á því orð oft síðan að hjá beim tróðu
hjónum hefði hann átt að vera
lengur. Eftir að hann fór frá Tind-
um dvaldist hann á ýmsum stöðum
í Geiradal og Reykhólasveit, en
réðst síðan árið 1919 að Haga á
Barðaströnd til Hákonar Kristó-
ferssonar alþingismanns, og var
þar um 6 ára skeið. 28. desember
1925 kvæntist Karl eftirlifandi
konu sinni Ingibjörgu, dóttur
þeirra hjóna Jóhönnu Loftsdóttur
og Sumarliða Guðmundssonar
pósts frá Borg í Reykhólasveit. Þar
má með réttu segja að Karl hafi
stigið stórt gæfuspor, því slíkum
mannkostum er Ingibjörg búin að
leitun er að öðru eins. Þau hjón
stóðu saman gegnum þykkt og
þunnt þau 57 ár sem Karl átti ólif-
uð, og allan þann tíma stóðu þau
við sitt hjúskaparheit að ekkert
nema dauðinn fengi skilið þau að.
Þau höfðu bæði eignað sér hlut-
deild í því fyrirheiti Jesú Krists
að ná sem á hann trúir lifir þótt
hann deyi, það er gott að lifa eig-
andi þessa von og vissu, það er líka
gott að eiga þessa trú þegar að því
kemur að dauðinn knýr dyra og
það er gott fyrir ættingja og ást-
vini að vita að yfir þeim sem trúna
eiga ríkir ekki dauðinn, því frelsari
okkar Jesús Kristur vann sigur á
dauðanum og hefur gefið okkur
hlutdeild í þeim sigri fyrir heilagt
blóð sitt.
Árið 1929 fluttu þau hjónin að
Valshamri í Geiradal, þau voru þar
fyrstu árin sem leiguliðar en
keyptu síðar jörðina. Húsakynni á