Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 64

Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 fólk f fréttum „HIN GÖMLU KYNNI GLEYMAST SEINT ... t Móðir og dóttir alveg eins. Patrick voru færó blóm og gjafir fyrir frá- bæra kennslu- tíma. MBL/ÓI.K.M Þarftu aö láta inn- rétta flugvélina þína? Ef einhver lesandi „Fólks í frétt- um“ hefur verið að velta því fyrir sér hvar hægt væri að nálgast almennilega einkaþotu með öllum tilheyrandi þægindum, þá rákumst við á grein, þar sem sagt var frá svissnesku fyrirtæki, „Jet Avia- tion“, sem uppfyllir allar óskir og innréttar flugvélar. Meðal við- skiptavina eru viðskiptamenn, popp- og kvikmyndastjörnur og aðrir efnamenn. Fyrirtækið innréttar eingögu flugvélarnar svo þær verður að panta sjálfar frá öðrum aðilum. Það er hægt að fá öll hugsanleg þægindi í leikfangið, skrifstofu með því sem henni tilheyrir, svefn- herbergi, baðherbergi og svo mætti lengi telja. Skrifstofu má auðveldlega koma fyrir sé flugvélin hæfi- lega stór. Svefnherbergi og baðherbergi eru nauðsynleg finnst mörg- um sem koma með flugvél- arnar sínar til innréttingar. ríiTf i r?frerrrrrrmixœJ^fX™3^ Gunnar Huseby og Andreas Michaelsen hittast eftir langan tíma „Gaman að hitta Gunnar aftur og sjá að hann er í lifenda tölu“ Nei komdu nú margblessaður og sæll... Að hugsa sér að það skuli vera liðin meira en tutt- ugu og fimm ár síðan við sáumst og við erum alveg nákvæmlega eins ... Hér eru það þeir Gunnar Huseby og Andreas Michaelsen sem eru að hittast eftir langan tíma, en síðast var það á Bislet leikvangin- um í Osló þar sem þeir félagar kepptu saman á móti Bandaríkja- mönnum, árið 1959. Brúðan fær líka spangir hjá tannlækninum Don Graham tannlæknir var orðinn þreyttur á hræðslunni sem börn höfðu á honum og vildi fyrir alla muni reyna að sýna þeim fram á, að það að fá spangir væri ekki mikið mál og með öllu sárs- aukalaust. Hann tók því upp það ráð að bjóða krökkum að koma og fylgjast með því er hann setti spangir í dúkkur þeirra og það er um það bil 15 mínútna aðgerð, sem er innifalin í kostnaðinum við það að Dúkkan fær að fara meó og fylgjast með mömmu sinni. Hún er reynd- ar komin með spengur svo hún veit alveg hvað mamman er að ganga í gegnum. fá spangir. Þetta hefur mælst gíf- urlega vel fyrir og á skömmum tíma hafa 150 dúkkur leitað til hans með mæðrum sínum. „En það er eitt vandamál sem ég glími við núna,“ sagði Don. „Stúlk- urnar koma til mín brosandi og óhræddar, enda búnar að fylgjast með dætrum sínum, dúkkunum, sem fá svipaðar spangir, en dreng- irnir eru erfiðari viðfangs. f flest- um tilfellum vilja þeir ekki kann- ast við að eiga dúkkur og því hef ég ekki fundið ráð til þess að minnka spennuna hjá þeim.“ Eins og margir lesendur hafa eflaust ljósa hugmynd um er Gunnar Huseby einn af afreks- mönnum íslands, vann Evrópu- meistaratitilinn í kúluvarpi, ekki einungis árið 1946 á Bislet leik- vanginum í Osló, heldur aftur nokkrum árum seinna, það er að segja árið 1950, í Brussel í Belgíu. Andreas Michaelsen, sem er Dani, hefur nælt sér í Danmerkur- meistaratitil einum 36 sinnum, til skiptis fyrir langstökk, hlaup, kúlu eða kylfukast, en vann sinn fyrsta sigur á því sviði aðeins 15 ára gamall. Tilefni komu hans hingað til lands er að næstu tvær vikurnar mun hann leika á píanó fyrir gesti Nautsins og fannst að hingað til lands gæti hann ekki komið án þess að hitta þennan vin að nýju. „Gunnar rennur mér seint úr minni. Hann var og er svo hlýr og indæll. Á meðal okkar íþrótta- mannanna var hann mjög vinsæll, enda líka afskaplega hjálpsamur í Patrick Duncan í lok heimsóknar Kínverjans var haldin sýning þar sem nemend- ur sýndu atriði er þeir höfðu æft undir leiðsögn hans. Kínversk spor í Jass- balletskóla Báru ínverjinn Patrick Duncan heimsótti nýlega Jassballetskóla Báru þar sem hann staldraði við í tvær vikur og kenndi fram- haldsflokkum skólans. f lok veru hans var efnt til gleðskapar og sex hópar sem Patrick hafði æft sýndu dansatriði. Patrick sem aðallega hefur fengist við jass, ballet og steppdans kennir nú í „Pine- apple Dance Centre" í London auk þess sem hann kemur fram sem dansari við hin ýmsu tækifæri, bæði í sjónvarpsþáttum, á leiksviði, á popptónleikum, hann hefur verið þátttakandi við gerð tónlistarmynd- banda og tekið þátt í tískusýningum. í janúarlok mun annar kennari koma frá „Pineapple Dance Centre" og kenna í Jassballetskóla Báru um tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.