Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Þórður Bjömsson ríkissaksóknari: Beiðnl Alberts mjög óvenjuleg Akvörðun um opinbera rannsókn bíður ÞORÐIIR Björnsson ríkissak- sóknari hefur ekki tekió ákvörð- un um það hvort hafin verður opinber rannsókn á ásökunum í garð Alberts Guðmundssonar iðnaðarráðherra vegna Haf- skips/Útvegsbankamálsins. Al- bert óskaði sjálfur eftir slíkri rannsókn með bréfi til ríkissak- sóknara í fyrradag. Þórður sagði í gær að rætt væri um að aðrir aðilar hæfu rannsókn á málinu. Sagðist hann vilja vita hvort af því yrði áður en hann tæki ákvörðun. Hann sagði að rannsókn eins og þarna væri beðið um heyrði til algerra undantekninga. Iðn- aðarráðherra bæði sjálfur um rannsókn á ásökunum í sinn garð til að hreinsa sig af ásök- unum, en það væri mjög óvenju- legt. í svipuðu máli hefði þó farið fram rannsókn og í því tilviki litið á rannsóknarbeiðn- ina sem kæru fyrir ærumeið- andi ummæli á hendur opin- berum starfsmanni. Alþingismenn njóta þing- helgi á meðan Alþingi situr. Þórður sagði að ef til kæmi rannsókn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins í þessu máli gæti hún ekki farið fram nema Al- bert yrði leystur undan þeim sérreglum sem um alþingis- menn gilda á meðan Alþingi situr. Aibert Guðmundsson iðnaðarráðherra: „Mun síðar kanna hvort ég lögsæki Ritzau-stofuna“ Segir málið um sinn vera í höndum ríkissaksóknara „ÉG ER fyllilega reiðubúinn til þess að vera sviptur þinghelgi, á meðan á opinberri rannsókn ríkis- saksóknara stendur,“ sagði Albert Guömundsson iðnaðarráðherra í gær, „og ég vona að þeir sem hafa verið með fullyrðingar um óeðli- lega þátttöku mína í viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans, séu reiðubúnir til þess að gera slíkt hið sama.“ í danska blaðinu Berlingske tidende sl. fimmtudag er grein eftir Magnús Guðmundsson fréttaritara Ritzau-fréttastof- unnar á tslandi, þar sem Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra er sagður hafa vitað um afkomu Hafskips, þegar hann var for- maður stjórnar Hafskips og for- maður bankaráðs Útvegsbank- ans, en hafa samt sem áður beitt sér fyrir því að útvega Hafskip stórlán úr Útvegsbankanum. Bankinn tapi fleiri hundruð mílljónum fyrir bragðið. Þetta segir fréttaritarinn að sé til umræðu í innstu hringjum stjórnmála- og fjármálamanna hér á landi. Albert var í gær spurður á hvaða hátt hann hygð- ist bregðast við svona skrifum: „Málið er nú í höndum ríkissak- sóknara, en ég mun að sjálfsögðu fylgja því eftir, þegar þar að kemur. Eins og gefur að skilja verður Ritzau-fréttastofan með- al þess sem ég mun kanna hvort ég muni lögsækja," sagði Albert. Þrotabú Breiðholts hf. óuppgert eftir átta ár ÚPPGJÖRI þrotabús BreiðholLs hf„ sem lýst var gjaldþrota á ár- inu 1977, lýkur væntanlega í byrjun næsta árs. Að sögn Unn- steins Beck hrl., sem fer með skipti þrotabúsins, fá kröfuhafar ekkert greitt upp í kröfur sínar, því þær litlu eignir sem fyrirtæk- ið átti duga ekki nema fyrir litl- um hluta af skiptakostnaði. Unnsteinn sagði að frágangur málsins hefði tafist af ýmsum ástæðum. Mikil bókhaldsrann- sókn hefði verið gerð, og hefði hún tekið óvenju langan tíma, m.a. vegna veikinda endurskoð- andans. Hann tók það fram að bókhaldið hefði verið í nokkuð góðu lagi og ekkert saknæmt hefði komið fram við rannsókn- ina. Síðan hefðu ýmis smærri atriði tafið málið, svo sem varð- andi afsöl fyrir húseignum og ágreiningur við lögfræðinga um kröfur á búið. Vinnumiðhm Hafskips: 50—60 starfsmenn hafa fengið NÚ HAFA 20 starfsmenn Haf- skips ráðið sig til starfa annars staðar fyrir milligöngu vinnumiðl- unar fyrirtækisins og standa yfir viðræður um ráðningu 30—40 manna til viðbótar, að sögn Vals Páls Þórðarsonar, sem veitir vinnumiöluninni forstöðu af hálfu starfsmannafélags Hafskips. Tæplega 100 starfsmenn fyrir- tækisins óskuðu eftir aðstoð vinnu vinnumiðlunarinnar og hafa 50—60 störf boðist eins og áður segir. Valur Páll sagði að í fyrstu hefði mest verið spurt um skrif- stofufólk en nú síðustu daga hefðu einnig opnast leiðir fyrir almenna verkamenn og vélstjóra af skipunum. Hins vegar væri áfram þungt undir fæti við að útvega öðrum yfirmönnum á skipunum vinnu. Frá fundi forystumanna fiskvinnslunnar með ráðherra í Ráðherrabústaðnum í gær. Mornunblaftift/RAX Tillögur fískverkenda til úrbóta erfíðri rekstrarstöðu: Bankarnir endurgreiði 400 milljóna gengistap Leggja til að gengi krónunnar verði fellt STAÐA fiskvinnslunnar er nú verri en verið hefur um langan tíma og tap á rekstri hennar að meðaltali 8 til 9% af tekjum, en staða þeirra, sem verst standa mun lakari. Verðmæti útfluttra frystra afurða fyrstu 11 mánuði árs- ins var 11,8 milljarðar króna og 9% af því um einn milijarður, sem telja má að sé tap frystingarinnar á þessu tímabili miðað við fyrrgreindar taptöl- ur. Vegna lækkunar dollars gagnvart SDR er talið að fiskvinnslan hafi tapað 300 til 400 milljónum króna. Þess er krafízt að gengi krónunnar verði þegar lækkað og bönkunum gert að greiða gengistap fískvinnslunnar vegna bindingar afurðalána við SDR. Vegna þessa gengu forvígismenn fiskvinnslunnar á fund sjávarút- vegsráðherra og fulltrúa forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðherra- ráðherra í dag til að kynna stöðuna og tillögur samtakanna um úr- bætur. Fara tillögurnar hér á eftir ásamt inngangi með þeim: „Fisk- vinnslan stendur frammi fyrir svo brýnum vanda, að nú þegar verður að hefjast handa um að bæta , rekstrarskilyrði hennar. Samtök fiskvinnslunnar ætla að nú sé 8 til 9% tap á frystingu og tap hefur verið á söltun á þessu ári. Vegna þessarar alvarlegu stöðu telur fiskvinnslan að grípa verði til eft- irfarandi aðgerða: 1. Viðskiptahallinn, hin geig- vænlega skuldasöfnun þjóðarinnar og tapreksturinn í sjávarútvegi, sýna að gengi krónunnar er rangt skráð og í raun þegar fallið. Við nauðsynlega leiðréttingu á gengi krónunnar verður að grípa til allra mögulegra ráðstafana til þess að slíkt leiði til varanlegra breytinga á hlutföllum milli tekna og kostn- aðar í sjávarútvegi. Hér skiptir fyrst og fremst máli að stöðva innstreymi af erlendu lánsfé og beita ströngu aðhaldi í peninga- og lánsfjármálum. 2. Leitað verði allra mögulegra leiða til lækkunar á fjármagns- kostnaði og leiðréttingar á starfs- aðferðum og álögum bankanna. Frá 30. júní síðastliðnum hefur Bandaríkjadollari lækkað um 7 til 8% gagnvartSDRoguml0tilll% frá síðustu áramótum. Samkvæmt lauslegri áætlun hefur fiskvinnsl- an tapað 300 til 400 milliónum króna á þessu misgengi. I ljósi þess að fiskvinnslan setti þegar við kerfisbreytingu afurðalánanna 1984 fram þá kröfu, að þau mætti taka í fleiri myntum en SDR, þá fer fiskvinnslan fram á það að bankarnir endurgreiði henni nú það gengistap, sem hún hefur orðið að þola vegna seinagangs bank- anna í þessu máli. 3. Fiskvinnslunni verði fram- vegis endurgreidd uppsöfnun á söluskatti, það er að segja að nú- verandi fyrirkomulagi verði breytt og í stað þess að þetta fjármagn renni til Aflatryggingasjóðs, verði um beinar endurgreiðslur að ræða til fiskvinnslufyrirtækjanna. Þetta verði bundið í löggjöf. 4. Áætlanir um fjármagnskostn- að í opinberum áætlunum um rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar verði endurskoðaðar og þessi kostnaður færður til samræmis við raunveruleikann. Athuganir á vegum fiskvinnslufyrirtækjanna benda til þess að fjármagnskostn- aður sé vanmetinn um 5% af tekj- um. 5. Þegar verði hafist handa um að heimila fiskvinnslunni að ann- ast afurðalánaviðskiptin án milli- göngu viðskiptabankanna. Brottför flugvélar sovéska utanríkisráðherrans: Ekkert bendir til ögr- ana eða vísvitandi tafar utanríkisráöherra til Alþingis — segir í skýrslu Utanríkis.áðherra hefur lagt fram skýrslu á Alþingi um þann atburð, sem gerðist á Keflavíkurflugvelli 30. október sl„ þegar flugvél sov- éska utanríkisráðherrans hóf sig þaðan til flugs. Hefur því verið haldið fram, að sovéska flugvélin hafí orðið fyrir óvenjulegum töfum vegna óvarlegs flugs orrustuvéla bandaríska varnarliðsins. í skýrsl- unni komast varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og loftferða- eftirlitið að þeirri niðurstöðu, að ekkert bendi til þess, að loftfari sovéska utanríkisráðherrans hafí verið ögrað eða það vísvitandi tafíð, heldur hafi „hér verið um að ræða röð tilviljanakenndra atvika'* eins og það er orðað. í skýrslunni, sem samin er að beiðni 9 alþingismanna, er tekið fram, að flugumferðarstjórn á Keflavíkurflugvelli sé alfarið í höndum íslendinga. Þá er bent á, að hingað til hafi engar reglur gilt um forgang sérstakra flugvéla frá Keflavíkurflugvelli. í ljósi atburð- arins 30. október setti Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, hinn 29. nóvember reglur „um forgang sérstakra loftfara frá Keflavfkur- flugvelli.“ Þar segir, að sérstök loftför séu þau, sem flytja þjóð- höfðingja og mjög háttsetta full- trúa erlendra ríkja, sem að mati utanríkisráðuneytisins beri að veita forgang umfram önnur. Telji utanríkisráðuneytið, að slíkur for- gangur skuli veittur, ber því að tilkynna það flugvallarstjóranum á Keflavíkurflugvelli með nægum fyrirvara. Sér flugvallarstjóri um framkvæmd slíkra undanþága. Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis er ítarleg og er þar meðal annars að finna niðurstöður rann- sóknarmanna loftferðaeftirlitis- ins. í umræðum um þær í flugráði kom fram, að raunveruleg töf flug- vélar sovéska ráðherrans var 7 mínútur. Rannsóknarmennirnir segja, að ekki verði annað séð en allt hafi verið með eðlilegum hætti, hvað snertir meðhöndlun aðvífandi flugumferðar og brottför sovésku flugvélarinnar og að vinnubrögð flugumferðarstjórnar- innar hafi verið í fullu samræmi við starfsreglur. Birtur er skriflegur vitnisburður íslenskra starfsmanna á Keflavík- urflugvelli og liðsmanna í flugher Bandaríkjanna. Kemur fram, að eldsneytisbirgðir bandarísku orr- ustuvélanna voru orðnar það litlar, að um fyrsta stigs neyðarástand var að ræða og brugðust flugum- ferðarstjórar við samkvæmt því. Flugmaður sovésku vélarinnar gerði enga athugasemd við töfina. Allir sem vitnað er til í skýrslunni nema tveir telja, að orrustuþo- turnar hafi ekki hagað sér óeðli- lega. í skýrslu rannsóknarlögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli kemur fram, að Kristján Pétursson, deild- arstjóri í tollgæslunni, telur alla, sem hann ræddi við sammála um að 'þessi „flugsýning” þotnanna hefði virst mjög ögrandi og verið frekleg móðgun við land og þjóð.“ Leiðrétting í frétt á bls. 2 í gær misritaðist nafn eins þriggja fyrrverandi bankastjóra Útvegsbankans, Ár- manns Jakobssonar. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.