Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1986 15 Við tímans fljót Við tímans fljót Frásögur frá ýmsum löndum. Endursögn: Alan Boucher. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Myndskreyting: Þóra Sigurðardótt- ir. Litgreining: Prentmyndastofan hf. Prentverk: Prentsmiðjan Hólar hf. Útgefandi: Mál og menning. Á för mannsins frá hellinum til halla nútímans hefir margt skeð sem týnist í sinu og ryki slóðar. Orð buldu á hlustum, voru síðan borin burt af blænum, leystust upp og gleymdust. Athafnir þóttu glæstar, vöktu aðdáun, en reynd- ust, er tímans tönn tók að narta í þær, hismi, hjóm sem eftir skamma stund sá hvergi stað. En svo var annað, sem manninum þótti svo merkilegt á vegferð sinni, að hann reyndi að muna og kenna börnum sínum öld af öld, þar til fest var á bókfell. Úr slíku varð til arfleifð, mannkynssaga. f hana sækir höfundur efni í bók sína Við tímans fljót. Sjálfsagt má um það þrátta, hvað á erindi í slíka bók, það verður alltaf matsatriði. Sjálf- um finnst mér vopnaglamið of hávært, of margir þáttanna snúist um aðdáun á herkóngum og slátur- húsastörfum þeirra. Ég hefði kosið fleiri þætti um fólk í taktstigi við grómögn lífsins, eins og Stúlkan sem varð leið á dansi. Boucher hefir sér til málsbóta, að sjálfsagt yrði það talin litlaus lýsing á því er merkilegt þykir í sögu manns- ins, ef strikað væri yfir vopnaskak hans og drápsfýsn. Þættirnir 22 eiga það allir sammerkt að hafa þótt svo ágæt saga, að þuldir hafa þeir verið lengi, sumir í aldir. Höfundur þylur af snilld hins þjálfaða sögumanns dregur kjarna fram í stuttu máli, segir svo frá að auðvelt er að muna. Þetta er hið fyrra er veldur, að ég tel að bókin ætti að vera skyldulesning í efstu bekkjum grunnskóla. Hið annað er, hvernig til tókst um snörun bókarinnar á íslenzku. Hér birtist tungan í tign, þróttmikil, fögur. Já, Helgi kann það mál, sem ungum væri hollt að líkja eftir. Hér hefir menntamálaráðherrann setuna sína, og meira til, dæmi um það, hvílíka gersemi við eigum í móðurmáli okkar, þegar rækt er við hana lögð. Að vísu er hljómfall þáttanna ekki alltaf jafn ferskt og tært, eins og skáldinu hafi hálf- leiðst og gert hlé milli heillandi spretta. Slíkur er háttur gæðinga, gerir skeiðhljóðið töfrahljómi lík- ast. Víst er Helgi sérvitur, stafset- ur sum gömul og gild landanöfn uppá nýjan hátt. En hvað er rétt eða rangt í slíku? Skáld hafa jú rétt á að vera öðruvísi en fjöldinn. Myndir Þóru eru af kunnáttu gerðar, fíngert skraut konu, bókar- prýði. Próförk mjög vel unnin. Bók sem vert er að veita athygli, því að hér er afbragðsverk fyrir þrosk- aða unglinga. Hafi útgáfan þökk. Guðmundur skipherra Rjæmested síðara bindi skráð af Sveini Sæmundssyni Saga hatrammra átaka, taugastríds og ofbeldisverka Þetta er líka saga um harðfylgi og þrautseigju íslenskra varðskipsmanna og óumdeildan foringja þeirra í baráttunni við ofurefli sem að lokum laut í lægra haldi. Sveinn Sæmundsson skráir sögu Guðmundar skipherra og baráttunnar við breska Ijónið sem náði hámarki er herskip reyndi að sökkva varðskipinu Tý. Breskir útgerðarmenn kröfðust þess að Guðmundur yrði rekinn í land og herskipamenn óttuðust hann og hötuðu. „Við erum ekki stríðsmenn," sagði Guðmundur, „en þegar ráðist er á okkur með ofbeldi legg ég allt í sölurnar til að verja sjálfstæði íslands." ÞETTA RITVERK ER ÓMETANLEG HEIMILD UM BARÁTTU ÞJÓÐAR FYRIR TILVIST SINNI OG öftlYQtJfl KE.KristianKalund ÍSLENZKlR SögustaðiR VESTflRÐfNGA EJÓRDUNGUR ...— .-....- ~ ~ ~ V| 11| I I ^ íslenzklr sögustaðir Vestflrðingafjórðungur „Annað bindi öndvegisrits" „Höfundur hefur ferðina . . . við Hvítá í Borgarfirði . . . Á leið hans verða sögustaðir íslendingasagna hver á fætur öðrum og lýsir hann þeim og tengir sögunum og atbuðum þeirra. Er bókin þannig, öðrum þræði eins konar handbók fyrir þá er vilja ferðast um fsland sagnanna og fræðast um menn og atburði sem þar er frá greint og skoða um leið sögustaði." j^n p pór (Tíminn 26/11/85) Bemska Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur — bemska Hulda Á. Stefánsdóttir er ein þeirra kvenna sem sett hafa svip á öldina og þjóðin öll þekkir og ann. Erásögn hennar stendur djúpum rótum í þjóðlífi og sögu. Mannlýsingar eru skýrar og hispurslausar, yljaðar kímni og næmum skilningi. í HÓPI MERKUSTU MINrHMGABÓKA Sjómannsævi — lokablndið — eftir Karvel Ögmundsson í þessu bindi segir Karvel frá sjósókn sinni á Hellissandi, ísafirði og Hjarðvík- um. Mikill fengur er að tveimur köflunum, leiftrandi frásögn af Ólafi Thors og frásögnum af yflrnáttúrulegum fyrirbær- um, draumum, dulheym, hugboðum og aðvörunum, en Karvel er gæddur dulrænum hæfileikum sem hann kann að nýta bæði sér og öðrum til góðs. BOKAUTGAFAN ÖRN fif ÓRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866 | | P.s. Minnið þið pabba og mömmu á að á morgun drögum viö út fyrsta bílinn. 13 dagar til jóla. í dag leysum viö húsnæðisvandann: 11 Fisher Price dúkkuhús í vinning. Númerin eru: T3i3— iisirs- lb29bH— zoqio4 S-23b2- I229ÚI- R5MH9- 7D527-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.