Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Ef annar en Albert hefði átt í hlut — hvað þá? — eftir Lúðvíg Hjálmtýsson Fá störf í landi okkar ef nokkur eru jafn oft viljandi misskilin og dæmd á fölskum eða mjög veikum forsendum og störf stjórnmála- manna. Ekki munum við íslend- ingar vera ein þjóða um þennan slæma löst þó telja megi að beinn rógur og mannskemmandi starf- semi er hér viðhöfð umfram það sem gerist í stærri samfélögum. Ágætir fræðimenn hafa gert til- raunir til að finna skýringar á hinni landlægu rógsiðju en einskis orðið vísari um niðurstöður. Á einstökum og afmörkuðum fyrir- bærum hafa sálfræðingar þó skýr- ingar, t.d. nefndi einn sálfræðing- ur vísindaheiti þess sálargalla sem fram kom í fullyrðingu alþingis- manns og fyrrverandi ráðerra um að þingbróðir hans einn væri hvorki læs né skrifandi. Staðreynd mun þó, að óvönduð blaða- mennska, en þó sérstaklega til- koma blaða þar sem allt er sett á prent sem selur, eigi mestan þátt í alls konar rógburði sem felst í hálfkveðnum vísum um menn og málefni en sú list þannig fram borin að almenningur geti fyllt í skörðin. Fyrir nokkrum árum sagði ritstjóri Mánudagsblaðsins sáluga mér, að sér væri leikur einn að eyðileggja hvaða mann sem væri og rýja hann æru í þremur tölublöðum með þeim hætti að sá sem rægður væri gæti ekki komið við vörnum. Þetta er ljót saga en sennileg. í stjórnmálasögu okkar hefur það hent nokkuð oft að stjórn- málamenn hafa verið bornir sök- um sem þeir gátu ekki hreinsað sig af endanlega fyrr en það hefði kostað mikil sárindi og mannorðs- skemmdir, sem aldrei var hægt að bæta. Ráðherra í stjórn landsins var borinn sökum um svindl. Hæsti- réttur sýknaði þann heiðursmann en bletturinn var aldrei fullkom- lega máður út, rógurinn hélt hon- um við m.a. vegna pólitísks undir- réttardóms. Knútur Ziemsen, hinn dugmikli borgarstjóri Reykjavík- ur, var á sínum tíma borinn þeim sökum, að hafa stolið einni milljón króna úr bæjarsjóði. Þessu var trúað lengi og af mörgum. Á sínum tíma átti að koma lög- reglustjóranum í Reykjavík á kné, með því að sanna á hann lögbrot. Því var trúað að hann væri sekur og rógurinn hélt málinu við um margra ára bil. Bæjarfógetinn í Reykjavík, einn heiðarlegasti og sómakærasti embættismaður landsins, var á sínum tíma ásakaður um þjófnað og glæpsamlega embættisfærslu. Við rannsókn sýndi sig að embætt- isfærslan var í besta lagi og með- ferð mála með þeim hætti sem tíðkast um landið allt. Þrátt fyrir það var fólk sem hélt við rógnum jafn lengi og hinn mæti embættis- maður lifði. Svona mætti lengi telja. Á það má minna meðal annars að núver- andi forsætisráðherra, sem ég held að flestir beri til mikið traust og telji hinn ágætasta embættis- mann, var á slnum tíma af beinum pólitískum ástæðum borinn sökum um óheiðarlega meðferð á opin- berum fjármunum. Framangreind dæmi hef ég dregið fram af því tilefni, að nú er þrugðið á loft vopnum rógs og lyga um ágætan vin minn, Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra. Ástæða þess að Albert er nú bor- inn þungum sökum er sú, að fyrir nokkrum árum, er hann vegna dugnaðar og áræðis, kallaður til ásamt fleiri mönnum að reisa við skipafélag sem var illa á vegi statt fjárhagslega. Albert leggur fram tiltölulega lítið hlutafé en þeim mun meiri sjálfboðavinnu. Hann er kosinn formaður í stjórn Haf- skips hf. Nú líða nokkur ár. Skipa- félagið dafnar og rís, viðskipti aukast og menn telja hag sínum betur borgið með því að fyrir hendi sé samkeppni við Eimskipafélag Islands hf. Þegar Albert hafði verið formaður í hinu vaxandi skipafélagi í nokkur ár, er hann af réttum stjórnvöldum skipaður formaður í bankaráði Útvegs- banka íslands. Þegar sú skipan fór fram var öllum ljóst, þ. ám. al- þingismönnum, að Alþert var for- maður Hafskips hf. Við þá skipan kom engin athugasemd fram enda í samræmi við þá hefð að menn hafa verið í formennsku banka- ráða sem jafnframt hafa verið ýmist stjórnendur eða eigendur stórra fyrirtækja. Til þess má vísa að Björn Ólafsson, stórkaupmaður j og ráðherra, var um árabil formað- ' ur bankaráðs Útvegsbanka ís- lands. Jón Árnason, alþingismað- ur, sem jafnframt rak útgerðarfyr- irtæki á Akranesi var stjórnarfor- maður í Útvegsbankanum og leysti það með miklum sóma. Jón Árna- son, forstjóri Sambands ísl. sam- vinnufélaga var um árabil formað- ur bankaráðs Landsbanka fslands en sat jafnframt i stjórn Eim- skipafélags íslands hf. Síðar varð hann bankastjóri Landsbankans. Nú er Pétur Sigurðsson alþingis- maður formaður bankaráðs Landsbankans, en hann hefur jafnframt á hendi umfangsmikinn rekstur fyrir íslenska sjómenn. Þá hefur Lúðvík Jósepsson, einn helzti atvinnurekandi á Neskaup- stað um árabil, setið í bankaráði Landsbankans. Ég tek þessi dæmi til að sýna að það var ekkert sem mælti á móti því að sami maður væri stjórnarformaður samtímis í bankaráði Útvegsbankans og skipafélagi. Þann tíma sem Albert Guð- mundsson var formaður í marg- nefndum fyrirtækjum gekk rekst- ur beggja vel. Umsvif bankans jukust með tilkomu aukins fjár- magns en hluthafar og viðskipta- menn Hafskips hf. virtust ánægðir með sinn hlut. Fyrir þremur árum verður Al- bert Guðmundsson fjármálaráð- herra. Þá óskar hann eftir að verða leystur frá því að gegna for- mennsku í stjórn Hafskips hf. og bankaráði Útvegsbanka íslands. Nú væri sagan sennilega öll ef einhver annar en Albert Guð- mundsson hefði fyllt sæti for- manns í stjórnum áðurnefndra fyrirtækja og hefði eins og hann skilað báðum störfum með sóma og án athugasemda. Þegar Albert Guðmundsson „Nú væri sagan senni- lega öll ef einhver ann- ar en Albert Gudmunds- son hefði fyllt sæti for- manns í stjórnum áður- nefndra fyrirtækja og hefði eins og hann skil- að báðum störfum með sóma og án athuga- semda.“ lætur af formennsku í Hafskip hf. tekur við af honum dugandi og traustverður maður, Ragnar Kjartansson. Með honum veljast í stjórn ungir og dugandi fram- kvæmdamenn sem miklar vonir voru bundnar við um athafnir í atvinnu- og viðskiptalífi landsins. Ég nefni af handahófi nöfn eins og Davíð Scheving Thorsteinsson, Hilmar Fenger, Svein Eyjólfsson og Pál í Pólarís. Björgólfur Guð- mundsson var svo framkvæmda- stjóri svo sem verið hafði. í viðsjárverðum heimi viðskipta skiptast á skin og skúrir. Við sumt Stríðið nálgast ísland __________Baekur Björn Bjarnason Stríð fyrir ströndum, ísland í síðari heimsstyrjöld, höfundur dr. Þór Whitehead, 361 bls., rayndir, kort, heimilda- og nafnaskrá, Utgefandi 1985: Almenna bókafé- lagið. Stundum er komist þannig að orði, að sjálfsblekkingin sé íslend- ingum mikilvæg. Án hennar hefðu þeir fyrir löngu gefist upp við að búa í sínu ástsæla landi. Hér skal enginn dómur lagður á, hvort þessi skoðun sé rétt eða röng, enda óhægt um vik að vera óvilhallur í því máli. Mestu skiptir, að þjóðin lifi ekki í blekkingu um atriði, sem snerta öryggi hennar og íhlutun annarra í stjórn ríkisins. Lýðræð- islegir stjórnarhættir eiga að skapa okkur aðstöðu til að veita þeim aðhald, sem við kjósum til að fara með mál þjóðarinnar. En að þjóðinni er sótt úr mörgum átt- um. Miklar umræður eru nú um verndun tungunnar, ekki er deilt um grundvallaratriði þess máls. Um langan aldur hefur verið deilt um meginstefnuna í utanríkis- og öryggismálum. Andstæðingar þeirrar stefnu hafa gjarnan haldið því á loft, að það eitt nægi til að tryggja öryggi íslands, að við sitj- um þjá, fylgjum hlutleysisstefnu og tökum ekki afstöðu með lýðræð- isþjóðunum. Það sé þátttaka okkar í samstarfi vestrænna ríkja, sem valdi okkur hættu en ekki lega landsins á hernaðarlega mikil- vægu svæði. Sagnfræðirannsóknir dr. Þórs Whitehead og bækur hans í flokknum fsland í síðari heims- styrjöidinni, Ófriður í aösigi, sem kom út 1980, og StríÖfyrir strönd- um, sem nú er komin út, sýna svo ekki verður um villst, að íslending- ar ráða því ekki, hvort þeir fá að lifa í friði í landi sínu. Hnattstaðan veldur því, að ísland dregst inn í áætlanir allra, sem hyggja á hern- að í Norðurálfu. í ófríði í aðsigi voru dregnar meginlínur í hinni stóru mynd, sem hafa verður í huga, þegar litið er á stöðu íslands á jæirn tíma Jægar samstaða var um að fylgt skyldi stefnu „ævar- andi hlutleysis". í Stríði fyrír ströndum þrengist viðfangsefnið. Bókin skiptist í tvo hluta og heitir sá fyrri Gerlach leggur net sín og hinn síðari f upphafi ófriðar. í fyrri hlutanum er því lýst, hvern- ig Werner Gerlach, ræðismaður Þjóðverja, maður handgenginn Heinrich Himmler, yfirmanni SS og lögreglustjóra Þriðja ríkisins, reynir að koma ár nasista fyrir borð hér á landi. í síðari hlutanum er gefið yfirlit yfir fyrstu beinu kynni íslendinga af hernaðarátök- unum haustið 1939, þegar landið var griðastaður fyrir þýsk skip og breski flotinn tókst á við þau undan ströndum landsins. Fyrir þann, sem hefur átt þess nokkurn kost að fylgjast með heimildaöflun höfundarins og veit, að hann hefur lagt sig fram um að rekja hvern einasta þráð, svo sem frekast er kostur, er í senn ánægjulegt og lærdómsríkt að sjá, hve honum tekst einstaklega vel að fella allt efnið saman í læsileg- an og skýran texta. Hér er fjallað um viðkvæmt efni, þegar því er lýst, hvernig útsendari nasista reyndi að fá íslendinga og Þjóð- verja á íslandi til að vinna með leynd fyrir þýsku hervélina. Hvergi eru felldir órökstuddir dómar. Höfundur lætur lesandan- um eftir að draga ályktanir af mikilvægum skjölum. Frásögnin er í senn eir.faldari og hófsamari en í fyrri bókinni. Viðfangsefnið er afmarkaðra í þessari bók og þess vegna er hún auðveldari fyrir lesandann, ef þannig mætti að orði komast. Nasistar bundu miklar vonir við að ná tökum á íslandi. Án íslands gátu þeir ekki unnið sigur á breska flotanum. Hingað litu þeir í þeirri trú, að íslendingar væru „sannur spegili frjálsrar bændastéttar". í æðum germanskra bænda var sá frumkraftur, „sem átti að gefa norrænum mönnum rétt til að gerast herrar heimsins". Þýski ræðismaðurinn varð strax fyrir vonbrigðum vegna hugmynda- fræðinnar og í bókinni segir: „Gerlach taldi sig hafa komist að því, að á íslandi hefðu frumstæð tengsl manns og moldar verið rofin ekki síður en á meginlandi álfunn- ar. Jarðvegurinn, sem áður skýldi íslenska stofninum, væri blásinn upp. Flóttinn úr sveitum hefði svipt þjóðina hreinleika og mann- dómi, sem gefið hefði Sögueyjunni helgi í augum þýskra nasista." Werner Gerlach tókst ekki að virkja hér neinn flokk manna, hvorki innlendra né þýskra til starfa fyrir sig. Hann náði sam- bandi við einstaklinga, en honum tókst ekki að mynda neina fimmtu herdeild. Á hinn bóginn er ljóst af rannsóknum Þórs, að störf Gerlachs og samstarfsmanna hans í skjóli ræðismannsskrifstofunnar nýttust þýska flotanum á þeim tíma, sem bókin nær til, á fyrstu mánuðum stríðsins til áramóta 1940. Sagan af ferðum skipa til landsins og umhverfis landið og þeim atburðum sem hér gerðust í tengslum við þessi skip, er á við bestu spennusögur um sjóhernað. fslendingar áttu í erfiðleikum með að framfylgja hlutleysi sínu, ekki aðeins gagnvart Þjóðverjum heldur einnig Bretum. Aðstaða Breta var þó allt önnur og betri, eins og sést best af því, að Jónas Jónsson, formaður utanríkismála- ísfand í stðó/i heimsstyrjöid Stríð fyrir ströndum nefndar Alþingis, lét stofna upp- lýsinganet fyrir þá. Er sú saga eins og svo margt í frásögn Þórs með ólíkindum, þegar litið er til baka. Við lestur bókar af þessu tagi vaknar sú hugsun, hvort eitthvað svipað sé að gerast í samtímanum, og þegar einræðisríki nasista á meginlandi Evrópu sótti fram með hervaldi. Nokkrum vikum áður en ófriðurinn hófst brugðu Þjóðverj- ar loftskeytamanni og veðurfræð- ingi úr flughernum í gervi stjórn- arerindreka og sendu þá með sendistöð í handtösku til íslands um borð í togara. Þeir læstu sig síðan inni í kvistherbergi í ræðis- mannsskrifstofunni í Túngötu 8 og hófu störf sín í þágu þýsku herstjórnarinnar. Hefðu Þjóðverj- ar ekki tapað styrjöldinni og bandamenn komist yfir öll þau margvíslegu gögn, sem nasistar skildu eftir sig, vissum við líklega ekki neitt enn um þessa njósna- starfsemi. Það er til marks um vönduð vinnubrögð Þórs White- head, að hann hefur haft upp á öðrum þessara manna og birtir lýsingu hans sjálfs á dvölinni hér á landi. Hvaða leyniráð eru brugg- uð hér á landi nú í lokuðum kvist- herbergjum einræðisríkis, sem sækir fram með flota sinn á Norð- ur-Atlantshafi? Hvaða net eru lögð fyrir skoðanabræður og aðra hér á landi um þessar mundir? Eru íslensk stjórnvöld í raun betur til þess búin nú en fyrir stríð að glíma við vanda af þessu tagi? Er ekki hið sama uppi á teningnum nú og þá, að við einræðisherrunum má ekki hagga, af því að við eigum við þá verslunarviðskipti? Spurningar af þessu tagi hljóta að leita á hugann, þegar lifandi frásögn Þórs Whitehead er lesin. Rit hans er að þessu leyti kennslu- bók fyrir alla þá, sem vilja íhuga þær hættur, sem að okkur steðja, þótt friður ríki. Hún er áminning um, að aldrei sé of varlega farið í samskiptum við fulltrúa ríkja, sem einskis svífast til að færa út veldi sitt. Þegar bók Þórs var kynnt frétta- mönnum, hét hann því, að ekki liði jafn langur tími, þar til þriðja bókin í þessum flokki birtist. Er ástæða til að fagna þeirri yfirlýs- ingu. Stríöfyrir ströndum ber það með sér, að mikil alúð hefur verið lögð við allan frágang. Það er skemmtileg nýjung að sjá bókar- kápu gerða af Karólínu Lárus- dóttur, listmálara, sem búsett er í Bretlandi. Ljósmyndirnar í bók- inni falla vel að texta hennar, fyrir utan mynd af stríðsmerki þýskra skipa, sem flutninga stunduðu fyrir þýska flotann í trássi við hafnbann Breta, sem fær alltof mikið rými. Það er vel til fundið að fá Torfa Jónsson, veðurfræðing, til að skýra og teikna veðurkort, og skýringarkort eru lesandanum til glöggvunar. Höfundur notar hið forna heiti fslandshaf yfir hafið milli Noregs og fslands. Haffræð- ingar vilja hins vegar að orðið Noregshaf sé notað, enda sé fs- landshaf norður af landinu í áttina að Jan Mayen. Uppbygging verks af þessu tagi er vandasöm. Efniviðurinn er gíf- urlegur, þegar jafn víða er leitað fanga og raun ber vitni. Ekki er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.