Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLA ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
35
Laugarasbíó:
„Aftur til framtíð-
ar“ jólamyndin í ár
Michael J. Fox leikur Marty og Lea Thompson framtíóarmóóur hana I jóla-
mvnd Laugarásbiós.
LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir á morg-
un, fimmtudag, jólamyndina í ár
„Aftur til framtíðar". Myndin er
nýjasta framleiðsla Stevens Spiel-
berg og er leikstjóri Robert
Zemeckis sem leikstýrði einni vin-
sælustu ævintýramynd seinni ára,
„Romancing the stone“.
Myndin fjallar um Marty McFly,
venjulegan nútímaungling sem
Búnaðarfélag
Hvolhrepps
100 ára á
föstudaginn
Búnaðarfélag Hvolhrepps verðui
100 ára föstudaginn 13. desembei
nk. Á afmælisdaginn kl. 21.00 taka
félagar á móti gestum í Félags-
heimilinu Hvoli þar sem afmælisins
verður minnst.
Ákveðið hefur verið að stofna
sjóð í tilefni af þessum tímamótum
til styrktar skóggræðslu í Hvol-
hreppi. Sjóðurinn verður í vörslu
stjórnar félagsins og mun styrkja
skrúðgarðyrkju, skjólbeltarækt
eða annan nytjaskóg eftir því sem
tilefni gefst til á hverjum tíma.
Lúsíuhátíð
Islensk-
sænska
félagsins
íslensk-sænska félagið efnir til
Lúsíuhátíðar 13. desember nk. í
veitingahúsinu Nausti. Boðið verður
upp á jólaglögg og piparkökur auk
þess sem stiginn verður dans.
Húsið verður opnað kl. 18.00
fyrir matargesti, en um kl. 21.00
kemur svo Lúsia með þernum sín-
um og er hún Katrín Sigurðardótt-
ir óperusöngkona. Henni fylgja
einnig „stjörnustrákar" og verða
þar á ferðinni nokkrir þjóðkunnur
menn. Atli Heimir Sveinsson tón-
skáld sér um tónlistina og Stein-
unn Sigurðardóttir rithöfundur
spjallar um gildi ljóssins.
Sú gamla siðvenja að fagna Lús-
íu þennan dag hefur legið niðri
hjá félaginu í nokkur ár, en Lúsía
var löngum önnur aðalhátíð fé-
lagsins, sem hélt mjög fjölsótta
Valborgarmessu í vor og minntist
síðan aldarafmælis skáldsins og
vísnasöngvarans Birger Sjöbergs í
haust.
Jólapottar
Hjálpræðis-
hersins
Söfnunarjóiapottar Hjálpræð-
ishersins eru nú komnir hver á
sinn stað í Reykjavík, á ísafirði
og Akureyri. Hjálpræöisherinn
hefur starfað hér á landi í 90 ár
og hefur hann safnað saman á
þennan hátt allt frá byrjun.
í frétt frá Hjálpræðishern-
um segir að sá skerfur er veg-
farendur hafa látið af hendi
rakna í jólapottana gegnum
árin hafi vakið mikla gleði og
blessun á meðal þeirra er verr
eru staddir á meðal okkar.
þekkir allfurðulegan uppfinninga-
mann, Dr. Emmcret Brown. Dokt-
or þessi hefur smíðað tímavél og
biður Marty að aðstoða sig við sína
fyrstu tímaferð. En fyrir slysni er
það Marty sem fer fyrstu tímaferð-
ina í stað doktorsins. Ferð hans
lýkur ekki fyrr en árið 1955. Fyrsta
verk hans er að leita uppi doktor-
inn til að fá aðstoð hans við að
komast aftur til framtíðar.
Á meðan doktorinn reynir að
finna leið til að hjálpa Marty,
kynnist Marty tveimur unglingum,
tilvonandi foreldrum sínum. Við
það lærir Marty margt nýtt um
foreldra sína.
í aðalhlutverkum eru Michael
J. Fox, vinsæl sjónvarpsstjarna í
Bandaríkjunum, Lea Thompson,
ung og upprennandi leikkona sem
m.a. lék í „Red dawn", og Christo-
pher Lloyd sem lék í Óskarsverð-
launamyr 'inni Gaukshreiðrinu.
Fræðafund-
ur um
réttarsögu
Félag áhugamanna um réttar-
sögu heldur fræðafund annað
kvöld, fimmtudag, í stofu 103 í
Lögbergi og hefst hann kl. 20.30.
Guðrún Ása Grímsdóttir,
cand. mag., flytur erindi er hún
nefnir „Voðaverk í Bláskógum",
sem er samanburður á réttar-
skilningi í Ölkofraþætti og
Jónsbók ásamt dæmum úr
öðrum íslendingasögum. Að
fyrirlestrinum loknum er gert
ráð fyrir fyrirspurnum og
umræðum. Fundurinn er öllum
opinn.
Kjamásultur og Kjamamarmelaöieru
nýjungar sem vert er að veita athygli.
Öll framleiðsla Kjamavara er unnin í
nýrri verksmiðju fyrirtækisins í
Reykjavík, sem er ein sú fullkomnasta
á Norðurlöndum. Unnið er eingöngu
úr ferskum ávöxtum í lokuðu kerfí,
þannig að mannshöndin kemur þar
hvergi nærri.
Kjamasultur fást í 4 tegundum; jarðarberja- blönduð
berja-, sólberja- og hindberjasulta. Kjamamannelaði
fæst í 2 tegundum; appelsínu- og aprikósumarmelaði.
Frantleiðandi er Kjamavörur/Sultu- og efnagerð bakara.
p h *