Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
Er Háskóli Islands sann-
leiksleitandi vísindastofnun?
Svar til háskólarektors
— frá Karli
Arnasyni
Svar yöar 30. nóv. við fyrirspurn
minni til yðar sýnir hve vandræði
yðar og uggur eru samofin. Spurn-
ingu minni hvort þér mynduð krefja
dómnefndarmennina um endur-
greiðslu vegna trúnaðarbrota þeirra
í dómnefndarstarfi f.vrir Háskólann
svarið þér orðrétt svo: „Háskólinn
telur engin efni til kröfugerðar um
endurgreiðslu þóknunarinnar."
Hlutverk stjórnanda hverrar stofn-
unar hlýtur m.a. að vera að marka
henni stefnu. Þér hafið nú markað
Háskólanum þá stefnu að full
greiðsla skuli koma fyrir dómnefnd-
arálit á hans vegum þótt í þeim
felist meiðyrði að dómi Hæstarétt-
ar. Þar sem þér segið: „Háskólinn
telur" hljótið þér einnig að styðjast
við samþykkt Háskólaráðs í þessu
máli ella væruð þér að gera sjálfan
yður að Háskólanum. Ég krefst því
svars við eftirfarandi: Hvernig
hljóðar þessi samþykkt Háskóla-
ráðs sem þér virðist vitna til með
þessum orðum yðar? Birting þessar-
ar samþykktar ætti að sanna að þér
hafið ekki farið út fyrir valdsvið
yðar. f svari yðar reynið þér ekki
að neita því að dómnefndarmenn
hafi bæði brotið af sér gagnvart
höfundi ritsins Rætur íslandsklukk-
unnar og Háskólanum. Yður hefur
verið sýndur sá trúnaður að veita
Háskólanum forstöðu, samt teljið
þér „engin efni“ til að krefja um
endurgreiðslu vegna trúnaðarbrots-
ins. Hvað þurfa starfsmenn Háskól-
ans að brjóta mikið af sér tii þess
að „efni“ séu til aðgerða? Upphæðin
sem greidd var skiptir hér engu
máli. Það sem skiptir máli er það
siðferði sem Háskólinn sýnir með
því að greiða fyrir meiðyrði. í ræðu
yðar 1. des. sem útvarpað var vitn-
uðuð þér í orð fyrsta rektors Háskól-
ans að Háskólinn ætti að vera sann-
leiksleitandi vísindaleg rannsóknar-
stofnun. Hvernig finnst yður Há-
skólinn standa undir því nafni í
„Hvað þurfa starfs-
menn Háskólans að
brjóta mikið af sér til
þess að „efni“ séu til
aðgerða? Upphæðin sem
greidd var skiptir hér
engu máli. Það sem
skiptir máli er það sið-
ferði sem Háskólinn
sýnir með því að greiða
fyrir meiðyrði.“
þessu máli? Er niðurstaða sem m.a.
er byggð á meiðyrðum vísindaleg?
Hvenær tók Háskólinn upp þá
stefnu að dómnefndarmenn sem
hann skipar til að dæma rit höfund-
ar skuli teljast hlutlausir gagnvart
riti höfundarins og höfundinum
sjálfum þótt þeir ærumeiði hann
fyrir sumt sem í riti hans stendur?
Og svo segið þér hiklaust að slík
niðurstaða skuli standa óhögguð.
Er hér um sannleiksleitandi vís-
indastofnun að ræða? Sem vísinda-
maður gerið þér yður auðvitað ljóst
að ef Háskólinn lætur þennan dóm
standa óhaggaðan þá þýðir það í
raun að allir þeir dómnefndarmenn
sem Háskólinn skipar til dómnefnd-
arstarfa í framtíðinni geta æru-
meitt þá höfunda sem leggja vilja
rit sín fram ti) dæmingar hjá Há-
skólanum án þess að Háskólinn geti
nokkuð aðhafst. í Danmörku t.d. fá
menn ekki að gegna trúnaðarstörf-
um aki þeir drukknir á reiðhjóli.
Þessvegna spyr ég: Eru meiðyrða-
menn sem gegna prófessorsstöðu í
Háskólanum kjörgengir í rektors-
stöðu? Megum við kannski eiga von
á að einn slíkur taki við af yður
herra rektor? Þér vitið auðvitað
mæta vel að þetta mál er regin-
hneyksli og ef þér takið ekki til
hendinni í þessu máli þá fáið þér
yðar sess í hneykslisannálum. í
fyrrnefndri ræðu yðar 1. des. vitn-
uðuð þér einnig til þeirra orða fyrsta
rektors að framtíð Háskólans
byggðist ekki síst á því að Háskólan-
um tækist að vinna sér inn traust
skattþegnanna í landinu þar sem
þeir stæðu undir Háskólanum fjár-
hagslega. Hvernig finnst yður herra
rektor að þér standið í þessu efni
gagnvart hinum almenna manni í
landinu?
Höfundur er glerslfpunarmeislari.
íslensk samheitaorðabók komin út:
„Bókin er skerfur til varð-
veislu íslenskrar tungu
ÚT ER komin íslensk samheitaorðabók, sú fyrsta sinnar tcgundar á
íslenzku. Bókin er gefin út og kostuð að öllu leyti af Styrktarsjóði Þór-
bergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur, sem er sjóður í eigu Há-
skóla íslands. Þau hjónin gáfu árið 1970 þrjár íbúðir til stofnunar sjóðs-
ins, en kostnaður við útgáfuna er um 6 milljónir króna. Bjarni Guðna-
son, prófessor, sem sæti á í stjórn sjóðsins, segir að framlag þeirra Þór-
bergs og Margrétar sé ómetanlegt, en þau hefðu gefiö aleigu sína til
að útgáfa bókarinnar gæti orðið að veruleika, enda útkoma hennar Þór-
bergi mikið hjartans mál. „Það hefur margur gefíð minna,“ sagði Bjarni,
„og menn sakna þess mjög, hve lítið efnafólk í landinu hefur látið af
hendi rakna til menningarmála."
Jón Aðalsteinn Jónsson, orða-
bókarstjóri og formaður stjórnar
sjóðsins, sagði er bókin var
kynnt, að útkoma hennar hefði
alla tíð verið Þórbergi mikið
hjartans mál og nú, eftir langan
tíma að vísu, væri bókin komin
út. Þetta væri myndarbók og
stæðist í alla staði jöfnuð við
sambærilegar bækur erlendar
enda væri hún vel unnin af hálfu
ritstjórans Svavars Sigmunds-
sonar, dósents.
Við kynningu bókarinnar
koma fram, að tildrög útgáfu
hennar eru þau, að hjónin Þór-
bergur og Margrét stofnuðu sjóð
15. október 1970 og gáfu Háskól-
anum. Tilgangur hans er að
styrkja samningu og útgáfu ís-
ienzkrar samheitaorðabókar,
rímorðabókar og íslenzkrar stíl-
fræði, svo og að styrkja endur-
samningu nefndra bóka meðan
sjóðurinn endist. Við úthlutun úr
sjóðnum átti samheitaorðabók
að sitja í fyrirrúmi. í stjórn
sjóðsins sitja nú Jón Aðalsteinn
Jónsson, orðabókarstjóri, for-
maður, Bjarni Guðnason, pró-
fessor og Sigmundur Guðbjarna-
son, háskólarektor. Ritstjóri frá
upphafi hefur verið Svavar Sig-
mundsson, dósent.
í bókarkynningu segir svo:
„Samheiti eru orð, sem hafa svip-
aða eða hliðstæða merkingu,
stundum sömu merkingu, en oft
er einhver blæmunur á merking-
um þeirra þannig að ekki er yfir-
leitt hægt að nota eitt orð ná-
kvæmlega í annars stað. Orðin
eru samt kölluð samheiti (syn-
onym). Orðabókin hefur um
44.000 uppfletti orð, en mörg
orðasambond eru líka í henni.
Orðum sem saman eiga er raðað
í greinar undir algengu orði, en
síðan er hvert orð í greininni á
sínum stað í stafrófsröð bókar-
innar og vísað þaðan í aðalorðið.
Þannig er vísaö fram og aftur í
bókinni og ættu notendur því að
geta fundið rétta orðið, það orð
sem leitað er að, með því að nota
sér millivísanir bókarinnar. í
henni eru líka andheiti (an-
tonym), orð andstæðrar merk-
Morgunhlaðiö/Bjami
íslensk samheitaorðabók kynnt: Svavar Sigmundsson, ritstjóri, Jón
Aðalsteinn Jónsson, formaður sjóðsstjórnar, Sigmundur Guðbjarnason,
Háskólarektor og sjóðsstjórnarmaður, Anna Einarsdóttir frá Bókabúð
Máls og menningar og Bjarni Guðnason, prófessor og sjóðsstjórnarmað-
ur.
ingar við eitthvert tiltekið orð.
Tilgangurinn með samheitabók-
inni er að gefa þeim sem van-
hagar um orð kost á að velja það
orð sem best hæfir hverju sinni.
Hún ætti ekki síst að koma þeim
að gagni sem fást við skriftir,
blaðamönnum, rithöfundum,
þýðendum, en einnig skólafólki,
kennurum og öðrum sem fást við
meðferð málsins. En að sjálf-
sögðu á hún erindi til allra sem
vilja skrifa blæbrigðaríkt og
fjölbreytilegt mál.
Útkoma Islenskrar samheita-
orðabókar er menningarviðburð-
ur og bókin er mikilvægur skerf-
ur til varðveislu íslenskrar
tungu. íslendingar munu án efa
taka orðabókinni fegins hendi,
ekki síst nú þegar brýnt er að
efla og fegra íslenzkt mál. Bókin
er 582 blaðsíður, prentsmiðjan
Oddi prentaði og Bókabúð Máls
og menningar annast dreifingu.
Bókin er gefin út í 4.000 eintökum
og kostar 2.950 krónur."
Þess má að lokum geta, að það
orð, sem flest samheiti hefur í
bókinni, er heimskingi. Að sögn
Svavars Sigmundssonar, rit-
stjóra bókarinnar, er það ekki
táknrænt fyrir íslenzka tungu.
Svipað mun vera um flest önnur
tungumál, að skammaryrði í
þeim eru fjölskrúðug.
HFGoodrich
Mest seldu JEPPADEKKIN á Islandi
Kynnió ykkur veró og greióslukjör
P175 75R1J 31x10 S0R15LT 35x12 50R15LT
LT23S 75R15 32x1150RI5LT 31xl0.50R16.5LT
LT255 8SR16 33x12 50R15LT 33xl2.50R16 5LT
30x9.50R15LT
AI4RTsf
Vatnagörbum 14 Reyk/avik s. 8 3188
Fjórða bókin í
,;æyintýraheimi
Armanns“
VAKA — Helgafell hefur endurút-
gefíð fjórðu bókina um ævintýri fé-
laganna Óla og Magga eftir Ár-
mann Kr. Einarsson. Bókin heitir:
Óvænt atvik í óbyggðum.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir:
„Hressir strákar láta sér ekki
allt fyrir brjósti brenna. En það
er ekki laust við að þeir óli og
Maggi verði svolítið smeykir þegar
óvænt atvik taka að gerast í kring-
um þá þar sem þeir eru staddir
inni í óbyggðum íslands.
Þeir stökkva á flótta undan
undarlegu skrímsli í þoku uppi á
heiðum og lenda í bardaga við
ókunna dulbúna náunga.
En ljósu punktarnir gleymast
ekki. Veiðiferðir á fjallavatni,
berjatínsla og giftusamleg björgun
lambs, svo að nokkuð sé nefnt.“
Óvænt atvik í óbyggðum er sett,
filmuunnin, prentuð og bundin í
Prentsmiðjunni Odda hf.
Siglufjörður:
Húsnæði
Verzlunar-
félagsins
selt
HÚSNÆÐI Verslunarfélags Siglu-
fjarðar á Siglufírði hefur verið selt
til Sparisjóós Siglufjarðar og verður
neðri hæð hússins afhent nýju eig-
endunum 1. mars nk. og efri hæó-
ina á að afhenda 1. júlí nk.
AÐ sögn Sigurðar Arnasonar
stjórnarformanns Verslunarfé-
lagsins hefur ekki verið tekin
endanleg ákvörðun um hvernig
starfsemi félagsins verði háttað í
framtíðinni. Hvort verslunar-
rekstri verði haldið áfram í öðru
húsnæði eða hvort félaginu verði
endanlega rift. Slíkar ákvarðanir
eru einungis á valdi félagsfundar
og ekkert útlit er fyrir að til hans
verði boðað á þessu eða næsta ári.
Starfsmenn Verslunarfélagsins
hafa sýnt áhuga á að kaupa hluta-
bréf í fyrirtækinu en samningar
hafa ekki tekist.