Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Að yrkja bögu Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Guðný Beinteinsdóttir: Ég geng frá bænum, kvæðabók. Útgefandi: Hörpuútgáfan 1985. í kynningu útgefanda segir frá því að í Grafardal í Borgarfirði hafi búið hjónin Helga Péturs- dóttir og Beinteinn Einarsson, og þau hafi eignast átta börn og ljóðabækur hafi komið út eftir fimm þeirra nú þegar bók Guðnýj- ar bætist í hópinn. Þessara systkina þekktastur er náttúrlega Sveinbjörn Beinteins- son, kveðskap hinna systkina þekki ég ekki. Það er ekki milli mála að Guðný hefur verið hagmælt og átt létt með að kasta fram vísum. Hún yrkir um snotur viðfangsefni, grösin og blómin, dýrin og vorið og staði sem henni eru kærir. Kristilegar hugsanir leita á hana og fá útrás í stökum. Þessi kveðskapur er fjarska misjafn að gæðum, að mínum dómi. Fyrsta kvæðið og það sem bókin dregur nafn sitt af er ljóm- andi vel gert. Það hefst svona: Ég geng frá bænum og greikka sporið og gleymi vetrarins köldu stund, því nú er sólin og væna vorið að vekjagrösin af löngum blund. Já, ungu blómin nú öll út springa, albjört er nóttin sem dagurinn, og um það mætti nú sitja og syngja að sóley vaknar og fífillinn. Það er sem jörðina ætli að yngja allur hinn margliti blómaher og litlu fuglarnir sitja og syngja nú sumarljóðin, það gaman er.“ Guðný hefur auga fyrir hinu smáa og ljúfa. Hún yrkir til dæmis þakkarljóð til skónna sinna og er spurning hvort það er ekki fyrsta ljóðið sem til skótaus er skrifað: Má ég fyrir þakka það, að þessir skór eru mínir, geymdir vel á góðum stað, glansandiogfínir. Ég fer á þeim ofan í bæ einhvern daginn bráðum þegar góða ferð ég fæ fer að heillaráðum. Guðný Beinteinsdóttir Án efa hafa ættingjar og vinir þeirra Grafardalshjóna gaman af því að fimmta ljóðasystkinið hefur nú bætzt í hópinn. Sveinbjörn bróðir Guðnýjar skrifar elskulegan formála. Nokk- uð er um fjölskyldumyndir í bók- inni. Frábærir kastarar á ótrúlegu verði 39^-' Utsölustaðir um land allt: ^a/ður, ^ernmuk^. ankr 39fí Tveir á st? tan kr. 421 6’ Þrírástn n9kr.93l 0e,aldi^ni9sks 1398-': Dra^Írtrk^ Skeifunni 8 — Sími 82660 Hverfisgötu 32 — Simi 25390 Akranes: Sigurdór Jóhanns- son Akureyri: Radióvinnustofan Borgarnes: Húsprýði hf. Blönduós: Kaupfélag Hunvetn- inga Egilsstaðir: Verslun Sveins Guð- mundssonar tskifirði: Rafvirkinn Grundarfjörður: Guðni E. Hallgríms- son Hornafjörður: Kaupfélag Austur- Skaftfellinga Heilisandur: Óttar Sveinbjórns- son Hafnarfjörður: Ljós og raftæki Húsavik: Grímurog Árni Hvammstangr. Versl. Sig. Pálma- sonar Isafjörður: Straumur Keflavik: ReynirÓlafsson Mosfellssveít: Snerra Neskaupstaður: ENNCO Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan Patreksfjörður: Versl. Jónas Þór Sauðárkrókur: Rafsjá hf. Sauðárkrókur: . K.S. Stykkíshólmur Húsið Siglufjörður: Aðalbúðinhf. Selfoss: Árvirkinn sf. Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Pórshöfn: Kaupfélag Lang- nesinga Sex sögur Bókmenntir Jenna Jensdóttir Knud Hermansen Þjófarnir og svínslærið Teikningar: Eiler Krag Dagur í lífi Busa Teikningar: Birgit Langberg Hans- en Þrír Tommar og api sá fjórði Teikningar: Birgit Langberg Han- sen Sámur, Hámur og Glámur Teikningar: Helle Ingversen og Sven Dal Lína Teikningar. Gerda Nystad Litli grái maðurinn Tcikningar: Ib Buch Anna Dóra Antonsdóttir þýddi allar bækurnar. Bókaútgáfan Skjaldborg Akureyri. Þessar bækur eru ætlaðar byrj- endum í lestri. Sú fyrsta er um þjófana tvo sem stálu svínslærinu frá bóndanum í þorpinu og kon- unni hans. Margt skringilegt ger- ist áður en hjónin fá lærið sitt aftur. Öll eru þau skötuhjúin dálít- ið Bakkabræðraleg. Þessi saga er samin upp úr gömlu, dönsku ævin- týri. Dagur í lífi Busa er um strákinn Jonna og hundinn hans sem kall- aður er Busi af því að hann er bæði stirður og feitur. Busi tekur alltaf á móti Jonna við garðhliðið þegar Jonni kemur heim úr skólan- um. En dag nokkurn þegar hann kemur heim er Busi ekki við hliðið. Og Jonni fer að leita hans ... Þessi saga byggist á nokkurs konar leik. Aftast í heftinu er teiknað kort sem sýnir umhverfi það er þeir vinir eiga heima í. Húsið þeirra er merkt nr. 1 og nú þurfa ungir lesendur að þræða kortið til að finna hundinn með Jonna. Síðast er talan 13 á kortinu. Ótal skemmtileg atvik eiga sér stað á ferð Jonna í leit að hundinum sínum. Sagan um Tommana þrjá og apann byggist líka á því að rata eftir korti sem er aftast í heftinu og er númerað. Sámur, Hámur og Glámur eru litlir hundar. Tveir þeirra eru svo duglegir og kunna bæði að grafa og finna beinin sín. En Glámur er eins og Stubbur í sögunni um Stubb og bræður hans. Hann getur lítið og er útundan. Þá læðist hann burtu út í skóginn og þar hittir hann dýr sem kenna honum ýmsar brellur. Þegar hann kemur heim aftur er hann klókari en félagar hans. Lina er stelpa sem allt er látið eftir og hún kann sig ekki alltaf. Stundum er hún samt betri en fullorðna fólkið. Það sannast þegar hún fer í stórmarkaðinn með mömmu sinni. Litli grái maöurinn er síðasta heftið í þessum bókaflokki. Hún er sýnu flóknust, en þó skemmtileg eins og hinar. Mína er bóndadóttir sem er löt að mjólka kýrnar. Matti býr á stóra býlinu og hann vill eignast Mínu fyrir konu, af því hún skrökvar að honum að hún geti mjólkað hundrað kýr á einu kvöldi. Þessi saga minnir á söguna um Gilitrutt. Úr hólnum kemur lítill, grár maður og hjálpar Mínu. En til þess að allt fari vel verður hún að vera mjög getspök. Að mínu mati eru þessar sögur allar tilvald- ar handa yngstu lesendunum. Anna Dóra, sem er ungur kenn- ari, hefur unnið gott verk með þýðingu sinni og á hún þakkir skildar. Myndir hæna lítil börn að bókunum, þær prýða. Sumarjól Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur L. Friðfinnsson: Sumar- jól. 125 bls. Letur hf., Kópavogi, 1985. Á titilsíðu þessarar bókar stend- ur: Fjölskylduleikrit (höfðar til barnsins í manneskjunni). Vafa- laust má skilja orð þessi á ýmsa vegu. Sumarjól er í aðra röndina ævintýraleikur. Þar er hirðfólk og álfar, þar með talinn álfakóngur og drottning. Börn eru líka á svið- inu. Ennfremur „amma" í þeim góða og gamla klassíska ömmustíl. Samt mun höfundur ætla leikrit- inu eitthvað víðtækara en að vera einungis afþreyingarefni handa börnum. Því hefur hann sáldrað inn í textann smávegis lífspeki og ádeilu. Hún er að vísu vel faiin og særir engan; en eigi að siður þess eðlis að hún mundi fara framhjá börnunum. Einungis fullorðnir skilja hvar fiskur liggur undir steini. Guðmundur L. Friðfinnsson er tilbreytingasamur höfundur og hugkvæmur. Hann mun hafa feng- ist allnokkuð við leikritun þótt hann sé auðvitað þekktastur sem skáldsagnahöfundur. Margt er vel orðað í leikriti þessu. Guðmundi hefur tekist að skapa sérstæðar persónur sem gaman væri að kynnast á sviði. Einkum þykja mér athyglisverð samtöl barnanna í Sumarjólum — og barnanna og ömmunnar. Hins vegar sýnist mér þetta vera meira sviðsverk en lestrarverk. Nokkur ljóð eru felld inn í textann. Og nótur fylgja — tónlist eftir Árna ísleifsson. Hún mundi auð- vitað setja svip á verkið á leiksviði. Ennfremur fylgja frá hendi höf- undar leiðbeiningar margar og Guðmundur L. Friðfinnsson ýtarlegar um sviðsetningu. Höf- undur hefur sýnilega kynnt sér þá möguleika sem tæknin býður upp á í nútímaleikhúsi, bæði hvað varðar lýsingu og hreyfanlegan sviðsbúnað. Að setja leikrit þetta á svið væri því ærið verkefni fyrir fjölda leikara og sviðsmanna. En höfundur setur fyrirvara um sviðsetninguna. Er það í fyllsta máta eðlilegt því hér er starfandi fjöldi leikfélaga og leikhópa hring- inn um landið sem margir hafa á að skipa prýðis listafólki en misjafnlega miklum tæknibúnaði. Vonandi eiga Sumarjól eftir að sjá dagsins ljós á leiksviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.