Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 29 Jólasveinninn J.R. AP/Símamynd Lari-y Hagman, sem fer meö hlutverk J.R. Ewing í Dallas-þáttunum, bregður hér á leik í Hvíta húsinu. Skrýddur jólasveinajakka og með mikið jólasveinaskegg slær hann á létta strengi ásamt Nancy Reagan, forsetafrú. Til vinstri er Hans Rafert, matsveinn í Hvíta húsinu, sem á heiðurinn af piparkökuhúsi raiklu, sem grillir í að baki J.R. og Nancy. Forsetafrúin heldur á nýjum hundi, sem maður hennar, Ronald Reagan Bandaríkjaforseti, færði henni að gjöf á dögunum. Nýja-Sjáland: Umdeilt stjórnar- frumvarp lagt fram Bannar m.a. komu skipa, sem knúin eru kjarnorku eða hafa kjarnorkuvopn innanborðs Wellington, Nýja-Sjálandi, 10. deaember. AP. RÍKISSTJÓRN Nýja-Sjálands lagði í dag fram í þinginu hið umdeilda lagafrumvarp um bann við komu skipa, sem knúin eru kjarnorku eða hafa kjarnorkuvopn innanborðs, til landsins. Samherjar Ný-Sjálendinga í Anzus-bandalag- inu lögðu mjög að ný-sjálensku stjórninni að falla frá þessari frum- varpsgerð. Akvörðun stjórnarinnar mun vísast verða til þess að einangra Nýja-Sjáland enn meira en orðið er, ef marka má viðvaranir Bandarikjamanna um að Anzus- bandalagið væri úr sögunni yrði frumvarpið að lögum. Samstarfssamningur Anzus- hernaðarbandalagsins, þ.e. Astr- alíu, Nýja-Sjálands og Bandaríkj- anna, var undirritaður árið 1951. I samningnum er kveðið á um, að ríkin hafi samráð sín á milli, ef „sameiginleg ógn“ steðji að eða ráðist sé á eitthvert þeirra. Bandaríkjamenn töldu, að óframkvæmanlegt hefði orðið að framfylgja þessum ákvæðum eft- ir að Ný-Sjálendingar bönnuðu bandaríska herskipinu Buchann- an að koma til hafnar í Nýja- Sjálandi í febrúarmánuði síðast- Bandaríkjadollar hækkaði enn gagnvart Evrópugjaldmiðlum í dag. Sterlingspundið fór hins vegar áfram lækkandi í verði en talið er að lækkun þess tcngist ef til vill hugsanlegu olíuvcrðstríði olíuút- flutningsríkjanna. Gullverð tók litl- um breytingum. 1 dag kostaði sterlingspundið liðnum á þeim forsendum, að verið gæti að það væri með kjarn- orkuvopn innanborðs. Það er ófrávíkjanleg stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum að gefa ekki út yfirlýsingar um hver af herskipum bandaríska flotans séu búin kjarnorkuvopnum. Frumvarp ný-sjálensku stjórn- arinnar gerir m.a. ráð fyrir að á Nýja-Sjálandi sé kjarnorku- vopnalaust svæði og þangað megi heldur ekki koma efnavopn. 1,4355 dollara, en kostaði 1,4620 dollara síðdegis á mánudag. Að öðru leyti var gegni dollarans þannig að fyrir hann fengust: 2,5400 vestur—þýsk mörk (2,5310) 2,1187 svissneskir frankar (2,1113) 7,7500 franskir frankar (7,7200) 2,8590 hollensk gyllini (2,8515) 1,728.00 ítalskar lírur (1,723.00) 1,3979 kanadískir dollarar (1,3978) GENGI GJALDMIÐLA London, 10. desember. AP. Málflutningi Þjóð- viljans mótmælt — eftir Matthías A. Mathiesen 1 Þjóðviljanum laugardaginn 7. desember svo og í leiðara blaðsins í dag, 10. þ.m., og í grein merktri Sdór er ég borinn þeim sökum að hafa farið vísvitandi með rangt mál í umræðum á Alþingi 18. júní sl. er ég svaraði fyrirspurn Guð- mundar Einarssonar, alþingis- manns. Auk þess er gefið í skyn að ég hafi leynt skýrslu frá Seðla- bankanum til viðskiptaráðuneytis- ins um málefni Hafskips hf., dags. 3. júní sl. Um leið og ég mótmæli slíkum málflutningi þar sem farið er með hrein ósannindi, vísvitandi eða af vanþekkingu, vil ég koma á fram- færi því sem rétt er: 1. Á Alþingi 18. júní svaraði ég Guðmundi Einarssyni alþm. og vísaði þá til yfirlýsingar banka- stjóra (Jtvegsbankans sem birzt hafði í Mbl. 16. júní, en þar segir: „Bankastjórn Utvegsbanka íslands vill taka fram að full- yrðingar, sem fram koma í blaði yðar hinn 12. þ.m. í grein Halldórs Halldórssonar rit- stjóra Helgarpóstsins um tryggingar bankans vegna skuldbinga Hafskips hf. eru úr lausu lofti gripnar. Tryggingar bankans eru í eignum fyrirtæk- isins og hluthafa." Ég lagði ekkert mat á yfirlýs- ingu bankastjóranna, en sagði: „Hv. þm. vék að reikningum þessa ákveðna fyrirtækis, og las út úr þeim reikningum ákveðna niðurstöðu sem ég skal ekki dæma um. En þar verðum við að gera greinarmun á út- komu fyrirtækisins annars vegar og svo þeim tryggingum sem bankinn hefur hins vegar. Nú hafa bankastjórar þessa banka opinberlega gert grein fyrir því að bankinn hafi trygg- ingu fyrir þeim lánum, sem hann hefur veitt, í eignum fyrirtækisins og eignum hlut- hafanna, þannig að reikningar fyrirtækisins þurfa ekki að sýna og sýna ekki, skv. þessu, þær tryggingar sem bankinn hefur fyrir þeim skuldum sem fyrirtækið er í. Varðandi fsp. sem er fram- hald af fsp. frá því fyrr í vetur, þá hafa, að ég best veit, þeir aðilar sem fara með eftirlit undir þessum kringumstæðum, ekki talið ástæðu til að gera sérstaka athugun á því tilviki sem hér er að vikið.“ Það er því með öllu ósatt, að ég hafi sagt, eins og segir í leiðara Þjóðviljans í gær, „að full veð væru fyrir hendi hjá Hafskip fyrir skuldum þess hjá Útvegsbankan- um“. 2. í grein merktri Sdór í Þjóðvilj- anum 10. des. sl. er eftirfarandi ritað um svar mitt 18. júní sl. svo og það sem viðskiptaráðherra Matthías Á. Mathiesen Matthías Bjarnason sagði á Al- þingi 14. nóvember sl.: „Matthias Bjarnason sagði í umræðum um Hafskipsmálið 14. nóvember sl., að þann 3. júní hefði legið fyrir að Hafskip hf. átti ekki veð fyrir skuldum. Orðrétt sagði Matthías Bjarna- son: f júnímánuði á þessu ári fékk Seðlabankinn skv. beiðni upp- lýsingar um stöðu Hafskips gagnvart Útvegsbankanum sem dagsett er 3. júní en þar kom fram að nokkuð vantaði til þess að tryggingar bankans nægðu fyrir heildarskuldbind- ingum Hafskips gagnvart bankanum að meðtöldum víxl- um vegna annarra ábyrgða." Þegar Matthías Á. Mathie- sen bankamálaráðherra þáver- andi sagði 18. júní á þingi, að full veð væru fyrir skuldum Hafskips vitnaði hann í opin- bera yfirlýsingu bankastjóra Útvegsbankans. Spurning vaknar hvort Matthías sagði vísvitandi ósatt, eða fylgdist hann ekki betur með en það að hálfum mánuði eftir að banka- eftirlitið sendir honum og Seðlabankanum skýrslu um málið, hafi hann ekki lesið skýrsluna." Það er rangt, að viðskiptaráðu- neytinu hafi borist skýrsla um stöðu Hafskips gagnvart Útvegs- bankanum 3. júní sl., enda kemur það ekki fram hjá núverandi við- skiptaráðherra, heldur er skáld- skapur greinarhöfundar, Sdór. Viðskiptaráðuneytinu barst fyrst skýrsla frá bankaeftirlitinu dags. 30. júlí og hafði engin skýrsla þar um borist frá bankaeftirlitinu frá því að ég tók við embætti við- skiptaráðherra. Á Alþingi í dag kom fram í ræðu viðskiptaráðherra Matthíasar Bjarnasonar að Seðlabankinn fékk síðari hluta júnímánaðar yfirlit frá Útvegsbaknanum um yfirlit skulda- og tryggingastöðu Haf- skips við Útvegsbankann. Sú greinargerð barst ekki viðskipta- ráðuneytinu á meðan ég gegndi störfum viðskiptaráðherra. Fullyrðingar Sdór þess efnis, að ég hafi vísvitandi sagt ósatt eöa ekki fylgst betur með, eru því upp- spuni frá rótum. 10. desember, 1985 Matthías Á. Mathiesen. Verslun — póstverslun, Laugavegi 13, sími 25808.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.