Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 9 Sagaíslenskuknattspyrnunnar-1: sw— OG SÆTIK SIGR^ Er nafn pabba þíns eöa afa 432 nöfn koma viö sögu í bókinni. Í5ÍBS Vinsælu dönsku inni- skórnir aftur íáanlegir. Jóhannes O f I • ÍSLtNSK I ,piy MYNDLIST JÓHANNES GEIR eftir Sigurjón Björnsson og Aöalstein Ingólfsson Bókin um Jóhannes Geir listmálara er fimmta bókin í hinum qlæsilega bókaflokki Islensk myndlist. I bókinni um Jóhannes Geir eru litprentanir fjölda málverka eftir listamanninn auk teikn- inga eftir hann og fjölmargra Ijósmynda frá ýmsum skeióum á ævi hans. Verö kr. 1.875 m. sölusk. Útjg. Listasafn ASI og Lögberg. Hörð gagnrýni á frétta- flutning Ríkisútvarps á Flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins á laugardag •rmann. tr.m I þmgi iMO(. mm Ul«cs>b«nkan> Of H.ftkip. M m»u, m bimtt I k voWliCii.nm. Irtimlol.n »ð (oimaðut raaa.Mnaratfa«ar >»« Fnn þurfn aö bift). um kiðrtu lt«n«arpuM Irar vióurtannir (lokktmr ».r brAmn ur * N »r Ujðrnartkrirmnar Kappleikur A-flokka — afleikur Ólafs Ragnars Jafnvel hin alvarlegustu mál hafa spaugilegar hliöar. Kapphlaup A-flokka á Alþingi um meinta forystu um rannsóknarrétt í Haf- skipsmálum er dæmi um þaö. Alþýöuflokkurinn haföi vinninginn á þingi. Ólafur Ragnar Grimsson átti hinsvegar fyrsta leikinn í fjölmiðlastríöi flokkanna um fréttir af tillögugerö þeirra. Sá leikur veröur sennilega afleikur, enda er viðkomandi sérfræöingur í þeirri kúnst. Staksteinar staldra viö þessi A-flokkaátök í dag. „í fréttatíma hljóðvarps að kvöldi sama dags var og flutt hefur tvö þingmál Guðrúnar- hólmi Síðastliðinn fimmtudag lögðu þingmenn Alþýðu- flokks, Bandalags jafnað- armanna og Kvennalista fram á Alþingi beiðni um skýrslu viðskiptaráðherra um viðskipti Útvegsbanka og Hafskips hf. Sama dag lögðu nokkrir þingmenn sömu flokka plús einn framsóknarmaður (Ólafur Þ. Þórðarson) fram tillögu um skipun rannsóknar- nefndar, samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar. Sagan segir að einn þingmaður Alþýðubanda- lags hafi í öndverðu haft samflot með Alþýðuflokks- mönnum og öðrum flutn- ingsmönnum tillögunnar. Hann hafi síðan dregið sig í hlé á þeim forsendum að Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) teldi „rétt“ að Al- þýðubandalagið reri á eig- in báti á rannsóknarmiðin. Þingmaðurinn gerði sér því eigin „Gunnarshólma" til að snúa aftur til heima- haga; fögur er hlíðin Ólafs Ragnars og fer ég hvergi með krötum! Alþýðubandalagið kom síðan í kjölfar þingmanna úr öðrum þingflokkum með tillögugerð sína. Ólaf- ur Ragnar fór hinsvegar fram úr krötum i sprett- hlaupinu til fjölmiðla. „Frumkvæðið" var því Alþýðubandalagsins í fjöl- miðlaleiknum, þó það yrði scinna í mark á Alþingi. Þetta er ekkert nýtL Það fer enginn fram úr Al- þýðubandalaginu í sýndar- mennskunni. „Rangsnúinn frétta- flutningur“ Alþýðublaðið fjallar um fjölmiðlasprett Ólafs Ragn- ars í forsíðuramma í gær. Þar er fyrst tíundaður til- löguflutningur þingmanna Alþýðuflokks og fleiri flokka um þetta mál, en síðan segir orðrétt: ekki frá þeim (tillögum þingmanna annarra en Alþýðubandalags) skýrL Hins vegar var haft viðtal við varaþingmann Alþýðu- bandalagsins, sem boðaði í útvarpi að Alþýðubanda- lagið myndi síðar leggja fram tillögu um rannsókn- arnefnd. Þessi rangsnúni frétta- flutningur var endurtekinn f kvöldfréttatíma á föstu- dag. I bæði skiptin þurftu þingmenn Alþýðuflokksins að krefjast leiðréttingar eftir á.. Flokksstjórn Alþýðu- flokksins hefur séð ástæðu til að gagnrýna harðlega fréttaflutning RÚV af þessu máli. í þeirri gagn- rýni segir m.a.: „Flokksstjórn Alþýðu- flokksins vill að gefnu til- efni mótmæla harðlega villandi fréttafhitningi af þessu tagi. Flokksstjórnin telur það óeðlileg vinnu- brögð að fulltrúar þess þingflokks, sem fyrstur tók málefni Útvegsbankans og Hafskipa hf. upp á Alþingi, af sama tilefni, skuli vera sniðgenginn í sjónvarps- þætti, þar sem þingmenn eru kvaddir til að rökræða málið." Fjölmiðla- leikur? Hafskipsmálið og það sem því tengist er að sjálf- sögðu hið alvarlegasta mál. Nauðsynlegt er að sann- leikurinn einn og sannleik- urinn allur verði dreginn fram í dagsljósið í þessu máli. Um það eru þing- flokkar og þeir, er málið snertir á stjórnmálavett- vangi, sammála. Traust hins almenna manns á ís- lenzkum stjórnmálamönn- um samtímans er ekki það burðugt, ef marka má skoðanakannanir, að þeir séu í færum til að þegja málsatvik í hel. enda stendur þaö ekki til. Fjölmiðlaleikur sumra stjórnarandstöðuþing- manna, sem gengur út á það að auglýsa „frum- kvæði" cinstakra þing- flokka, eða öllu heldur þingmanna, og gera þetta meinta frumkvæði að aöaL atríði fremur en efnisþætti tnálsins er að sjálfsögðu út í hötL hluti sýndar- mennsku, sem er of áber- andi í íslenzkum stjórn- málum. Þingflokkar stjórnarand- stöðu hafa gefizt upp á að tíunda ágæti sitt af eigin verkum á stjómmálasviði, hvort heldur er á Alþingi eða öðrum vettvangi. Þeim er það ekki láandi. Ekkert verður úr engu gjörL Þeir reyna hinsvegar að gera sér flotholt úr gagnrýnis- efnum í samfélaginu. Það er mannlcgt. Þegar ekkert bitastætt eða jákvætt finnst í eigin búri er skárra en ekki að gjöra slíkL Sjónarspil þeirra í fjölmiðlum, sem kom eink- ar vel í Ijós í framan- grcindum leikbrögðum Ól- afs Ragnars Grímssonar, er hinsvegar ekki trúverð- ugL Það er næstum því sama hve sterk spil þessi varaþingmaöur fær á hcndina. Honum tekst ævinlega og einhvernveg- inn að verða sér úti um nokkra tapslagi. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Jólamarkaður Bergiðjunnar við Kleppsspítala, Sími38160 Aðventukransar, huröahringir, jólahús, gluggagrindur, skreytingar og fleira. Opið alla daga frá 9-18. [PII&MAMIEM'ir Lítið meira Sér permanentherbergi Tímapantanir í síma 12725 mest Rakarastofan Klapparstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.