Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Hafskip Það má með sanni segja að Hafskipsmálið svokallaða hafi skyggt. á önnur dægurmál liðinna vikna í blessuðum ríkis- fjölmiðlunum. Allir eru náttúru- lega búnir að gleyma okurmálinu og uppboðsmálum húsbyggjenda. En þannig eru nú einu sinni fjöl- miðlarnir að þeir bera dálítinn keim af því einkennilega fári er slúður nefnist. Ég Hki slúðrinu við sjúkdómsfár því það gengur yfir þjóðina eins og pest, svo slotar hrinunni og fyrr en varir ríður ný plága yfir. Persónulega fellur mér verst við þetta fjölmiðlafár hversu oft það leggst á saklaust fólk og dregur það niður í svaðið. Haf- skipsmálið þarf að skoða í heild af óvilhöllum aðilum og hafi mis- ferli átt sér stað þá verður að draga hina seku til ábyrgðar. Við höfum löglærða menn í landi voru er hafa þann starfa með höndum að sanna eða afsanna sekt þeirra er hafa verið ákærðir. Það á ekki að líðast að menn setjist í dómara- sæti í ríkisfjölmiðlum fyrir fram- an alþjóð og ákæri menn nánast um sviksamlegt athæfi. Ég veit ekki til þess að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið skipaður í dómarasæti af alþjóð né heldur veit ég til þess að Albert Guð- mundsson sé í stúku sakbornings þótt hann hafi máski tengst Haf- skipsmálinu með óvenjulegum hætti — enda fátítt meðal vest- rænna þjóða að þingmenn sitji í bankaráðum. Afskipti Alberts Guðmundssonar af Hafskipsmál- inu verða náttúrulega könnuð rétt eins og tengsl annarra aðila við hið horfna fyrirtæki. Fjölmiðlarn- ir eiga ekki að hafa minnstu áhrif á rannsókn þessa máls þótt hinn almenni borgari eigi að sjálfsögðu rétt á að frétta af gangi mála. Frekir fréttamenn Ég hef rætt við einn af yfir- mönnum hins látna skipafélags um atgang þann er fylgt hefir máli þessu og spurði ég hann meðal annars þeirrar spurningar hvað hefði komið honum mest á óvart í moldviðrinu: „Ég held að mér hafi komið mest á óvart frekja fjölmiðlamannanna þótt sumir hafi reyndar verið kurteisir. En ég veit til þess að einn forstjóranna var nánast í umsátursástandi og ein blaðakonan gerðist sálusorgari frúarinnar, gott ef hún tók ekki að sér að passa barn þeirra hjóna. Hin siðrænu mörk Eins og ég sagði áðan þá er ég hlynntur því sem lýðræðissinni að almenningur sé upplýstur um sem flest mál er snerta almannaheill og vissuiega er fátt varasamara en gleyma blessuðum stjórnmála- mönnum því sú hætta er alltaf fyrir hendi að stjórnmálamennirn- ir beiti flokkunum líkt og uxa fyrir eigin vagn. Það er því mikil gæfa hverjum stjórnmálaflokki að hafa á að skipa mikilhæfum, heiðarleg- um og stefnuföstum leiðtogum er hafa hemil á sníkjudýrunum í eigin flokki. Einhver greindasti embættismaður er hér hefir stýrt þjóðarskútu, Magnús Stephensen landshöfðingi, hafði að kjörorði: Festina lente er útleggst flýttu þér hægt. Það væri betur að fleiri hefðu tileinkað sér þetta kjörorð, þá væru hér máski ekki hundruð manna er horfðu fram til dauf- legra jóla sökum atvinnumissis eða flekkaðs mannorðs. Hvað okkur fjölmiðlamenn varðar þá höfum við sjaldnast tíma til að vera vitrir nema eftirá. En þó megum við aldrei gleyma mitt í orrahríðinni að eitt sinn gistum við öll í vöggu og brostum til heimsins. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Land og saga — þáttur helgaður afmæli Reykjavíkur ■■ Þátturinn 40 „Land og saga“ ~~ hefst í útvarpi kl. 10.40 í dag í umsjá Ragnars Ágústssonar. Lesari með honum er Unnur Ágústa Sigurjóns- dóttir. Efni hans hefur vakið athygli enda hefur áhugi manna fyrir hvers konar þjóðlegum fróðleik vaxið að undanförnu að sögn umsjónarmanns. Þáttur- inn er sá síðasti á árinu og verður því efni hans helgað Reykjavík, sem á merkisafmæli á næsta ári. Meðal efnis í dag verður frásögn um Austurvöll eftir Árna Óla blaðamann og ávörp sem haldin voru á Reykjavíkursýningu árið 1949. Ávörpin fluttu Jóhann Hafstein, Jón Axel Pétursson og Sigfús Sigur- hjartarson. Gunnar Thor- oddsen var borgarstjóri á þeim tíma. Ólafsfjörður Sögublik Bókaþáttur — Ijóðabók Jóhanns Hjálmarssonar ■■ Bókaþáttur í 25 umsjá Njarðar — P. Njarðvík hefst í hljóðvarpi, rás 1, kl. 22.25 í kvöld. í þættin- um verður fjallað um ný- útkomna ljóðabók Jó- hanns Hjálmarssonar, blaðafulltrúa Pósts og síma og bókmenntagagn- rýnanda Morgunblaðsins. Ljóðabókina nefnir Jó- hann „Ákvörðunarstaður myrkrið". Njörður spjall- ar við Jóhann um skáld- skap hans og yrkisefni, en að sögn Jóhanns felst yrkisefnið að miklu leyti í bókartitlinum. Jóhann les úr bók sinni nokkur ljóð- anna, en bókin er fyrsta Jóhann Hjálmarsson ljóðabók sem hann sendir frá sér ísjöár. — hvers vegna varð Ólafsfjörður kaupstaður? ■■ Þátturinn 30 Sögublik er á — dagskrá út- varps, rásar 1, í kvöld kl. 21.30 og verður í honum leitast við að svara spurn- ingunni hvers vegna Ól- afsfjarðarkaupstaður hafi orðið til. Umsjónarmaður þáttarins er Friðrik G. Olgeirsson. Lesari með honum er Guðrún Þor- steinsdóttir. Sögublik er á dagskrá hljóðvarps annan hvern miðvikudag og ýmist er fjallað um efni úr almennri sögu landsins eða héraðssögu, eins og í þættinum að þessu sinni. Áður en vikið er beint að efni spurningarinnar er litið til fortíðarinnar og bent á hve fiskveiðar voru mikilvægar í daglegu lífi fólks um allan mið- hluta Norðurlands: í Siglufirði, ólafsfirði, Dal- vík og víðar. En vegna þess að Norðurland var fyrst og fremst landbún- aðarsvæði hefur þessi sér- staða áðurnefndra byggð- arlega legið í láginni. Hafnaraðstaða var misjafnlega góð á þessum stöðum, t.d. mjög góð í Siglufirði en léleg í ólafs- firði. Þessi aðstöðumunur kom skýrt í ljós þegar þilskip urðu helstu fiski- skip landsmanna, þá varð þéttbýlismyndum örust á þeim stöðum sem höfðu bestu hafnirnar. Þrátt fyrir slæm hafnarskilyrði myndaðist kauptún í ól- afsfirði en vafalaust hafði hafnleysan slæm áhrif á uppbyggingu staðarins. Um 1940 var svo komið að stærstu skip Ólafsfirð- inga var vart hægt að gera út frá heimahöfn og þá loks neyttu þeir ýtrustu krafta sinna til þess að fá hafnarlög fyrir byggðar- lagið og voru þau sam- sinna til þess að fá hafnar- lög fyrir byggðarlagið og voru þau samþykkt árið 1943. I lögunum var gert ráð fyrir því að sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu yrði að ábyrgjast öll þau lán sem tekin yrðu til hafnarfram- kvæmdanna. En í febrúar 1944 neitaði sýslunefnd ólafsfirðingum um slíka ábyrgð. Neitunin kom mönnum á óvart og torvelt að sjá hvað væri til ráða. Kom þá fram sú tillaga að reynt yrði að fá kaup- túnið tekið í tölu kaup- staða, sem þá voru aðeins níu, en ljóst var að þá þyrfti ekki ábyrgð sýslu- sjóðs. Á ýmsu gekk en haustið 1944 voru sam- þykkt lög um kaupstaðar- réttindi Ólafsfjarðar með ákvæði þess efnis að þau tækju gildi 1. janúar 1945. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 11. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Elvis" eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónas- , dóttir les (11). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 Landogsaga. Ragnar Agústsson sér um þáttinn. 11.10 Or atvinnullfinu. Sjávarútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Glsli Jón Kristjáns- son. 11.30 Morguntónleikar. Þjóðlög frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Feðgar á ferð" eftir Heðin Brú. Aðalsteinn Sigmunds- son þýddi. Björn Dúason les (6). 14.30 Óperettutónlist. 15.15 Sveitinmín. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri.) 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. a. Rómansa eftir Wilhelm Stenhammar. Arne Tellefsen leikur á fiðlu með Sinfónlu- hljómsveit sænska útvarps- ins. Stig Westerberg stjórn- ar. b. Þrjú Ijóðræn lög eftir Jean Sibelius. Erik T. Tawast- stjerne leikur á planó. c. Fimm planólög eftir Carl Nielsen. Elisabeth Westen- holz leikur. 19.00 Stundin okkar Endursýndur þáttur frá 8. desember. 19.30 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Palli var einn I heiminum eftir Jens Sigsgaard, Vil- bergur Júltusson þýddi. Sögumaður Viðar Eggerts- son. Sögur snáksins með fjaðrahaminn, þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 19.50 Fréttaágrip a táknmáli d. Tvær rómönsur eftir Edward Grieg. Eva Knardahl leikuráplanó. e. Tvö pianólög eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Jónas Ingimundarson leikur. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Kjötkrókur lendir I veislu", ævintýri eftir Iðunni Steinsdóttur. Arnar Jónsson ies. Stjórnandi: Kristln Helgadóttir. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19A0 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Maöurogjörð (A Planet for the Taking) 7. Herjað á dauðann. Kanadlskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum um tengsl mannsins við uppruna sinn, náttúru og dýrallf og firringu hans frá umhverfinu á tækniöld. Umsjónarmaður David Suzuki. Þýðandi og þulur Öskar Ingimarsson. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson flytur þáttinn. 20.00 Hálftlminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Samúel örn Erlings- son. 20.50 Hljómplðturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Sögublik. Hvers vegna varð Ólafsfjörð- ur kaupstaður? Umsjón: Friðrik G. Olgeirsson. Lesari með honum: Guðrún Þor- steinsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 21.50 Dallas Jafnræði Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.45 Chet Baker I Óperunni Slöari hluti tónleika á vegum Jassvakningar I fyrravetur með trompetleikaranum Chet Baker ásamt (slenskum djassleikurum. Upptöku stjórnaöi Tage Ammendrup. 23.20 Fréttir I dagskrárlok 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 11. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00—15.00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Núerlag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 16.00—17.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. 17.00—18.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—18.00 Rlkisútvarpið á Akureyri — Svæöisútvarp. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 11. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.