Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
Frá Jónasi á Hriflu til
Ómars Ragnarssonar
MINNI o(» kynni, frásagnir og
viðtöl, heitir bók eftir séra Emií
Björnsson, sem nýlega kom út hjá
Erni og Örlygi. Heiti bókarinnar
lýsir efni hcnnar vel; Emil skrifar
þar um kynni sín, misjafnlega
mikil, af fólki sem hefur brennt
sér leið inn í minni hans. Efnivið-
inn ber hann fram ýmist í formi
viðtals eða beinnar frasagnar. I
formálsorðum segir Emil að öllum
þeim sem sagt er frá á blöðum
bókarinnar hafi hann kynnst per-
sónulega, auk þess sem langflestir
þeirra hafi orðið öllum almenningi
á Islandi minnisstæðir og átt sinn
þátt í að móta sögu þjóðarinnar á
þessari öld. „Þetta er fólk sem
hefur horft upp á og tekið þátt í
að móta íslenskt samfélag á ein-
hverjum mestu umrótstímum
þess, fram að seinna stríði og upp
úr því, þegar þjóðfélagið nánast
steypti stömpum; mesta byltingar-
skeiði í landsögunni, sem orðið
hefur í tíð einnar kynslóðar,“ seg-
ir Emil.
„Ég held að engin kynslóð hafi
lifað jafn stórkostlega lífsháttar-
byltingu og sú sem frá er sagt í
bókinni og ég tilheyri. Þótt ég
hafi síðar séð og lifað kjarnorku-
öld, geimferðaöld og tölvuöld,
mörkuðu þær stökkbreytingar
ekki sömu skil í íslensku þjóð-
félagi og straumhvörfin í kring-
um stríðið, þegar við stukkum,
má segja, á einni nóttu út úr
fornöldinni inn í tækniveröld
nútímans. Aðalheiði Bjarnfreðs-
dóttur finnst hún hafa lifað í
þúsund ár. Ég skil hana vel; mér
finnst ég hafa lifað í 1100 ár, eða
frá upphafi ísiandsbyggðar!"
segir hann.
Emi! segir frá tólf manns í bók
sinni, átta lýsir hann í beinni
frásögn, en fjórum í viðtölum.
Bókin skiptist í samræmi við
þetta í tólf sjálfstæða kafla. Bók-
in er að mestu leyti skrifuð á
þessu ári, en sumar frásagnirnar
eru eldri, tvær hafa áður birst á
prenti og sumar hafa heyrst í
útvarpi eða sjónvarpi, sem hefur
verið aðalstarfsvettvangur Em-
ils. Fólkið sem Emil fjallar um
er: Aðalbjörg Sigurðardóttir,
Brynjólfur Bjarnason, Guðlaug
Helga Þorgrímsdóttir, Gylfi Þ.
Gíslason, Halldór Laxness, Hen-
rik Ottósson, Jóhanna Egilsdótt-
ir, Jónas Jónsson frá Hriflu,
María Maaek, Ómar Ragnarsson,
Sigurður Nordal og Vigfús Þórð-
arson.
„Ég valdi að skrifa um þetta
fólk af tveimur ástæðum," segir
Emil, „það hefur orðið mér
minnisstætt og risið upp á bylt-
ingarkenndum tímum. Það er af
ólíkum stéttum og af ólíkum
toga, en flest á það sammerkt
að hafa á einhvern hátt átt þátt
í því að móta samtíð sína. Ékki
svo að skilja að þetta sé eina
fólkið sem mér er minnisstætt í
1100 ára lífshlaupi mínu! — þvert
á móti, en einhvers staðar varð
að byrja,"
En út frá hvaða sjónarhorni
er skrifað? Er um hlutlausa
sagnfræði að ræða eða situr
persónulegt mat í öndvegi?
„Hvað viðtölin snertir eru það
viðmælendurnir sjálfir sem tala.
Það kom ekki til mála að ég legði
mitt persónulega mat á þeirra
orð, og að því leyti er um sagn-
fræðilega upprifjun að ræða,
bæði á þeirra lífshlaupi og sam-
tíð. Það eru tengsl í allar áttir.
Viðtölin við Brynjólf Bjarnason
fyrrum ráðherra og dr. Sigurð
Nordal eru til dæmis unnin upp
úr sjónvarpsviðtölum sem ég átti
við þá og skrifuð nánast orðrétt
upp úr þeim. Það var mikið í þau
lagt á sínum tíma af hálfu þess-
ara merku viðmælenda minna.
Viðtalið við Sigurð er elsta efni
bókarinnar. Það birtist í sjón-
varpinu árið 1969, en hefur aldrei
áður komið á prent. Þar leysti
hann frá skjóðunni. Hin tvö við-
tölin eru við Gylfa Þ. Gíslason
og Ómar Ragnarsson. Samtalið
við Ómar er lengsti kafli bókar-
innar, 30 blaðsíður, einkaviðtal
frá síðasta sumri. Ómar rifjar
upp barnæsku sína og unglings-
brek, og ýmislegt úr starfi sínu
Séra Emil Björnsson
sem skemmtikraftur og sjón-
varpsmaður. Ég held að Ómar
hafi ekki áður rifjað upp minn-
ingar sínar á bók. Viðtalið við
dr. Gylfa birtist í sjónvarpinu í
haust og vakti mikla athygli.
Frásagnirnar eru af öðrum
toga. Þær eru um mennina sem
frá er sagt og störf þeirra og þar
kemur lífsafstaða mín sjálfsagt
nokkuð við sögu. Þó hef ég öðrum
þræði reynt að setja mig í hlut-
lægar stellingar. Ég hef starfað
svo lengi við fréttamennsku að
mér er eðlilegt að greina hlut-
laust frá án þess að blanda per-
sónu minni og skoðunum mikið
inn í. Því hvað erum við frétta-
menn annað en annála- og sögu-
ritarar okkar tíma? En sumar
frásagnirnar eru fyrst og fremst
mannlýsingar og þar hlýtur mat
mitt að liggja til grundvallar.
Eins og til dæmis þátturinn af
sóknarprestinum mínum, Vig-
fúsi Þórðarsyni. Ég kalla þá frá-
sögn „Á annarri stjörnu", sem
er við hæfi, því séra Vigfús var
sem af annarri stjörnu. Hann var
sannur Jón prímus; gerði við allt
milli himins og jarðar, klukkur,
úrverk, koppa og kirnur og allt
þar á milli — fann meira að segja
upp dúnhreinsunarvél. Og velti
mikið fyrir sér lífi á öðrum
stjörnum.
Aðrar frásagnir eru jafn mikið
um verk og áhrif mannanna sem
persónu þeirra. Til dæmis þætt-
irnir af Jónasi frá Hriflu og
Halldóri Kiljan Laxness, sem
báðir eru langir. Þeir voru ein-
hverjir umtöluðustu menn í
samfélaginu á fyrri hluta aldar-
innar. Halldóri Laxness hef ég
kynnst einna minnst persónulega
af því fólki sem ég fjalla um, og
segi því fyrst og fremst af les-
andakynnum mínum við hann.
Einkum frá þeim tíma þegar
hann var hvað umdeildastur,
áður en hann fékk Nóbelsverð-
launin. Enda heitir frásögnin
„Höfuðsetið höfuðskáld“. Hall-
dór er ekki lengur umdeildur
maður, en það er Jónas hins
vegar, og ef til vill er ekki hættu-
laust fyrir unga menn að nálgast
svo eldfimt efni, en ég er orðinn
svo gamall! Þáttur Jónasar í bók-
inni er byggður á útvarpserindi
sem ég flutti á sínum tíma og
heitir „Enginn millivegur". Hjá
honum var enginn millivegur
fær.
Annar merkilegur maður sem
ég greini frá var Henrik Ottós-
son. Hann var það sem ég kalla
friðelskandi bardagamaður,
hann var svo ljúfur að börn löð-
uðust að honum eins og flugur
að ljósi, en á hinn bóginn gall-
harður baráttumaður fyrir hönd
þeirra sem hann taldi að væru
beittir órétti.
„Guðhrædd bæði og mikil-
menni" nefni ég kaflann um
Maríu Maack, og vitna þar til
Gríms Thomsen, „mild var hún
við snauða og arma“ — svo kvað
Grímur um Olöfu ríku. María var
þjóðsaga í lifanda lífi og ég efast
um að nokkur manneskja hafi
verið vinsælli á sinni tíð. Hún
hjúkraði sjúkum í Farsóttar-
húsinu í Reykjavík í hálfa öld,
og áður á Holdsveikraspítalanum
og Franska spítalanum. Þar háði
hún baráttu með fólkinu við
dauðann. Hún var einnig ókrýnd
drottning óbyggðanna; ferðaðist
með „hirð“ manna um óbyggðir
landsins og sló tjöldum nánast
hvar sem var. Hún var mild kona
og þrekmikil, eins og reyndar
aðrar konur sem fjallað er um í
þessari bók, Jóhanna Egilsdóttir,
Aðalbjörg Sigurðardóttir og
móðir mín, Guðlaug Helga Þor-
grimsdóttir."
Hér fellum við talið, en það er
við hæfi að birta í lokin stutta
frásögn úr kaflanum þar sem
Emil segir frá móður sinni. Það
skerpir skilning lesandans á
þeirri sjálfsskoðun sinni, að hann
hafi lifað svo marga tíma og ólíka
að honum finnist hann hafa
taugar aftur í aldir.
„Við systkinin vissum að það
var heilög skylda hennar að fara
og hjálpa á nótt sem degi þegar
kallið kom. En við báðum þess
samt oft heitt og innilega að
maðurinn með lausa hestinn í
taumi, sem kom til að sækja
hana í fyllingu tímans, kæmi
ekki þegar veðrin voru voðaleg-
ust og nóttin svörtust. En því
miður kom hann ekki síst þá að
okkur virtist, þegar eigi varð
greindur munur á svörtum hesti
og hvítum sökum myrkurs.
Ég minnist einnar slíkrar vitj-
unar sérstaklega er móðir okkar
hvarf út í sótsvartan hríðarbyl
um miðja vetrarnótt, og sá eng-
inn á henni hik eða kvíðavott þótt
hún ætti fyrir höndum ferð á
innsta bæinn í dalnum. Þessa
nótt og alla næstu viku var ekki
farið milli bæja sökum veðurs
nema líf lægi við og ekkert síma-
samband milli bæja. Það var því
fyrst eftir rúma viku, er eðlilegar
samgöngur gátu hafist innan
sveitar að nýju, að við fréttum
að hún hefði komist lífs á leiðar-
enda og getað hjálpað. Þeirri
löngu bið milli vonar og ótta
barf ekki að lýsa.“
Rætt við séra Emil Björnsson, fyrr-
verandi fréttastjóra sjónvarps, um
nýútkomna bók hans, Minni og kynni
Doktor í stjórnmála-
heimspeki frá Oxford
Föstudaginn 22. nóvember síðast-
liðinn varði Hannes Hólmsteinn
Gissurarson doktorsritgerð í
stjórnmálaheimspeki við Oxford-
háskóla. Nefndist ritgerðin „Hay-
ek’s Conservative Liberalism" og
fjallaði um þá sátt eða sameiningu
íhaldsstefnu og frjálslyndisstefnu,
sem gæti að líta í kenningu Fried-
richs A. Hayeks og nokkurra ann-
arra stjórnmálahugsuða, svo sem
þeirra Humes og Tocquevilles.
Ritgerð Hannesar skiptist í fjóra
meginkafla. í fyrsta kaflanum er
hugtak það sem lagt er til grund-
vallar, frjálslynd íhaldsstefna eða
„conservative liberalism", skil-
greint og síðan er það skýrt með
tilvísun til þeirra hugsuða, sem
komist hafa næst því að beita því.
í öðrum kaflanum er gerð grein
fyrir meginhugmynd frjálslyndra
íhaldsmanna, hugmyndinni um
sjálfstýringu á markaði (spont-
aneous order), og rakin er til frekari
skýringar ritdeila þeirra Hayeks
og Oskars Langes á fjórða áratugn-
um um hvort væri heppilegra mið-
stýring á grundvelli ríkiseignar á
atvinnutækjum eða sjálfstýring á
markaði.
í þriðja kaflanum er hugmyndin
um sjálfstýringu útfærð á siðferði-
leg efni og rök leidd að því að sið-
ferðilegt aðhald sé frelsinu nauð-
synlegt. í þessum kafla ræðir
Hannes meðal annars hugmyndir
Tocquevilles um siðferðilega sjálf-
stýringu í fámennum byggðum og
gagnrýni Hegels í Réttarspeki hans
á borgaralegt skipulag. í fjórða
kafla ritgerðarinnar er síðan rætt
um ýmis rök frjálslyndra manna
gegn íhaldsstefnu. í þeim kafla og
öðrum er frjálslynd íhaldsstefna í
anda Hayeks borin saman við ýms-
ar aðrar kenningar, er borið hefur
hátt síðustu árin, svo sem þeirra
Rawis og Nozicks, en nokkuð hefur
verið skrifað um tvo hina fyrr-
nefndu á íslensku.
Meginniðurstaða í doktorsritgerð
Hannesar Hólmsteins er, að íhalds-
semi og frjálslyndi geti myndað
rökræna og sjálfri sér samkvæma
heild, ef notuð sé hugmyndin um
sjálfstýringu. Leiðbeinandi Hann-
esar í Oxford var dr. John Gray,
félagi á Jesús-garði, en hann hefur
gefið út bækur um John Stuart
Mill og Hayek. Andmælendur við
doktorsvörnina voru þeir dr.
Zbigniew Pelczynski og John R.
Lucas. Luku þeir lofsorði á rit-
gerðina, töldu hana frumlega og
athyglisverða, en gerðu að umtals-
efni þau atriði, sem þeir væru ekki
sammála höfundi um.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
fæddist í Reykjavík 19. febrúar
1953, sonur hjónanna Ástu Hannes-
dóttur kennara og Gissurar J.
Kristinssonar trésmiðs. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík með ágætiseinkunn árið
1972, B.A. prófi í sagnfræði og
heimspeki og cand. mag. prófi í
sagnfræði frá Háskóla íslands,
hvort tveggja með fyrstu einkunn,
en hóf nám í stjórnmálaheimspeki
í Oxford-háskóla haustið 1984.
Hann var R.G. Collingwood Scholar
í Pembroke College 1984—1985, en
sú viðurkenning er veitt einum
stúdent á ári í einhverri af þeim
greinum, sem heimspekingurinn
Collingwood lagði fyrir sig: sögu,
heimspeki, stjórnfræði eða forn-
leifafræði.
Hannes var virkur í félagslífi á
háskólaárum sínum hérlendis, sat
í stjórn Vöku, var formaður Týs,
félags ungra sjálfstæðismanna í
Kópavogi, í tvö ár og tók þátt í því
8. maí 1979 að stofna Félag frjáls-
hyggjumanna. Hann hefur verið
ritstjóri tímaritsins Frelsisins frá
1980 og framkvæmdastjóri nýrrar
rannsóknastofnunar í efnahags-
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson
málum og stjórnmálum, Stofnunar
Jóns Þorlákssonar, frá ársbyrjun
1983. Hann hefur birt fjölda greina
og ritgerða í íslenskum blöðum og
tímaritum, en einnig hafa ýmsar
ritgerðir hans og greinar verið
prentaðar erlendis, svo sem í Wall
Street Journal, Economic Affairs
og tveimur enskum bókum um
stjórnmái.
Ráðstefna
um frammi-
stöðumat
STJÓRNUNARSVIÐ viðskiptadeild
ar Háskóla fslands heldur sína ár-
legu ráðstefnu um starfsmannamál
miðvikudaginn 11. desember kl.
13.30 í Odda, hugvísindahúsi Há-
skólans.
Efnið að þessu sinni er frammi-
stöðumat. Frummælendur verða
Jón B. Stefánsson frá Eimskip, Jón
Marínósson frá IBM og Grétar
Snær Hjartarson frá SKYRR.
Á ráðstefnunni verður m.a.
reynt að svara spurningunni: Er
frammistöðumat vænlegt til
árangurs hérlendis? Hvernig á að
meta starfsmenn? Hverjir eiga að
meta? Hverja á að meta?
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!