Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 19 Hörður Guðmundsson, Ingunn og Ásta Sigrún Þórðardætur við Álfakirkjuna i Hergilsey. Dagbjört Þórðardóttir 26 ára hjúkninarnemi. Bæirnir i Hergilsey árið 1938. ekki hægt að kaupa tilbúinn fatn- að. Það var bara keypt efni í búð- unum í Flatey en snið fékk hún hjá öðrum, t.d. saumakonu einni sem saumaði mikið í Flatey. Mér er minnisstætt að áður en ég fór í skóla í Flatey saumaði mamma mér fellt pils úr peysu- fatapilsinu hennar ömmu minnar, sem þá var dáin. Svo keypti mamma fallega peysu með löngum ermum við og heklaði svo aðra peysu með stuttum ermum. Þá fannst mér ég óskaplega fin. í mörgu var að snúast Það var alltaf mikið að gera í Hergilsey. Við vorum aldrei rekin áfram við vinnu krakkarnir. Pabbi kom til okkar og spurði hvort við vildum hjálpa til, við vissum að það var margt sem gera þurfti og að allir þyrftu að vinna og hjálpuð- um því til eftir megni. Allur sokkafatnaður var unninn úr íslenskri ull. Það var til prjóna- vél heima. Pabbi prjónaði oftast nær á vélina, bæði nærfatnað og sokka. Þetta gerði hann helst að vetrinum ef hann hafði stund. Aðrir tímar komu ekki til greina hjá honum. Pabbi og hinir bændurnir í Hergilsey, Magnús Einarsson og Guðmundur Einarsson, sem báðir voru frændur mömmu, stunduðu sjóróðra haust og vor. Þá gekk fiskurinn á þessi grunnmið sem kallað var. Það var ekki svo langt að fara. Aflinn var saltaður og hertur. Það var þá ekkert frystihús í Flatey. Veturna notaði pabbi til að út- búa netin sín. Hann lagði hrogn- kelsa- og selanet, og hnýtti þau sjálfur. Rauðmaginn var mikið búsílag sem og selkjötið sem var horðað saltað og nýtt. Hann veiddi líka stundum haustkópa sem hann reykti, það var mjög gott kjöt. Eftir sauðburðinn á vorin byrj- aði svo vinnan við æðarvarpið, leitir voru farnar einu sinni í viku yfir öll löndin í júní. Síðan var dúnninn þurrkaður og hreinsaður, sem var mikil og vond vinna. Ljósm. Benedikt Jónsson Féð var flutt á land í bátum í júní og svo var farið að heyja í júlí og ágúst, byrjað á túnunum heima og síðan farið í næstu eyjar. Við fórum í útilegur, lágum við í tjaldi þegar heyjað var í fjarlægustu eyjunum, Oddleifsey, Reykey og í Skjaldmeyjareyjum. Þar var hey- skapur erfiður því eyjarnar voru þýfðar og svo voru lundabalar, allir í holum sem maður mátti vara sig á að stíga ekki ofan í. Heyið var svo sett í hnappa en seinna bundið og flutt heim á bát- um. Pabbi átti þrjá báta, mótorbát sem hét Baldur, dráttarbát sem hét Ægir, í honum flutti hann kindur og hey, svo átti hann litla skektu, fjögurra manna far, sem hann notaði mikið. Þetta var segl- bátur sem hét Björg. Pabbi hélt mikið uppá þann bát og fannst gaman að sigla honum. Það er að flestra mati talið úti- lokað að búa á eyju eins og Her- gilsey nema þar séu a.m.k. þrír karlmenn. Það þarf þrjá menn til aðbjargabátfrásjó. Við krakkarnir vorum oft kölluð til líka þegar þurfti að setja bát upp eða niður. Síðustu árin sem pabbi bjó í Hergilsey var hann Flatey i Breiðafirði. Sigurður Þórðarson og Jón Guó- mundsson að hreinsa og fjaðratína dún í sólinni. eini ábúandinn, frá 1942 til 1946. Þá fóru bræður mínir að fara að heiman og þá fluttu pabbi og mamma til Flateyjar, þar sem þau bjuggu alveg í tíu til tólf ár en eftir það í Stykkishólmi á veturna en í Flatey á sumrin meðan heilsan leyfði, og þaðan nytjuðu þau þann part úr Hergilsey sem pabbi átti. Hjúkrunarstörf Ég stundaði skólanám i Flatey sem barn og unglingur en fór svo sextán ára til Reykjavíkur í vist. Á sumrin var ég heima í Hergilsey. Rúmlega tvítug fór ég að vinna við hjúkrunar3törf o.fl. á Hvíta- bandinu í Reykjavík og ákvað þá að læra hjúkrun. Ég var að vísu tvö ár heima í Hergilsey og Flatey eftir það en fór svo í Hjúkrunar- skólann í byrjun árs 1948. Við hjúkrun hef ég unnið síðan, bæði hér og á Norðurlöndum en lengst starfaði ég á Reykjalundi sem forstöðukona í 23 ár. Þegar ég hef haft tækifæri til hef ég farið út í eyjar. Enn þann dag í dag finn ég ekki til vorsins og sumarsins nema ég komist vestur í Flatey og Hergilsey." Klettur út í Stórarana í Hergilsey, mjög vinsæll leikstaður barnanna í eynni. Ljósm Benedikt Jónsson Prestsetrið Klausturhólar í Flatey má muna sinn fffil fegri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.