Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
Æðstallraeika
eitttréðberskjól.
Þarvildiégleika
þrihelgölljól.
sungu menn í viðlagi gamals
vikivakakvæðis. Jólin nálgast.
Hægt í hugum barnanna, hratt
hjá húsfreyjunum. En þau koma
örugglega - þegar þeirra tími er
kominn. Það liggur spenna í loft-
inu. Þegar litið er á almanakið
til að skipuleggja jólaboðin
kemur í ljós að nú er mikið svig-
rúm. Þetta verða drjúg jól. Allir
ættu að geta komist að með sitt
boð. Eiginlega alveg óskafyrir-
komulag fyrir nútíma jól. Helg-
arfrí frá vinnu rétt á undan jól-
unum til að þrífa baka og undir-
búa heimilið, þá aðeins ein löng
Þorláksmessa með opnum búðum
fram á kvöld til að útrétta það
sem eftir er og ljúka störfum,
síðan kemur aðfangadagur á
þriðjudegi. Þá eigum við hér á
landi tvo góða jóladaga til há-
tíðahalda og síðan er ekki nema
einn vinnudagur til helgarinnar,
sem allt eins má nýta til áfram-
haldandi jólaboða. Og svo aftur
einn vinnudagur til gamlársdags
með tveggja daga gleði og
glaumi, eða a.m.k. kveðju- og
fagnaðarstund áramótanna í
hálfan annan dag. í þetta sinn
erum við semsagt rík af dögum
til að gleðjast saman um jólin.
Stór hluti af jólunum er að
hlakka til - þeir sem ekki hafa
glatað þeim hæfileika sem von-
andi eru fáir þegar allt kemur
til alls. Sá þáttur er nú í fullum
gangi á aðventunni. Jólin eru enn
nokkuð hefðbundin, en líklega er
það aðfaratími jólanna sem hef-
ur breyst mest á undanförnum
árum. Kannski er það rökrétt og
eðlileg afleiðing af minnkandi
fjölskyldum og þá fámennari
fjölskylduboðum. Pélagslífið
utan heimilisins er orðið meira
og fjölbreyttara og það er einmitt
það sem hefur bólgnað út á að-
faratíma jólanna. Varla það fé-
lag eða sá vinnustaður sem ekki
efnir til Jólaglöggs“ á jólaföst-
unni. Byrjar strax í byrjun des-
ember, svo að við sem víða förum
og erum þáttakendur í sitt- litlu-
af- hverju- gætum verið synd-
andi ljúf af rauðvínsdrykkju og
södd af áfengum rúsínum á
hverju síðdegi alla jólaföstuna —
svona ef vilji er fyrir hendi. Þetta
kemur nú að nokkru í staðinn
fyrir samverustundir stórfjöl-
skyldunnar við jólaundirbúning-
inn: laufabrauðs- eða piparköku-
baksturinn, jólaskrautsgerð í loft
eða á jólatré, sælgætisfram-
leiðslu úr súkkulaði og marsipani
o.s.frv. Eflaust eðlileg fram-
þróun í samfélagi þar sem félags-
skapurinn hefur færst út á
vinnustaðina af fámennum
heimilum — en leyfist ekki samt
að sjá svolítið eftir því sem var.
óþarfi þarna „að kasta því frá
sér svo maður missi það ekki“,
eins og evrópskur málsháttur
hvetur til. Við þessir duglegu
íslendingar getum sem best inn-
byrt þetta allt saman af okkar
alkunnu lífsgræðgi. Að minnsta
kosti þar til við missum það.
Ættum kannski í tilefni jólanna
og minningu höfundar Jólaævin-
týrisins, Charles Dickens, að
hlusta eftir orðum hans, þegar
hann segir um fólkið: „Látið það
hlæja, látið það gráta en umfram
allt látið það doka við.“
Jólahaldið sjálft er þó enn
býsna hefðbundið á mörgum
heimilum með kirkjuferðum,
fjölskyldusamkomum og miklum
oggóðum mat. í hverri fjölskyldu
hafa svo skapast vissir siðir sem
alltaf eru hafðir uppi á hverjum
jólum og ekki í annan tíma.
Teknir fram ákveðnir hlutir og
hafðir til að gleðja augað,
kannski hlutir sem engum öðrum
þykja fallegir en öllum viðstödd-
um þykir vænt um. Hafa kannski
séð þá á hverjum jólum frá því
að þeir voru börn. Þegar þeir eru
komnir upp, þá eru komin jól.
Og þegar rjúpurnar, hamborgar-
hryggurinn, svínakjötið, heima-
lagaða kæfan, síldin eða rúllu-
pylsan, eða eitthvað annað, er á
borðinu þá tilheyrir það jólunum.
Ekki haft fyrir því í annan tíma.
Eða þegar á kaffiborðinu blasir
við randalínan eða vínartertan,
hvort sem við viljum kalla það,
hálfmánarnir, piparkökurnar
eða aðrar heimilissmákökur þá
setur það jólasvipinn á. 1 bruðl-
samfélaginu þegar allt má kaupa
nýtt á næstu jólum væri mikið
misst ef slíkir siðir hyrfu. Þeir
geta verið allfjölbreyttir eftir
fjölskyldum. Einn hefur á jóla-
trénu sínu ekkert annað en gyllt-
ar hnetur og lifandi ljós, annar
epli og fígúrur úr piparkökum
auk rauðra rafljósa og sá þriðji
gylltar kúlur, englahár og mikið
glys. Hver eftir sinum smekk.
Ekki aðalatriðið hvað, heldur að
það sé alltaf það sama, jól eftir
jól, verði orðin hefð í fjölskyld-
unni. Hver ung fjölskylda ætti
að koma sér upp nokkrum hefð-
bundnnum siðum. Sama hvað er,
t.d. að alltaf sé farið í sama leik-
inn sem þeir yngstu koma inn í
smám saman og halda við. Þá
þarf eitthvað einfalt sem allir
geta verið með í, allt frá 5 ára
til áttræðs. Að þeir hafi gaman
af honum saman. Ekki að krakk-
arnir fari í annað herbergi með
sína leiki og þeir fullorðnu sitji
eftir. Þá missa menn af þessu
tækifæri til samveru við bestu
skilyrði — jólin. Eða eins og örn
Arnarson segir í síðasta erindinu
af Ijóði sínu um jól:
Og ellin tekur hlutdeild
í helgi jólanætur,
en heimur skrýðist ljóma
frá barnsins jólasól.
En innst í hugans leynum
er lítið bam sem grætur -
oglitlabarniðgrætur
aðþaðfær enginjól.
Þegar talað er um samveru
á jólum verður eflaust ýmsum
að orði að svona drjúg jólahátíð
eins og í ár verði þeim þá æði
löng sem fáa eða engan hafa til
að eyða henni með. Mikið rétt.
Sem betur fer eru þeir ekki
margir sem engan þekkja til að
vera hjá einu sinni á ári. Þá er
það einmitt gjarnan sem allt í
einu er munað eftir gleymda
ættingjanum - hann tilheyrir
einmitt á jólunum. En við höfum
líka komið okkur upp ágætum
sið um jólin, að lesa bók. Það
tilheyrir og samvist við góða bók
býður oft upp á heilmikið „sel-
skap“. Velja hana þá vel fyrir-
fram. Þeir sem liggja í skýrslum
allan ársins hring og hafa ekki
tima til að líta nema rétt í blöðin
lesa óskabókina yfir jólin. Bók
sem maður hefur tryggt sér með
ábendingu í jólagjöf eða freistast
til að kaupa. Það er ein af hefðun-
um okkar, sem kemur af þessum
sið að gefa út allar bækur fyrir
jólin og láta þá dynja á mann-
skapnum hvatningu til að kaupa
þessa og hina bókina. Kannski
þetta sé öfugt, jólalesararnir
haldi þeim skikk í landinu að
gefa út allar bækur fyrir jólin.
Sama hvort kemur á undan,
eggið eða hænan, góða bókin eða
lesandinn. Við valið mætti
kannski minnast hins ágæta
heilræðis Piets Heins eins og
Magnús Ásgeirsson þýddi það
(held ég):
Viturleg bók er best að fái
svo berleg spjöll
af heimsku, að einnig heimskir sjái
að hún er snjoll.
En hvort sem maður ætlar
að eyða þessum drjúgu jólum í
samfélagi við ættingja eða sögu-
persónur er rétt að hafa fyrir-
hyggju - núna.
Þaðfœst marql skemmtilegt í Alafossbúðinni. t.d. stílhrein matar- og
kaffistell úr fivítu postulíni frá fiinum þekkta framleiðanda Arzberg
Þarna erauk þess að finna listilega hönnuð vínglös, hnífapörog ýmsa
skrautmuni
/tofossbúðin
VESTURGOTU 2 SIMI 13404
GIAFAVORUR
Hitaeiningar og
kolvetnisinnihald
á augabragði
Langar þig til þess að vita hve margar hitaeiningar eru í eþlinu
sem þú ert að fara að borða — eða hve mörg kolvetni eru í því?
Kannski langar þig til að vita hve miklar hitaeiningar
eru í lambakótelettunni sem þú ert að fara að leggja þér til munns,
nú eða einum disk af kornflögum.
Þetta og margt flelra færöu að vlta á
augabragöi meö nýrri rafelndavog sem
komin er á markaðinn.
Þetta er eldhúsvog sem gerlr ýmis-
legt flelra en að mæla hveitl og sykur.
• Hún gefur upp hltaeinlngar-, fltu-,
kolvetna- og trefjalnnlhald teg-
unda.
s • Breytirgrömmumlúnsurogöfugt
á augabragði.
• Hefur tímastilli frá 30 sek. upp (99
mtnútur.
• Hægt er að vigta margar tegundir
samtímis.
vogln gengur fyrir venjulegri 9 volta
rafhlöðu, sem á að duga í eitt ár Með
henni fylgir bók á ensku par sem er að
flnna kóða tll að f Inna út næringarglldi
nokkur hundruð f æöutegunda. Islensk
býðing á bóklnnl er væntanleg innan
skamms.
útsölustaðir: Glóey, Armúla, H. Blering, Laugavegl, H. G. Guðjóhsson, Stigahlfö,
Hagkaup, Skeifunnl, Helmilistækl, Sætúnl, Rafbúð Domus Medica, Egilsgötu,
versl. Rafmagn, vesturgötu.