Morgunblaðið - 15.12.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 15.12.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 Blönduós: Kaupfélag Hún- vetninga 90 ára opið hús á afmælisdaginn Blönduósi, 13. desember. 90 ÁR eru liðin frá stofnun Kaup- félags Húnvetninga (KH). Það voru þeir Jón Guðmundsson á Guðlaugs- stöðum og Þorleifur Jónsson al- þingismaður á Syðri-Löngumýri sem boðuðu til stofnfundar félagsins á Blönduósi þann 16. desember 1895. Fyrsti formaður var kosinn Þorleifur Jónsson. Geysilegar breytingar hafa orð- ið á rekstri og umsvifum KH þessa tæpu öld sem það hefur starfað. Fyrsta hús kaupfélagsins var byggt 1899 en núna rekur KH þrjú verslunarhús, eitt á Blönduósi þar sem jafnframt er skrifstofa félags- ins, og tvö á Skagaströnd. Auk þessa rekur KH meðal annars vél- smiðju, pakkhús og söluskála á Blönduósi. Nýjasta verkefnið sem KH hefur ráðist í er kaup á súpu- gerðinni Vilko og er áætlað að fyrirtækið flytji norður eftir ára- mótin. Hjá Kaupfélagi Húnvetninga starfa nú um 80 manns og mun heildarumsetning félagsins á ár- inu vera um það bil 350 milljónir. Til gamans má geta þess að KH leggur fram um það bil 500 þúsund krónur til félags-, íþrótta- og menningarmála í héraðinu á þessu ári. Á afmælisdaginn, mánudaginn 16. desember, ætlar kaupfélagið að minnast dagsins með því að hafa opið hús i félagsheimilunum á Blönduósi og Skagaströnd. For- maður stjórnar er Björn Magnús- son bóndi á Hólabaki, en kaup- félagsstjóri Árni S. Jóhannsson. Jón Sig. Guðmundur sklpherra Kjæmested síðara bindi skráð af Sueini Sæmundssyni Saga hatrammra átaka, taugastríðs og ofbeldisverka Þetta er líka saga um harðfylgi og þrautseigju íslenskra varðskipsmanna og óumdeildan foringja þeirra í baráttunni við ofurefli sem að lokum laut í lægra haldi. Sveinn Sæmundsson skráir sögu Guðmundar skipherra og baráttunnar við breska Ijónið sem náði hámarki er herskip reyndi að sökkva varðskipinu Tý. Breskir útgerðarmenn kröfðust þess að Guðmundur yrði rekinn í land og herskipamenn óttuðust hann og hötuðu. „Við erum ekki stríðsmenn," sagði Guðmundur, „en þegar ráðist er á okkur með ofbeldi legg ég allt í sölurnar til að verja sjálfstæði íslands." ÞETTA RITVERK ER ÓMETANLEG HEIMILD UM BARÁTTU ÞJÓÐAR FYRIR TILVIST SINNI ðfíN 06 OftLYGU* PE.KristianKálund ISLENZKlR SögustaðiR VESTfjRÐinGA FJÓRÐUMGUR íslenzkir sögustaðir Vestflrðlngafjórdungur „Annað bindi öndvegisrits" „Höfundur hefur ferðina . . . við Hvítá í Borgarfirði . . . Á leið hans verða sögustaðir (slendingasagna hver á fætur öðrum og lýsir hann þeim og tengir sögunum og atbuðum þeirra. Er bókin þannig, öðrum þræði eins konar handbók fyrir þá er vilja ferðast um ísland sagnanna og fræðast um mennogatburði sem þar er frá greint og skoða um leið sögustaði." jón Þ. Þór (Tíminn 26/11/85) MINNINGAR HULDU Á. STEFÁNSDÓTTUR Bernska Ninningar Huldu Á. Stefánsdóttur — bemska Hulda Á. Stefánsdóttir er ein þeirra kvenna sem sett hafa svip á öldina og þjóðin öll þekkir og ann. Frásögn hennar stendur djúpum rótum í þjóðlífi og sögu. Mannlýsingar eru skýrar og hispurslausar, yljaðar kímni og næmum skilningi. í HÓPI MERKUSTU MinnmGABÓKA Sjómannsævi — lokablndld — eftir Karuel Ögmundsson í þessu bindi segir Karvel frá sjósókn sinni á Hellissandi, ísafirði og Hjarðvík- um. Mikill fengur er að tveimur köflunum, leiftrandi frásögn af Ólafi Thors og frásögnum af yflmáttúrulegum fyrirbær- um, draumum, dulheyrn, hugboðum og aðvörunum, en Karvel er gæddur dulrænum hæfileikum sem hann kann að nýta bæði sér og öðrum til góðs. BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866 Norræna listasambandið: Verk eftir íslenska listamenn á afmælis- sýningu NORRÆNA listasambandið minnist 40 ára afmælis síns með afmælissýningu f húsakynnum á Valdimarsodda í Stokkhólmi og var sýningin opnuð í byrjun nóvember sl. Tveir íslenskir listamenn taka þátt í sýningunni, þeir Jóhannes S. Kjarval fyrir hönd þeirra lista- manna, sem voru starfandi á fimmta áratugnum þegar samband- ið var stofnað og Jón Gunnar Árna- son fyrir hönd starfandi listamanna af yngri kynslóðinni. I umsögn um sýninguna, sem birtist í Dagens Nyheter, segir að verk Jóhannesar S. Kjarval beri merki uppruna síns. Hann túlki í verkum sínum íslenskt landslag og fjöll, sem eigi sér enga hlið- stæðu. Um Jón Gunnar Arnason segir, að hann gefi höggmyndum sínum frjálst rými i rúminu eins og sjá megi í verki hans Draum- bátur unninn úr stálrörum, sem upphefur náttúrulegt þyngdarlög- mál. Aðrir norrænir listamenn sem taka þátt i. sýningunni eru þeir Arne Ekeland og Gunna Torvund frá Noregi, Henry Heerup og Niels Reumert frá Danmörku, Birger Carlstedts og Leena Luostrinens frá Finnlandi, Sven X-et Erixson og Curt Asker frá Sviþjóð og Annelise Josefsen fyrir hönd Sama, sem nýlega hafa orðið aðilar að samtökunum. Jólabasar hjúkrunar- fræðinema ÞEGAR skýrt var frá jólabasar 4. árs hjúkrunarfræðinema í HÍ sem haldinn verður í Hjúkrunar- skóla íslands í dag, sunnudag, láð- ist að geta þess að basarinn hefst kl. 14.' Er því hér með komið á framfæri. XJöfóar til 11 fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.