Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
Eftir ÖNNU THEODÓRSDÓTTUR
K enndi
pönnuköku-
bakstur í
kanadíska
sjónvarpinu
Edda Ólafsdóttir
Hún er glaðleg og
skemmtileg og í ná-
vist hennar er
ómögulegt að láta sér
leiðast. Fyrir tilviljun frétti ég
að hún væri í heimsókn hér á
landi og ákvað að ná tali af
henni og forvitnast um hennar
hagi á erlendri grund. Við höfð-
um ekki sést um árabil enda báð-
ar búsettar erlendis, sitt hvoru
megin Atlantshafsins.
Hún heitir Edda Ólafsdóttir,
íslensk kona sem fluttist árið
1973 ásamt manni og börnum af
landi brott. Fyrirheitna landið
var Kanada, óskaland f slendinga
sem flytja vestur um haf. Þau
settust að í Winnipeg. Maður
hennar, Þráinn Kristjánsson,
hafði lært hótelstjórn og honum
bauðst gott starf. 1 dag eiga þau
tvo veitingastaði, Round Table
og Grapes, sem eru mjög vinsæl-
ir staðir. Á Round Table er hægt
að gæða sér á Edda’s Browncake,
4 hæða brúnköku með rabarb-
ara, jarðarberjum, kremi og
rjóma. Tímarit í New York bað
um uppskriftina en Edda neitaði
auðvitað. Hún hefur kennt ís-
lenska matreiðslu og kökubakst-
ur í sjónvarpi á rás 7 í Kanada,
t.d. bakstur á vínartertu, pönnu-
kökum og kaniltertu. Einnig
hvernig útbúa á rúllupylsu o.fl.
Skemmtilegast af öllu var þegar
hún hellti upp á kaffi með gamla
laginu og útbjó kaffipokann úr
gömlum nærbol. Hún setti það
sem skilyrði að sjónvarpsþætt-
irnir yrðu sem íslenskastir. Þul-
urinn var klæddur í lopapeysu
sem Edda hafði prjónað. Sviðið
var skreytt með íslenskum værð-
arvoðum, sokkum og gæruskinn-
um og úr þessu urðu allra þjóð-
legstu þættir. Hægt var að
hringja í sjónvarpið á eftir. Um
2 þúsund manns hringdu til að
fá uppskriftir af kökum og einn-
ig til að vita hvernig ætti að búa
til íslenska kæfu. Mikill áhugi er
hjá Vestur-íslendingum að
halda í allt sem íslenskt er.
Ótrúlegt er hversu vel eldra fólk-
ið talar íslenskuna, jafnvel það
fólk sem aldrei hefur til fslands
komið. Það talar hreina og góða
íslensku fyrir utan fáein orð sem
ekki voru til í málinu á þeim
tíma er foreldrar þeirra fluttust
úr landi. í dag er þetta öðruvísi
hvað unga fólkið varðar. Fólk
yngra en 40 ára talar ekki ís-
lensku nema í litlum mæli. For-
eldrar þeirra töluðu ekki ís-
lensku sín á milli nema þegar
um einhver leyndarmál var að
ræða og börnin áttu ekki að
skilja. Smátt og smátt lét ís-
lenska undan síga. Ungu fólki í
dag leiðist að kunna ekki málið
sem forfeður þeirra töluðu og er
nú íslenska vinsælasta fagið i
háskólanum í Winnipeg. Hægt
er líka að fá einkatíma í málinu
á Gimli og í barnaskólanum i
Árborg.
Athyglisvert er að ekki ein-
ungis fólk af íslensku bergi brot-
ið er að læra málið heldur fólk af
mörgum þjóðernum. Edda hefur
ferðast mikið um Kanada, skoð-
að flesta staði þar sem fslend-
ingar settust að. Hún hefur
kynnt sér sögu landnemanna og
dáist mjög að dugnaði þeirra og
þrautseigju við ótrúlega erfiðar
aðstæður. Það hefur vakið at-
hygli hennar hversu gott sam-
komulag hefur alltaf verið milli
fslendinga og indjána.
íslendingadagurinn er alltaf
mikill hátíðisdagur i Manitoba
og er sá dagur fyrstu helgina í
ágúst ár hvert. Þá koma menn
saman og gæða sér á íslenskum
réttum, slátri og lifrarpylsu.
Einnig reynum við á hverju ári
að fá hingað fólk frá fslandi til
að koma fram á þessum degi.
Þetta ár kom t.d. karlakórinn
Stefnir úr Mosfellssveit og söng
fyrir okkur. Með hlutverk
Fjallkonu er valin fullorðin
vestur-islensk kona og við hvora
hlið hennar standa ungar konur
og er farið með minni fslands.
Mikið er dansað og islenskir
söngvar sungnir.
Fljótlega eftir að Edda fluttist
vestur var hún svo heppin að
kynnast konu að nafni Bew Ros-
inkrans, en hún er hálfur Norð-
maður og hálfur íslendingur.
Bew er þekkt fyrir mannúðar- og
hjálparstörf. Edda segist eiga
henni mikið að þakka í sambandi
við persónulega velgengni sína.
Þessi kona bauð henni að selja
Shakkle-vörur, fjölvítamin og
fleira. Áhugi hennar var vakinn
og hún fór að kynna sér nær-
ingarfræði. Hefur hún nú í mörg
ár verið að bæta við sig þekkingu
í þeim efnum og kynna sér mat-
aræði fólks.
Hefur hún lengi verið sðlu-
hæsta konan hjá Shakkle i
Manitoba-fylki. Þetta er afar
skemmtilegt starf svo það má
sannarlega segja að ég sé á réttri
hillu. Shakkle-vítamin eru nokk-
urs konar fæðuuppbót unnin úr
náttúrulegum efnum, undir
ströngu eftirliti sérfræðinga.
Vestan hafs er vitað að oft er
vöntun á ýmsum nauðsynlegum
efnum í þeim mat sem fólk borð-
ar. Finnst mér ástandið i þessum
efnum miklu betra hér heima
mest vegna þess hve hráefnið
hér er miklu nýrra, t.d. fiskur-
inn.
Til að byrja með þjáðist Edda
mikið af heimþrá en Vestur-
íslendingarnir hjálpuðu henni
yfir erfíðasta hjallann. Margs er
að sakna héðan finnst henni,
fólkið hennar, góða loftið og
landið sjálft. Núna finnst henni
Manitoba vera einn besti staður
sem íslendingar geta flust til.
Kanada hefur reynst mér land
tækifæranna. Ég þakkaði Eddu
spjallið og óskaði henni alls góðs
í framtíðinni.
Gerður
Ævisaga
myndhöggvara
eftir Elínu
Pálmadóttur
Æviferill Gerðar Helgadóttur,
myndhöggvara, var stórbrotinn.
Leið hennar til heimsfrægðar, úr
Handíða- og myndlistaskóla
Lúðvígs Guðmundssonar til
Flórens og Parísar var bæði örðug
og grýtt. Erfið einkamál áttu þar
hlut að máli.
Nánasta vinkona Gerðar, Elfn
Pálmadóttir, segir hér sögu
hennar af ástúð, virðingu og
mikilli hreinskilni.
’ Petta er áhrifamikil og vel rituð
saga um stórbrotinn æviferil
mikillar listakonu, sem lést árið
2 1975, langt fyrir aldur fram.
Elin Rilmadúttir
Gerður
Ævísagi rrtyndhíiggvara
BÓK
AUÐVITAÐ
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. AUSTURSTRÆTI 18, StMI 25544.
SKYRTUR
BINDI
SOKKAR
HANZKAR
PEYSUR
NÁTTFÖT
SLOPPAR
SKÓR
SNYRTIVÖRUR
INNISKÓR
FÖT
FRAKKAR
HATTAR
HÚFUR
£
VANDAÐAR
TREf LAR
GÓÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ
H
E
R
RA
13
LD