Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
+ Eiginmaöur minn, GUÐMUNDUR GUOMUNDSSON, sparisjóösstjóri, Ölduslóö 40, Hafnarfiröi, lést aö morgni 13. desember. Fyrir hönd vandamanna, Elísabet Magnúsdóttir.
+ Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG BJARNFREÐSDÓTTIR, sem lést 10. desember, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju miövikudaginn 18. desember kl. 15.00. Fyrir hönd barna, tengdadætra og barnabarna, Óskar Guömundston.
+ ÁSTA S. ÓLAFSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 13. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Eíginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN VIGDÍS ERLENDSDÓTTIR, Smératúni 44, Kaflavík, sem lést mánudaginn 9. desember, veröur jarösungin frá Keflavtk- urkirkju þriöjudaginn 17. desember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Ragnar Þóröarson, Erlendur Ragnarsson, Þórdís Pélsdóttir, Kristín Hrönn Brantley, John Brantley, María Hafdís Ragnarsdóttir, Ómar Matthíasson, Þóröur Ragnarsson, Guöbjörg Jónsdóttir, Ómar Ragnarsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Rut Ragnarsdóttir og barnabörn.
+
Otför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu
ÁSTRÍDAR HANNESDÓTTUR,
Sóleyjargötu 27,
fer fram þriöjudaginn 17. desember nk. kl. 13.30. Blóm vinsamlega
afþökkuö. En þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofn-
anlr.
Hannes Þórarinsson,
Anna Þórarinsdóttir, Stefén Guönason,
Gunnlaug Hannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ÁSRÚN JÓNASDÓTTIR,
veröur jarösungin frá nýju Fossvogskapellunni þriöjudaginn 17.
desember kl. 10.30.
Þuríöur Guðmundsdóttír,
Jónas Guómundsson,
Helga Jóhannsdóttir,
Ásrún McLean.
+
Útför móöur okkar,
STEINUNNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Reynihvammi 25,
Kópavogi,
veröur gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. desember kl. 10.30.
Fyrlr hönd aöstandenda.
Jóhanna Bóel,
Magnea og Svava Siguröardætur.
+
Útför
RAGNHEIDAR INGIBJARGAR BJARNADÓTTUR
veröur gerð frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 17. desember kl.
15.00.
Bjarni Hannesson, Þorbjörg Þóroddsdóttir,
Hanna Hannesdóttir, Baldur Jóhannsson,
Björn Bogason, Ingibjörg Siguröardóttir.
Minning:
Ingibjörg Halldórs-
dóttir, Galtastöðum
Vér lifum störfum aðeins nokkur ár
að æviskeiði loknu er holdið grafið.
En stritsins sviti og öll vor tregatár
um tímans eilífð renna í mikla hafið.
Veturinn er genginn í garð með
kulda og hretviðrum, blóm sum-
arsins, sem glöddu augað og hlýj-
uðu okkur um hjartaræturnar eru
dáin, fallin til moldarinnar er þau
uxu upp af í vor. Blómin eins og
allt sem lifir lúta því lögmáli lífs-
ins að leita aftur til uppsprettu
sinnar. Þessu sama lögmáli lútum
við mannanna börn.
Þessar hugrenningar leituðu á
mig er ég frétti andlát aldinnar
heiðurskonu, Ingibjargar Hall-
dórsdóttur, vinkonu fjölskyldu
minnar í gegnum árin. Hún andað-
ist 18. sl. m. á Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna f Reykjavík eftir
erfiða sjúkdómslegu. Ingibjörg var
fædd 29. nóvember 1902. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðrún Jóns-
dóttir og Halldór Björnsson bóndi
í Húsey.
Þegar Ingibjörg var þriggja ára
gömul missti hún móður sína.
Halldór kvæntist aftur Aðalbjörgu
Sigurðardóttur, merkri mann-
dómskonu, sem gekk börnum hans
fimm í móðurstað. Þau eignuðust
einn son, Sigurð, sem lengi bjó í
Húsey.
Snemma kom í ljós að Ingibjörg
var gædd mikilli líknarlund. Ung
að árum hleypti hún heimdragan-
um og fór til Akureyrar og lærði
þar hjúkrunarstörf. Þau störf
stundaði hún síðar í heimahögum
sínum, annaðist og hjúkraði veik-
um og dauðvona samferðamönnum
af mikilli alúð og varfærni. Á þeim
tímum var litið um sérmenntað
fólk á sviði heilbrigðismála og
sjúkrahús fá. Sjúklingar urðu því
oftast að komast af með þá hjúkr-
un og umönnun sem heimilin gátu
veitt. Það hefur því verið mikill
styrkur og hjálp, að geta leitað til
konu með reynslu í hjúkrunar-
störfum í veikindatilfellum í af-
skekktu byggðarlagi, sem langt
var að fara til læknis.
Árið 1926 giftist Ingibjörg
Björgvini Elíssyni ættuðum frá
Staffelli í Fellnahreppi. Þau hófu
búskap á Nefbjarnarstöðum í Hró-
arstungu, en bjuggu lengst af á
Galtastöðum í sömu sveit í sambýli
við Björn bróður Ingibjargar. Þau
eignuðust ekki börn, en ólu upp
sem sín eigin börn, Brynjar Pét-
ursson, Inga Björgvin Guðjónsson
ogGerðu Ingibjörgu Bjarnadóttur.
Einnig ólu þau upp að nokkru leyti
Sigurð Einarsson. Öllum þessum
fósturbörnum og fjölskyldum
þeirra reyndust þau Galtastaða-
hjón eins vel og þau hefðu verið
þeirra holdlegu foreldrar. Þau
skiluðu þjóðfélaginu fjórum nýt-
um þegnum.
Á Galtastaðaheimili nutu skjóls
um lengri eða skemmri tíma ýmsir
fleiri, t.d. Elís Guðmundsson faðir
Björgvins og Þórunn systir Elísar.
í búskapartíð Ingibjargar og
Björgvins urðu miklar umbætur á
Galtastöðum. Húsakynni voru
endurnýjuð, túnið stækkað og
sléttað svo eitthvað sé nefnt.
Umgengni öll var til fyrirmyndar
hvort sem var úti eða inni.
Ingibjörg var vel gefin kona
bæði til munns og handa. Hún átti
gott með að koma saman vísu þó
ekki væri haft hátt um það. Heim-
+
Eiginmaöur minn og faöir,
KNUT LANGEDAL,
Þórsgötu 15,
verður jarösunginn frá Hallgrimskirkju mánudaginn 16. desember
1985 kl. 13.30.
Kristjana Einarsdóttir Langedal,
Bertha Langedal.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og
útfarar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR
fré Hvammstanga,
Kleppsvegi 20.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki og vistfólki á Droplaugar-
stööum fyrir hlýhug og góöa umönnun.
Ragnheiöur Ingvarsdóttir,
Arnheiöur Þórhallsdóttir,
Hólmfríður Þórhallsdóttir, Sverrir Skarphéöinsson,
Hreiöar Þórhallsson, Emilia Emilsdóttir,
Þórhallur Þórhallsson, Jóhanna Antonsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin-
manns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa okkar,
MAGNÚSAR PÁLMASONAR,
fyrrverandi bankaritara,
Safamýri 54.
Sérstakar þakkir til Karlakórs Fóstbræðra.
Guöbjörg Erlendsdóttir,
Kristín Magnúsdóttir, Andrés Guömundsson,
Sigurbjörg Magnúsdóttir, Bjarni Pétursson,
Erla Magnúsdóttir,
Hrafnhildur Magnúsdóttir, Péll Guómundsson,
börn og barnabörn.
+
Þökkum hjartanlega öllum er vottuöu okkur samúö og hlýhug viö
andiát og útför sonar okkar, vinar og bróöur,
LÁRUSAR JÓNS THORARENSEN.
Bogi Thorarensen,
Lilja Sæmundsdóttir,
Bryndís Bragadóttir
og systkini.
ilið bar verklægni og listfengi
hennar ljósan vott. Eftir hana
liggja margir fallegir handunnir
listsaumaðir munir. Ingibjörg var
glaðsinna og skemmtileg, hún
hafði ánægju af að blanda geði við
aðra og átti auðvelt með að taka
þátt í gleði og sorg vina sinna og
vandamanna. Þau Galtastaðahjón
voru vinamörg og var heimili
þeirra rómað fyrir gestrisni og
greiðvikni. Margir áttu erindi í
Galtastaði. Um árabil sá Björn
bróðir Ingibjargar um lestrarfélag
í Út-Tungu og sjálfur átti hann
gott bókasafn sem nágrannarnir
nutu góðs af.
Á þessum árum hafði fólk ekki
fjölmiðla með allskyns fræði og
afþreyingarefni í stofunni hjá sér,
svo bókakostur lestrarfélaga og
heimila var almenningi meira
virði en nú gerist. Galtastaðahjón-
um var einkar lagið að taka vel á
móti gestum og veita af rausn og
ógleymanleg eru mörg kvöldin er
sest var við spilaborðið á Galta-
stöðum.
Árið 1963 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur. Börnin voru þá upp-
komin og flutt að heiman nema
Gerður I. Bjarnadóttir sem nokkru
síðar tók við búi á Galtastöðum
með manni sínum Elísi Hrafnkels-
syni.
Heimili Ingibjargar og Björg-
vins hér í Reykjavík var í Nökkva-
vogi 36. Þar keyptu þau íbúð ásamt
Birni sem áfram bjó hjá þeim. Enn
stóð heimili þeirra opið stórum
hópi vina og venslamanna, bæði
þeim sem búsettir eru hér og ekki
síður vinum að austan, sem leið
áttu til Reykjavíkur. Enn sýndi
Ingibjörg hve auðvelt hún átti með
að blanda geði við annað fólk og
aðlagast breyttum aðstæðum og
tímum, því að hún hóf störf utan
heimilis og vann af og til fram á
síðustu ár. Hún lifði bæði Björgvin
mann sinn sem lést 11. október
1974 og Björgvin bróður sinn sem
andaðist nokkrum árum síðar.
En þrátt fyrir missi ástvina
sinna og náinna samferðamanna
hélt Ingibjörg kjarki sínum og sál-
arró fram til hinstu stundar. Hún
dó sátt við lífið og tilbúin að hefja
störf á öðru tilverustigi. Ég þakka
Ingibjörgu samfylgdina og órofa
tryggð við fjölskyldu mína og bið
henni guðs blessunar á ódáins
vegum. Aðstandendum hennar
votta ég samúð mína.
Guðrún I. Jónsdóttir
Blómmtofa
Fnðftnns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,* einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.