Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
Mikill áhugi virðist hjá
fólki á kaupum
íbúðarhúsnæðis á Spáni og
fór rúmlega 50 manna hópur
til Spánar um síðustu helgi
til að skoða hús á vegum
umboðsaðila norsku
söluskrifstofunnar Suomi
Sun Spain. Farið var til
Torrevieja, sem er um 40 km
suður af Alicante, en þangað
var flogið með leiguflugvél
Arnarflugs. í hópnum voni
m.a. margir félagsmenn úr
Sólarsetri, sem er félag
aldraðra, en það var stofnað
í þeim tilgangi að athuga um
íbúðakaup á Spáni. Til
athugunar er í
Seðlabankanum að gefa út
reglugerð sem heimilar slík
íbúðakaup, en líklega verður
heimild takmörkuð, a.m.k.
fyrst í stað.
Hópurinn í íbúöahverfinu við Torrevieja.
■V +L \ X : 1
m | f> • ■
Húsin eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þetta hús er
nýfrágengið og trjám hefur nýlega verið plantað eins og sjá
má fremst á myndinni.
Páll Jónsson umboðsaðili norska fyrirtækisins á íslandi leiðir
hér hópinn um svæðið.
Hverfið er enn að hluta ófrágengið. Lengst til hægri má sjá
garð við fullfrágengið hús en á þessum slóðum tekur ekki
langan tíma að ná upp gróðri.
Nema
íslendingar
sumarbústaðalönd
á Spáni?
áll Jónsson er
umboðsaðili
norsku sölu-
skrifstofunnar
og annaðist
hann undirbún-
ing skoðunar-
ferðarinnar. Húsin sem skoðuð
voru eru við Torrevieja, en húsa-
þyrpingin kemur til með að telja
um 880 íbúðir, þegar hverfið
verður fullfrágengið. Um 80%
íbúðanna verða í eigu Norð-
manna. Hverfið ber nokkuð með
sér í dag að það er í byggingu,
en þar á móti kemur að íbúða-
verðið er í samræmi við það.
Lítið sumarhús, u.þ.b. 40 fer-
metrar, kostar rúmlega 600 þús-
und ísl. krónur og innifalið í því
er fullfrágengin lóð, ísskápur,
eldavél, flísar á gólfum, inni-
arinn, grill á svölum og innrétt-
ingar. Að sögn kunnugra verður
hverfið frágengið eftir u.þ.b. tvö
ár, en þá má reikna með að verð
íbúðanna hækki til muna.
Frá húsaþyrpingunni eru um
tveir kílómetrar niður á strönd
og 4,7 km að næsta bæ, en þar
er prýðissiglingahöfn, auk versl-
ana og veitingahúsa. í hverfinu
sjálfu verður þjónustumiðstöð,
sem tekin verður í notkun nk.
vor, en í henni verða m.a.: versl-
anir, tennisvöllur, „minigolf",
vatnsrennibrautir og sundlaug.
í u.þ.b. 20 mínútna gönguleið
frá hverfinu er 18 holu golfvöll-
ur.
Gestur Ólafsson, einn for-
svarsmanna Sólarseturs, en
hann var einn þeirra sem skoð-
aði hverfið, segir, að það sé
upplagt fyrir fólk sem vill fá að
vera í friði og ró. Það sé utan
alfaraleiða en bíða þurfi í u.þ.b.
tvö ár eftir að hverfið verði gró-
ið. Þar á móti komi að verðið sé
nú lægra, en vænta megi að það
verði að þeim tíma liðnum.
Barnadeild Land-
spítalans færð full-
komin tæki að gjöf
STJÓRN Thorvaldsensfélagsins og
stjorn barnauppeldissjóðs afhentu í
nóvember mánuði sl. Barnadeild
Landakotsspítala mjög fullkomin
tækjabúnað að gjöf. Hér er um að
ræða færanlega hjartarafsjá; vökva-
dælu er stillir næringar- og lyfja-
skammta í æð; sterkan Ijósgjafa og
hjólastól fyrir hreyfiskert börn.
Siðustu áratugi hafa konur i
Thorvaldsensfélaginu gert barna-
deildinni kleift að eignast nýjan
og fullkominn tækjabúnað sem
auðveldar mjög sjúkdómsgreining-
ar og meðferð. Jafnframt þessu
hefir félagið beitt sér fyrir bættum
aðbúnaði barna og foreldra við
deildina. Er starf líknarfélaga f
þágu sjúkra barna ómetanlegur
þáttur fyrir heilbrigðisþjónustuna
í landinu.
FrétUtilkjnaing M Undakotnspiuln.
Frá vinstri: Unnur Ágústsdóttir
Schram, Evelyn Þ. Hobbs formaður
Thorvaldsensfélagsins, Árni V. Þórs-
son, yfirlæknir, Ingibjörg Magnús-
dóttir, Auður Ragnarsdóttir, deildar-
stjóri, Ásta Jónsdóttir, Kirsten Ingi-
marsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Agna
Jónsson, Kristín Samúelsdóttir, Sig-
ríður Þ. Bergsdóttir.