Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 Mikill áhugi virðist hjá fólki á kaupum íbúðarhúsnæðis á Spáni og fór rúmlega 50 manna hópur til Spánar um síðustu helgi til að skoða hús á vegum umboðsaðila norsku söluskrifstofunnar Suomi Sun Spain. Farið var til Torrevieja, sem er um 40 km suður af Alicante, en þangað var flogið með leiguflugvél Arnarflugs. í hópnum voni m.a. margir félagsmenn úr Sólarsetri, sem er félag aldraðra, en það var stofnað í þeim tilgangi að athuga um íbúðakaup á Spáni. Til athugunar er í Seðlabankanum að gefa út reglugerð sem heimilar slík íbúðakaup, en líklega verður heimild takmörkuð, a.m.k. fyrst í stað. Hópurinn í íbúöahverfinu við Torrevieja. ■V +L \ X : 1 m | f> • ■ Húsin eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þetta hús er nýfrágengið og trjám hefur nýlega verið plantað eins og sjá má fremst á myndinni. Páll Jónsson umboðsaðili norska fyrirtækisins á íslandi leiðir hér hópinn um svæðið. Hverfið er enn að hluta ófrágengið. Lengst til hægri má sjá garð við fullfrágengið hús en á þessum slóðum tekur ekki langan tíma að ná upp gróðri. Nema íslendingar sumarbústaðalönd á Spáni? áll Jónsson er umboðsaðili norsku sölu- skrifstofunnar og annaðist hann undirbún- ing skoðunar- ferðarinnar. Húsin sem skoðuð voru eru við Torrevieja, en húsa- þyrpingin kemur til með að telja um 880 íbúðir, þegar hverfið verður fullfrágengið. Um 80% íbúðanna verða í eigu Norð- manna. Hverfið ber nokkuð með sér í dag að það er í byggingu, en þar á móti kemur að íbúða- verðið er í samræmi við það. Lítið sumarhús, u.þ.b. 40 fer- metrar, kostar rúmlega 600 þús- und ísl. krónur og innifalið í því er fullfrágengin lóð, ísskápur, eldavél, flísar á gólfum, inni- arinn, grill á svölum og innrétt- ingar. Að sögn kunnugra verður hverfið frágengið eftir u.þ.b. tvö ár, en þá má reikna með að verð íbúðanna hækki til muna. Frá húsaþyrpingunni eru um tveir kílómetrar niður á strönd og 4,7 km að næsta bæ, en þar er prýðissiglingahöfn, auk versl- ana og veitingahúsa. í hverfinu sjálfu verður þjónustumiðstöð, sem tekin verður í notkun nk. vor, en í henni verða m.a.: versl- anir, tennisvöllur, „minigolf", vatnsrennibrautir og sundlaug. í u.þ.b. 20 mínútna gönguleið frá hverfinu er 18 holu golfvöll- ur. Gestur Ólafsson, einn for- svarsmanna Sólarseturs, en hann var einn þeirra sem skoð- aði hverfið, segir, að það sé upplagt fyrir fólk sem vill fá að vera í friði og ró. Það sé utan alfaraleiða en bíða þurfi í u.þ.b. tvö ár eftir að hverfið verði gró- ið. Þar á móti komi að verðið sé nú lægra, en vænta megi að það verði að þeim tíma liðnum. Barnadeild Land- spítalans færð full- komin tæki að gjöf STJÓRN Thorvaldsensfélagsins og stjorn barnauppeldissjóðs afhentu í nóvember mánuði sl. Barnadeild Landakotsspítala mjög fullkomin tækjabúnað að gjöf. Hér er um að ræða færanlega hjartarafsjá; vökva- dælu er stillir næringar- og lyfja- skammta í æð; sterkan Ijósgjafa og hjólastól fyrir hreyfiskert börn. Siðustu áratugi hafa konur i Thorvaldsensfélaginu gert barna- deildinni kleift að eignast nýjan og fullkominn tækjabúnað sem auðveldar mjög sjúkdómsgreining- ar og meðferð. Jafnframt þessu hefir félagið beitt sér fyrir bættum aðbúnaði barna og foreldra við deildina. Er starf líknarfélaga f þágu sjúkra barna ómetanlegur þáttur fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. FrétUtilkjnaing M Undakotnspiuln. Frá vinstri: Unnur Ágústsdóttir Schram, Evelyn Þ. Hobbs formaður Thorvaldsensfélagsins, Árni V. Þórs- son, yfirlæknir, Ingibjörg Magnús- dóttir, Auður Ragnarsdóttir, deildar- stjóri, Ásta Jónsdóttir, Kirsten Ingi- marsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Agna Jónsson, Kristín Samúelsdóttir, Sig- ríður Þ. Bergsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.