Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
47
Islensk hljómsveitartónlist
Hljómplötur
Egill Friðleifsson
Hlið I. Óbókonsert eftir Leif Þórar-
insson.
Hlið II. Klarinettkonsert eftir John
Speight og Choralis eftir Jón Nordal.
Elytjendur: Sinfóníuhljómsveit ís-
lands undir stjorn Páls P. Pálssonar
og Jean-Pierre Jacquillat.
Einleikarar: Kristján Þ. Stephensen,
óbó, og Einar Jóhannesson, klari-
nett.
Á plötunni „íslensk hljómsveit-
artónlist", sem út kom á vegum
íslensku tónverkamiðstöðvarinnar
fyrir skömmu, er að finna þrjú
verk eftir þá Leif Þórarinsson,
John Speight og Jón Nordal. Flytj-
endur eru Sinfóníuhljómsveit ís-
lands undir stjórn þeirra Páls P.
Pálssonar og Jean-Pierre Jacquill-
at, en einleikarar eru þeir Kristján
Þ. Stephensen óbóleikari og Einar
Jóhannesson klarinettleikari. ís-
lensk hljómsveitartónlist á sér
ekki langa sögu, eins og fram
kemur í grein Jóns Þórarinssonar,
er fylgir plötunni. Þórarinn Guð-
mundsson, fyrsti fullmenntaði
fiðluleikarinn okkar, setti saman
20 manna hljómsveit, er hélt tón-
leika 1921 og upp úr því var Hljóm-
sveit Reykjavíkur stofnuð. Það var
mikill viðburður þegar Jón Leifs
tónskáld, kom með Fílharmóníu-
hljómsveitina frá Hamborg árið
1926 og hélt hér nokkra tónleika.-
Fyrsti tónlistarskólinn komst á
laggirnar þjóðhátíðarárið 1930 og
loks var Sinfóníuhljomsveit ís-
lands stofnuð 1950. Hljómsveitin
hefur fyrir löngu unnið sér fastan
sess og sannað tilverurétt sinn i
íslensku menningarlífi, þrátt fyrir
að úrtölumenn fagurlista dragi
nauðsyn hennar stundum í efa, og
telji þeim fjármunum illa varið,
sem ekki sér stað í stáli eða steypu.
Nú er brýnasta verkefni tónlistar-
unnenda og annarra að reisa veg-
legt hús yfir það margvíslega,
gróskumikla tónlistarlíf, sem nú
blómstrar í landinu, Hús Tónlist-
arinnar, en það er önnur saga.
Á hlið I er konsert fyrir óbó og
hljómsveit eftir Leif Þórarinsson,
allmikið verk í einum þætti, þó
formið sé þrískipt. Mér finnst
langur vegur frá Sinfóníu nr. 1
frá 1963, sem er erfitt verk í hlust-
un, til óbókonsertsins, sem höfðar
ekki síður til tilfinninga en kaldrar
útspekúleðrar skynsemi. Kristján
Þ. Stephensen fer með einleiks-
hlutverkið og stendur sig með
mikilli prýði í góðri samvinnu við
hljómsveitina undir stjórn Páls
P. Pálssonar.
Á hlið II er fyrst að finna klari-
nettkonsert eftir John Speight er
ber yfirskriftina „Melodius Birds
Sing Madrigals". Þetta er liflegt
verk í einum þætti, sem spunnið
er út frá þeim stefjum, sem klari-
nettan kynnir í upphafi. Einar
Jóhannesson klarinettleikari bað
John Speight um tæknilega erfitt
verk og fékk það. Einar er snjall
hljóðfæraleikari, sem gerir þessari
tónsmíð hin bestu skil ásamt
hljómsveitinni undir stjórn Jean-
Pierre Jacquillat. „Choralis" eftir
Jón Nordal er síðara verkið á hlið
II. Mikið og verðskuldað lof hefur
verið borið á þetta verk Jóns, sem
frumflutt var vestur í Washington
D.C. árið 1982 undir stjórn
Cterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Rostropovich. Sjálfum finnst mér
þetta eitt allra besta verk Jóns,
vel samið, áhrifaríkt og áleitið. Þar
kemur gamla lagið um Lilju, sem
allir vildu kveðið hafa, mjög við
sögu, og er unnið úr því á meistara-
legan hátt. Jón hefur oft vitnað i
þetta fallega lag, m.a. í litlu en
yndislegu kórverki er ber nafnið
„Salutatio Mariæ". Því miður
heyrist það verk of sjaldan.
Það er fengur í þessari plötu,
eins og hinum, sem út komu hjá
íslensku tónverkamiðstöðinni um
sama leyti, og verður fróðlegt að
fylgjast með áframhaldandi út-
gáfu.
Þessi vinsæla barnabók er
komin aftur á markaöinn.
Bókin er meö 16 vísum
sem sungnar eru viö
lagiö „GAMLI NÓI“.
Textar eru eftir Stefán Júlíusson.
Dreifing: Andvarl hf., Sundaborg, simi 84722
Fullkominn plötuspilari með magnara og tveimur hátölurum
Magnarinn er 2x15 wött sem nægir flestum. Plötu-
spilarinn er geröur fyrir allar Stærðir af hljómplötum
og er með tveimur hröðum 33 og 45 snúninga. Auk
þess er vökvalifta á arminum svo krakkarnir fari bet-
ur með plöturnar. Tækið er auk þess með innstungu
fyrir heyrnartæki og fimm-pinna stungu fyrir segul-
band eða útvarp. Þessu öllu saman fylgja síðan tveir
vandaðir hátalarar. Krakkarnir láta nú stóru, dýru
græjurnar í friði og allir eru ánægðir.
TAKMARKAP MA6N
VIÐ TDKUM VEL w,
Á MÓTI ÞÉR
SKIPHOLTI 19 SIMI 29800