Morgunblaðið - 22.01.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986
3
;
Laugardalslaugin illa farin
af steypuskemmdum:
Aætluð viðgerð
kostar 30 til 40
milljónir króna
ÆTLUNIN er að veija 9 milljón- planinu í kring, sem að sögn Guð-
um króna til viðgerða á Sund- mundar Pálma verður dýrasta
lauginni i Laugardal á þessu ári, framkvæmdin.
samkvæmt fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar. Að sögn
Guðmundar Pálma Kristinsson-
ar, forstöðumanns bygginga-
deildar borgarverkfræðings, er
laugin mjög illa farin af steypu-
skemmdum og er áætlað að
heildarkostnaður við viðgerð á
lauginni nemi á milli 30 til 40
milljónum króna.
Guðmundur Pálmi sagði að þessi
áætlaði heildarkostnaður tæki til
viðgerða á allri stúkunni, lauginni
sjálfri, laugarkantinum, gluggum,
gangstéttinni í kring, útisturtum
og fleira. Varðandi skemmdir á
stúkunni og lauginni sagði Guð-
mundur Pálmi að þar væri um að
ræða steypuskemmdir vegna mikill-
ar rakamyndunar og mikils álags á
steypuna, svo og alkalískemmdir,
frostþíðuverkun, slagregn ogfleira.
Að sögn Guðmundar Pálma er
mesti hluti viðgerðarkostnaðarins
vegna laugarinnar sjálfrar. Á sínum
tíma hefði farið fram viðamikil
viðgerð á stúkunni, þar sem þak-
bitar og fleira voru klæddir og hefði
sú viðgerð rejmst ágætlega. Á
næstunni er fyrirhugað að gera við
pallana í stúkunni og he§a viðgerð
á lauginni sjálfri, hreinsa flísar, sem
væru illa famar af kísil, sveppum
oggróðri.
Reiknað er með að þessar 30 til
40 milljónir fáist á næstu fimm
árum og árið 1987 er fyrirhugað
að fara í endurbyggingu á laugar-
kantinum, laugarveggjunum og
Enga olíu að sjá
á Seyðisfirði
— segir Gunnar Agústs-
son hjá Siglingamála-
stofnun
„ÞAÐ VAR enga olíu að sjá á
öllum firðinum. Á einstaka stað
voru litaðir steinar i fjörunni en
við sáum engan dauðan fugl,“
sagði Gunnar Ágústsson, en hann
og Eyjólfur Magnússon fóru á
vegum mengunardeildar Sigl-
ingamálastofnunar til Seyðis-
fjarðar fyrir helgi til að kanna
ástandið eftir olíulekann sem
varð þar, er snjóflóð rauf olíu-
leiðslu aðfaranótt annars dags
jóla.
Gunnar sagði að þeir hefðu séð
fjölda fugla á sundi á firðinum og
einnig á flugi og virtist ekkert ama
að þeim. Hann sagði að þeir Eyjólf-
ur hefðu farið á báti eftir öllum
fírðinum og hvergi séð dauðan fugl.
Að vísu hefðu þeir ekki gengið
fjörur.
Talsverð grútarmengun er inni í
höfninni á Seyðisfírði, að sögn
Gunnars, og urðu þeir aðeins varir
við oiíu í grútnum. Ekki er vitað
hvort olían er vegna olíulekans eða
frá skipum.
„Ég tel litla þörf á að hreinsa
Qörurnar því náttúran mun sjá um
það á tveimur til þremur mánuð-
um,“ sagði Gunnar. „Ef olíubrák
hefur sest á grjót hefur leysiefnið
úr henni þegar gufað upp. Brákin
er að verða gijóthörð og smitar
þvi ekki út frá sér.“
f ferðinni var ástand geima einn-
ig kannað. Gunnar sagði að ástand
þeirra væri ekki nógu gott. Nú er •
verið að . vinna úr gögnum sem'
safnað var og 'verða tillögur um
úrbætur lagðar fram fljótlega.
Frá kr. 389.600 2 dyra lúxusgerð
meö ryðvörn og öllu, tilbúinn á götuna
og athugið vel aö okkar verd er þaö
verð sem þið greiöiö.
Viö vorum að fá til landsins stóra sendingu af þessum frábæra og margfalda
verðlaunabíl og getum byrjað nýja árið með því að bjóða flestar gerðir og liti
á þessu frábæra verði.
DAIHATSU: FREMSTIR I GÆDUM
ÞJÓNUSTU OG ENDURSÖLU.
DAIHATSUUMBOÐIÐ
Armúla 23 s. 685870 — 81733.