Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986
Sjónvarpsefni um g-ervihnetti:
Framboð á efni fer
stöðugt vaxandi
— segir Þorvaldur Sigurðsson hjá Hljómbæ
„ÞAÐ hefur verið talsverð eftirspurn eftir svona skermum og
fer vaxandi,“ sagði Þorvaldur Signrðsson, verkstæðisstjóri hjá
Hljómbæ, sem flutt hefur inn nokkra skerma fyrir móttöku sjón-
varpsefnis um gervihnetti. Að sögn Þorvaldar er verðið á skerm-
unum frá 160 þúsund krónum, það er á minnstu skermunum, sem
eru 1,25 metrar í þvermál.
Þorvaldur sagði að til þess að samgönguráðuneytisins. í um-
geta keypt móttökuskerm þyrfti sókninni þarf að tilgreina hvaða
viðkomandi að sælqa um leyfí til búnað menn hafa hugsað sér að
Miklu minna mál
en fólk heldur
— segir Ari Þór Jóhannesson, umboðs-
maður fyrir NEC-móttökuskerma
„ÞETTA ER miklu minna mál en fólk heldur og tækið mjög
einfalt i notkun," sagði Ari Þór Jóhannesson, sem hefur umboð
fyrir NEC-móttökuskerma. Að sögn Ara kosta þeir minnstu milli
150 og 160 þúsund krónur og kvaðst hann eiga 10 slíka á hafnar-
bakkanum og væri um helmingur þeirra seldur.
Ari sagði að það væri tiltölulega verður að greiða hátt stofngjald,
einfalt mál að fá leyfí hjá hinum
erlendu sjónvarpsstöðvum varð-
andi notkun á efni. „Þeir eru allir
af vilja gerðir að gefa okkur leyfi.
í dag eru það hins vegar ekki
nema þijár stöðvar sem við fáum
að taka á móti með fullum rétti,
en það eru bresku stöðvamar
„Music Box“ og „Sky Channel"
og svo franska stöðin TV 5.
Vandamálið er hins vegar það að
í hvert skipti sem eitthvert land
hyggst taka á móti nýrri rás
og skiptir þá engu máli hvort um
er að ræða einn einstakling eða
þúsund manns. Þegar komið er
yfír fímm lönd sem taka á móti
viðkomandi rás, fellur gjaldið
niður og þau lönd sem síðar
bætast við fá þá frítt. Enn sem
komið er eru það aðeins bresku
rásimar sem eru komnar yfir
þetta mark, en nýjar stöðvar
bætast stöðugt við. Franska stöð-
in TV 5 greiðir hins vegar sjálf
fyrír alla þá sem vilja ná henni.“
Mikíð spurt um ensku
rásina „Music Box“
— segir Valmundur Einarsson hjá
Videólundi á Akureyri
Akureyri, 20. janúar.
„VIÐ EIGUM eftir að taka afstöðu til málsins, en mér þykir lík-
legt að fólk vilji kaupa þann búnað, sem þarf til að geta sent út
efni frá gervihnöttum,“ sagði Valmundur Einarsson, einn forráða-
manna Videólundar á Akureyri, í tilefni útgáfu reglugerðar um
starfrækslu jarðstöðva fyrir móttöku sjónvarpsefnis um gervi-
hnetti, en fyrirtækið á eina móttökuskerminn sem til er á Norður-
landi.
„Við höfum reyndar enn ekki
fengið reglugerðina í hendur
þannig að við vitum ekki nákvæm-
lega hvemig hún er, en það hefur
alltaf verið meiningin að koma
gervihnattaefni út á kerfí okkar
ef við fengjum leyfí til notkunar
á skermi og leyfí frá erlendu
stöðvunum," sagði Valmundur.
Kerfí Videólundar er tengt i
440 íbúðir en Valdimar sagði þó
aðeins 300 aðila greiða fyrir efnið.
„Kerfíð er að mestu leyti tengt í
blokkir og því í heilan stigagang
ef einhver í honum hefði áhuga á
að vera með. Það er mun hag-
kvæmara en að leggja í hveija
íbúð fyrir sig.“
Valmundur sagði fólk mikið
spyija um ensku rásina „Music
Box“ er hann var inntur eftir
því hvaða stöð Videólundur myndi
reyna að ná ef hann fengi tilskilin
leyfí. „Þetta er tónlistarrás, nán-
ast Skonrokk í 18 tíma á sólar-
hring,“ sagði hann. Fleiri rásir
koma til greina, og í gær er blaða-
maður ræddi við Valmund, var
hann að horfa á svissneska rás,
skipti síðan yfír á belgíska og
einnig á „Music Box“ þannig að
af nógu virðist að taka.
nota, ennfremur þarf að fylgja
leyfí frá þeim stöðvum, sem ætl-
unin er að horfa á. Umsóknin er
síðan send til umsagnar Pósts og
síma, sem falið er með lögum að
vemda Qarskiptatíðni.
Að sögn Þorvaldar eru það
aðallega tveir hnettir sem um er
að ræða hér á landi, það er ECS
1 og ECS 2. Á ECS 1 eru meðal
annars tvær breskar rásir „Sky
Channel" og „Music Box“, en á
síðamefndu rásinni er send út
tónlist í 18 tíma á sólarhring.
Ennfremur er þar um að ræða
rásir frá ýmsum Evrópulöndum,
svo sem Sviss, Þýskalandi,
Frakklandi, Belgíu, Hollandi, og
Ítalíu.
Aðspurður sagði Þorvaldur að
í Evrópu hefði þróunin orðið sú
að svokölluð kapalkerfí hefðu í
vaxandi mæli annast dreifíngu á
sjónvarpsefni um gervihnetti,
þannig að þessir nýju möguleikar
hefðu fremur styrkt kapalkerfín
en hitt, þótt ómögulegt væri að
segja fyrir um hver þróunin yrði
hér á landi.
Morgunblaðið/Júlfus
Móttökuskermur á þaki Hótel Holts
Gestir Hótel Holts geta
valið um stöðvar
„REYNSLAN af skerminum er mjög góð og gestir hótelsins að
sjálfsögðu ánægðir með þessa þjónustu,“ sagði Skúli Þorvaldsson,
hótelstjóri á Hótel Holti, en þar var settur upp móttökuskermur
fyrir sjónvarpsefni um gervihnetti í október síðastliðnum.
Skúli sagði að skermurinn væri
stilltur inn á ECS 1 gervihnöttinn,
sem gæfí mesta möguleika.
„Hann býður upp á 10 til 12
stöðvar og við erum með 6 mót-
takara þannig að hótelgestir geta
valið úr sex stöðvum. Það þarf
einn móttakara fyrir hveija stöð
Eutelsat-hnötturinn
kemur helst til greina
HÉR á landi eru það einkum tveir
gervihnettir, sem um er að ræða
varðandi móttöku á sjónvarpsefni,
Intelsat og Eutelsat. Intelsat
krefst talsvert viðameiri tækja-
búnaðar en Eutelsat, en Skyggnir
er í sambandi við þann fyrmefnda
og hefur meðal annars tekið við
beinum knattspymuútsendingum
í gegnum hann. Eutelsat er því
sá gervihnöttur, sem helst kemur
til greina með þeim skermum sem
nú em á boðstólum á viðráðanlegu
verði. Von er þó á fleiri sjónvarps-
hnöttum upp á himinhvolfíð á
þessu ári sem koma til með að
auka möguleikana vemlega. Til
fróðleiks skal hér birtur listi úr
janúarhefti tímaritsins „Cable &
Satellite Europe" um þær stöðvar
sem Eutelsat býður upp á.
ef maður ætlar að ná þeim öllum
samtímis."
Skúli sagði að þar væri um að
ræða eina breska stöð, tvær Evr-
ópustöðvar sem senda út frá
Hollandi og Belgíu, eina svissn-
eska, eina þýska og eina ítalska
stöð. I tveimur þessara stöðva
væri hægt að ná efni frá klukkan
7 á morgnanna til 1 á nóttunni
og í hinum frá hádegi og fram
yfír miðnætti.
Að sögn Skúla var sótt um leyfí
til Pósts og síma og síðan óskað
eftir leyfum frá viðkomandi stöðv-
um. í sumum tilfellum þyrfti að
semja við íslenska umboðsaðila
stöðvanna og væm þær samn-
ingaviðræður í gangi núna. Hann
sagði að ekki væri enn Ijóst með
kostnað vegna leyfanna. Greitt
væri í eitt skipti fyrir öll til Pósts
og síma, sem síðan endurgreiddi
til Eutelsat, eiganda gervihnattar-
Dreifisendir No. 2 (Bretland) Rás Efni Sendit. klst. á dag. Brenglunarkerfi Áskriftargjald á mán.
11.674 Music Box Popptónlist 18 Hreint 8.60 pund
No. 6 (Bretland) 11.650 GHz Sky Channel Almennt skemmtiefni 16 Oak Orion Fríttfyrir viðurk. kapalst.
No. 4 (Frakkland) 11.470 GHz TV 5 Franskt menningarefni 3 Hreint tímabundid Frítt
New World Channel Trúarleg dagskrá 1-6 Hreint Frítt
No. 10 (Þýskaiand) World Net Fréttir og fræðsluþœttir frá Bandarfkjunum 1-2 Hreint Frftt
11.507 GHz No. 7 (Sviss) SAT Valið efni 10 Hreint Frftt
10.986 GHz No. 9 (Belgfa) Teleclub Kvikmyndir 8 Hreint tímab. 8.80 pund
11.138 GHz Film Net Kvikm. og skemmtiefni 8-9 Hreint tímab. 8.50 pund
No. 2 (Þýskaland) East Spotbeam 11.055 GHz 3SAT Þýsktefni Ýmislegt 5-6 Hreint Frftt
No. 1 (Ítalía) 11.005 GHz RAI Almenn dagskrá ítalska sjónv. Hreint Frítt
No. 3 (Holland) 11.170 GHz Luxemburg Europa TV Dagskrá frá evrópskum sjónvarpst. 3 Hreint tímabundid . Frítt
East Spotbeam 11.085 GHz RTL-Plus Almennt skemmtiefni 5 Hreint Frítt
Tillögnr Félags fasteignasala og félagsmálaráðuneytis:
Lægri útborgun og lengri
greiðslufrestur á fasteignum
FÉLAG fasteignasala og félags-
málaráðuneytið hafa kynnt nýjar
hugmyndir að breyttum greiðslu-
kjörum í fasteignaviðskiptum.
Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir
að útborgnn í fasteignaviðskipt-
um sé ekki hærri en 60% af sölu-
verði. Útborgunin greiðist á einu
ári eins og verið hefur en eftir-
stöðvarnar eru verðtryggðar og
ekki lánaðar til skemmri tíma
en sjö ára. Lánin bera fasta vexti
3—5% og eru með greiðslujöfnun
sem á að tryggja lántakanda
gegn skyndilegum tímabundnum
hækkunum afborgana vegna
vixlhækkana lánskjaravísitölu og
launa.
Á fundi með blaðamönnum kom
fram að hugmyndir þessar eru ár-
angur starfshóps sem reynt hefur
að leita leiða til að bæta kjör fast-
eignakaupenda. Síðustu misseri
hafa skapast breyttar og erfíðar
aðstæður fyrir kaupendur fast-
eigna, en meðal ástæðna fyrir
þeirrri þróun má nefna víxlgengi
iauna og lánskjara. Fasteignasala
hefur dregist saman, seldum eign-
um hefur fækkað verulega frá 1981
og verð á fasteignum nú hið lægsta
frá 1978. í könnunum hefur komið
í ljós að um 35% af öllum kaupend-
um eru að kaupa í fyrsta sinn og
ungt fólk er í meirihluta kaupenda
fasteigna. Fjöldi seidra eigna fer
fækkandi þrátt fyrir stóran hóp
ungs fólks sem áhuga hefur á að
koma sér upp húsnæði en treystir
sér ekki til að standast þær skuld-
bindingar sem núverandi greiðslu-
kjör gera ráð fyrir. Aðalvandi þessa
hóps er há útborgun og stuttur
greiðslutími. Starfshópurinn velti
fyrir sér tillögum tii úrbóta og sá
fram á að lækka þyrfti útborgun
og lengja greiðslufrest til að gera
fasteignakaup möguleg, einkum
fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta
sinn svo og þá sem eru að stækka
við sig vegna breyttra fjölskylduað-
stæðna en skulda talsvert í þeirri
fasteign sem þeir þurfa að selja.
Þar að auki er með greiðslujöfnun
tryggt að afborganir af lánum fari
ekki upp fyrir ákveðið „þak“, sem
nefnt er greiðslumark. Ef afborgan-
ir skerðast sökum þess að þær fara
upp fyrir greiðslumarkið er mis-
muninum bætt við höfuðstól láns-
ins. Öll skuldin er þannig alltaf
verðtryggð og ber vexti.
Á vegum Félags fasteignasala
og félagsmálaráðuneytisins hefur
verið gefínn út upplýsingabækling-
ur um hin nýju og breyttu kjör
ásamt almennum upplýsingum um
fasteignaviðskipti og mun bækling-
urinn liggja frammi á fasteignasöl-
um og kynntur kaupendum og selj-
endum fasteigna.