Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 5 Seltjarnames: Tími til kom- inn að gefa öðr- um tækifæri — segir Magnús Erlendsson forseti bæjarstjórnar MAGNÚS Erlendsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness gefur ekki kost á sér í fram- boð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjar og sveitarstjórnar- kosningunum í vor. „Ég er búin að eiga sæti í bæjarstjórn Seltjamamess í 16 ár og finnst vera tími til kominn að gefa öðrum yngri tækifæri til að komast að,“ sagði Magnús þegar hann var spurður hvers vegna hann drægi sig í hlé. „Ég hef löngum haldið því fram að menn eigi ekki að verða ellidauð- ir í landsmála- eða bæjarstjóm- arpólitík. Má því segja að ég standi við eigin orð um leið og ég gef öðmm fordæmi. Tuttugu ár em liðin síðan ég hóf afskipti mín af stjómmálum og því tími til kominn að hætta og var ég búin að láta félaga mína vita um þessa afstöðu mína löngu fyrir forkönnunina. Ég dreg mig því í hlé sáttur við allt og alla.“ Hafnarfjörður: Auglýst eftir sparisj óðsslj óra AUGLÝST hefur verið eftir sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Umsóknarfrest- ur er til 10. febrúar og skulu upplýsingar sendar formanni sparisjóðsstjómar, Stefáni Jóns- syni. Stefán sagði í samtali við blaðið að leitað væri að hæfum manni, innan sparisjóðsins sem utan. „Al- þingi kýs bankastjóra ríkisbank- anna, þær stöður em sjaldan aug- lýstar. En hér er um sjálfseignar- stofnun að ræða og því eðlilegt að gefa öllum kost á að sækja um, og væntanlega ráða besta umsækjand- ann“ sagði Stefán. -----*—*—*--- Norðurverk byggir Leiru- vegsbrúna Akureyri, 20. janúar. VEGAGERÐ ríkisins hefur ákveðið að taka tilboði Norðurverks í brúar- gerð í Leimvegi. Norðurverk hf. átti lægst tilboð í verkið — það hljóðaði upp á 23 milljónir 707 þúsund krón- ur, sem var 99,89% af kostnaðar- áætlun. Eins og áður hefur komið fram á verkinu að vera lokið í haust. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! SÖNG-BÓK Hinfrábæra tónlist tónlistar- mannsins Gunnars Þóröarsonar rifjuö upp og flutt af fjölda frábærra tónlistarmanna, auk þess koma fram þekktustu hljómsveitir Gunnars í gegnum tíöina Hljómar T RÚBROT Ðe LONLÍ BLÚ BOJS ÞÚ 0G ÉG Stórhljómsveit Gunnars: Ásgeir Steingrímsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson, Jón Kjell Seljeseth, Siguröur Karlsson, Stefán S. Stefánsson, Viöar Alfreösson, Strengjasveit: Þórhallur Birgisson, Guðmundur Kristmundsson, Kathleen Bearden, Guðrún Sigurðardóttir Ölöf Þorvaröardóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir. Matseðill Hörpuskelfiskur í drottningasósu Heilsteikt lambafillet Bláberjarjómarönd Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti Miða- og borðapantanir í síma 77500 Kynnir Páll Þorsteinsson BIDCAIDMAy

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.