Morgunblaðið - 22.01.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986
9
Innilegt þakklœti til allra þeirra sem glöddu
mig meÖ hlýjum kveðjum, blómum og gjöfum
á 80 ára afmœlisdegi mínum 15. janúar sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Steinþór Sighvatsson,
Vatnsvegi 36, Keflavík.
AlúÖarþakkir fœri ég öllum þeim vinum og
vandamönnum sem heimsóttu mig og heiÖruÖu
á 90 ára afmceli mínu 18. janúar sl. Sérstakar
þakkir fceri égsystrunum á St. Fransiskuspitala
í Stykkishólmi og starfsfólki bœöi fyrir góÖa
umönnum og eins aÖ gera mér daginn
ógleymanlegan. Guö blessi ykkur, heill og
hamingja fylgi ykkur öllum.
Bjarni Sigurðsson frá Berserkeyri.
eígendur athugi
29. og 30. janúar næstkomandi mun sérfræðingur
frá Mazda gangast fyrir námskeiði fyrir starfs-
menn okkar og þjónustuaðila. Verður verkstæðið
því lokað þessa 2 daga.
BILABORG HF
Smiðshöfða 23 Verkstæði sími 81225
Útsala
15%-60%
Viö rýmum fyrir nýjum vörum. Seljum í
dag og næstu daga alls konar keramik
og stell meö hressilegum afslætti.
Allt að 60%.
HÖFÐABAKKA 9 — REYKJAVÍK
Sími685411.
Á upplýsingaveiðum?
AP/Sbiumjmd
Fjórum sovéskum sendirádsfulltrúuni, sem voru að veiðum á isilögðu Esrum-vatni, var (
land af lögreglu, þar sem þeir þóttu grunaamlega nálægt danskri ratsjárstðð. Myndin sýnir lögregi-
una taka á móti Sovétmönnunum er þeir komu í land og kom þá f Ijós að í búnaði þeirra var að
finna ljósmyndavél og einhvers konar mælitæki.
„Rannsóknir" Sovétmanna
Myndin sem birtist hér að ofan var tekin rétt hjá Kaupmanna-
höfn á dögunum. Hún sýnir danska öryggislögreglumenn og
sovéska sendiráðsmenn, sem höfðu farið út á ísilagt vatn í
nágrenni við ratsjárstöð danska hersinsl Þóttu ferðir þeirra
grunsamlegar og ekki síst tækin, sem þeir höfðu með sér. Á
sínum tíma fundust senditæki af sovéskri gerð í íslensku vatni,
Kleifarvatni. Getur verið að þau hafi dottið niður um ís? í Stak-
steinum í dag er fjallað um „rannsóknir" Sovétmanna hér á landi.
Ekkifaríð
að reglum
Fyrir viku birti Þjóð-
viljinn einskonar neyð-
aróp á forsíðu undir
þessari fyrirsðgn: „Kalt
stríð" — Lokað á Rússa.
Geir Hallgrimsson aft-
urkallar rannsóknaleyfi
sem búið var að veita
sovéskum jarðvísinda-
mönnum. Orkustofnun
átti að fylgjast með og
fá niðurstöður. Utanrik-
isráðimeytið: Ekki talið
heppilegt að svona rann-
sóknir fari fram upp við
landsteina.
Undir þessari löngu
fyrirsögn Þjóðviljans
birtist síðan frétt þess
efnis, að Geir Hallgríms-
son, utanríkisráðherra,
hafi „skyndilega" aftur-
kallað leyfi sem Rann-
sóknaráð ríkisins veitti
sovéskum visindamönn-
um til rannsókna í sam-
vinnu við Orkustofnun á
setlögum við suðurströnd
landsins. Rannsóknirnar
hafi átt að kosta 5-10
milljónir króna og ætl-
uðu Sovétmenn að borga
brúsann, að sögn Þjóð-
viljans. Er haft eftir
Karli Gunnarssyni, jarð-
eðlisfræðingi, að veru-
legur akkur hefði orðið
af þessum rannsóknum
fyrir fslendinga.
Við nánari lestur frétt-
ar Þjóðviljans kemur f
Ijós, að við úthlutun þessa
rannsóknaleyfis til Sov-
étmanna hefur ekki verið
farið að íslenskum lög-
um. Eða eins og haft er
eftir Hjálmari W. Hann-
essyni, sendifulltrúa í
utanríkisráðuneytinu, f
Morgunblaðinu I gær:
Sovétmennimir sneru
sér beint til Orkustof nun-
ar með beiðni um rann-
sóknaleyfi en ekki réttra
islenskra yfirvalda. Það
var fyrir tílvijjun, að
utanríkisráðuneytíð, sem
á að fjalla um mál af
þessu tagi, fékk fréttir
af þessari beiðni nú eftír
áramótín. Samkvæmt is-
lenskum lögum á að
sækja um rannsóknaleyfi
í efnahagslögsögunni
með sex mánaða fyrir-
vara. Þegar Rannsókna-
ráði rfldsins hafði verið
gerð grein fyrir þessu,
afturkallaði það leyfi,
sem það hafði veitt sov-
ésku skipi til rannsókna
á landgrunninu.
Aðgæsla
nauðsynleg
Athyglisvert er að lesa
það, sem Ujálmar W.
Hannesson segir í Morg-
unblaðinu, að þessi um-
sókn Sovétmanna sýndi
áhuga þeirra á viðkvæm-
um svæðum fyrir suður-
ströndinni, meðal annars
suður af Reykjanesi og
nálægt Stokksnesgrunni.
Á þessum slóðum eru
Sovétmenn annars vegar
f nágrenni við bækistöð
vamarliðsins á Keflavfk-
urflugvelli og hins vegar
á Stokksnesi. Þama em
neðansjávarkaplar, sem
em hlutí af hinu svo-
nefnda SOSUS-kerfi,
sem talið er eitt öflugasta
tæki Atlantshafsbanda-
lagsins tíl kafbátaleitar.
Sovétmenn hafa
stundað hér rannsóknir á
jarðfræði Islands og set-
lögum umhverfis landið
um langt árabil, eða af
og til sfðan 1971. Þessi
starfsemi þeirra hefur
oft verið gagnrýnd.
Fram hefur komið í
umræðum um hana, að
alls ekki hefur verið
auðhlaupið fyrir íslenska
vísindamenn að fá að-
gang að þeim niðurstöð-
um, sem rannsóknimar
ættu að hafa leitt tdl. Þá
hafa á stundum verið svo
margir sovéskir hópar
hér á landi, að ekki hafa
verið tiltækir nægilega
margir fslenskir vísinda-
menn til að fylgja þeim
eftir og halda uppi eðli-
legu eftirlití á staðnum
með rannsóknum þeirra.
Ennfremur er af og frá,
að sovésk stjómvöld
sættí sig við gagnkvæmni
á þessu sviði og heimilaði
stórum hópum fslenskra
vísindamanna að fara um
sovésk fjöll og firnindi.
Á sfðari árum hafa
birst um það upplýsing-
ar, að Sovétmenn beití
öUum tíltækum ráðum til
að búa þannig f haginn
fyrir sig á Vesturlöndum,
að á hættu- eða átakatfm-
um getí þeir með
skemmdarverkum meðal
annars eyðilagt mildlvseg
mannvirki eins og virkj-
anir og stíflur. Hefur
verið töluvert rætt um
hinar sérþjálfuðu sveitir
þeirra - spetsnaz-sveit-
irnar — í þessu sambandi.
í þeim umræðum hefur
þvf verið haldið á loft,
að menn f þessum sveit-
um fái tældfæri til að
kynnast aðstæðum á
Vesturlöndum f dular-
gervi, tíl dæmis sem
fþróttamenn, fulltrúar f
verslunamefndum,
sendiráðsstarfsmenn eða
vísindamenn.
Það er bamaskapur
að láta eins og annað
gildi nm ísland en önnur
lönd í þessu tilliti. Þetta
verða menn einnig að
hafa f huga þegar þeir
ræða um rannsóknaferð-
ir Sovétmanna til íslands
ogviðfsland.
RÝMINGARSALA'
í heila viku
VATNSVIRKINN/f
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVfK
SÍMAR: VERSLUN 686455. SKRtFSTOFA 685966
18-1- — 25.1.