Morgunblaðið - 22.01.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986
Maðkar í kálínu
eftir Guðrúnu
Jóhannsdóttur
í Helgarpóstinum 28. nóvember
sl. birtust tvær greinar um valda-
brall stjómar NLFÍ með Jón Gunnar
Hannesson lækni í fararbroddi.
Ekki sá stjóm NLFÍ ástæðu til að
bera hönd fyrir höfuð sér og skrifa
sér til vamar, enda fátt til vama.
Þess vegna skrifaði ég opið bréf til
stjómar NLFÍ í Helgarpóstinum nú
9. janúar sl. og spurði fáeinna
spuminga, aðallega um félagsmál.
Enn svarar stjóm NLFÍ engu og lét
ég þess þó getið í upphafí þess bréfs
að svari þeir engu hljóti ég að líta
svo á að þeir hafi engin svör. Stjóm
NLFÍ sannar því með þögn sinni
að svo sé einnig að þessu sinni,
aðgerðir þeirra og aðferðir séu óaf-
sakanlegar og óútskýranlegar.
Valdabrallið sem ég er að gagn-
rýna snýst einkum um að hafa völd
til að ráðsmennskast með þær 64
milljónir sem hælið fær í daggjöld
á ári frá hinu opinbera — án þess
að bókhaldið sé endurskoðað af
hálfu hins opinbera, takið eftir því
skattborgarar góðir — og auk þess
greiða sjúklingar hælisins um það
bil 11 V2 milljón á ári sjálfír.
Samtals er því þama um að ræða
rúmlega 75 milljónir á ári sem
engum virðist koma við til hvers
eru notaðar. Auk þessara smáaura
fylgja völd til að losa Heilsuhælið
við vel menntað starfsfólk sem er
„fyrir" þessum valdabröskumm.
Ég á svo sem ekki von á að stjóm
NLFI virði mig svars í þetta sinn
heldur, en vil velqa almenning í
landinu til umhugsunar um hvort
hinn almenni borgari eigi endalaust
að þurfa að gagnrýna svona brask
með sjúkrastofnun án þess að heil-
brigðiskerfíð í landinu telji sér koma
þetta á nokkum hátt við. Valda-
braskaramir telja sig greinilega
langt yfír alla gagnrýni hafna og
þá ekki síður yfír lög hafna. Sið-
ferðiskennd þeirra er einnig í mínus.
Heilsuhælið 30 ára
Á liðnu sumri, nánar tiltekið þann
24. júli, átti Heilsuhæli NIFÍ í
Hveragerði 30 ára starfsafmæli.
Skyldi maður nú ætla að stjóm
NLFÍ hefði talið vel við hæfi að
gera stofnuninni til góða af því til-
efni, en svo var ekki. Þess í stað
var flæmdur burt yfírlæknir hælis-
ins, ísak G. Hallgrímsson, sérfræð-
ingur í orkulækningum og endur-
hæfingu og auk þess sögðu upp 5
hjúkrunarfræðingar af 6 ásamt
Þórhalli B. Ólafssyni, lækni. Eftir
var einn læknir í hálfu starfí, Jón
Gunnar Hannesson. Yfirlæknisstað-
an var auglýst í júlí, eftir að fyrr-
verandi yfírlæknir var hættur störf-
um og enn hefur enginn yfirlæknir
verið ráðinn og hefur rekstrarstjóm
hælisins þó haft 6 mánuði til að
stauta sig fram úr umsóknum um
stöðuna, sem eru alls 2 talsins skv.
upplýsingum formanns rekstrar-
stjómar. Aðspurður, tjáði formað-
urinn mér nú alveg nýlega að hann
hefði ekkert með ráðningu yfír-
læknis að gera, það væri fram-
kvæmdastjórans að ráða yfírlækni.
Framkvæmdastjórinn hins vegar
tjáði mér að það væri í verkahring
rekstrarstjómar og vísaði á for-
mann hennar vegna máls þessa. í
reglugerð fyrir heilsuhæli NLFÍ,
dags. 29. desember 1978, 5. gr.
segir að stjóm stofnunarinnar eigi
að ráða yfírlækni í samráði við
stjóm NLFÍ og skv. lögum nr 57/
1978 um heilbrigðisþjónustu og
upplýsi ég formann rekstrarstjóm-
ar, sem er lögfræðingur, hér með
um það mál. Vera má að ókunnug-
leiki hans um lög og reglugerðir
varðandi þessa stofnun svo og
sjúkrastofnanir almennt, sbr. ráðn-
ingu hjúkrunarforstjórans nú í nóv-
ember sl. stafí að einhveiju leyti
af því að hann muni eilítið vera
farinn að reskjast. Verður þó að
segja honum til hróss, að hann
stendur sig með mestu prýði við
að veija einkahagsmuni stjómar-
manna NLFÍ. Ef til vill gæti dráttur
á ráðningu yfírlæknis stafað að
einhveiju leyti líka af því að Jón
Gunnar Hannesson, ef marka má
viðtal við hann í norsku blaði nú í
desember sl. er yfírlæknir hælisins
að eigin dómi. Hefur hælið þannig
stórsett niður hvað varðar læknis-
þjónustu og það er vanvirða við
sjúklingana að hafa sjálfskipaðan
yfírlækni sem enga sérgrein hefur.
Þetta heilsuhæli var reist af
vanefnum en miklum dugnaði af
hugsjónamanninum Jónasi Krist-
jánssyni og var hugsað sem staður
sem þreyttir og þjáðir gætu hvílst,
endurhæfst og safnað kröftum til
að endurheimta tapað vinnuþrek og
hugsjónin var sú að alltaf skyldi
stefna fram á við, stefna að aukinni
menntun starfsfólks og bættum
aðbúnaði sjúklinga eftir þvf sem
framast væru tök á. Nú er hugsjón-
in fyrir bí, ferðinni ráða valdagírug-
ir framagosar sem setja eigin hags-
muni ofar hagsmunum hælisins og
sjúklinga þess.
Starf NLFA annars
vegar og NLFR
hins vegar
Á meðan Náttúrulækningafélag
Akureyrar berst af miklum dugnaði
fyrir að fjármagna heilsuhælis-
byggingu sína í Kjamaskógi með
ýmsum uppákomum svo sem köku-
sölu, veitingasölu, hlutaveltu og
flóamarkaði hefst Náttúrulækn-
ingafélag Reykjavíkur ekkert annað
að en að stilla upp myndarlegum
fulltrúalista til landsþings, er kjósa
skyldi stjóm NLFÍ, sem svo skipar
í rekstrarstjóm Heilsuhælisins, með
32 aðalfulltrúum og öðrum 32 til
vara á móti 4 fulltrúum frá NLFA.
Ef félagar í NLFR væru
1550—1600 talsins væri þetta rétt-
ur fulltrúafjöldi, en tala félaga í
NLFR er nokkuð á reiki því láðst
hefur að halda félagatal, innheimta
árgjöld og halda fundi og ennfremur
er oftar en ekki allt á huldu með
hveijir em í stjóm.
Sumir þessara fulltrúa munu
ekki hafa haft hugmynd um að
þeir hefðu verið kosnir, enda ekkert
látnir um það vita, hefðu þó átt
skv. lögum NLFÍ að fá send kjör-
bréf. Aðrir hafa líklega verið látnir
halda að þeir væru ekki að styðja
mikla hugsjón, þ.e. þá hugsjón sem
reisti hælið, en er nú eins og áður
sagði fyrir bí. Af þessum 64 aðilum
em aðeins 7 sem fá málgagn
NLFÍ, Heilsuvemd, þar af 3 frítt.
Hinir fulltrúamir em líkast til ekki
nægilega kunnugir málefnum NLFÍ
til að vita að bandalagið hefur sl.
40 ár gefíð út málgagn, enda munu
einhveijir af þessu fólki hvorki vera
né hafa verið félagar í NLFR.
Fulltrúar á landsþingi NLFÍ, 26.
október 1985:
Aðalfulltrúar:
1. Ásta Erlingsdóttir
2. Fanney Vilhjálmsdóttir
3. Gísli Ólafsson
4. Hilmar Norð^örð
5. Þorvaldur Biamason
6. Sigurbjörg Olafsdóttir
7. Halldóra Hjartardóttir
8. Sighvatur Cassata
9. Freyr Bjartmarz
10. Gunnar Valvesson
11. Anna Davíðsdóttir
íslenskur virtuós
eftirEinar
Markússon
Ekki var nú ráðist á garðinn þar
sem hann var lægstur. Hámenntað-
ur maður eins og Halldór Haralds-
son mundi ekki ráðast í svona pró-
gramm, ef hann vissi ekki að hann
gæti komið því vel til skila.
Halldór Haraldsson píanóleikari
hélt upp á 20 ára afmæli sitt sem
píanisti með því að koma fram á
tónleikum á vegum Tónlistarfélags-
ins í Reykjavík laugardaginn 11.
janúar sl. með feiknarlegu pró-
grammi, sem vel sæmir slíku tilefni,
fyrir troðfullu Austurbæjarbíói.
Tækni Halldórs er óbrigðul.
Þegar aðrir píanistar hægja á sér,
þá setur minn maður upp hraðann,
því að hann á mikinn varaforða, sem
hann getur notað þegar honum
þóknast. Hann hefur efni á því að
sleppa pedal, þegar aðrir grípa til
hans („þegar neyðin er mest er
pedallinn næst“). Halldór þarf ekki
á neinum neyðarúrræðum að halda.
Ef það á að móta verk, þannig
að það fái á sig einhveija heildar-
mynd, verður að laga taktinn að
þeirri heildarmynd, annars verkar
það ekki sannfærandi. Halldór var
sannfærandi í túlkun sinni. í leik
hans á tónleikunum á laugardag
kom greinilega fram, að hann er
Halldór Haraldsson
„Tækni Halldórs er
óbrig’ðul. Þegar aðrir
píanistar hægja á sér,
þá setur minn maður
upp hraðann, því að
hann á mikinn vara-
forða, sem hann getur
notað þegar honum
þóknast.“
músíkalskur án þess að vera væm-
inn.
Þegar ég fer á tónleika fer ég
með opnu hugarfari og hlakka til.
Þeir, sem aldrei hafa komið einir
fram á konsertpalli og sitja heima
í ruggustól og ætla sér svo að setja
út á þá miklu vinnu sem liggur í
svona stórkostlegu konsertpró-
grammi, þurfa að vita hvað þeir eru
að tala um, þegar þeir skrifa í blað.
Talent er talent. Taient þarf ekki
að sitja uppi á einhveijum jöklum
eða uppi við fossa og líkja eftir
náttúruhljóðum. Þau má einfald-
lega taka upp á fullkomin upptöku-
tæki. Taientið skynjar hins vegar
og skilur innihald verka á sinn hátt
og endurskapar þau í hvert sinn.
Talentið er ekki maskína.
Það er ábyrgðarhluti að vera
kennari og kenna óhlutdrægt. Fólk
er að leiðbeina öðrum til þess að
fá það besta fram, sem í þeim býr,
en ekki til að troða persónulegum
skoðunum upp á þá. Musíkin hjálpar
fólki til að vera sjálfstætt. Það leið-
ist engum að hlusta á Halldór
Haraldsson. I leik hans koma fram
sjálfstæðar skoðanir. Þessa tónleika
verður að endurtaka. Þeir sem
misstu af þeim fara á mis við mikið.
Höfundur er pínnóleikari og
píanókennari.
Guðrún Jóhannsdóttir
„Valdabrallið sem ég
er að gagnrýna snýst
einkum um að hafa völd
til að ráðsmennskast
með þær 64 milljónir
sem hælið fær í dag-
gjöld á ári frá hinu
opinbera — án þess að
bókhaldið sé endur-
skoðað af hálfu hins
opinbera, takið eftir
því skattborgarar góðir
— og auk þess greiða
sjúklingar hælisins um
það bil 11 l/i milijón á
ári sjálfir.“
12. Bjami Þorvaldsson
13. Ingibjörg NorðQörð
14. Jón Gunnar Hannesson
15. Eggert V. Kristinsson
16. Vilhjálmur Ragnarsson
17. Eiður Sigurðsson
18. Þorvaldur Gunnlaugsson
19. Helga Vigfúsdóttir
20. Sigurður Hannesson
21. Ólafur Þorgrímsson
22. HilmarFoss
23. Gunnlaug Hannesdóttir
24. Steingrímur Kristjánsson
25. GuðrúnFoss
26. Njáll Þórarinsson
27. Ragnar Ólafsson
28. Ástríður Hannesdóttir
29. Guðlaug Vilhjálmsdóttir
30. Þórhalla Ágústsdóttir
31. Páll Samúelsson
32. Sigfús Cassata
Varafulltrúar:
33. Hjörtur Hauser
34. Sigurður Þorsteinsson
35. Guðrún Karlsdóttir
36. Margrét Hjálmarsdóttir
37. Guðrún Markúsdóttir
38. Gunnþórunn Erlendsdóttir
39. Stella Sigurðardóttir
40. Gunnlaugur Garðarsson
41. Svavar Jóhannsson
42. Jóhannes Gíslason
43. Örlygur Bjamason
44. Guðjón Knútsson
45. ÆgirBjamason
46. Haraldur Erlendsson
47. ÖmSvavarsson
48. Unnur Skaftadóttir
49. Birgitta Svavarsson
50. Guttormur Sigurðsson
51. Þóroddur Skaftason
52. Guðjón Andrésson
53. Anna Þórarinsdóttir
54. Ólöf Einarsdóttir
55. Andrés Magnússon
56. Anna Jónsdóttir
57. Jón Guðmundsson
58. Jóhanna Sigurgeirsdóttir
59. Guðjón B. Baldvinsson
60. Anna Guðmundsdóttir
61. Elín Karlsdóttir
62. Einar B. Stefánsson
63. ÖgmundurÁmason
64. Gunnar Eggertsson
Á þessu þingi voru kosnir í stjóm
Njáll Þórarinsson, forseti, Eggert
V. Kristinsson, varaforseti, Hörður
Friðþjófsson, ritari, hann mun bú-
inn að segja af sér, Jón Gunnar
Hannesson og Hilmar Norðfjörð.
Þeirri spumingu hvor hinna tveggja
síðastnefndu sé gjaldkeri banda-
lagsins er ósvarað.
Nokkur dæmi um skyldleika- og
fjölskyldutengsl milli fulltrú-
anna:
Jón Gunnar nr. 14, Sigurður nr.
20 ogÁstríður nr. 28 eru systkini.
Vilhjálmur nr. 16 er giftur Ástríði
nr. 28 og sonur Fanneyjar nr. 2,
Guðlaug nr. 29 er systir Fanneyjar.
Njáll nr. 26 og Anna nr. 53 eru
föðursystkin Jóns Gunnars, Sigurð-
ar og Ástríðar, sem að ofan getur.
Gunnlaug nr. 23 er ekkja Jóns
Þórarinssonar föðurbróður Jóns
Gunnars og systkina hans. Anna
nr. 56 er dóttir Gunnlaugar og
Þorvaldur nr. 18 tengdasonur henn-
ar.
Þorvaldur nr. 5, Ægir nr. 45 og
Örlygur nr. 43 eru bræður og for-
eldrar þeirra em Sigurbjörg nr. 6
ogBjami nr. 12.
Öm nr. 47 er sonur Svavars nr.
41 oggiftur Birgittu nr. 49.
Gísli nr. 3 og Jóhannes nr. 42
em feðgar.
Sighvatur nr. 8 og Sigfús nr. 32
em bersýnilega skyldir. Anna nr.
11 hefur sama heimilisfang og
Sighvatur.
Freyr nr. 9 er giftur Margréti
nr. 36.
Gunnar nr. 10 og Guðrún nr. 37
hafa sama heimilisfang.
Eggert nr. 15 og Eiður nr. 17
hafa sama heimilisfang.
Hilmar nr. 22 og Guðrún nr. 25
em hjón.
Unnur nr. 48 og Þóroddur nr.
51 em systkini.
Guðjón nr. 59 og Anna nr. 60
em hjón.
Auk þessa má geta þess að Helga
nr. 19 er eiginkona framkvæmda-
stjóra Heilsuhælisins og Ólafur nr.
21 er lögfræðingur NLFI.
Engir fundir
í venjulegum félögum mun venja
að ræða svona mál, ef upp koma,
á félagsfundum. Stjóm NLFÍ hefur
sett undir þann leka að slíkt sé
hægt með því að fella úr lögum
bandalagsins þá málsgrein sem
segir til um hvemig fundir skulu
boðaðir svo löglegt sé og í skjóli
þess kemst NLFR upp með að halda
enga fundi, enda leikurinn til þess
gerður.
Þó mun hafa borið við að haldnir
hafí verið málamyndaaðalfundir,
auglýstir á þann hátt að tryggt sé
að sem fæstir mæti. Slíkir aðalfund-
ir em lítilsvirðing við félagsmenn
og vitna um afar slæma samvisku
stjómar og hæfa enda einungis
kálmöðkum.
Stjórn NLFÍ ber
að víkja NLFR úr
bandalaginu!
í lögum NLFÍ segir svo í 9.
málsgrein:
„Heimilt er að víkja bandalags-
félagi úr NLFÍ, ef félagið brýtur lög
bandalagsins eða starfar ekki sam-
kvæmt stefnu þess eða er því til
tjóns eða vanvirðu".
Stjóm NLFÍ er öll úr Reykjavík-
urdeildinni, utan þess manns sem
mun búinn að segja af sér og því
augljóslega erfítt fyrir bandalags-
stjómina að nota þessa heimild,
því þar með væri stjómin að víkja
burt sjálfri sér.
„Fulltrúakosningar" NLFR til
síðasta landsþings em þó óumdeil-
anlega vanvirða.
Lög um heilbrigðis-
þjónustu
Sem leikmanni fínnst mér æði
merkilegt að í lögum um heilbrigðis-
þjónustu skuli ekki vera nákvæm
og gagnger ákvæði um að félög á
borð við NLFÍ, sem reka sjúkra-
stofnanir, þurfí að sæta aðhaldi og
eftirliti af hálfu hins opinbera, sem
skilyrði fyrir daggjöldum. Til dæmis
má nefna eftirlit með bókhaldi öllu
og að slíkum félögum sé gert að
halda uppi eðlilegu og heiðarlegu
félagsstarfí þannig að tryggt sé að
hugsjónamenn fari með völd fremur
en lúmskir og valdagímgir frama-
gosar, sem hægt og rólega lagfæra
lög bandalagsins sér í hag og haga
sér í öllu gagnvart stofnuninni eins
og þeir væm í „Masters of the
Universe“-leik. Beini ég því eftirfar-
andi spumingu til heilbrigðismála-
ráðherra: Finnst þér þetta í góðu
lagi svona, Ragnhildur?
Reykjavík, 14. janúar 1985
Höfundur er ritatjóri Heilsuvemd-
ar, mátgagna NLFÍ.