Morgunblaðið - 22.01.1986, Page 17

Morgunblaðið - 22.01.1986, Page 17
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986 17 1í'.> „Átthagi" i Dýrafirði, nýr sumarbústaður Dýrfirðingafélagsins vígður 16. júni sl. Heilsar hækkandi sól Þingeyri, janúar 1986. Tré gróðursett skönunu áður en gestir koma. Gjöf frá kaupfélagsstjóranum, Bjarna Grímssyni. Anð 1985 var okkur Dýr- firðingum fádæma gott til lands og sjávar ef undan er skilið stórviðrið 15. nóvem- ber þegar tveir bátar sukku hér í höfninni og brotnuðu og útihús skemmdust og fleira. Nokkrir bæir áttu þó við mikinn vatnsskort að búa um langan tíma síðari hluta sumars vegna þurrka. ÖU þekkjum við hversu hand- vana við erum ef vatn skortir þó ekki sé nema hálfan dag að ekki sé talað um heilan sólarhring. En að vera vatns- laus margar vikur á sveitabæ, þar sem líka þarf að kæla mjólk og sinna búverkum, er meira en bagalegt og mikið vinnuálag. Rigningaflóðið í haust kom því að góðu gagni víða þótt okkur, sem ekki skorti vatn, þótti meira en nóg um enda spilltust vegir víða og vatn og aurskriður ollu tjóni á nokkrum stöðum. Veturinn var með eindæmum snjóléttur og sumarið hið besta sem komið hefur síðan þjóðhátíðarárið 1974. Vinna hélst til jóla með kvóta- skiptum heimatogara og kvóta- kaupum. Ekki fengust uppgefnar tölur um aflabrögð þar sem út- gerðarstjórinn og kaupfélags- stjórinn eru ekki við Iátnir þessa stundina. Sextán trillur voru gerð- ar út héðan í sumar og aflaðist vel. Tveir bátar sækja nú sjóinn auk beggja togaranna. Annar báturinn rær með línu og hefur aflað ágætlega, en hinn er gerður út á skel, sem landað er á Gemlu- felli í Mýrarhreppi og flutt með bíl til ísafjarðar og unnið þar. Hreppsnefndin lauk í sumar lagfæringum á neðri hluta sjúkra- skýlisins en þar er nú komin full- búin tannlæknaaðstaða og höfð- um við tannlækni í mánaðartíma í haust, Sverri Einarsson fyrrver- andi formann tannlæknafélags íslands. Ætti það að vera til mikilla hagsbóta fyrir Dýrfírðinga ef læknir fæst öðru hvoru því tíðar ferðir til tannlækna Reykjavíkur hefur verið mörgum þungur baggi. Vísast gæti það líka bætt tannhirðingu bama og unglinga sem ekki hefur verið of góð þótt skólinn annist flúorskolun og hefur gert undanfarin ár. Almennt atvinnuástand var nokkuð gott á árinu þrátt fyrir samdrátt í verklegum fram- kvæmdum. Fram haldið var gatna- og gangstéttagerð í þorp- inu. Lokið var við yfirbyggingu hafnarvogarinnar og ennfremur voru rafmagnskaplar lagðir í jörð á öllu hafnarsvæðinu. Bamaheim- ili var gert fokhelt fyrir áramót og sá Sigmundur Þórðarson húsa- smiður um það verk, en haustið áður lauk hann og menn hans við gmnn hússins. Bamaheimilið er mikið mannvirki og ætti að duga þorpinu um ófyrirsjáanlega fram- tíð. í sumar samdi hreppsnefnd um kaup á landi í eigu Hvamms enda voru innstu húsin á eyrinni i Hvammslandi og því þörf á auknu landrými, sem hægt væri að skipuleggja og byggja. Landrýmið nær inn fyrir spennustöð orkubús- ins á Skeiðinu. I október í haust var tekin upp heimilishjálp á vegum hreppsins fyrir ellilífeyrisþega og einnig njóta þess einstaklingar, sem af ýmsum ástæðum eiga erfítt með að annast húsþrif, gegn sann- gjamri greiðslu, en hún er ókeypis fyrir ellilífeyrisþega, sem er verið að auðvelda að búa lengur á eigin heimilum. Mörg undanfarin ár hefur það verið venja að þeir sem verða 67 ára á árinu sleppa við opinber gjöld til hreppsins og jafnt þeir sem vinna fulla vinnu. Mætur læknir sagði fyrir meira en hálfri öld að ekki væri amalegt að vera ómagi í Þingeyrarhreppi því jafnvel ómagamir væm jarð- aðir með „pomp og prakt“ á kostnað hreppsins. Er það vel að Þingeyringar þurfa ekki að kvíða ellinni ef heldur sem horfír. Þó oft sé sagt að heimur versnandi fari, þá heyra samt ómagar sög- unni til sem sýnir að margt hefur áunnist í baráttunni fyrir betra lífí. Samkvæmt upplýsingum odd- vita er áformað að hefja byggingu öldmnarheimilis ef — já, ef pen- ingar fást til þess frá hinu opin- bera. Allavega er unnið að undir- búningi þessa máls enda lang- þráður draumur því fyrsti sjóður- inn sem stofnaður var til þessa málefnis, varð til árið 1930 og er í vörslu kvenfélagsins Vonar. Getið skal þó þess er vel er gert í þessum efnum því haustið 1979 var hluti sjúkraskýlisins tekinn í notkun fyrir öldmnardeild. Vil- borg Guðmundsdóttir ljósmóðir frá Núpi var þar aðaldriffjöðurin og er þetta heimili ómetanlegt öldmðum. Húsið var ekki sniðið að þörfum slíkrar starfsemi (fyrr- verandi íbúð læknis) en er þó vinalegt og hlýtt skjól þeim sem þar dvelja. Flestir hafa vistmenn orðið níu talsins en þá var líka „þröng á þingi“. Allt er gert til þess að heimilisfólki líði sem best og ekkert til sparað. Húsbyggingar hafa legið niðri á þessu ári nema hvað sumir hafa lokið húsbyggingum er byijað var á fyrr og aðrir fært út kvíamar og stækkað við sig enda enginn öfundsverður á þessum síðustu og verstu tímum lána og vaxta af því að koma sér upp þaki yfír höfuðið. I sumar var mikið um gesta- komur. Þar á meðal sóttu brott- fluttir Dýrfírðingar okkur heim 17. júní og þá helgi. Dýrfírðinga- félagið vitjar átthaganna á fímm ára fresti og kemur alltaf færandi hendi. Bókasafni Þingeyrarhrepps vom færðar snældur sem visir af hljóðbókasafni. Vom það viðtals- þættir, þar sem aldraðir Dýrfirð- ingar sátu fyrir svömm. En flestir þeirra, ef ekki allir, em gengnir til feðra sinna. Einnig fékk hreppsnefnd fyrirheit um ijár- framlag tii fyrirhugaðs öldmnar- heimilis þegar hafíst verður handa um byggingu þess. Oddvitinn, Guðmundur Ingvarsson, veitti gjöfum þessum viðtöku. Tvíþætt- ur a.m.k. var tilgangur ferðarinn- ar að þessu sinni því vígður var nýr sumarbústaður félagsins í Hvammslandi — glæsileg vistar- vera, sem allir em stoltir af. Var þetta verk unnið af sjálfboðalið- um, sem hópast hafa vestur sl. tvö ár. Rómaði formaður félags- ins, Þorbjörg Ólafsdóttir, alla þá fyrirgreiðslu er félagið hefur notið hjá sveitarstjóra, hreppsnefnd, kaupfélagi, ýmsum Dýrfírðingum og síðast en ekki síst var þökkuð velvild þeirra Hvammsbræðra, Garðars og Jóhanns Sigurðssona, en í þeirra landi stendur sumar- bústaðurinn. Lóð undir húsið var föl, félaginu að kostnaðarlausu og leigugjaldið meira til mála- mynda en það geti talist gjald. Öllum Dýrfirðingum var boðið til grillveislu er húsið var vígt og mættu þar allir sem vettlingi gátu valdið, sér og gestgjöfum til óblandinnar ánægju. Margar ræður og ávörp vom flutt og oddvitinn afhenti fánastöng og flagg er dregið var að hún í tilefni dagsins sem gjöf frá hreppsbúum. Sunnudaginn 18. júní var síðan boð fyrir gesti og heimafólk í fé- lagsheimilinu á Þingeyri á vegum hreppsins og rétt einu sinni „sprengdum við húsið utan af okkur“. Þetta vom dýrðardagar í elsta félagsheimili hreppsins í Hauka- dal, en kvenfélagið Hugrún byggði það hús um eða eftir 1930 og er húsið nú í eigu hestamanna- félagsins hér. Skemmtiatriði önn- uðust bæði heimamenn og að- komnir og þeir aðkomumenn vom nokkuð hagvanir á litla sviðinu í Haukadal. Fjörðurinn skartaði sínu fegursta þessa daga og allt hjálpaðist að til að gera þessar samvistir Dýrfírðinganna sem eftirminnilegastar. Við tímdum varla að sofa þessa allt of fáu sólarhringa sem við áttum saman því þama vom svo sannarlega vinir meðal vina og aldrei hefur sést slíkur mannfjöldi samankom- inn á holtunum fyrir innan Hvamm eins og þegar húsið var vígt. Sumarbústaðnum var gefíð nafn — Átthagi — og var það tillaga Gunnars Gunnarssonar frá Kirkjubóli, nú búsettum í Laugar- dælum. Forláta gestabók fylgir húsinu — gjöf Jóns Strandberg en hann skar út í við kápu bókar- innar með nafni hússins og vígslu- degi og margir fagrir gripir prýða húsið þar á meðal útsaumuð mynd frá Ólafíu heitinni Ásbjömsdóttur frá Hvammi en hún ætlaði svo sannarlega að vera viðstödd þessa athöfn — og kannski hefur hún verið það þó við sæjum hana ekki — því hún andaðist á meðan báðir synir hennar dvöldu hér á meðal okkar ásamt mökum. Árlega selur Dýrfírðingafélagið kaffí til ágóða fyrir væntanlegt elliheimili hér, fyrir utan allt annað sem gert er fyrir Dýrfirð- inga heima og heiman. Skólinn hófst hér á venjulegum tima í vetur. Hallgrímur Sveinsson fékk ólaunað orlof frá skólastjórastörf- um til að sinna Dúa-smíðum í leikfangasmiðjunni Öldunni. Sjö manns unnu þar fyrir jól en nú em á döfinni nýjungar í fram- leiðslunni — önnur tegund bíla, bamavagnar og fleira. Skólastjóri í vetur er Borgný Gunnarsdóttir, samkennari okkar til margra ára. Allt er því í sómanum með skóla- stjómina. Árlegt hjónaball var haldið snemma í nóvember og var félags- heimilið fullskipað, um 200 manns. Skemmtu menn sér hið besta. Áramótadansleikur var haldinn eftir miðnætti sem félags- heimilið gengst alltaf fyrir og lán- aðist vel að vanda. Okkur hefur alltaf þótt skemmtilegt að hitta alla eða flesta vini og kunningja eftir áramót, skiptast á þökkum og nýársóskum og dansa inn nýár- ið. Félagslífíð stendur í blóma. Kvenfélagið Von er bráðlifandi, Bridds-félagið Gosi í góðu gengi, Lions-menn lifandi og starfandi og efndu þeir til uppákomu með kaffí í haust fyrir aldraða og ekki má gleyma kómnum, sem æfa minnst einu sinni í viku — stund- um oftar. Eflaust sér Tómas Jóns- son, kórstjóri, okkur fyrir andlegu fóðri fyrir vetrarlok. Næst blótum við þorra í janúar ef allt er við það sama og Guð lofar. Hulda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.