Morgunblaðið - 22.01.1986, Page 22

Morgunblaðið - 22.01.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR1986 Sovétríkin: Aðstoðarráðherra kærður fyrir spillingu Moskvu, 21. janúar. AP. VLADIMIR Sushkov, adstoðar- ráðherra í sovéska utanrikisvið- skiptaráðuneytinu, hefur látið af störfum, að þvi er embættismenn í ráðuneytinu sögðu í dag. Vest- rænir kaupsýslumenn og við- skiptafulltrúar sögðu, að þeim hefði verið tjáð, að Sushkov hefði verið handtekinn og ákærður fyrir spillingu. Sushkov, sem er 65 ára að aldri, hafði gegnt aðstoðarráðherraemb- ættinu frá árinu 1974. Frá 1976 var hann varaformaður bandarísk- sovéskrar verslunamefndar, sem skipuð var til að örva viðskipti landanna. Nefndin kom saman til fundar í Moskvu í desembermánuði og sátu hann nærri 400 bandarískir kaup- sýslumenn. Sushkov talaði á þeirri samkomu og var viðstaddur blaða- mannafund, sem haldinn var í fund- arlok. Þar tilkynnti hann, að næsti fundur nefndarinnar yrði haldinn í Bandaríkjunum í vor. í dag sögðu embættismenn í utanríkisviðskiptaráðuneytinu, að Sushkov ynni þar ekki lengur, en vildu ekki nefna neina ástæðu fyrir því. Talsmaður á skrifstofu banda- rísk-sovésku verslunamefndarinnar í Moskvu sagði einnig, að Sushkov væri hættur í ráðuneytinu og hefði látið af starfi sínu sem varaformað- ur nefndarinnar. Vestrænir kaupsýslumenn og viðskiptafulltrúar vestrænna sendi- ráða í Moskvu sögðu, að þeim hefði verið tjáð, að Sushkov hefði verið handtekinn og ákærður fyrir spill- ingu. Sumir heimildarmannanna kváðust enn fremur hafa frétt, að eiginkona ráðherrans hefði einnig verið handtekin. Hún starfaði eins og eiginmaður hennar hjá utan- ríkisviðskiptaráðuneytinu. Lesotho: Kólumbia: Allt kapp lagt á að halda áætlun Edwards-herflugveUinum, Kalifomíu, 20. janúar. AP. TÆKNIMENN Bandarísku geimf erðastof nunarinnar, NASA, höfðu í gær hraðar hend- ur við að undirbúa geimferjuna Kólumbíu undir flutning til Kanaveralhöfða á Flórída, til þess að takast megi að halda áætlun um næstu ferð hennar. Kváðu þeir ferjuna vera i góðu ásigkomulagi og aðeins lítils háttar skemmdir orðið á hitahlíf. Kólumbía er nú um 4.800 kíló- metra frá skotstað á Kanaveral- höfða. Á feijan að fara í næstu ferð sína 6. mars nk. og verður aðalviðfangsefnið þá að fylgjast með Halleys-halastjömunni. Lendingu Kólumbíu var frestað sjö sinnum í síðustu ferð, oftar en nokkm sinni fyrr, og lenti hún loks á laugardag á Edwards-herflugvell- inum í Mojave-eyðimörkinni í Kali- fomíu. Var ástæðan sú, að ekki þótti vogandi að lenda á Kanaveral- höfða vegna hættu á rigningu, sem hefði getað valdið skemmdum á hitahlíf feijunnar. Sá tími, sem fer í að búa feijuna undir flutninginn til Flórída, mun skerða undirbúningstímann fyrir næsta flug um fimm daga hið minnsta. Vinna 120 tæknimenn nú baki brotnu við að flýta verkinu eins og unnt er. Kólumbía fer frá Edwards-her- stöðinni á fímmtudag í síðasta lagi, og verður feijan flutt á þaki Boeing 747-risaþotu. „Ekki segja mömmu ** AP/simamynd Níu ára gamall drengur I Sepulveda í Kalifomíu varð fyrir því óláni fyrir nokkrum dögum, að hann festist í skorsteini og mátti dúsa þar í þijá tíma áður en slökkviliðsmönnum tókst að bijóta strompinn utan af honum. Reyndar gat strákur sjálfum sér um kennt því hann ætlaði að fara þessa leið til að stela. „Ekki segja mömmu," sagði strákur grátandi þegar hann var borinn á brott. Kína: Valdaráni fagnað á götum úti Masaru, 21. janúar. AP. ÞÚSUNDIR manna dönsuðu og sungu á götum Masuru, höfuðborgar Lesotho, til að fagna þvi að Lebua Jonathan, forsætisráðherra, hefur verið velt úr sessi, að því er segir i fréttum AP. Eftir fréttum í dag frá Suð- ur-Afríku að dæma mun þessi breyting á ríkisstjóminni leiða til þess að Pretoriu-stjómin linar á flutningabanni til Lesotho og ýms konar öðmm þvingunum, sem Lesotho-stjóm hefur verið beitt. Ekki er vitað að svo stöddu, hvar Jonathan er nú, en engar fregnir hafa borizt um að hann hafi verið handtekinn. Lekhanya, sem steypti for- sætisráðherranum, er sagður vera hálfsextugur að aldri. Hann var mjög andsnúinn þeirri stefnu Jonathans að sýna mótþróa minnihlutastjóm hvítra manna í Suður-Afríku, en upp á síðkast- ið hafði þeirrar stefnu Jonathans gætt í ríkara mæli. Minni hömlur á út- lendan atvinnurekstur Shevardnadze í vináttuheimsókn í Norður-Kóreu Tókýo og Moskvu, 21. janúar. AP. EDUARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkj- anna, er nú staddur í „opin- berrí vináttuheimsókn" í Norður-Kóreu, að sögn út- varpsins f Pyongyang, höfuð- borg landsins. í dag átti hann fund með norður-kóreska leiðtoganum Kim II Sung. Að sögn Tass-fréttastofunnar kom Shevardnadze á framfæri skilaboðum frá sovéska leið- toganum, Mikhail Gorbachev, en ekki var skýrt nánar, hver þau skilaboð hefðu verið. Shevardnadze kom til Norð- ur-Kóreu frá Japan, þar sem hann dvaldist f fimm daga og átti ítarlegar viðræður við jap- anska ráðamenn. Þar á meðal ræddi hann í 11 klukkustundir við hinn japanska starfsbróður sinn, Shintaro Abe. Sagði Shev- ardnadze, að tekist hefði að „styrkja umræðugrundvöll Jap- ans og Sovétríkjanna", að því er norður-kóresk blöð hermdu í dag. „Stjómmálaviðræður hafa hafist á ný milli landanna og við höfum ákveðið að halda þeim áfram þrátt fyrir ýmsan skoð- anaágreining og alvarleg mis- klíðarefni," sagði Shevardnadze við fréttamenn. „Þeir samning- ar, sem við undirrituðum í Tókýó, munu stuðla að friði á milli landanna. AP/Simamynd Leabua Jonathan, fyrrver- andi forsætisráðherra. Peking, 21. janúar. AP. KÍNVERJAR hyggjast enn draga úr hömlum gagnvart erlendum fyrírtækjum, sem eru reiðubúin til að fjárfesta í atvinnurekstri f Kina. Er ætlunin að gera þeim auðveldara f framtfðinni að flytja Olíuverðið niður í 14 dollara tunnan? hagnaðinn af starfsemi sinni úr landi í hörðum gjaldeyrí, enda þótt slíkt verði eftir sem áður háð ýmsum takmörkunum. Blaðið China Daily, sem gefíð er út á ensku, skýrði frá þessu í dag og hafði fréttina eftir Gu Ming, formanni efnahagsmálastofnunar ríkisins. Blaðið skýrði svo frá, að kín- Osló, 20. janúar AP. VERÐ á olíu úr Norðursjó er nú lægra en nokkru sinni siðan 1979 og heldur áfram að falla. Svo getur vel faríð, að það farí niður fyrir 20 dollara tunnan á næst- unni. Skýrði norska blaðið Aften- posten frá þessu f dag. Blaðið hafði það eftir ónafti- greindum olíusérfræðingi, að haldi núverandi offramleiðsla áfram bæði innan og utan OPEC, þá kunni verðið á olíu úr Norðursjó að vera komið niður í 14—15 dollara tunnan næsta sumar. ERLENT verska stjómin myndi gefa út sveigjanlegri reglur á þessu sviði nú í vikunni. Þær ættu að greiða fyrir starfsemi þeirra fyrirtækja, sem fjárfesta meira í Kína en nemur hagnaði þeirra. Til þessa hafa Kínveijar nær algerlega takmarkað starfsemi er- Iendra fyrirtækja við það, að þau hefðu hagnað sinn af útflutnings- starfsemi eða með sölu á vörum og þjónustu, sem borgað væri fyrir með erlendum gjaldeyri. Dæmi þessa voru starfsemi ferðamanna- hótela eða framleiðsla á vestrænum sígarettum fyrir útlendinga í Kína. Samið hefur verið um undan- þágur frá þessum reglum í einstök- um tilfellum, en reglumar hafa samt verið bundnar slíkum tak- mörkunum, að það hefur fælt ýmsa bandaríska og japanska fjárfest- ingaraðila frá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.