Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Slgtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgrelösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. ó mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Sigur Tarkovskís Rússneski kvikmyndaleik- stjórinn Andrei Tarkovskí og Larissa, kona hans, hafa heimt 15 ára gamlan son sinn og hálfníræða ömmu hans frá Sovétríkjunum eftir rúmlega Qögurra ára baráttu. Mannúð og réttlæti hafa unnið sigur á rangleitni hins sovéska þjóð- félagskerfís. Allir réttsýnir menn hljóta að samfagna Tarkovskí-hjónunum á þessari stundu. Hinir erfíðu dagar sárs- auka og vanmáttar eru að baki. Vonandi fær Andrei Tarkovskí, sem nú er alvarlega veikur á sjúkrahúsi í París, að njóta langþráðra endurfunda fjöl- skyldunnar. Andrei og Larissa Tarkovskí komu hingað til lands í mars í fyrra, þegar efnt var tii sýning- ar á kvikmyndum Tarkovskís. Þá reyndi sovéska sendiráðið í Reykjavík, að stöðva sýningam- ar með fáránlegum málatil- búnaði, en varð að iúta í lægri haldi. Andrei Tarkovskí hafði samt ekkert gert á hlut sovéskra valdhafa. Hann hafði ekki haft nein afskipti af stjómmálum í heimalandi sínu og vildi aðeins fá næði og frelsi til að sinna list sinni. En fyrir duttlunga og stirfni embættismanna var honum meinað það og listsköp- un hans heft. Hann yfírgaf því Rússland, tregur eins og allir sem unna foðurlandi sínu, en jafnframt nauðbeygður eins og allir þeir sem fínna að líf þeirra og lífsköllun er eitt og hið sama. „Sovésk yfírvöld hafa fullan hug á að kviksetja mig, en ég kæri mig ekki um það,“ sagði Tarkovskí í viðtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Hann kaus frelsið á Vesturlöndum, eins og margir aðrir sovéskir listamenn, og það var honum ekki fyrirgefíð. Undanfarin fjögur ár hafa án vafa verið Tarkovskí-hjónunum ákaflega erfíð, eins og hver sá getur ímyndað sér, er reynir að setja sig í spor foreldra, sem standa frammi fyrir því að bam þeirra er gísl manna sem einskis svífast. í eftirminnilegu viðtali við blaðamann Morgunblaðsins á síðasta ári rifjaði Larissa Tarkovskí upp stundina þegar hún varð að fara frá syni sínum af því yfírvöld bratu á honum lög og meinuðu honum að fylgja foreldram sínum til útlanda: „í huga mér er greypt mynd af syni mínum frá því að ég sá hann síðast. Það var á flugvelli, við voram að fara til Italíu. Stóðum mitt í hópi fólks, sem talaði um útsýnið og annað sem fyrir augu bar. Eg horfði á bamið mitt í gegnum gler, sá þar sem hann stóð og hélt báð- um höndum utan um handrið. Læsti þeim utan um rörið, kreppti, svo hnúamir hvítnuðu og horfði á mig í örvæntingu. Eins og hann hefði séð fyrir það sem á eftir kom. Hvemig er hægt að gera honum þetta, hvemig er hægt að láta bam þjást svo mikið?" Ráðamenn í Kreml era frægir fyrir annað, en að láta tilfínn- ingar hræra sig. Frá þeirra sjón- arhóli breytir það engu hvort það era böm eða fullorðnir, sem eiga í hlut, þegar þeir telja sig vera að veija hagsmuni Kerfís- ins. Tilgangurinn helgar með- alið. Þetta er hin dýrkeypta reynsla Tarkovskí-hjónanna af viðskiptum við valdsmenn eigin þjóðar. Kannski hún verði til þess, að ljúka upp augum ein- hverra þeirra, sem enn era treg- ir til að viðurkenna veraleika kommúnismans í Sovétríkjun- um og þær hættur, sem hann býr íbúum hins frjálsa heims. En mikilvægasti lærdómur Tarkovskí-málsins er, að þrýst- ingur almennings, Qölmiðla og stjómmálamanna í hinum fijálsa heimi hefur áhrif á vald- hafa í Sovétríkjunum, þótt málarekstur gangi einatt svo hægt að uppgjöf virðist óhjá- kvæmileg. A þetta atriði hafa sovéskir andófsmenn einmitt lagt mikla áherslu, enda þekkja þeir mörg dæmi þess að lífí hefur verið þyrmt og mönnum veitt frelsi eða búin betri að- staða fyrir eindregnar kröfur fólks á Vesturlöndum. Fjöl- margir íslendingar lögðu mál- stað Tarkovskí-hjónanna lið, þ. á m. listamenn, sem beittu sér af eindrægni, og utanríkis- ráðherra, sem hreyfði málinu við starfsbróður sinn í Sovétríkj- unum og sendiherra Sovétrílg'- anna á Islandi. Sömu sögu er að segja af mörgum erlendum stjómmálaleiðtogum. Aðild íslendinga að farsælli lausn Tarkovskf-málsins riflar upp baráttu Vladimirs Ashk- enazy fyrir því að fá aldraðan föður sinn og móður, sem nú er látin, í heimsókn til íslands. Það stríð stóð í átta ár, en því lauk með sigri. Þá sem nú sýndi það sig, að það stoðar að beita sér gegn hinu sovéska kerfí. Og jafnvel þótt sýnilegur árang- ur sé oftar en ekki lítill, vitum við að dropinn holar steininn. Bandarfska þyrlu- og landgönguskipið Saipan á æfingu í einum af fjörðum Norður-Noregs. Bandarísk flota- vernd á Noregshafi? eftirArne Olav Brundtland Fyrir tveimur árum kom John Lehman, flotamálaráðherra Banda- ríkjanna, í opinbera heimsókn til Noregs. Við þetta tækifæri kynnti hann Norðmönnum hugmyndir sínar um nýjar vamaráætlanir fyrir flot- ann, þar sem gert var ráð fyrir auknum viðbúnaði flota Bandaríkja- manna á norðurslóðum. Áætlanimar miðuðu að því að flotinn yrði ávallt reiðubúinn til aðgerða á óvissu- eða ófriðartímum. Á þeim tíma sem liðinn er frá heimsókn Lehmans, hafa ekki orðið nauðsynlegar umræður um þessar áætlanir hér í Noregi. í skýrslu um auknar vamir Norðmanna, sem vamarmálanefnd norska Stórþings- ins skilaði árið 1984, er hvergi fjallað um þetta atriði. Þegar til lengdar lætur verður ekki hjá því komist að ræða mikilvægt mál sem þetta f ljósi þeirra aðstæðna sem kunna að skap- ast. Reynslan sýnir, að hemaðarlegt mikilvægi Noregshafs eykst. Á síð- asta ári var tvisvar sinnum efnt til umfangsmikilla flotaæfínga f ná- grenni Noregs. Flotaæfíngar Sovét- manna, sem nefndust Sumarex 85, fóm fram um sumarið og þegar haustaði hófust æfíngar Atlantshafs- bandalagsins, sem gengu undir nafn- inu Ocean Safari 85 og voru hinar umfangsmestu frá upphafí. Sovét- menn beittu stærri og öflugri herskip- um en áður við æfíngar sem þessar, án þess þó að það gefí nokkrar stór- felldar breytingar til kynna. Æfingar Sovétmanna voru f samræmi við aðrar flotaæfíngar þeirra allt frá ár- inu 1968 með fáeinum undantekning- um þó. Hins vegar undirstrika æfíng- ar þessar hemaðarlegt mikilvægi Noregs og sýna ljóslega, að Sovét- menn telja sig eiga hagsmuna að gæta hér á norðurslóðum. Sú steftia Norðmanna að heimila Bandaríkjamönnum að reisa birgða- stöðvar á norskri gmnd hefur verið mótuð í ljósi þess, að vígbúnaður norðurflota Sovétmanna vex jafnt og þétt. Norðmenn vilja ekki eiga á hættu að Sovétmenn geti einangrað Noreg með herflota ef til ófriðar dregur. Þar sem birgðastöðvar og flugvellir em fyrir hendi er unnt að flytja bandaríska landgönguliða flug- leiðis til Noregs á u.þ.b. 30 klukku- stundum en sambærilegir liðsflutn- ingar tækju allt að heilan mánuð á sjó. Þannig miðar stefna Norðmanna að því að tryggja aukið ráðrúm á óvissutímum. En hjálp bandamanna á hættustundu dugar ekki nema unnt sé að halda sjóleiðinni til Noregs opinni til að tryggja birgða- og her- gagnaflutninga. Er nóg að gert? Þann 6.12. 1985 ritaði Jan Inge- brigtsen, flotaforingi, grein í Aften- posten og fjallar um hvort þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið, bæði á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og á vegum Norðmanna sjálfra, nægi til að tryggja öryggi landsins. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Ingebrigtsen telur, að öryggi landsins verði einungis tryggt með því að Norðmenn fari þess á leit við Bandaríkjamenn, að hluti Atlants- hafsflota þeirra haldi helst uppi stöð- ugri gæslu á Noregshafí. Hann telur einnig, að Norðmenn eigi að skapa skilyrði fyrir þvf að slík bandarísk gæsla verði möguleg m.a. með því að heimila byggingu fleiri birgða- stöðva. Þetta em dirfskufullar hugmyndir um viðkvæmt mál sem þarf að ræða. Því er og við að bæta að Ingebrigtsen álítur að aukin umsvif flota Banda- ríkjamanna á Noregshafí kynnu að auka spennu á milli austurs og vest- urs. Hingað til hefur stefna Norð- manna miðað að hinu gagnstæða. Ingebrigtsen telur, að þrátt fyrir aukna spennu verði öiyggi landsins betur tryggt með þessu móti, því að Norðmönnum sé harla lítill akkur f slökun á spennu, ef hún leiði til al- gjörra yfírráða Sovétmanna á haf- svæðunum f nágrenni Noregs. Styrkur Sovétmanna Ég er sammála Ingebrigtsen um, að það þjóni ekki hagsmunum Norð- manna að floti Sovétmanna fái að ráða lögum og lofum á Noregshafí. Ég tel hins vegar að þetta sé ekki úrlausnarefnið. Flota Bandaríkja- manna er að jafnaði haldið mun leng- ur á hafí úti en flota Sovétmanna. Satt að segja er fjölmargt sem tor- veldar flota Sovétmanna að athafna sig langtímum saman á úthöfum. Skip þeirra þurfa að sækja mun oftar inn til hafnar en skip Bandaríkja- manna. En það er vafalaust rétt hjá Ingebrigtsen, að floti Sovétmanna er í góðri aðstöðu til að ná undirtökum á Noregshafí einkum og sér í lagi ef ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki á varðbergi gagnvart þessari hættu. Með kyrrum kjörum Norðmenn hafa hingað til talið að á friðartímum sé það skilyrði fyrir því að allt sé með kyrrum kjörum á norðurslóðum, að hemaðarlegt jafn- vægi raskist ekki þar. En í þessu felst vitaskuld, að Norðmenn hafa gengið að því sem vísu að á óvissu- eða ófriðartímum muni bandamenn þeirra standa við þá samninga sem gerðir hafa verið. Með þessu eina móti sé tryggt, að jafnvægið raskist ekki. Ef Bandaríkjamenn taka upp reglulega gæslu á Noregshafí, eins og Ingebrigtsen telur æskilegt, mun svæðisbundið hemaðaijafnvægi raskast Atlantshafsbandalaginu í vil. Frá hemaðarlegu sjónarmiði kann það að virðast álitlegur kostur. Mér sýnist þó að huga þurfi að fleiri sjón- armiðum í þessu sambandi. í fyrsta lagi hlýtur sú spuming að vakna, hvaða verkefnum flota Banda- ríkjamanna er ætlað að sinna. Inge- brigtsen virðist gefa sér, að skip Bandaríkjamanna myndu fyrst og fremst sinna kafbátaleit. Hér er ef til vill ekki allt sem sýnist. Sovétmenn gætu litið svo á, að með meiri kaf- bátaleit væri verið að ögra langdræg- um eldflaugakafbátum þeirra og þar með hæfni þeirra til að endurgjalda kjamorkuárás. Slíkar ögranir vega mjög þungt gagnvart risaveldi og gætu kallað á öflugar gagnráðstafan- ir. í öðru lagi gætu aukin umsvif Bandaríkjamanna á Noregshafí leitt til vígbúnaðarkapphlaups á milli flota risaveldanna. Vígbúnaðarkapphlaup getur verið nauðsynlegt, ef ætlunin er að tryggja lágmarksviðbúnað, en allt þar umfram getur rejmst hæpinn ávinningur og dregið úr stöðugleika. í þriðja lagi verður að leggja mat á hvort kafbátaleit Bandaríkjamanna á Noregshafi á friðartímum myndi ekki hvetja Sovétmenn til að auka enn umsvif sín og stækka athafna- svæði herskipa og kafbáta þeirra. Ég er sammála því að Norðmönn- um er vandi á höndum og tel að aukin gæsla Bandaríkjamanna væri af hinu góða. En áður en Norðmenn fara þess á leit við Bandaríkjamenn, að þeir staðsetji hluta Atlantshafs- flotans á Noregshafí, verða að fara fram ítarlegri umræður um tillögur Jan Ingebrigtsen, flotaforingja. Höfundur er sérfræðingur Norsku utanríkisstofnunarinnar i öryggis- ogafvopnunarmálum. Hann errít- stjóri tímarítsins Intemasjonal Poli- tikk. Fimm fyrir spumir eftirFriðrik Sophusson Mikið hefur verið rætt um íjár- hagsvanda þeirra skipa, sem sfðast bættust í togaraflota landsmanna. Lausnir á erfíðleikum þessara skipa eru ekki einfaldar og geta haft víð- tækari áhrif en menn ætla við fyrstu sýn. Kolbeinsey ÞH-10 hefur verið til umræðu síðustu daga. Óljóst er, hver hreppir skipið, þegar þetta er ritað, en líklega verður það Húsavík, þar sem hæsta tilboðið var tekið aftur. Samkvæmt blaðafregnum og sjónvarpsviðtölum virðist eftirfarandi liggja fyrir f málinu: Sjö staðhæfingar 1. Þegar útgerðarstjóri Kolbeinseyj- ar tók við skipinu nýju, sagði hann, að dæmið gæti ekki gengið upp og lét að því liggja að skipsverðið yrði aldrei greitt. 2. Þegar skuldir skipsins voru orðnar 270 millj. og að stórum hluta í van- skilum var skipið boðið upp. Uppboðs- beiðandi, þ.e. Fiskveiðasjóður, keypti skipið á 176 millj. og tapaði 95 millj- ónum króna á einu bretti. (Uppfært tap er enn meira.) 3. Útgerðarfélagið Höfði hf. gerði út Kolbeinsey. Það félag gerir einnig út Júlíus Havstein. Ekki var gengið að því skipi né öðrum eignum hlutafé- lagsins til fullnustu kröfu Fiskveiða- sjóðs. 4. Nýtt fyrirtæki, íshaf hf., var stofnað til að gera tilboð í og reka Kolbeinsey. Tilboð félagsins í skipið er um það bil 160 millj. kr. kaupverð. Formaður hins nýja útgerðarfélags hefur sagt við alþjóð í sjónvarpi, að skipið geti ekki staðið undir þeim stofnkostnaði með ísfískveiðum. 5. Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga var með hæsta tilboðið í skipið. Forr- áðamenn þess segjast hafa ver'ð beittir þrýstingi, bæði frá stjóm- málamönnum og ríkisbankasfjóra, og draga þess vegna tilboð sitt til baka, enda hafí þeim verið heitið aðstoð og fyrirgreiðslu við kaup á öðm skipi, t.d. raðsmíðaskipi. 6. Byggðarsjóður hefur yfír að ráða 100 millj. kr. sem sérstaklega skal lána þeim, sem vilja halda vanskila- skipum í eigu heimamanna. Heyrzt heftir, að nýja Húsavíkurfélagið hafí loforð fyrir allt að 15% af kaupverði skipsins eða meira en 20 milljónum króna úr Byggðasjóði. 7. Sveitarstjórinn á Raufarhöfn og forráðamenn ÚNÞ halda því fram, að rekstrargrundvöllur hafí verið tryggður. Hann segir að Húsvfkingar hafí krafíst athugunar á rekstri ÚNÞ. Að hans áliti hlýtur það sama að ganga yfír aðra. þ.á m. Húsvíkinga. Friðrik Sophusson „Ekki verður annað séð, en með þessari ráðstöfun hafi skattgreiðendur í Reykjavík tekið að sér hlutverk, sem a.m.k. sumir aðrir virðast geta látið Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð sjá um fyrir sig. Er ekki of mikill munur á Reykjavík og Húsavík í þessum efn- um?“ Fimm fyrirspumir Séu þessar staðhæfíngar að mestu réttar er ástæða til þess að spyija nokkurra spuminga: 1. SpumingtilFiskveiðasjóðs: Geta félög sem gera út fleiri en eitt skip vænzt þess að aðeins verði boðið upp eitt skipanna séu skuldir þess í vanskilum og fengið felldar niður þær skuldir í skipinu sem em umfram veð í því. Hefði þessi regla gilt um Ottó N. Þorláksson, sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þegar hann skuldaði verulegar upp- hæðir umfram markaðsverð. 2. Til nýja hlutafélagsins: Hve mikið hlutafé verður í nýja útgerðarfélaginu Ishafí hf. og hvem- ig verður það greitt til félagsins? 3. Til Byggðastofnunar: Hvaða reglur gilda um úthlutun á ofangreindum 100 millj. kr.? Em þær reglur afturvirkar? 4. Til sjávarútvegsráðherra: Hvaða áhrif telur ráðherra að þetta mál og önnur, sem hugsanlega sigia í kjölfarið, hafi á siðgæði og rekstrar- ábyrgð útgerðarfélaga í framtíðinni? 5. Til ríkisstjómarinnan Er það eðlileg og sanngjöm ráð- stöfun að lána stórfé til að halda skipum í byggðarlögum eftir að opin- berir aðilar hafa tekið á sig tugi milljóna vegna sömu skipa. Útgerð í Reykjavík og Húsavík Útgerðaraðilinn sagðist aldrei geta greitt skipið, þegar það er nýtt. Lík- lega verður skipið síðan afhent nán- ast sömu aðilum, sem þá segja að rekstrargmndvöllur sé vonlaus, sé skipið keypt fyrir þeirra eigin til- boðsverð. Skuld Ottós N. Þorlákssonar var u.þ.b. 295 milljónir í árslok 1985. Á sínum tíma samdi BÚR við Fiskveiða- sjóð um að greiða til stofnQársjóðs (Fiskveiðasjóðs) af öllum framleiðslu- afurðum fyrirtækisins, en ekki ein- göngu venjulegt stofnframlag. Þetta var gert til að koma f veg fyrir uppboð á skipinu og var þess vegna eðlileg ráðstöfun. Við stofnun Granda hf. með sammna BÚR og ísbjamar- ins yfírtók Reykjavíkurborg 150 milljónir króna af skuldum Ottós N. Þorlákssonar til að útgerð skipsins hefði rekstrargmndvöll í framtíðinni. Þetta er gert til að rekstur nýja fyrirtækisins Granda hf. geti gengið án sífelldrar fyrirgreiðslu Reykjavík- urborgar. Ekki verður annað séð, en með þessari ráðstöfun hafí skattgreiðend- ur í Reykjavík tekið að sér hlutverk, sem a.m.k. sumir aðrir virðast geta látið Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð sjá um fyrir sig. Er ekki gerður of mikill munur á Reykjavík og Húsavík íþessumefnum? Höfundur er varaformnöur Sjálf- stæðisflokksins. HLUTFALL EINSTAKA TEK JUFLOKKA I HEILDAR TEKJUM A-HLUTA RlKISSJOÐS A ÁRINU 1985 Vmsir óbeinir skattar og arðgreiðslur Skattar af (6,2) bifreiðum 16“/ (1,5) * Ýmsir skattar af framl. 1Q6%, og þjónustu (11,0) Hagnaöur ATVR (5,5) 6,9% Tekju- og eignarskattar 11,4% (13,1) Skattar af launagreiöslum (7,4) 7,2% Tólur frá 1984 innan sviga J,0% Aðrir beinir skattar (1,0) 15,8% Gjöld af innflutningi (1?;3) 39,8% Sölu- og orkujöfnunargj. (37,0) Hvernig skiptist kakan? ÞESSAR tvær kökur sýna annars vegar skipt- ingu tekjuflokka A-hluta ríkissjóðs og hins vegar gjaldaflokka A-hluta ríkissjóðs. Við samanburð á þessum tveimur kökum og þeim sneiðum, sem í þær em skomar, kemur í ijós að sölu- og orkujöfnunargjald stendur undir öllum útgjöldum heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins og rúmlega það. Einnig slaga gjöld af HLUTFALL EINSTAKRA RÁÐUNEYTA innflutningi upp í það að standa undir öllum út- gjöldum menntamálaráðuneytisins, en þessar tvær nefndu sneiðar, heilbrigðis- og tryggingamál og menntamál em langstærstu útgjaldaflokkar ríkis- sjóðs. Að öðm leyti lýsa þessar kökur sér sjálfar. Tölur innan sviga em fyrir árið 1984. GJÖLDUM A-HLUTA RÍKISSJÓÐS Á ÁRINU 1985 R/kisendurskoöun (0,1) 0,1 V. Hagstofa Islands (0.1) 0,17. Viðskiptaráðuneytið 14.4) Iðnaðarráðuneytiö (5.4) 4.07 Fjárlaga- og (4/1) haasvslust. .Æðsta stjórn rlkisins 0,87. (Q8) Forsætisráðuneytið 0.57.(05) Menntamálaráöuneytið 16.8 7. (15.5) Samgönguráðuneytið (10.3) 8.47, Fjármálaráðuneytið (3.9) 3,57. Tölur frá 1984 innan sviga 36,8 7. Utanríkisráöuneytið ,17. (1.3) Landbúnaðarráðuneytið 4.6 7. (4.8) Sjávarútvegsráðuneytið 317. (1.5) Dóms- og kirkjumáiaráðun. 557. (5.4) Félagsmálaráðuneytið 5.4 7. (35) Heilbr. og tryggingamálaráðuneytið (38.3) Raforkuverð Landsvirkjunar hefur lækkað um 30% frá 1983 MEÐALVERÐ Landsvirkjunar á raforku til almenningsrafveitna lækkaði að raungildi um 30% frá því það var hæst 1. ágúst 1983, og til ársloka 1985, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur fengið hjá Halldóri Jónatanssyni forstjóra Landsvirkjunar. Þá kemur og fram að horfur eru á að verðið haldi áfram að lækka á næstu árum og að það verði orðið 40% lægra við næstu áramót. Rafmagnsframleiðslan í landinu f heild minnkaði um 2,1% á síðastliðnu ári miðað við árið á undan, en hjá Landsvirkjun einni sér um 1,6%. Rafmagnsfram- leiðsla Landsvirkjunar á árinu nam 3.453 GWst, sem er rúmlega 90% af allri rafmagnsframleiðslu í landinu. Breytingar á rafmagns- sölu Landsvirkjunar urðu hins vegar þær að rafmagnssalan til almenningsrafveitna jókst um 6,72% frá árinu 1984, en minnk- aði um 6,90% til stóriðju. Á heild- ina litið var selt orkumagn 1,25% minna hjá Landsvirkjun á síðast- liðnu ári en á árinu á undan. Telqur Landsvirlgunar af raf- magnssölu námu alls um 2.800 milljónum kr. á árinu, en um 2.200 millj. á árinu 1984 og er hér um rúmlega 27% aukningu að ræða. Þar af jukust tekjur Landsvirkjunar um 340 milljónir kr. frá almenningsrafveitum eða um 21%, en um 265 milljónir af sölu til stóriðju, eða um 45%. Efnahags- og rekstrarreikning- ur Landsvirkjunar vegna ársins 1985 mun liggja fyrir í næsta mánuði, en samkvæmt upplýsing- um Halldórs er fyrirsjáanlegt að um hagnað verður að ræða á ár- inu. Þá eru horfur á að svo verði einnig á þessu ári án þess að Landsvirkjun þurfi að hækka gjaldskrá sína í þvf skyni á árinu nema sem svarar um 2/s af al- mennum verðlagshækkunum sök- um verðbólgu. Ennfremur er fyr- irsjáanlegt að skuldir Landsvirkj- unar koma til með að lækka veru- lega í ár eða um allt að 500 millj. kr., þar sem afborganir verða hærri en nemur Qárhæð nýrra lána sem ráðgert er að taka á árinu. Halldór segir að samkvæmt bráðabirgðatölum séu eignir Landsvirkjunar um 30 milljarðar, langtímaskuldir um 20 milljarðar og eigið fé um 10 milljarðar kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.