Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986 35 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Hæ, hæ! Mig langar til að vita hvað þú getur sagt mér um Hrútinn. Ég er fædd á páskadagsmorgun, eða 14.04. 1968, kl. 8 að morgni. T.d. atvinnu, ástarlíf, persónu- leika, tilfínningar og hæfíleika og hvemig Hrútur og Ljón eiga saman og Hrútur og Tví- buri og að lokum Hrútur og Krabbi. Með fyrirfram þökk.“ Svar: Þú hefur Sól, Merkúr, Venus og Satúmus í Hrútsmerkinu, Tungl ( Sporðdreka, Mars í Nauti og Rísandi merki í Krabba og Miðhiminn í Stein- geit. Þú hefur því einkenni frá Hrúti, Sporðdreka, Nauti, Krabba og Steingeit. GrunneÖli Sól í Hrút. Þú ert í grunnatrið- um einlæg, opinská og hrein og bein. Þú vilt að umhverfí þitt sé lifand og skapandi. Þú átt það til að vera óþolinmóð og fljótfær. Innst inni ert þú jákvæð og bjartsýn. Þú ert að öðm leyti ekki dæmigerður Hrútur, sérstaklega þar sem önnur merki þín em ólík Hrútsmerkinu. Tilfinningar Tungl í Sporðdreka og Venus í Hrút. Þú hefur sterkar og ákafar tilfínningar en ert mót- sagnakennd og mislynd. Þú getur átt það til að fara öfg- anna á milli, ert ýmist dul og dregur þig til baka eða opin og hress. Þú hefur næmar tilfínningar og átt erfítt með að vera hlutlaus. Þú þarft að gæta þín á nokkmm atriðum. I fyrsta lagi er viðkvæmni þín mikil og því ert þú að mörgu leyti auðsærð. Þegar ofan á það bætist ákafur og baráttu- glaður Hrútur er hættan augljós. Tilhneiging til að láta særa þig er fyrir hendi, stund- um útaf smámunum, og síðan að ijúka upp með látum. Þú getur þá lent í deilum og úti- stöðum við aðra, t.d. ástvini þína. Þú þarft að biynja þig gagnvart viðkvæmninni og gæta þess að telja upp að tíu áður en þú rýkur upp. Persónuleikinn Fyrir utan framangreínda hættu í sambandi við tilfínn- ingamar má segja að þú sért að öllu jöfnu ákveðin og getur verið mjög föst fyrir þegar því er að skipta. Þú þarft visst öryggi og varanleika í líf þitt. Hvað varðar atvinnu kem ég í fljótu bragði ekki auga á hvar helstu möguleikar þínir liggja. Þeir gætu tengst hjúkr- un og uppeldisstörfum en ég er samt sem áður ekki viss. 1 raun er mjög erfítt og jafnvel ekki hægt að lesa úr stjömu- korti, án þess að hitta viðkom- andi og þekkja til fyrri að- stæðna og uppeldis, nema þá til gamans. Stjömuspeki er fyrst og fremst tæki til að vekja okkur til umhugsunar um eigin persónuleika, við verðum síðan sjálf að vinna með hann. Samskiptin Hinum dæmigerða Hrút lyndir vel við Ljón og sömuleiðis við Tvíbura en á ekki samleið með Krabba. Þar sem þú ert tæp- ast dæmigerður Hrútur og hefur auk þess sterkan Krabba í korti þínu ætti þér að lynda vel við Krabbann. Það samband getur hins vegar orðið stormasamt ef þú lærir ekki að stjóma skapi þínu. X-9 MAfíca, ftwv er Aí> ? //V£ffSt'£GMA t/aPPAP pý £/MS 06 MRoSMM ? DYRAGLENS LJOSKA TOMMI OG JENNI FERDINAND ?7!?T7í:!niií:fH;:?!:!:li:Uilllluu“ll‘-U!!i“11-“uuu‘lllullJllull!llulull‘llll,ll»1“i.ii.ui . :::: :. ::::::::: ............................................... SMÁFÓLK Þá er ég hérna, rétt einu Með tvo poka fulla af kín- Þau vita að þau geta treyst Ég opnaði allar smákök- sinni skilinn eftir einn í verskum mat í aftursæt- mér,ogþó... umar með spádómun- bílnum... inu! um... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Steen Schou frá Dan- mörku vann sveitakeppni Brids- hátíðar, Flugleiðamótið, með yfirburðum um helgina. I sveit- inni em þeir Blakset-bræður, Lars og Knut, Sævar Þorbjöms- son og Schou. Sævar og Schou spiluðu saman í fyrsta sinn nú á Bridshátíð, en það virðist ekki hafa staðið þeim fyrir þrifum. Spilið hér að neðan, sem er úr tvímenningi Bridshátíðar, sýnir að sambandsleysi hefur ekki þjakað þá í sögnum: Austur gefur, N/S á hættu. Vestur ♦ KD76 ¥ 974 ♦ 2 ♦ 109765 Norður 4 84 4- ♦ KDG108764 4ÁKG Austur .. 4 G953 II JKG106 ♦ 95 4432 Suður 4Á102 ¥ ÁD8532 ♦ Á3 4D8 Sævar og Schou spila eðlilegt ^ ^ kerfí að grunni til, og sögðu þannig á spil N/S: Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 hjarta Pass 3 típlar Pass 3 hjörtu Pass 4 tígiar Pass 4 spaðar Pass 51auf Pass 5 hjörtu Pass Pass 6 lauf 7 grönd Pass Allir pass 7 tíglar Stökk Sævars í þrjá tígla sýndi slemmuáhuga og sterkan lit. Schou sagði frá góðum hjartalit og Sævar lagði aftur áherslu á tígulinn. Eftir það tóku við fyrirstöðusagnir. Þegar Schou stökk síðan í sjö tígla vissi Sævar að allir ásamir voru fyrir hendi og breytti í sjö grönd til að uppskera sem mest. Jafnvel þótt Schou ætti einungis þijá bera ása — sem var ólíklegt — væri spilið aldrei verra en lauf- svíning. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Evrópumeistaramóti ungl- inga í Groningen f Hollandi um áramótin kom þessi staða upp ( skák þeirra Blatny, Tékkóslóvak- íu, sem hafði hvltt og átti leik, ogHom, Sviss. 20. R4c5! - dxc5, 21. Rxc6. (Nú tapar svartur drottningunni, þv( 21. — Dc8, 22. Ra6 er kæfíngar- mát) Dc7, 22. Ra6+ og svartur gafst upp. Sovézki unglingurinn Alexander Khalifman sigraði með miklum yfirburðum í Gron- ingen. Hann hlaut 11 v. af 13 mögulegum. Næstur kom Howell (Englandi) með 9 v. og síðan Zysk (V-Þýzkalandi), Arlandi (Ítalíu), Blatny og Holiendingamir M. Piket og J. Piket, allir með 8 v. Davið Ólafsson hlaut 5 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.