Morgunblaðið - 22.01.1986, Page 38

Morgunblaðið - 22.01.1986, Page 38
/ felk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 MICHAEL J.FOX Ungur efnilegur leikari, ríkur, einhleypur... Michael J. Fox gerir það gott um þessar mundir á leiklist- arbrautinni og fékk góða dóma nú síðast í „Aftur til framtíðarinnar", mjmdinni þar sem hann leikur Marty McFly. Myndin fjallar um drenginn sem fer til baka til þess tíma er foreldrar hans voru að kynnast. Þegar hann ákvað að taka þetta hlutverk að sér var það vand- kvæðum bundið, því hann var þegar bundinn hjá sjónvarpsstöð og eini tíminn sem þeir vildu lána drenginn var á nóttunni. Það var því tuttugu stunda vinnudagur í sjö vikur hjá Michael J. Fox. Hann byijaði klukk- an sex á morgnana í sjónvarpssal og var kominn heim að ganga fjög- ur á nóttinni eftir að hafa verið í kvikmyndaupptökum. „Ég veit að þetta vex fólki í augum en ég komst að því að þetta var bara mjög skemmtilegt, og ef drengur á mínum aldri (24 ára) þolir ekki að leggja aukavinnu á sig þá einfaldlega hefur hann ekk- ert að gera í þessum atvinnuvegi. Persónumar sem ég var að túlka í sjónvarpinu og svo í kvikmyndinni voru mjög ólíkar og því auðvelt fyrir mig að aðgreina þær alveg. Ég hugsa að ef hlutunum hefði ekki verið þannig háttað hefði þetta kannski reynst mér erfíðara en ella. GUNNAR SALVARSSON Mér leiðist stimpillinn Gunnar Salvarsson poppari tli leiðin hefði ekki reynst ógreið úr poppinu í skóla- stjóm ef ég byggi í Búlgaríu, þar sem þeir voru að harðbanna alla slíka tónlist. Þeim hefði tæpast þótt maður líklegur til að flytja með sér holl uppeldisáhrif." Það er Gunnar Salvarsson sem hér mælir, kunnur mörgum úr útvarpinu og blaðamennskunni, en sem nýlega tók við stjóm Heymleysingjaskólans eftir að hafa verið starfandi kennari við skólann um árabil. „Þegar ég vann sem blaðamað- ur á Tímanum kom bekkjarsystir mín úr Kennaraskólanum að máli við mig og gat lokkað mig til að kenna fyrir sig hjá Heymleys- ingjaskólanum á meðan hún fór í frí. Síðan hef ég verið viðloðandi skólann og tel þetta mjög gefandi og skemmtilegt starf. Rás 2, poppskrif í DV, skólastjóri Heyrnleysingja- skólans Blaðamennskan hefur getað tengst starfí mínum í skólanum að töluverðu leyti. Mér þótti strax miður sú ijölmiðlaeinangrun sem heymleysingjar búa við og við byijuðum að reyna að koma því á framfæri í kennslunni, hvað væri að gerast í þjóðfélaginu á líðandi stundu, enda tel ég það eitt besta veganestið sem hægt er að gefa þessu fólki, að kenna því að þekkja þjóðfélagið sem það býrí. Kennslunni háttum við þannig að tekið er upp á myndband fréttaágrip á táknmáli og almennu sjónvarpsfréttimar. Þá klippum við út sömu fréttir úr dagblöðum og fömm svo yfír. — Ertu kominn í draumastarf- ið? „Nei, ég held að ég eigi ekkert draumastarf. Það er best að koma víða við og kynnast þá í leiðinni sjálfum sér á nýju sviði. Annars á ég líka erfítt með að líta á mig sem skólastjóra. Þeir eru í mínum huga ábúðarmiklir, ákveðnir menn með grásprengt hár og í jakkafötum. Ég á mér aftur á móti vonir hvað snertir málefni heymleys- ingja, en hvort ég get látið eitt- hvað af þeim verða að veraleika í skólastjóratíð minni, er of snemmt að fullyrða um. Aðbúnað- ur þessa fólks er nokkuð góður. Það ríkir vaxandi skilningur á Heima hjá leikkonunni, en hún býr í Santa Barbara ásamt eiginmanninum, Tom Hayden, og börnunum Troy 12 ára og Vanessu 17 ára. Húsið er fullt af húsgögnum og fjölskyldan leggur mikið upp úr þvi að eyða frítíma sínum saman. ■ --------------—------1 ■■ ■ ■ -■ ._____________________ . , __ Michael fær um 500 aðdáenda- bréf á viku og festi nýlega kaup á íburðarmiklu húsi þar sem hann býr einn. Pilturinn á samt sem áður ^ góða vinkonu, Nancy McKeon, sem er leikkona og þau kynntust á dögunum í sjónvarpsupptöku. Michael J. Fox er draumur ungra stúlkna víðsvegar um heim enda fríður og föngulegur piltur og ekki spiiiir ríkidæmið ... Lífið er rétt að hefjast um f ertugt Jane Fonda gaf út bók, fyrir ekki ýkja löngu, sem fjallar um árin sem koma eftir fertugt. Þar safnar hún saman öllum mögu- legum upplýsingum sem hún heldur að höfði til miðaldra fólks, þá sér- staklega til kvenna. Jane segir reyndar að henni fínnist sem lífið sé rétt að hefjast um fertugt og framundan sjái hún sín bestu ár. „En maður verður að hafa fyrir hlutunum og gera eitthvað til að hafa það ánægjulegt," segir Fonda. Leikkonan ráðleggur hreyfíngu og heilsusamlegt fæði, telur þetta grandvallarforsenduna, því ef þess- ir þættir séu í lagi, fylgi á eftir gott skaplyndi og svo framvegis. COSPER ----g'"'TT~fT|---------- Lana Turner Charlene Tilton sem Lana Turner? Nú stendur til að gera kvik- mynd um leikkonu sem ýmsir lesendur kannast aflaust við og heitir Lana Tumer. Lana er 65 ára og lék sitt fyrsta hlutverk þegar hún var 16 ára í kvikmyndinni „They won’t forget". Einkalíf kon- unnar hefur jafnan vakið áhuga almennings, Lana hefur gift sig sjö sinnum og ætíð fylgt því læti þegar hún hefur skilið. A síðastliðnu ári hlaut Lana titil- inn „Fröken frábær" og til útnefn- ingarinnar kom daman þremur tím- um of seint og lét rúmlega þúsund gesti bíða. Ásamt henni mætti að lokum í veisluna vinur hennar Eric Root sem er 24 árum yngri. Nú hefur semsagt Charlene Til- ton verið boðið hlutverkið og hún er sögð hafa tekið því vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.