Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986
"Hvoð segifðu um a<$ vinna \>kr inn
aulía^tólding cí mebarxá Sy/ae-Pingunru
€te.ndur ?"
Maðurinn minn var í sjö-
tugsafmæli i gær!
HÖGNI HREKKVÍSI
„viltu hætta pessu JÓ0LI?/"
Aster___
.. .að missa hjartað í
buxumar þegar hún
skammast ogrífst.
TM Reg. U.S. Pat. Otf,—all rights reservad
01986 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
Hvar keyptir þú mótórbát-
inn þinn? Eg á jafnvel mótor
í hann.
Þessir hringdu ..
Einstæðar
mæður for-
réttindahópur
Kristin hringdi: „Ég las grein
í Velvakanda á dögunum þar sem
EINSTÆÐ MÓÐIR hneykslast
mikið á því að meðlagsskuldir
skuli vera vaxtalausar. Langar
mig til að svara þessu bréfi sem
eiginkona meðlagsgreiðanda flög-
urra bama. Það er eins og þið sem
eruð einstæðar mæður fáist aldrei
til að líta á hina hliðina, þvílíkur
er bjálkinn í augum ykkar.
Varla haldið þið að meðlags-
greiðendur séu allir óbótamenn
og á þeim hvíli öll sök. Hið ein-
stæða foreldri sem hefur bömin
á sínum vegum nýtur hins vegar
mikillar samúðar. Ég hef fylgst
með þessum málum lengi og
finnst mér umræðan nokkuð ein-
hæf. Einstæðar mæður eru í
mörgum tilfellum forréttindahóp-
ur í þjóðfélaginu. Böm einstæðra
mæðra njóta forréttinda framyfir
mín böm t.d. í sambandi við
dagheimili. Ekki hef ég möguleika
til að stunda vinnu utan heimilis,
til að greiða meðlagsskuldir, og ég
get ekki komið nema öðru baminu
mínu á bamaheimili þótt ég vildi
klóra í bakkann. Hjónabandsböm
em að verða annars flokks borg-
arar.
Hvers eiga þeir menn að gjalda
sem skilja frá þrem, Qórum böm-
um? Konan giftist kannski aftur,
tekjuháum manni. Hinn fráskildi
maður getur hins vegar ekki lejrft
sér að eignast aðra ijölskyldu.
Þyrfti ekki að huga að þessum
málum og gera þessum mönnum
kleift að lifa eðlilegu lífi. Fjöl-
skyida mín er nú að missa húsið
vegna þessarar meðlagsskuldar,
og getur EINSTÆÐ MÓÐIR
huggað sig við það að þær verða
greiddar. Það gengur bara vel að
losna við eigumar og sjálf er ég
í viðbragðsstöðu að flytja út á
götuna með fjölskyldu mína.“
Málefni LÍN
Sólveig hringdi: „Mig langar
til að taka undir með Önnu Elías-
dóttur sem skrifaði grein í Morg-
unblaðið um Lánasjóð íslenskra
námsmanna í síðustu viku. Það
er nauðsylegt að gera eitthvað í
málefnum sjóðsins — ég hef sömu
reynslu af honum og hún.
Þá iangar mig til að koma því
að í sambandi við Bláfjallaaf-
leggjarann sem liggur um Hafn-
arflarðarhraun að það þyrfti að
setja upp stikur við þennan veg
eins og aðra vegi. Mér skilst að
vegagerðin hafi verið búin með
fjárveitinguna til vegarins en það
er áreiðanlega dýr spamaður að
sleppa stikunum — það er viðbúið
að bflar fari þama útaf í slæmu
skyggni."
Vantar skemmtistað fyrir unglinga
Meira popp í sj ónvarpið ^tta efni yrði vel af un«line-
Til Velvakanda.
Við emm hér nokkrir unglingar
sem viljum koma því á framfæri
að mikil þörf er fyrir sérstakan
skemmtistað fyrir unglinga hér í
borginni. Mótrökin em oft þau að
unglingar hafi félagsmiðstöðvam-
ar, en þær koma bara alls ekki í
staðinn fyrir skemmtistaði eins og
Villta tryllta Villa og Traffic. Það
vom mjög góðir skemmtistaðir og
mikil eftirsjón að þeim. Það er svo
oft verið að tala um að eitthvað
þurfi að gera fyrir unglinga — en
þegar til framkvæmdanna kemur
verður lítið úr því að neitt sé gert.
Hvað sjónvarpið varðar þá er
efni þess að miklu leyti miðað við
fullorðið og eldra fólk. Það mætti
gjaman sýna meira af myndbönd-
um með frægum hljómsveitum og
einnig sjónvarpsmyndir af tónleik- Duran-klíkan
um íslenskra popphljómsveita.
Kjarvalsvísur:
Skelfulluerindið eins
og Kjarval gekk frá því
Velvakandi. j þessum fómm. Út af fyrir sig
Aðeins nokkur orð vegna at- m4 eflaust skýra þennan kveð-
hugasemdar frá Guðmundi skap á marga vegu, en sat ekki
Sveinssyni frá Vík í Mýrdal um 4 mér að fara ^ skýj.a hann sér.
Kjarvalsvísur. Skelfulluerindið lá staklega fyrst að þessar skýringar
vélritað með öðmm vísum í fómm voru fyrir hendi 0g án athuga-
Kjarvals ásamt þeim skýringum, semda.
sem í bókinni em. Bar þetta vélrit Indriði G. Þorsteinsson
sama svip og aðrar hreinskriftir
Víkverji skrifar
Maðurinn með sólgleraugun,
hann Jamzelsky hershöfðingi,
fór úr sambandi um daginn í beinni
útsendingu í pólska sjónvarpinu.
Þetta átti að vera svo huggulegt
og jafnvel heimilislegt hjá þeim
mæta manni, og þess vegna vora
sjónvarpsmennimir skikkaðir til
þess að mæta heima hjá honum að
manni skilst og hljóðnemanum síð-
an troðið undir stofuborðið til þess
að hann skyggði ekki á hugguleg-'
heitin og hinn ljúfa ogyfirlætislausa
heimilisbrag.
En svona pukur með hljóðnema
er samt fremur vafasamt uppátæki
ef menn vilja hafa hljómgæðin
sæmileg; enda fór það svo ef marka
má fréttimar, að hershöfðinginn,
sá mæti mann, skilaði sér eins og
málhaltur maður með minnimáttar-
kennd að umla inn í ryðgaða niður-
suðudós.
XXX
Við emm vitanlega vönust því
hér á vesturlöndum að heyra
það helst af Jamzelsky að hann
hafi rétt einu sinni verið að harð-
banna minningarathöfn um myrta
verkamenn ellegar einn ganginn
enn verið að láta vopnin tala í við-
skiptum sínum við hin bannfærðu
verkalýðsfélög. Svo að eiginlega
hafði þetta sínar björtu hliðar fyrir
hann þannig séð. Sá mæti maður
getur að minnstakosti huggað sig
við það að það hafi verið skemmti-
leg tilbreyting fyrir hann að hafa
það loks í heimsfréttimar án þess
að undirspilið væri hvinurinn í kylf-
um stormsveita hans og niðurinn í
vatnskanónum brynvagna hans.
En lærdómurinn sem draga má
af þessari uppákomu austur í Pól-
landi er samt augljós. Nefnilega að
frá tæknilegu sjónarmiði er aldrei
sniðugt að troða hljóðnemum undir
borð nema þá að troða viðmælend-
um sínum undir borðið líka.
XXX
Hyskin starfssystkini Víkveija
— eða vita þau kannski ekki
betur, blessuð hróin? — halda áfram
að láta eins og persónufomöfn séu
ekki til í íslensku. Þau finna sér
nafnorð og bíta sig síðan í það frétt-
ina á enda eins og vankaðir stein-
bítar.
Hér er smádæmi nýlegt úr Tím-
anum sem varpar ljósi á þessa ár-
áttu. í frétt um okurmálið svokall-
aða kemst blaðamaðurinn svo að
orði (leturbreyting Morgunblaðsins
að sjálfsögðu): „Þórður sagði að
málið hefði verið mjög tímafrekt.
Margir menn hafa unnið við málið
í langan tíma og margir hafa verið
yfirheyrðir vegna málsins.“ Og DV
bætir um betur nokkmm dögum
síðar þegar blaðið fjallar um bmn-
ann á Kópavogshæli: „Glugginn í
herberginu var opinn. Þegar
stúlka sem var i herberginu opnaði
hurð herbergisins til að ná í hjálp,
varð gegnumtrekkur í herberg-
inu.“
Ekki að okkur hér á Mogganum
farist alltaf því miður. Víkveiji á
illu heilli ófögur dæmi um svona
stagl hér í blaðinu, en þau em aftur
á móti Iengri en svo að forsvaran-
legt sé að birta þau í því nauma
rúmi sem þessir pistlar hafa til
umráða.
Þetta er að auki ekki í fyrsta
skiptið sem hér er vikið að þessu
hvimleiða og tiltölulega nýja of-
næmi fyrir persónufomöfnunum;
og árangurinn harla lítill eins og
dæmin hér efra sanna.
En enn skal haldið áfram að
nudda. Hver veit nema einhver
bersyndugur á Mogganum gluggi
stöku sinnum hér í Víkveijahomið.