Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR AÐALSTEINSSON
fyrrverandi bifreiðastjóri,
Bústaðaveg 109, Reykjavík,
lést föstudaginn 17. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Katrín Hulda Tómasdóttir,
Ingibjörg S. Gunnarsdóttir, Magnús Kr. Helgason,
Guðmundur A. Gunnarsson, Guðleif Bender,
Jóhanna G. Gunnarsdóttir, Birgir Hrafnsson,
Katrin G. Gunnarsdóttir, Hákon Ö. Arnþórsson,
Ester Gunnarsdóttir, Indriði Guðmundsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GYÐA HALLDÓRSDÓTTIR,
Melteigi 10, Akranesi,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 28. desember. Útförin hefur farið
fram. Þökkum auösýnda samúð. Sórstakar þakkir færum við
starfsfólki Sjúkrahúss Akraness.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG HANNESDÓTTIR,
Bústaöavegi 75,
sem lést 15. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaöakirkju fimmtu-
daginn 23. janúar kl. 13.30.
Flosi Jónsson,
Hannes Flosason, Kristjana Pálsdóttir,
Sigurður Flosason, Nanna Guðmundsdóttir,
Guðmundur Jónsson, GuðrfðurFr. Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför bróður míns,
ÓLAFS A. PÁLSSONAR
fyrrverandi borgarfógeta,
Framnesvegi 26b,
sem andaðist 13. janúar sl. verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 23. janúar kl. 15.00.
Guðmundur E. Pálsson.
+
Minningarathöfn um föður okkar,
JÓN HELGASON,
prófessor f Kaupmannahöfn,
verður i Dómkirkjunni, fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30.
Útför verður gerð í Danmörku.
Björn Jónsson,
Helgi Jónsson,
Solveig Jónsdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN PÁLL FRIÐMUNDSSON,
máiarameistari,
Suðurgötu 5,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 25. janúar
kl. 14.00.
Sigurbjörg Pálsdóttir, Þorbergur Friðriksson,
Þorbjörg Pálsdóttir, Eyjólfur Eysteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
éiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR,
Skipasundi 85.
Kristín Bernharðsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug og við andlát og
útför,
STEFÁNS STEFÁNSSONAR
bóksala.
Magnhild Stefánsson,
Emma Gibbons, Harlan Gibbons,
Elsa Stefánsdóttir, Garðar Steingrfmsson,
Stefán Garðarsson.
Minning:
Lára Gísladóttir
á Brunnstöðum
Ég hef oft látið þess getið, að
um hina lágu, hijóstrugu strönd
sem liggur að sunnanverðum Faxa-
flóa hafí mér orðið tíðforult hin síð-
ari ár.
Sjálfsagt orsakast það að nokkru
af því að um hana liggur leiðin sem
tengir saman tvær höfuðstöðvar
Faxaflóabyggðar, Reykjavík og
Keflavík, en þó mun hitt ekki síður
ráða ferðinni, að ég hef haft ein-
staklega góð kynni af fólkinu sem
býr þar á ströndinni.
Á Brunnastöðum eru búsett
fímm systkini, böm hjónanna Láru
Elínar Gísladóttur og Kristmundar
Þorlákssonar, sem fyrr en þau
fluttu að Brunnastöðum bjuggu
stórbúi í Stakkavík sunnan Selvogs-
heiðar. Þegar ég kom fyrst að
Brunnastöðum var Kristmundur
horfínn af vettvangi en Lára hafði
stigið fyrstu fetin yfír á tíunda ára-
tug ævinnar.
Þó hún væri öldruð vakti enn í
vitund hennar glaður minningalogi
liðinnar ævi og hú var fús til að
bregða upp leifturmyndum sem
henni voru hugstæðar.
Lára fæddist árið 1889 í litlu
hjáleigukoti sem tilheyrði eignar-
jörð stórbóndans í Nesi í Selvogi.
Þetta kot hét Erta. Æskuheimili
hennar var lítið en notalegt og henni
þótti gott að vaxa þar upp frá
bemsku til ungmeyjarára. Þá flutt-
ust foreldrar hennar að Stakkavík
sem var erfíð jörð en gaf dugandi
fólki mikla möguleika til fjárræktar.
Árið 1918 giftist Lára Krist-
mundi Þorlákssyni. Hann var ætt-
aður úr Hafnarfírði. Þau tóku þá
við búinu í Stakkavík. Kristmundur
var harðfengur maður og lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna enda
þótt fjöllin og hafíð biðu hættunni
heim þar sem hann þurfti að gæta
hjarðar sinnar.
Hún Lára var heldur enginn
veifískati. Á tuttugu árum ól hún
honum Kristmundi tíu böm og
þurfti í eitt skipti þegar það bar
að höndum að gegna sjálf nærkonu
hlutverkinu. Einn drengurinn henn-
ar, sjö ára gamall, var hjá henni
og gat náð í skærin. Allt fór vel,
þegar Kristmundur kom heim frá
fjárgæslu brosti konan hans við
honum og nærði við bijóst sitt ný-
fæddan son. Þetta er aðeins ein af
mörgum lífsmyndum sem vitna um
hetjuhug húsfreyjunnar í Stakka-
vík. En þrátt fýrir einangrun og
margháttaða erfíðleika undi hún vel
hag sínum og fannst hún eiga þar
sæla daga.
En svo kom vágestur í byggðina.
Mæðiveikin felldi fjárstofninn og
flölskyldan flutti að Brunnastöðum
á Vatnsleysuströnd eftir að hafa
búið í Stakkavík í 27 ár. Þar var
Lára síðan húsfreyja í nær ijóra
áratugi eða þangað til hann Krist-
mundur hennar kvaddi þennan heim
og bömin tóku við.
En Selvogurinn og Vatnsleysu-
ströndin em tveir ólíkir heimar. Að
vísu fellur sami sjór að ströndinni
en ris öldunnar er með ólíku jrfír-
bragði og tónn frá hörpu hafsins
ekki sá sami.
Þó húsfreyjan á Bmnnastöðum
tapaði engu af sinni heimilishyggju
og gengi með sömu atorku að
hveiju starfí á ströndinni og í vogin-
um mun henni hafa fundist eggja-
gijótið þar sárara við fót en suður
í Stakkavík. Þannig verða viðhorf
þeirra sem alast upp og lifa með
náttúm landsins og neyta af nægt-
um hennar síns brauðs í sveita síns
andlits.
Af tfu bömum þeirra Lára
Gísladóttur og Kristmundar Þor-
lákssonar em átta á lífí, af þeim
em fímm búsett á Bmnnastöðum
og reka þar myndarlegt sauðfjárbú.
Þau em: Gísli Seheving, Eggert,
Elín Kristín, Þorkell og Láras Ell-
ert. Anna Sigríður er húsfreyja á
Sætúni á Vatnsleysuströnd, Valgeir
Scheving er búsettur í Reykjavík
og Hallgrímur í Keflavík. Tvö dóu
í æsku, Valgerður og Láms.
Nú er Lára Gísladóttir gengin á
vit hins óþekkta og rekur ekki
lengur lífsþræði sína á vettvangi
okkar skynjanlegu veraldar. Þótt
kynni okkar væm ekki löng minnist
ég með söknuði þeirra kvöldstunda
þegar þessi lífsrejmda heiðurskona
opnaði fyrir mér heim sinnar liðnu
ævi og gerði mér grein fyrir bar-
áttusögu einyrkjanna í einni af-
skekktustu byggð á suðurströnd
íslands, Stakkavík í Selvogi. Spor
genginna kynslóða em athygli verð.
Þar vom flest fótmál stigin og
hugsun fjöldans bundin þeim ásetn-
ingi að vera sjálfbjarga og varða
leiðina í átt til betri og bjartari
framtíðar.
Ein í þeim hópi var Lára Gísla-
dóttir. Guð blessi minningu hennar.
Þ. Matt.
Kveðja:
Agúst Hallsson
í gær var vinur minn Ágúst
Hallsson kvaddur hinstu kveðju.
Það hvarflaði ekki að mér er við
fundumst síðast skömmu fyrir jól,
að þegar kveðjustundin kom myndu
okkar samfundir í lifanda lífí ekki
verða fleiri. Gjaman er það svo að
þegar leiðir skilur fyrir ftillt og allt
rifjast upp í huganum sitt hvað frá
+
Eiginmaður minn og fóstri okkar,
AXEL ÓLAFSSON,
verkstjóri,
Hliðarvegi 1, Kópavogi,
verður jarösunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 23. janúar
kl. 13.30.
Sigrún Valdimarsdóttir,
Þorsteinn Óttar Bjarnason,
Úlfar Helgason.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR A. KRISTJÁNSSON,
Álfaskeiði 70,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 24.
janúar og hefst athöfnin kl. 15.00.
Sigurborg Oddsdóttir,
Haraldur Ólafsson, Hólmfrfður Gunnarsdóttir,
Oddur Ólafsson, Sigrfður Á. Þórarinsdóttir,
Ómar Ólafsson, Valgerður Ásgeirsdóttir,
Aðalsteinn Ólafsson, Margrét Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
KRISTJÖNU HANNESDÓTTUR.
Vera Kristjánsdóttir, Sigurjón Richter,
Anna Flosadóttir, Bjarni Hjartarson,
Steinunn Guðmundsdóttir, Ingólfur Aðalsteinsson,
Kristbjörg Richter
og barnabarnabörn.
fyrri dögum og persónulegum kynn-
um. Hann var einn af þessum
hressu og glaðvæm mönnum.
Okkar kynni hófust er við vomm á
bamsaldri. Æskuheimili hans.
kynntist ég allnáið og var jafnan
gott þangað að koma. Sönggleðin
á því heimili var einstök, eins og
margir af vinum þess kynntust.
Þegar við vomm ungir leiddi ég oft
hugann að því að Ágúst myndi
gerast flugmaður. Meðal vina hans
vom ungir flugmenn og hann þá í
allnánu sambandi við t.d. flugmenn
sem vora hjá Loftleiðum. En svo
fór þó ekki. Hann gerðist starfs-
maður hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur og starfaði þar um alllangt
árabil. Ágúst var útivem-maður og
ferðaðist víða um landið. Þó svo
hann væri að eðlisfari glaðvær
maður, hafði hann af því ánægju
að styðja við bakið á öðm fólki ef
hann gat slíkt með einum eða öðmm
hætti. Eins var það áberandi í fari
hans hve umtalsgóður hann var um
aðra.
Ég mun minnast vinar míns
Ágústs Hallssonar og í mínum huga
er bjart jrfír þeirri minningu. Böm-
um hans og öðmm nánum ættingj-
um votta ég samúð.
Einar Valgarð Bjarnason