Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 45

Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986 45 Helgi Guðmunds- son — Minning Fæddur 12. nóvember 1897 Dáinn 13. janúar 1986 Hann Helgi vinur okkar, afí og langafí er dáinn. Hann fæddist á Núpi í Fljótshlíð 12. nóvember 1897 og dó í Reykja- vík 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Sigurðardóttir og Guðmundur Magnússon bóndi á Núpi. Af böm- um þeirra hjóna komust 12 upp og var Helgi yngstur þeirra. Ein eftir- lifandi er Elín, búsett á Selfossi. Fyrri kona Helga var Þóranna Guðnadóttir frá Torfastöðum. Þau áttu saman tvær dætur, Hönnu Þyri og Guðnýju Kristínu. Þóranna lést 1931. Helgi stundaði búskap framan af ævi, fyrst á Efri-Þverá, síðar á hluta af Torfastöðum og loks reisti hann nýbýlið Höfða. Allar eru jarðir þessar í bemskubyggð hans, Fljóts- hlíðinni. Þama var þröngt setið í þá daga og því fór Helgi alla jafna til Vestmannaeyja á vertið á vet- uma til að ná endum saman og sjá sér og sínum farborða. Til Reykjavíkur fluttist Helgi árið 1946 og vann þar fyrst almenna byggingarvinnu. Eftirlifandi konu sinni, Sigurbjörgu Lúðvíksdóttur frá Djúpavogi, kvæntist Helgi árið 1955. Hún hafði þá eins og hann misst maka sinn fyrir mörgum ámm og nú ákváðu þau að eyða saman ævikvöldinu. Það var góð ákvörðun eins og flest það sem þau gerðu þá 3 áratugi sem þau áttu saman. Við ættingjar og tengdafólk Sigurbjargar eignuðumst þama sannan vin sem við elskuðum öll og virtum og kveðjum nú með söknuði. Helgi og Sigurbjörg bjuggu fyrstu árin í Amarhváli, en þar var hann húsvörður í 12 ár. Síðar starf- aði hann hjá Reykjavíkurborg og hafði þá umsjón með görðunum í Laugardal. I þessum störfum komu eiginleikar Helga vel í ljós, hann var svo samviskusamur og trúr því sem honum var falið. Helgi var mikill mannkostamað- ur og hafði lifandi áhuga á öllu sem lífsanda dregur en svo hógvær og látlaus að hann tranaði hvorki sér né skoðunum sínum fram. Anægja hans var fölskvalaus og einlæg þegar eitthvert bamabamið náði áfanga í námi eða eignaðist þak yfír höfuðið, þá fylgdist hann með öllu sem jákvæður og góður afí. Helgi lét aldrei reka á reiðanum, allt fram á síðustu stund var hann ákveðinn í að búa í haginn fyrir sig og sína. Skömmu fyrir andlátið fluttu þau Sigurbjörg í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Sá áfangi var Helga kær, að þessu unnu þau síðustu árin og auðvitað tókst þeim það eins og svo margt sem þau gerðu saman. Helgi var einstaklega vel á sig kominn bæði á sál og líkama, allt til hinstu stundar. Öll hans skilning- arvit vom eins og hjá ungum manni. Síðastliðið sumar heimsóttu þau hjón okkur og þá ók Helgi bíl sínum yfir fjöll og firnindi. Karl- mennska hans og þróttur síðustu mánuði ætti að vera okkur sem lifum til eftirbreytni í framtíðinni, því fram á við horfði Helgi Guð- mundsson alltaf þar til yfír lauk. Endurminningin um góðan mann lifír. Fjölskyldurnar í Hvera- gerði og Reykjakoti. Kjarvalsstaðir: „Reykjavík í myndlist“ — Sýning á Listahátíð 1986 Sfjórn Kjarvalsstaða hefur ákveðið að efna til myndlistasýn- ingar á Kjarvalsstöðum á Lista- hátíð í vor, sem nefnist „Reykja- vík í Myndlist". Öllum starfandi myndlistarmönnum er boðið að senda verk á sýninguna og mun dómnefnd siðan velja úr verkun- um. Dómnefndina skipa myndlistar- mennimir Ragna Róbertsdóttir og Eyjólfur Einarsson skipaðir af Sambandi íslenskra myndlistar- manna, og Hulda Valtýsdóttir borg- arfulltrúi skipuð af stjóm Kjarvals- staða. Sýningin verður í vestursal og vesturforsal Kjarvalsstaða í júní og júlímánuði 1986, samtímis sýningu á verkum Picassos, sem verður í Kjarvalssal. Verkum á sýninguna þarf að skila til Kjarvalsstaða fyrir 20. apríl nk. ásamt ítarlegum upp- lýsingum um verkin og höfunda. Sýning á kuðungum og skeljum í Sædýrasafninu I Sædýrasafninu í Hafnarfirði stendur nú yfir sýning á kuðung- um og skeljum, sem ekki hafa sést hér á landi áður. Er þar um að ræða risaskel, ein stærsta sinna tegundar í heiminum; 85 cm á lengd, 50 cm á hæð og um 20 cm á þykkt. Auk þess eru sýndir svokallaðir drottningar- kuðungar og köngulóarkuðung- ar. Samhliða sýningunni fer fram getraum, þar sem gestir geta giskað á þyngd risaskeljar- innar og sá er næst kemst henni, hlýtur ferðaútvarps- og segul- bandstæki frá Nesco í verðlaun. Sædýrasafnið er ennþá í fullum rekstri þrátt fyrir nokkra rekstra- rörðugleika undanfarið. Opið er á hveijum degi frá 10.00 til 19.00. Á sl. ári lá við lokun safnsins og ennþá er framtíð þess óljós, segir í frétt frá Sædýrasafninu. Ráða- menn eru þó að athuga hvort ekki sé hægt að tryggja reksturinn til frambúðar enda hefur aðsókn verið góð. Sem dæmi má nefna að á sl. tveimur árum hafa um hundrað þúsund manns heimsótt safnið, en þar er að finna m.a. apa, ísbimi, rostunga, seli, sæljón, uglur, fálka, kanínur, ljón og háhyminga. Sigurþóra St. Þor- björnsdóttir - Kveðja Fædd 17. október 1908 Dáin 2. janúar 1986 Við verðum að fara að heimsækja Sigurþóru — já — já. Þessi orð eða setning var marg- sögð á mínu heimili. Svo einn dag- inn hringir systir mín og segir: Oli minn, hún Þórunn var að hringja og sagði að hún Sigurþóra væri dáin. Á samri stundu skaut upp samviskubiti — hvað skal gera? Ekkert! Gat ekkert gert. Hún Sigur- þóra verður til moldar borin, sem og aðrir. Nú er of seint að reyna að friða samviskuna. Kynni mín af sambýliskonu föður míns í um tvo áratugi voru svolítið sérstök. Ölium þykir sín móðir fegurst, svo þótti mér einnig — en að lynda saman, það er annað. Nú kemur að því sem ég vil fyrst og fremst láta frá mér fara, og það er tilfínning mín, þegar ég kom fyrst á Grenimelinn. Þá fann ég að pabba leið vel. En hver var þessi kona sem hann bjó hjá, og síðan með þar til yfír lauk. Ég hafði oft í æsku heyrt talað um Felix og Sigurþóru einkum þó í gegnum Kolviðarhól, man ég þó ekki til að rekja alla þá hluti. En viðtökur Sigurþóru þá fyrst ég kom á Grenimelinn voru ekki orðskrúð eða yfirlæti, en því meiri hlýja, hlýja sem maður finnur ekki hvar sem er. Ég man að tvö lítil böm mín sem voru með mér, feimin, vom fljót að gleyma stund og stað og fylgdu húsmóður hvert um húsið sem hún fór. Þau vom ekki keypt til fylgis, öðm nær, böm em fljót að fínna hlýju viðmælenda. Pabbi, ég þarf að pissa! Komdu væna mín, eða væni minn. Böm fara ekki með hveijum sem er þegar foreldri er nærtækt, en þama var ekki kallað pabbi. Heimili Sigurþóm var ein- staklega fallegt, og réttara væri að segja „fagurt", mér þykir því orði fylgja dýpri merking. Listrænt hugarfar býr vel um sig, það sannaði heimilið á Greni- melnum. Ég á erfítt með að lýsa þeirri hlýju og þakklæti sem til mín streymdi þegar ösku föður míns var komið fyrir á Kotströnd, er ég gekk ti) Sigurþóm og rétti olnboga í garðinum við lok greftmnar. Nú spyr ég sjálfan mig: Því leistu ekki til hennar síðustu árin? — Er það ekki alltaf svo, að þú ætlar að gera þetta og hitt, en ekkert verður úr því, en svo er of seint að iðrast. Sigurþóra Þorbjömsdóttir var langt fyrir ofan meðallag, skynug kona og síst á mínu færi að dæma þar um, en þau meðmæli sem hún fékk hjá samtímafólki sínu, og ég ungur maður hleraði á tali manna án þess að bera fullt skyn á, rifjast nú upp. Því hvar sem nafn hennar bar á góma fékk hún ávallt sömu einkunn: Gáfuð, prúð og ósérhlífín kona. Systur mínar og annað venslafólk hafa beðið mið að fá að vera með í þessum fátæklegu kveðjuskrifum. Við þökkum öll innilega fyrir samfylgdina og biðj- um almættið að taka á móti henni, styrkja og styðja á framandi braut- um. En Sigurþóra átti svo marga og góða vini sem á undan eru gengnir, munu þeir örugglega styðja hana til frekari góðra verka, sem henni hefur þótt hún eiga ógerð. Því þeir, sem hafa látið margt og mikið gott af sér leiða, fínnst mér ávallt eiga mikið ógert. Almættið tekur vel á móti þeim sem til þess hafa unnið. Einlægur Ólafur Þorvaldsson Stjórnun þj ónustufyrirtækj a Hérlendis og erlendis hefur orðið mikil fjölgun á fyrirtækjum í þjónustugreinum, t. d. á sviði auglýsingagerðar, ferðaþjónustu, vaktþjónustu, bankastarfsemi og hugbún- aðargerðar. Eðli þjónustufyrirtækja er um margt frábrugðið eðli annarra fyrirtækja. Þjónusta er óefnisleg framleiðsla sem erfitt er að framleiða á lager og oft á neysla hennar sér stað samhliða framleiðslu. Þetta takmarkar aðlögunarhæfni þjónustufyrirtækja að breytingum á eftirspurn. Á námskeiðinu er lögð höfuðáhersla á hagræna stýringu og uppbyggingu þjónustu- fyrirtækja. Efni: ■ Þjónustuhugtakið ■ Meginskilyrði árangurs í stjórnun þjónustufyrirtækja ■ Kostnaðarbygging og skipting í fastan og breytilegan kostnað ■ Verðlagning á þjónustu, gæði og kostnaður ■ Samkeppni og samkeppnistækni ■ Eftirspurn, markaðshlutun og möguleikar á beitingu söluráða ■ Þáttur starfsfólks í þjónustufyrirtækjum Leiðbeinendur Þátttakendur Tími og staður Gísli Arason og Námskeiðið er ætlað 27.-30. janúar Jóhann Magnússon, stjórnendum kl. 13.30-17.30 rekstrarráðgjafar í þjónustufyrirtækjum Ánanaustum 15 hjá Hagvangi hf. og þjónustustarfsemi A Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.