Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 24

Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRUAR1986 Börnin drukku mjólkina með áfergju. ajg;. -f '' . í Selfoss: Ahersla lögð á að böm drekki mjólk MorgunblaöJö/Sig. Jóns. Mjólkin er ofsa góð! Birgir Aðalbjarnarson og Edda Ósk Gísladótt- ir voru mjög ánægð með það að fá mjólk í leikskólanum. Selfossi, 19. febrúar. FRÁ ÞVÍ um áramót hafa börn á dagvistarstofnunum á Selfossi fengið mjólk að drekka með nestinu sem þau hafa með sér að heiman. Þessi ráðstöfun var tekin upp í kjölfar fundar með foreldrum þar sem vakin var athygli á nauðsyn þess að börn neyttu næringarríkrar fæðu. Mjólkumeysla bamanna hefur fallið í góðan jarðveg og em foreldrar jafnt sem bömin sjálf ánægðir með þetta fyrirkomulag. Fóstmnar á dagvistarstofnununum sögðust hafa tekið eftir því að dryklqarföng bamanna, sem þau höfðu með sér, hefðu breyst yfír í að vera svaladrykkir. „Mjólkin er mun næringarríkari og betri drykkur fyrir bömin," sögðu fóstmmar og ennfremur að svo virtist sem fólk hefði ekki hugsað út í þetta atriði með næringargildi nestisins. A dagvistarstofnununum er fyrirkomulagið þannig að foreldrar greiða 120 krónur í mjólkurgjald á mánuði. í kjölfar þess að byija að drekka mjólk hafa bömin unnið verkefni um mjólkina, farið í fjós, og skoðað Mjólk- urbú Flóamanna. Foreldra- og kennarafélag bamaskólans hefur sam- þykkt að taka upp sama hátt og er á dagvistarstofnunum og bjóða bömunum upp á mjólk í skólanum. Á bændafundi í Njálsbúð sl. mánudag, 17. febrúar, var mikill áhugi fyrir því að auka neyslu skólabama á mjólk og mjólkurvörum. — Sig. Jóns. Pjakkaferð er sumargjöf fjölskyldurmar FERÐASKFUFSTÖFAN POLAR/S VW Bankastræti 8 — Simar: 28622 -15340 XXlv^ i,a‘. 1' / ; fyi ímiitimtA Meðan mamma og pabbi flatmaga í sólinni tekur pjakkaklúbburinn á Mallorca til starfa. Barnafarar- stjórinn leiðir pjakkana á krabbaveiðar, í dýragarðinn og reistir verða glæsilegustu sandkastalar strandarinnar. Það er margt brallað í pjakkaklúbbnum enda eru hótel- garðarnir á Mallorca hrein paradís fyrir börn sem full- orðna. Hótelaðstaðan á Mallorca er einhver sú besta sem hægt er að hugsa sér á sólarlöndum og kjörin fyrir barnafjölskyldur. Heiðurspjakkaferðirnar eru þrjár og brottfaradagarnir eru 21/6, 8/7 og 9/9. 25 fyrstu fjölskyldurnar, 4ra manna eða stærri fá frítt fyrir einn pjakk á aldrinum 2—11 ára, í tveim fyrri ferðunum. í pjakkaferðinni 9. sept. fá 25 fyrstu fjölskyldurnar, 3ja manna eða stærri, frítt fyrir einn pjakk á aldrinum 2—7ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.